FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Páll Ásgeir og Vonarskarð

by Dagur Bragason

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Páll Ásgeir og Vonarskarð

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.04.2010 at 13:15 #212329
    Profile photo of Dagur Bragason
    Dagur Bragason
    Participant

    Nú hefur Páll Ásgeir lýst skoðun sinni að loka eigi Vonarskarði fyrir akandi umferð:
    http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/04/21/strik-i-sandinn/comment-page-1/#comment-1206

    Strik í sandinn
    21.4 2010 | 09:43 | 12 ummæli
    Um þessar mundir er verið að ljúka við gerð verndaráætlana fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Ekki er víst að alger sátt ríki um þær ákvarðanir sem þar verða teknar og þess vegna er ágætt hafa eftirfarandi í huga.
    Vatnajökulsþjóðgarður var ekki stofnaður til þess að varðveita óbreytt ástand. Honum er ekki ætlað að standa vörð um stjórnleysi og sjálftöku sem of lengi hefur ríkt í óbyggðum Íslands. Þvert á móti er garðinum ætlað að skilgreina notkun lands og umgengni og draga strik í sandinn á hentugum stað.
    Mín persónulega skoðun er sú að Vatnajökulsþjóðgarður hafi fundið góðan stað til þess að draga strik í sandinn, nánar tiltekið í Vonarskarði. Ég held að rétt sé að loka skarðinu fyrir vélknúinni umferð og skilgreina það sem svæði fyrir göngufólk.
    Um þetta ætti að geta tekist ágætt samkomulag því til skamms tíma var aldrei ekið um Vonarskarð að sumarlagi og því byggir slíkt leiðaval ekki á neinum hefðarrétti.
    Vonarskarð er dýrmæt náttúruperla þar sem heitt vatn flæðir fram á vatnaskilum í skjóli jökla við svarta sanda. Við skulum geyma hana eins og hún er því það væru mistök að breyta Snapadal í aðrar Landmannalaugar.

    Skúli H Skúlason svarar honum mjög svo málefnalega:

