This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 21 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Mig langar að hefja máls á nýju málefni, sem er pantanir á skálum.
Við félagarnir brugðum okkur á Hveravelli um helgina og gistum þar. Engir aðrir voru á svæðinu sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við spurðum Hvervallabóndann hvort við gætum ekki gist í gamla skálanum en þá var hann pantaður fyrir 20 manna hóp frá Arctictrucs. Við sáum enga heimskautatrukkafara þarna né heldur nein merki um þá á leiðinni og það varð úr að við fengum skálann en urðum að vera viðbúin að færa okkur auðmjúklega ef löglegir rétthafar skálans myndu birtast.
Enginn kom og daginn eftir hafði Hveravallabóndinn ekkert heyrt frá þeim.
Þá erum við komin að kjarna málsins. Það hefur mjög færst í vöxt að skálar eru pantaðir. Áður fyrr hafði sá skálapláss sem fyrstur fann en nú er komið á pantanakerfi og menn reknir á milli húsa ef þeir hafa komið sér makindalega fyrir í pöntuðum skála, samanber frásögn sem ég las af nýlegri kvennaferð. Þegar svona kerfi er komið á, þá er mjög mikilvægt að láta skálverði vita ef forföll verða og í rauninni algjör dónaskapur að gera það ekki.
Kannski geta heimskautatrukkafararnir svarað fyrir sig í þessu tilviki en ég skora á menn að sýna öðrum þá tillitssemi að afpanta pantaða skála ef þeir nenna ekki af stað, komast ekki eða fara ekki alla leið af öðrum ástæðum.
Með Datsunkveðjum
Snorri Ingimarsson
You must be logged in to reply to this topic.