Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › patrol
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Agnar Benónýsson 16 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
15.09.2008 at 00:43 #202917
Sælir félagar.
Ég er búinn að nota leitina og gúggla talsvert en finn ekkert nothæft.Gæti einhver hér sagt mér stærðina í tommum á fram og afturdrifum í 91 2.8 Patrol , sverleika og rilufjölda á öxlum og hvernig þessi búnaður er að reynast á 38″
Einnig væri ágætt að fá að vita hverjir veiku hlekkirnir eru og hvernig er best að fyrirbyggja bilerí sökum þeirra.
Og í GUÐANA Bænum ekki starta patrol vs toyota – pabbi minn er sterkari en pabbi þinn þræði
Svo væri reyndar gott ef einhver vissi um góða síðu með aukahluti, hlutföll og dóti fyrir þessa bíla.
Kv. Kalli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
15.09.2008 at 08:34 #629370
Talar held eg bara synu mali um þessa bila eru ut um allt bara, eg veit nu ekki fyrir vist malin a drifinu
held samt 9,5" man ekki rillufjöldann en aðalveikleikinn eru heddin og vatnskassinn og siðan framhjolalegur annað er i goðu lagi.
Eg tel að eg se buinn að komast fyrir leguvandamalið með nyrri og stærri ytri legu og
nyjum legustut sem er lengri ut og verður þa miklu lengra a milli leganna virðist bara virka.
kveðja Helgi
15.09.2008 at 09:10 #629372Drifin í pattanum heita H233, og held ég að það sé stærðin á drifinu (233 mm, eða 9,2 tommur). Rílufjöldinn er svipaður og í Toyotum eða um 30 ef ég man rétt. Má sjá í documentum frá ARB.
Almennt séð eru þetta stórar og sterkar hásingar sem diesel V8’tur og 44" ná ekki brjóta.kv.
Rúnar.
15.09.2008 at 10:15 #629374Þakka svörin. Nú er ég einhverju nær um hvað eg á að gúggla. Komst t.d að því að þetta eru 31 rila.
En vita einhverjir um góða " accessories " búllu fyrir þessa bíl ?
15.09.2008 at 11:08 #629376sæll
Þetta er mjög öflugur drifbúnaður í Patrol og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur af honum á 38". 31 rillu 32mm öxlar og rúmlega 9 tommu drif er eitthvað sem bara virkar, þekki persónulega engin dæmi að menn hafi verið að brjóta þetta þó það hafi örugglega verið gert. Framhjólalegur eru þó eitthvað sem gott er að fylgjast með, þær eiga það til að slappast og því nauðsynlegt að herða upp á þeim reglulega eða skipta þeim út ef þær eru orðnar lélegar. Það er dýrt spaug ef þær fara í döðlur í akstri með tilheyrandi skemmdum á nafstútum osfrv.
Orginal hlutföll eru 1:4.62 og það er vel hægt að keyra á þeim á 38" með smá þolinmæði og NB meira kúplingssliti. 1:5.13 voru menn eitthvað að setja í drifin (Bílabúð Benna) en ég held að það sé alveg hætt í dag. 1:5.42 er málið í dag en ég hef ekki heyrt um að það sé hægt að versla þetta á netinu, heyrði að það væri einhver einn framleiðandi á Spáni sem væri að spýta þessu út fyrir íslenska markaðinn !! Ath hjá Breyti og BB. Svo er líka möguleiki að halda bara org hlutföllum og setja lækkuð hlutföll í millikassann 1:2.86 (flutt inn frá Ástralíu, fæst hjá K2).
Ég hef keypt alla mína aukahluti á þessa bíla í smáauglýsingum F4x4 og gengið bara ágætlega að fá hitt og þetta á góðu verði. Kiddi Bergs á Selfossi á víst líka fullt af hlutum í þessa bíla.
Annars er ég viss um að Hafsteinn á eftir að pósta hingað inn einhverjum linkum fyrir þig á verslanir á netinu.
Mundu svo bara að það fyrsta sem þú átt að kaupa eftir breytingu er 3 raða vatnskassi, fara svo yfir vatnsdælu og ath að vifta sé í lagi. Kæling er nauðsynleg til að hlífa heddinu.
kveðja
Agnar
Ps Helgi, þú mættir segja okkur meira um þessa leguútfærslu hjá þér !
