FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pantanir á skálum

by Snorri Ingimarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pantanir á skálum

This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Snorri Ingimarsson Snorri Ingimarsson 22 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.04.2003 at 07:56 #192488
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant

    Sælir félagar.

    Mig langar að hefja máls á nýju málefni, sem er pantanir á skálum.

    Við félagarnir brugðum okkur á Hveravelli um helgina og gistum þar. Engir aðrir voru á svæðinu sem er óvenjulegt á þessum árstíma. Við spurðum Hvervallabóndann hvort við gætum ekki gist í gamla skálanum en þá var hann pantaður fyrir 20 manna hóp frá Arctictrucs. Við sáum enga heimskautatrukkafara þarna né heldur nein merki um þá á leiðinni og það varð úr að við fengum skálann en urðum að vera viðbúin að færa okkur auðmjúklega ef löglegir rétthafar skálans myndu birtast.

    Enginn kom og daginn eftir hafði Hveravallabóndinn ekkert heyrt frá þeim.

    Þá erum við komin að kjarna málsins. Það hefur mjög færst í vöxt að skálar eru pantaðir. Áður fyrr hafði sá skálapláss sem fyrstur fann en nú er komið á pantanakerfi og menn reknir á milli húsa ef þeir hafa komið sér makindalega fyrir í pöntuðum skála, samanber frásögn sem ég las af nýlegri kvennaferð. Þegar svona kerfi er komið á, þá er mjög mikilvægt að láta skálverði vita ef forföll verða og í rauninni algjör dónaskapur að gera það ekki.

    Kannski geta heimskautatrukkafararnir svarað fyrir sig í þessu tilviki en ég skora á menn að sýna öðrum þá tillitssemi að afpanta pantaða skála ef þeir nenna ekki af stað, komast ekki eða fara ekki alla leið af öðrum ástæðum.

    Með Datsunkveðjum
    Snorri Ingimarsson

  • Creator
    Topic
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)
  • Author
    Replies
  • 15.04.2003 at 11:48 #472486
    Profile photo of Lúther Gestsson
    Lúther Gestsson
    Member
    • Umræður: 101
    • Svör: 1860

    Sæll Snorri

    Allt sem þú segir í þínum þræði hér að ofan er vissulega rétt, við hjá A.T. áttum pantað pláss fyrir 20 manns, en vegna veikinda ferðalanga ákváðum við að hætta við.

    Það hefði átt að vera skylda okkar að láta Hafstein á Hveravöllum vita af þessum breyttu áformum okkar.
    það verður hringt í hann og hann beðinn velvirðingar á þessu

    Takk fyrir að skamma okkur, það verður örugglega til þess að við gleymum okkur ekki næst.

    kv Lúther





    15.04.2003 at 15:44 #472488
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Flott hjá þér Lúther, þú ert maður að meiri að hafa sett inn þinn póst. Það eru bara höfðingjar sem kunna ð biðjast afsökunar. Ekki það að mér komi þetta tiltekna mál neitt við!
    En hitt er laukrétt, og þetta þekkjum við vafalaust öll sem höfum ferðast á fjöllum. Það er svolítið viðkvæmt að rekja einstök tilvik og því sleppi ég því hér á svona opinberum vef, maður vill helst gleyma því sem manni er gert í móti. Þetta er eiginlega hálfu verra á þeim stöðum þar sem ekki er stöðug gæsla. Það hefur komið fyrir í þeim skálum sem ég þekki best til í að þar hafi menn átt pantað, en upplýsingar um það liggja náttúrulega í sumum tilvikum alls ekki fyrir á staðnum, og raunar allshendis óvíst að sum okkar myndu yfirleitt taka mark á svoleiðis kilaboðum, það er nefnilega ríkur þáttur í eðli okkar íslendinga að taka alls ekki mark á reglum. Þess vegna er ánægjulegt að sjá viðbrögð eins og hjá Lúther og þeim Arctic Trucks félögum. En by the way, Lúther, Er ekki Freysi lifandi ennþá? Hann er orðinn svo ábyrgur heimilisfaðir að ég hef ekki séð hann í nokkur ár og sakna þess, ég verð að segja það!
    kv. ólsarinn





    15.04.2003 at 22:10 #472490
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Þakka þér fyrir Lúther.

    Þá er komin skýring á þessu tilviki, þetta var ekki meint sem skammir heldur sem umræða fyrir framtíðina til að svona tilvik valdi okkur síður angri síðarmeir.

    Feginn er ég að heyra að þið Arctictrucsmenn voruð ekki fastir alla nóttina hinum megin við næsta hól, við veltum fyrir okkur hvort þið væruð í einhverju basli í krapanum. Við heyrðum reyndar ekkert á VHF-inu svo að við sváfum rólegir.

    Nú sendum við skilaboðin áfram og vonum að menn panti hóflega um páskana og afpanti vandlega. Reyndar er ég frekar á móti þeim kúltur að menn geti pantað skála og vísað öðrum frá frekar en þrengja að sér. Ég tel nú að flestir jeppaferðamenn séu þannig sinnaðir í raun og vona að það verði áfram.

    Snorri Ingimarsson





  • Author
    Replies
Viewing 3 replies - 1 through 3 (of 3 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.