FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Parkljós í kösturum

by sigurfari

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Parkljós í kösturum

This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson Samúel Þór Guðjónsson 17 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.07.2007 at 22:37 #200593
    Profile photo of sigurfari
    sigurfari
    Member

    Góða kvöldið, ég er að fara að setja kastara með parki framan á jeppan hjá mér. Vitið þið hvort parkið þarf að teingjast í gegnum rofa, eða má maður teingja það beint í parkljósin á bílnum. Veit að kastararnir sjálfir þurfa að teingjast með rofa.

    kveðja, Guðni

  • Creator
    Topic
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)
  • Author
    Replies
  • 30.07.2007 at 16:33 #594208
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    samkvæmt því sem ég veit til þá er park í kösturum bannað hvernig sem það er tengt og þurfti ég að setja cover á mína fyrir skoðun en samt eru hellingur af trailerum með þetta en ég veit ekki hvernig þeir komast með þetta í gegnum skoðum og við erum jafnvel að tala um 3-4 pör framan á trailer!!

    svoldið spes

    davíð Karl





    30.07.2007 at 18:55 #594210
    Profile photo of Kristófer Helgi Sigurðsson
    Kristófer Helgi Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 506

    ég var með þetta framan á hilux hjá mér og þetta er sko ekki óleglegt, og þú þarft ekki hlífar framan á luktirnar VEGNA þess að það eru parkperur í þeim.





    30.07.2007 at 19:02 #594212
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Þarft bara að tengja parkljósin inn á parkið í bílnum, það ætti að vera nóg.
    Maður þarf bara að vera með hlífar yfir kösturunum innanbæjar útaf því að þetta eru KASTARAR.

    kkv, Úlfr rafapi.
    P.S. held það sé samt best að ræða við þann aðila sem skoðar bílinn þinn um þetta, hann gæti amk sagt þér hvort þú þurfir hlífar eða ekki, en ég held samt að maður þurfi hlífar sökum þess að þetta eru jú aukaháljós.





    31.07.2007 at 00:05 #594214
    Profile photo of Halldór Eggertsson
    Halldór Eggertsson
    Participant
    • Umræður: 20
    • Svör: 208

    Fengum endurskoðun á jeppan hjá okkur útaf voru ekki lokaðar hlífar yfir kösturunum, og svo bara persónulega þá þykir mér þetta parkljósasystem í kösturum ógeðslega LJÓTT. Getur verið flott á trailerum sem eru með HAUG af ljósum hef mætt svoleiðis bílum að næturlagi, var einsog að mæta stórborg og það var töff, hef líka mætt mönnum á jeppum með kveikt á stórukösturunum innanbæjar og það er bara aðeins of mikið.

    Svo er reglugerð sem segir að bannað sé að vera með kveikt á aukaljósum þ.e. ljós sem koma ekki frá framleiðanda eða hafa verið samþykkt útaf breytingu á breidd bíls svo sem ökuljós eða parkljós.





    31.07.2007 at 02:20 #594216
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ef ég man rétt þá mega vera auka parkljós eins mikið og maður vill.
    En allt annað þarf að sæta reglum.

    Annars er hægt að nálgast reglugerðina mjög auðveldlega [url=http://us.is/id/1074:204uzsej]hér í lagasafni umferðarstofu[/url:204uzsej].

    kkv, Úlfr.





    31.07.2007 at 10:30 #594218
    Profile photo of Birgir Þór Kristinsson
    Birgir Þór Kristinsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 111

    Sælir ég lenti í þessu í vetur með bílin hjá mér þar sem ég var búinn að setja katara með parki og eftir þrugl og strögl við löggjafan og samræður við skoðunarmenn ofl þá er leifilegt að hafa 1 auka sett af parkljósum og er það skilgreint í reglugerð sem leifð ljós og svo er áskilinn ljós sem er skilda en leyfð ljós er auka og verða þau að vera tengd með parkljósum bílsins, ég fék vottorð hjá frumherja um að þessi ljósabúnaður væri löglegur svona til öriggis ef ég lendi í svona leiðindar löggæslumanni aftur með þetta og talandi um flutninga bílana þá eru þeir allir ólöglegir með þennan fjölda af ljósum þar sem er bara leyft eitt auka sett af parki.

    kv…Birgir





    31.07.2007 at 14:59 #594220
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    ég flétti þessu upp hjá lögguni um daginn og þr seigir um kastara:
    Mega eingöngu vera á hópbifreiðum, vörubifreiðum og torfærubifreiðum.
    Fjöldi: Tvö
    Litur: hvítur eða gulur.
    Dreifing: Ljós skal lýsa fram.
    Tenging: Ljóskastarar skulu tengdir háljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.
    Á breyttum torfærubifreiðum má tengja ljóskastara um stöðuljós með eigin rofa og gaumljósi.
    Notkun: Ljóskastara má einungis nota utan alfaravega og í ófærð utan þéttbýlis þegar aðalljós koma
    að takmörkuðum notum vegna snjólags eða skafrennings.
    Ljóskastarar skulu byrgðir þegar þeir eru ekki í notkun.