15.09.2008 at 11:33 #629378Ja sæll Agnar eg skal segja þer fra henni
þetta er einföld sem virkar bara vel en hann Ægir
smiðaði þetta fyrir mig i vor.
Smiðin felst i nyjum legustutum sem eru ca 1cm
lengri en org. til geta fært legurnar alveg ut i endann a hubbinu og þa eru leguroin og lasskinnan
fyrir utan hubbið, þa er bilið a milli leganna orðið
ca. 35-40 mm i staðinn fyrir 13mm.
Og að auki fann eg i N1 helming breiðari og burðarmeiri legu að utanverðu sem er með sama
öxulmal en aðeins meira utanmal ca 1mm og var rennt ur hubbinu smaskænir til að hun passi i einnig settum við jarnholk fyir innan leguna svo þetta er tryggt, ef þu gerir þetta þa þarftu að nota
flangsana fra Ægi, og i minu tilfelli renndi hann aðeins innan ur til að bua til plass fyrir skrufuhausana a stoppskrufunum a lasskinnunni
ekkert er rennt ur rillugripinu svo að það breytist ekkert eða minnkar gripið a öxulendann þo stuturinn hafi verið lengdur.
Og þetta er bara að virka eg er buinn að keyra ca 20.000 km i sumar og fylgjast mjögvel með þessu og enginn hiti ekkert slag semsagt bara hamingja. Eg for ut i þetta þvi að siðasta vetur skifti eg um legur a 1 manaða fresti alveg sama þo eg væri með nysmiðaða stuta fra Ægi ytri legann for alltaf i mask, þer er velkomið að hringja i mig
ef þu vilt eða hver sem vill heyra meira um þetta.
kveðja HelgiPS eg er með numerin a legunum sem þarf i þetta
15.09.2008 at 11:53 #629380sæll Helgi
Takk fyrir þetta, þetta er mjög áhugavert. Ég hef í sjálfu sér ekki verið í neinum stórum vandræðum með legurnar hjá mér umfram hefðbundið slit á 44", legustútarnir eru í lagi þannig að maður fylgist bara vel með þessu og herðir upp á þegar þarf. Veit að fyrri eigandi skipti alltaf um legur nokkuð ört og reglulega hvort sem legurnar voru ónýtar eða ekki. Held að það sé góð stefna !
kveðja
Agnar
PS Karl, þessi leguvandræði eiga einungis við um 44"+ breytta bíla, það er mun betri og eðlilegri ending á þeim á 38"
15.09.2008 at 13:45 #629382Sæll
Ég hef ekið Patrol í 2-3 ár man ekki alveg en honum var breytt 1995 f 36" dekk og ég hef notað hann á 38" í mín 2-3 ár. Bíllinn er ekinn 330 þ km
Hann er á 3 legusettinu að framan svo að það má varla kalla stórvanda, bæði skiptin skipt um legu í hefðbundnu viðhaldi en ekki út af bilaðri legu. Vandinn felst í því að ef lega fer þá skemmir hún fyrir stórfé á stuttum tíma.
Drifin hélt ég reyndar að væru 9.5" bæði framan og aftan og á 38" dekkjum brýtur þú þau ekki. 31 rílu öxla hef ég heyrt á minnst og þannig gengur ekkert annað hefðbundið samanvið, pirrandi en satt.
Patrolinn er vélavana og gírkassinn er byggður fyrir minni átök en við erum vanir á Íslandi. vélin er á fullu álagi frá morgni til kvölds og gírkassinn fær líka að kenna á því. Þannig endist þessi búnaður illa og búast má við heddviðgerð og nýjum gírkassa á hverjum 150 til 200þ km
Hvað er til ráða, jú, smyrja nógu oft og mikið. skipta mjög reglulega um allar olíur og setja feiti í alla smyrjanlega hluti og helst fleiri. skipta um á öllum kössum og drifum minnst árlega án þess að hugsa um ástand olíunnar sem fer af. nema hún sé alltaf ljót þá þarf að gera eitthvað í málinu. Sömuleiðis er bráðnauðsynlegt að viðhalda kælikerfinu og tryggja að það standi fyrir sínu, lúin vifta getur kostað nýtt hedd.