    Skúli H. Skúlason // 22.4 2010 kl. 14:40

    Blessaður Páll
    Vissulega rétt að þjóðgarður er stofnaður til að draga strik í sandinn, þá sérstaklega í því skyni að koma í veg fyrir að náttúran spillist og menn geti notið hennar áfram. Einnig er skilgreint markmið skv. lögum um þjóðgarðinn að gefa almenningi kost á að njóta náttúrunnar. Mér hefur hins vegar fundist þessi umræða um Vonarskarð svolítið undarleg á köflum og stundum gott dæmi um að fókusinn brenglast, menn setja fram sínar óska ákvarðanir út frá persónulegum draumum og búa svo til röksemdirnar eftir á.
    Umræðan um verndun náttúrunnar í Vonarskarði snýst aðallega um það hvort leyfa eigi akstur eftir vegslóð sem liggur þarna í gegn, þá sérstaklega kaflann frá Gjóstuklifi að Svarthöfða. En er þessi akstur það sem ógnar helst viðkvæmri náttúru þarna? Þessi vegur liggur alfarið í sandi og sést afskaplega lítið (ef undan er skilinn kaflinn þar sem hann liggur eftir stíflugarði sem Landsvirkjun fékk illu heilli að hrúga upp hér um árið). Sjálfsagt er að loka fyrir akstur inn að Snapadal, enda er þar komið í gróður og viðkvæmasta hluta Vonarskarðs. En akstur um hefðbundna akstursleið í gegnum Vonarskarð ógnar ekki náttúrunni þarna. Það er miklu betra að sleppa tilbúnum og veikburða skýringum og segja það beint út að þessi hugmynd snýst um að þarna sé hægt að ganga um án þess að verða fyrir truflun af vélknúinni umferð, að göngumenn hafi svæðið fyrir sig. Það hvarflar ekki að mér að gera lítið úr því markmiði í sjálfu sér ef menn bara tala hreint um hlutina. Víða í náttúrunni má finna svæði þar sem málum er þannig háttað að akstursleiðir liggja ekki að þeim eða um þær og hægt er að ganga um án þess að sjá nokkurs staðar bíl eða mótorhjól og það hefur vissulega sitt gildi. Þarna er vel hægt að ná þessu markmiði með því að fara ákveðna millileið sem allir sæmilega víðsýnir ferðamenn ættu að geta sætt sig við, þ.e. að yfir hásumarið sé akstur bannaður um svæðið, en þegar líður að hausti og dregur úr gönguumferð verði opnað fyrir umferð, enda akstur þarna hingað til verið aðallega bundinn við haustmánuði. Til þess að menn sjái gildi þessarar lausnar þarf hins vegar þann hæfileika að sjá út fyrir eigin bæjarhól, bæði af hálfu fulltrúa göngumanna og jeppamanna og raunar held ég að í þeim hópum sé ekki sérstaklega skortur á því þegar vel er að gáð.
    Það sem er hins vegar verst er að meðan fókusinn er á þessu eru menn að missa fókusinn á því sem raunverulega ógnar náttúrunni þarna. Eitt af því sem þar má nefna tengist vissulega akstri, en það er ekki akstur á vegum heldur akstur utan vega. Hann er vissulega bannaður alls staðar, en kannski vantar meira eftirlit þarna. Góð aðstaða fyrir landvörð inn á svæðinu gæti verið viðleitni til að bregðast við þessu. Svo er það umgengni um Snapadal og sjálft hverasvæðið. Það er án nokkurs vafa viðkvæmasta svæðið í Vonarskarði. Ógnunin þar er ekki hjólbarðar heldur gönguskór og raunar aðstöðuleysi. Það er leiðinlegt að koma að hveraleirnum útsporuðum um allar trissur og enn verra að rekast hvarvetna á hvítan og brúnann pappír gægjast undan hverjum steini. Kannski rétt að skjóta því inn í hér að þetta síðast talda vandamál vex ekki þó akstur sé leyfður þarna í gegn, því akandi ferðamenn eru yfirleitt í aðstöðu til að halda í sér þar til komið er að næsta kamri eða klósetti, en þetta er raunveruleg ógnun þarna. Þetta er sá staður sem fólk sækir í, ótrúlega flott umhverfi og í ofanálag þessi fína baðaðstaða sem alltaf hefur aðdráttarafl. Þær hugmyndir sem eru á lofti er að setja gönguskála sunnan við Svarthöfða sem líkega er um tveggja tíma gangur frá svæðinu. Það hjálpar ekki til við þetta og gerir afskaplega lítið fyrir svæðið. Raunar vandséð hvaða tilgangi sá skáli ætti að þjóna, langt úr leið fyrir þá sem þarna fara um. Með því að hafa skálann nær en í hæfilegri fjarlægð myndi hann án vafa draga úr þessu vandamáli, myndi nýtast þeim sem koma til að skoða svæðið og í ofanálag myndi hann nýtast við landvörslu sem er ekki síst mikilvægt. Það er einfaldlega þannig að stærsta ógnin við náttúru svæðisins er ekki akstur þarna í gegn eða bygging á nettum fallegum skála heldur er það aðstöðuleysi ferðamanna. Ég hef ekki svo ævintýralegt hugmyndaflug að sjá fyrir mér að þetta svæði breytist í „aðrar Landmannalaugar“. Inn í Laugar er fólksbílafær vegur, stöðug umferð af rútum alla daga og stórt tjaldsvæði, semsagt öll umgjörð utan um massatúrisma sem ekki er fyrir hendi í Vonarskarði og engar hugmyndir um að skapa.
    Nú veit ég ekki hvers vegna margir virðast eiga erfitt með að skilja þetta en ég velti fyrir mér hvort þetta snúist um einhver skilgreiningaatriði á pappírum. Í þeim hugmyndum sem komið hafa fram um verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs eru miklar vangaveltur um víðerni og skilgreiningu á því hugtaki og þar eru einhver 5 km viðmið frá „mannvirki“ eins og skála eða vegslóða. Ef það er rétt kenning hjá mér þá ættu menn að athuga að það er miklu meira virði að upplifa náttúruna úti á mörkinni heldur en í einhverjum skilgreiningum á pappírum.
    Úr því ég byrjaði að tala um tilhneigingu til að tala ekki hreint út um hlutina heldur búa til götóttan rökstuðning (sbr. að bann við akstri á vegslóðinni í Vonarskarði snúist um náttúruvernd), þá var annað dæmi um þetta í fréttum núna í dag (22. apr.). Umhverfisráðherra var að svara fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um veiðibann á austursvæði þjóðgarðsins þar sem ákveðið svæði er skilgreint þar sem allar skotveiðar eru bannaðar. Samkvæmt umhverfisráðherra er þetta gert til að hlífa gróðri og mosa! Nú spyr ég (og sjálfsagt skotveiðimenn sömuleiðis), skemmir göngumaður með byssu meira en göngumaður með göngustafi? Stafar gróðri á svæðinu hætta af rjúpnaveiðum sem fara fram í nóvember? Er það skoðun umhverfisráðherra að gróðri stafi meiri hætta af skotveiðmönnum en öðrum ferðamönnum? Nú er ég ekki skotveiðimaður en mér segir svo hugur að reiði skotveiðmanna stafi meira af svona útskýringum heldur en banninu sem slíku. Það eiginlega liggur í augum uppi að þessar reglur um veiðarnar eiga sér einhverjar aðrar rætur en þarna kom fram og ef menn settu þær hreinskilnislega fram má vel vera að víðsýnir skotveiðimenn myndu gangast sáttir inn á þetta bann, en þetta yfirklór ráðherrans er bara hreinlega móðgun við veiðimenn.