    Svo er að allt annað hvað menn eru að fylgja þessu eftir.





    31.07.2007 at 18:39 #594222
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Aukaháljós eru nefnd í reglugerð um gerð og búnað ökutækja númer 822 frá árinu 2004.
    Þar segir:

    ,,Auka háljósker: Ljósker skulu tengd öðrum háljóskerum og kvikna skal á þeim samtímis áskildum
    háljóskerum eða um sérstakan rofa. Þegar um er að ræða tvö pör aukaháljósa mega þau ekki loga samtímis.
    Þegar skipt er af háljósum á lágljós skulu öll háljósin slokkna samtímis. Aukaháljós skulu staðsett framar en
    ökumaður. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um áskilin háljósker. “

    Nú get ég ekki betur séð en ef maður kallar þetta aukaháljós, þá þurfi maður ekki að setja hlíf yfir þetta?

    Þessar reglur eru hálf loðnar, því annar staðar í sömu reglugerð er talað um kastara.
    Þar segir:
    ,,(11) Ljóskastarar.
    Litur: Skal vera hvítur eða gulur.
    Dreifing: Ljós skal lýsa fram á við.
    Tenging: Ljóskastarar skulu tengdir háljóskerum um eigin rofa og samtengdir gaumljósi í mælaborði.

    Notkun: Ljóskerin má einungis nota:
    – utan alfaravega
    – í ófærð á vegum utan þéttbýlis þegar aðalljós koma að takmörkuðum notum vegna snjólags eða
    skafrennings.
    Ljóskerin skulu vera byrgð þegar þau eru ekki í notkun. “

    Einnig segir í grein 07.10:

    ,,(2) Leyfð ljo?sker:
    – aðalljósker; tvö eða fjögur aukaljósker fyrir háljós “

    Og á þetta við um bifreið. Allar bifreiðar mega því vera með auka háljós.

    Einnig segir í sömu grein:
    ,,(5) Annað af tveimur pörum háljósa má fylgja beygjuhreyfingum framhjóla.“
    Smá útúr dúr en samt áhugavert.

    Nú velti ég fyrir mér, hver er munurinn á aukaháljósum og kösturum?
    Get ekki séð í þessari reglugerð að nokkur munur sé á, en endilega ef lögfróðari menn geta frætt mig um það væri það bara gott mál.

    Reglugerðina má nálgast á heimasíðu umferðarstofu.

    kkv, Úlfr





    31.07.2007 at 21:19 #594224
    Profile photo of Guðmundur Jóhannsson
    Guðmundur Jóhannsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 131

    Ef "kastararnir" eru með sömu ljósdreifingu eins og háuljósin þá eru þau skilgreind sem auka háuljós og skulu kvikna með háu ljósum. Ég hef haft svona ljós á mínum bíl og ekki með neinar hlífar, bifreiðaskoðun hefur ekki gert ath. við þau enda alveg bráð nauðsynleg þar sem orginal ljósin eru bara tírur. [url=http://http://www.eyri.is/images/3jeep46.jpg:1jep7q14]http://http://www.eyri.is/images/3jeep46.jpg[/url:1jep7q14]





    31.07.2007 at 22:46 #594226
    Profile photo of Jóhann Davíð Barðarson
    Jóhann Davíð Barðarson
    Member
    • Umræður: 27
    • Svör: 154

    Ég fór með Pajeroinn minn í skoðun í dag með parkljós í kösturunum og það var ekki minnst einu aukateknu orði á það.

    Það eina sem athuguðu var að kastararnir væru tengdir þannig að ekki sé hægt að kveikja á þeim nema kveikt sé á háuljósunum.





    31.07.2007 at 23:03 #594228
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    En Guðmundur.
    Hvar er það skilgreint í lögum? Og hver er þá munur á kösturum (sem eru tengdir eins og aukaháljós) og aukaháljósum?
    Þetta þykir mér allt hálf loðið.

    kkv, Úlfr





  • Author
    Replies
Viewing 11 replies - 1 through 11 (of 11 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.