Þegar millikassinn fór í bílnum mínum (áður en ég keypti hann) var farið að kíkja á málið og kom í ljós að aldrei hafði verið skipt um olíu á honum bara þefað af henni um 175 þ km.
Stóri gallinnn er varahlutaverð. Ekkert annað að gera en að kyngja og brosa.
Kv Jónsi
15.09.2008 at 14:30 #629384Sælir strákar..
ég hef heyrt að þeir noti [url=http://farm4.static.flickr.com/3291/2859872358_940d444cca.jpg?v=0:2mmugi3s][b:2mmugi3s]ÞENNAN HEST[/b:2mmugi3s][/url:2mmugi3s] sem viðmiðun á hestafli þegar menn hestaflamæla Patrol…
getur einhver sagt mér hvort það sé rétt eða ekki?
Toyota kveðjur, Lalli
15.09.2008 at 16:07 #629386Pabbi minn er VÍST sterkari en pabbi þinn !
15.09.2008 at 23:09 #629388Vertu ekki að ergja þig a þessu hjali þu verður að
setja upp skrap ef þu ert Patroleigandi og tjair þig herna a netinu, við latum bara verkin tala þegar við
erum komnir ut að leika
patrolkveðja Helgi
16.09.2008 at 22:36 #629390Þakka þér , og ykkur fyrir uppl.
Nú er ég orðinn stoltur patrol eigandi ( Keypti " Blautur " rétt áðan )
Nú er bara að fara inní skúr og skoða og sjæna
Kv. Kalli
17.09.2008 at 13:00 #629392Væri einhver hér til í að fræða mig um hvaða þykkt á smurolíu hentar best á þessa bíla. Einnig á drif og kassa
17.09.2008 at 15:54 #629394Sæll
Eina olían sem á að nota á gírkassa er 75w-90, á drif 80-90. Á vél skiptir það ekki eins miklu máli. 5w-30, 5w-40, eða 10w-40 breytir ekki öllu, bara að það sé skipt reglulega.
17.09.2008 at 21:53 #629396Vitiði hvað patrol hásingarnar eru breiðar. þ.e.a.s mælt frá því hvar felgurnar setjast að þegar að búið að skrúfa þær fastar.
18.09.2008 at 01:38 #629398Man ekki betur en það séu 158 sm.
Freyr
18.09.2008 at 08:09 #629400Takk fyrir það freyr.
En þyngdin á hásingunum vitiði hver hún er í 89-97 bílunum.
18.09.2008 at 09:16 #629402Hilmar, þú ætlar þó ekki að fara að aflima einhvern virðulegan Patrol til að troða hásingunum undir Toyotuna þína.
Hvernig væri bara að fá sé góðan Patrol og setja 3.0 vélina ofan í hann
kv
Agnar
18.09.2008 at 11:44 #629404besta sem maður gerir fyrir patrol er að rífan.
Það eina sem er hægt að nota eftir slíkan verknað eru hugsanlega hásingarnar þó að þær séu ekki einu sinni gallalausar.
Annars er ég bara að skoða hvað er í boði í hásingum þyngd breidd hluttföll og fleira.en þetta er patrol þráður svo veit einhver þyngdina?
18.09.2008 at 11:53 #629406Og þar með gerðir þú vonandi von á uppl. frá Patrol snillingum að engu.
Kv. Kalli
18.09.2008 at 12:08 #629408Ussss, þessir Toyotu karlar, þeir eru heittrúaðir með eindæmum, jafnvel þótt að allir viti að það er ekki hægt að sitja í þessu vegna þrengsla, boddýið ryðgar með eindæmum fljótt, það er vita vonlaus fjöðrun í þessu og hásingar allt of veikar svo ég tala nú ekki um þetta klafadót.
Veit því miður ekki hvað hásingarnar eru þungar en grunar að þær séu talsvert þyngri en Toy, spurning hversu sniðugt er að fleygja svoleiðis undir léttan bíl eins og 4Runner !
kv
A
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.