    En Páll Ásgeir svarar ekki rökum:

    Páll Ásgeir // 22.4 2010 kl. 19:13

    Sæll Skúli

    Löng og ítarleg athugasemd kallar á stutt svar:
    Vatnajökulsþjóðgarður var ekki stofnaður til að varðveita óbreytt ástand.

    kv

    PÁÁ

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 24.04.2010 at 14:17 #691666
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Mjög vönduð hugleiðing hjá Skúla en þetta "ítarlega" svar Páls eru hjákátlegt og sýnir hvað rök hans eru veik.

    Kv. Óli





    24.04.2010 at 14:23 #691668
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Friðun landsvæðis er ekkert annað en það, að verið er að taka frá land og geyma fyrir framtíðina, sem er í sjálfusér ágætt markmið. Það sem Páll Ásgeir áttar sig hisvegar ekki ekki á, er það að hægt er að nýta þetta sama land án spjalla fyrir núlifandi fólk ef rétt er að staðið.

    Göngufólk getur notið kyrðar og friðar í ósnotinni náttúrunni jafnvel þó hljóðkútslaus diesel-ljósavél sé í gangi og á 1400 snúningum, staðsett mun nær en þá grunar. Dæmi er um slíkt, þó Páll kallinn viti það greinilega ekki.

    ÓE





    25.04.2010 at 09:50 #691670
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Sérkennileg uppákoma átti sér stað á bloggsvæði eyjunnar í gær. Þar kvartaði Páll Ásgeir yfir andsvörum jeppamanna á bloggi sínu og það að hann hafi ekki sjálfur tækifæri á því að veita andsvör á f4x4.is. Þetta sjónarmið Páls er vel skiljanlegt. En hinsvegar mætti velta því fyrir sér hvort það sé eðlilegt að hleypa Páli inn á f4x4.is á meðan t.d 649 jeppamenn eru á http://www.jeppaspjall.is/ og stór hluti þeirra hafa ekki aðgang að f4x4.is. Þetta má segja um fleiri sem hafa vilja tjá sig á f4x4.is og veita andsvör. T.d menn frá Landvernd og formaður Slóðavina ofl ofl. ég verð reyndar að skjóta hérna inn athugasemdum sem Páll gerði sjálfur í október 2009. En þá skrifaði hann pistil sem hét “Opin eða lokuð umræða” en þar segir Páll eftirfarandi: “Ég fann þó fjóra bloggara á Eyjunni sem hafa ekki opið fyrir athugasemdir. Þeir eru: Tryggvi Þór Herbertsson, Gísli Marteinn Baldursson, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Friðbjörn Orri Ketilsson.
    Nú get ég sjálfviljugur kallað yfir mig tvenns konar athugasemdir. Annars vegar má hver sem er benda á hvað þessir fjórir ritsnillingar eiga sameiginlegt. Hins vegar mega þeir hver um sig segja mér og öðrum-hér í opnu athugasemdakerfi- hvers vegna þeir loka á athugasemdir”.
    Það kom reyndar fram að það eru fleiri sem eru með lokað fyrir athugasemdir. Þeir sem eru með lokað fyrir athugasemdir virðast eiga eitt sameiginlegt. Þ.e að þeir hafa slæman málstað að verja. Þar er Páll engin undantekning eftir að hann er búinn að ráðast kerfisbundið á alla sem ferðast um landið á annan hátt en hann sjálfur.

