This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Sveinn Jónsson 15 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Er orðinn leiður á sundlauginni á pallinum hjá mér og langar að þétta pallhúsið betur að pallinum sjálfum. Ég prófaði í sumar að kaupa þéttiborða í Bílasmiðnum og setja á milli en eitthvað voru festingarnar lausar hjá mér og er þéttiborðinn hægt og rólega búinn að skríða undan.
Þetta er Carryboy pallhús með svona álklemmu og bolta í gegn sem gera sitt besta til að halda pallhúsinu að pallinum. Mig langar að hætta að nota þær og bora bara beint í gegnum og setja bara svera bolta. Er eitthvað sem mælir gegn því að gera þetta svona og hefur einhver gert þetta svona?
Eru menn almennt að nota einhverja svona pjattaða þéttiborða eða á ég bara að skella vænni rönd af sikaflex á milli? (það að pallhýsið fari ekki af aftur er meira kostur en ókostur)
You must be logged in to reply to this topic.