This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 22 years, 7 months ago.
-
Topic
-
.
Eins og ég sagði frá á netinu, fyrir páska þá rottuðum við okkur nokkrir saman undir leiðsögn Gulla Rottuforingja, og fórum í Páskaferð norður á Þverárfjall, og bjuggum þar í skálum Suðurverks.Sem hann Guðjón reddaði okkur.
Kannski er hægt að segja að ferðin hafi byrjað í bílskúr á Ásbraut í Kópavoginum fyrir ?Suma?, En þessi aðili var ekki búin að fá grænt ljós á það að komast með,
Enda öllum skiljanlegt sem til þekkja, Ákvað hann þá að grípa til örþrifa ráða,Fór hann því í bílskúr foringans, Þar sem foringinn lá á gólfinu og var að sýsla við nýja milligírinn.Báru ?Sumir ? nú upp erindið við foringjann um það hvort hann kæmist með, var foringinn eitthvað tregur til svars og bara hummaði og dæsti. Slógu þá ?Sumir? þá fram síðasta trompinu og bauðst til þess að taka með sér LASSEN KONÍAK.Varð þá skyndi breyting á foringjanum og voru sumir þá velkomnir með.
Ætla ég ekki að fjölyrða meir um þetta mútu hneyksli, en snúa mér að ferðinni.
Var lagt í hann snemma á Skírdag enda gátum við ekki hamið okkur lengur í borgini.
Dr Egill og Gummi komust þó ekki af stað fyrr en seinnipartin, Egill átti eftir að sprauta nokkra ólánsama Selfyssinga og Gummi þurfti að skrifa nokkrar stefnur.
En allavega komumst við norður á 9 bílum þá um kvöldir.
Öðlingar sem við erum þá ókum við á móti Agli og Gumma þegar þeir fóru að nálgast okkur. Þar sem við mætum þeim sjáum við að Mússóin hans Gumma er í drætti líklega með brotið framdrif, ekki byrjar þetta nú vel. Það var ný búið að redda brotinni drifloku hjá Óla Péturs. Mússóinn var dreginn upp í skála og kýgt inn í drifið, og ekki leit það vel út olían full af svarfi og Pinjongin farinn í ferðalag, en róinn hafði lostnað af pinjongnum og lá bara laus. Hertum við því bara rónna á aftur og krossuðum okkur.
Dugði síðan drifið allan Páskatúrinn. Reyndar var það þannig að þegar við vorum búnir að kippa lokinu af drifinu að hringt var til Benna. Til skrafs og ráðlegginga.
Benni spurði bara hvar við værum og hvert ætti að senda viðgerðarlið.
Síðan rann upp Föstudagurinn langi og er að sjálfsögðu upplagður til langferða, var því skeiðað inn Skagafjörð og inn í Svartárdal. En Svartárdalur er hinn áhugaverðasti dalur. Hef é átt mér þann draum um það síðan ég barn að aldri og var að kveikja sinu í norðurmýrinni, að fá að leiða hóp jeppa manna þangað?því er það helvítis lýi að ég hafi verið í einhverjum villum. Síðan var haldið í Skitarbakkaskála og þaðan í Ingólfsskála. Í Ingólfsskála var múgur og margmenni td Skagafjarðardeildar menn.Þar var ákveðið að halda til Hveravalla, á leiðinni hittum við Guðrúnu, Lúffa og Soffíu ásamt fylgdar sveinunum Ingva og Begga. Höfðum við heyrt í doldna stund á VH effinu þá semjandi níð vísur um félaga sína. Og þegar við fórum þá heyrðum við þessar vísur á meðan við vorum í sambandi. Á Hveravöllum dembdu þeir skítugustu sér í pottin. Þegar við ætluðum að halda heim í skála þá kom neyðar kallið frá Þursaborg. Landsbjörg vildi að fá að vita hvort eitthvert björgunarlið væri í hópnum
Jú við vorum með einn lækni og tvær hjúkrunarkonur, var því ákveðið að senda okkur á 4 bílum á jökulinn, ásamt Villa fyrrum Hveravallarverti. Egill lækningamaður skellti sér upp í bílinn hjá Villa með Lækningamannatöskuna fulla af sprautum. Og var brennt af stað upp með girðingunni í skafrenningi og blindu. Voru druslurnar nú staðnar í botni því ekki vissum við um ástandið í Þursaborg en reiknuðum með hinu versta. Einhverstaðar á leiðinni tókst okkur að tína Villa. Og fórum við þá að slá af enda þekktum við ekki leiðina. Og virtumst allir alltaf hafa notað Djöflasands leiðina í ferðum okkar. En á meðan við Kalli,Gulli og Jón Ebbi vorum að klóra okkur upp jökulinn. Þá voru þeir Villi og Egill komnir á fullaferð á jöklinum og stefndu á Þursaborg. Virðist sem Björgunarsveitarmennirnir í Þursaborg hafi haft njósnir af ferðum Egils, og lögðu þeir því á flótta vestur jökul en allt kom fyrir ekki Egill dró hratt á þá .Ráku þeir flótta björgunarsveitarmannanna vestur fyrir Þursaborg Brugðu björgunarsveitarmenn þá á það ráð að slá skjaldborg 6 björgunarsveita bíla um hina slösuðu, En ekki dugði það Egill smaug í gegn og náði að sprauta sjúklingana. Hittum við síðan Villa og Egill niður á Hveravöllum var þá haldið heim í skála.Þið verðið að fyrir gefa hvað þetta er orðið langt en eitt og annað gerðist í ferðinni td fór hjá mér altanator sem var snarreddað úr bænum, Kalli braut alla boltana í annarri spindilkúlunni og reif hann víð það stórt gat á dekkið.Heim ferðin lá um Kjöl,Djöflasand Langjökul og í Þursaborg að skoða Roverinn þar sem hann lá á hvolfi.
Jón Snæland.
You must be logged in to reply to this topic.