This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnar Guðni Guðmundsson 19 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Hvað sem hver segir þá vil ég hafa bíla eins litla og ég kemst af með. Því finnst mér bestu kaupin í litlum japönskum pallbílum, sem reyndar fara stækkandi um þessar mundir. Í október kemur nýr Hilux sem orðinn er aðeins stærri (en sama 102 hestafla vélin, en mun fást í öflugri „intercooler“ útgáfu á næsta ári) og þegar er kominn nýr Nissan Navara með sömu vél og í Pathfinder, þ.e. 2,5 lítra 174 hö díeselvélinni.
Toyotu þekkir maður nógu vel til að vita hvaða túttur má setja undir og hvernig það er gert, en þennan nýja Nissan veit maður ekkert um. Er einhver þarna úti sem hefur skoðað þessa bíla (Navara og Pathfinder) og myndað sér skoðun á málinu. Hvað með drif, hlutföll í þau og læsingar?Nefna má að Nissan Navara er með gorma og diskabremsur allan hringinn, en hann er líka 180-200 kg þyngri en nýi Hilux-inn.
Svo er spurningin hvort gáfulegast sé að fá Halldór í KT á Akureyri (http://www.kliptrom.is) til að flytja inn Toy Tacoma með 4 lítra bensínvél fyrir 3,1 millu (lengri gerð, sjálfskiptur)? 1880 kg bíll, að ég held með samskonar drifbúnað og Landcruiser 120.kv
Arnar
You must be logged in to reply to this topic.