    http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/04 … /#comments
    Dagur Bragason // 24.4 2010 kl. 20:28

    Sæll Páll.
    Var að tala við Sveinbjörn formann F4×4 og gaf hann vilyrði um að þú fengir skrifaðgang að vef http://www.f4×4.is
    Það eina sem þú þarft að gera er að senda póst á stjorn@f4×4.is og óska eftir skrifaðgangi að vef 4×4 og munt þú fá aðgangsorð sent um hæl.
    Fullar persónuupplýsingar þurfa að fylgja með því enginn fær skrifaðgang nema undir fullu nafni og kennitölu.
    kveðja Dagur Bragason

    Páll Ásgeir // 24.4 2010 kl. 21:20

    Sæll Dagur
    Hef sent formanni skeyti og bíð aðgangs.
    Takk fyrir þetta
    Páll Ásgeir





    25.04.2010 at 10:53 #691672
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Þarna er ég sammála Jóni, ég skil ekki af hverju Páll fær aðgang þvert á stefnu klúbbsins sem nú er ríkjandi. Að sama skapi skil ég ekki af hverju Páll vill ekki veita andsvör á sínu eigin spjalli þar sem aths komu fram. Hér hefur varla neitt verið rætt um þetta mál. Félagsmenn geta líka uppfært þennan þráð með andsvörum Páls og honum er líka frjálst að senda andsvör á félagsmann sem póstar þeim hér inn.

    kveðja
    Agnar





    25.04.2010 at 11:15 #691674
    Profile photo of Bergur Kristinn Guðnason
    Bergur Kristinn Guðnason
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 371

    Það hafa alltaf verið til Jónar og séra Jónar. Er þetta bara ekki enn eitt dæmið um það. Væri ekki athugandi fyrir þig Jón að fara á Hagstofuna og fá að breyta nafninu þínu í Séra Jón G Snæland, það hlyti að vera snilld að heita það 😉





    25.04.2010 at 12:02 #691676
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það væri gott ef ég fengi einnig allar sporslunnar sem sérarnir fá fyrir allrahanda verkefni í boði handónýs embættismannakerfis :-)





    25.04.2010 at 12:18 #691678
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    [quote="AgnarBen":2d45rtc0]Þarna er ég sammála Jóni, ég skil ekki af hverju Páll fær aðgang þvert á stefnu klúbbsins sem nú er ríkjandi. Að sama skapi skil ég ekki af hverju Páll vill ekki veita andsvör á sínu eigin spjalli þar sem aths komu fram. Hér hefur varla neitt verið rætt um þetta mál. Félagsmenn geta líka uppfært þennan þráð með andsvörum Páls og honum er líka frjálst að senda andsvör á félagsmann sem póstar þeim hér inn.

    kveðja
    Agnar[/quote:2d45rtc0]
    Ég sé enga þörf á því að Páll Ásgeir fái einhverja fýtimeðferð, hann á bara fara aftast í röðina og svo legg ég til að ekki verði teknir inn nýjir félagar fyrr en að afloknum aðalfundi.
    Svanasöngur Páls er best geymdur á eyjunni að mínu mati og tek undir hvert orð Agnars, no special treatment available.

    ÓE, R166





    25.04.2010 at 13:28 #691680
    Profile photo of Björgvin Sigurðsson
    Björgvin Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 48

    Mér finnst þessi umræða sýna að það var misráðið að loka spjallinu fyrir aðra en félagsmenn. Er ekki sjálfsagt og eðlilegt að Páll, og aðrir, geti tekið þátt þar sem skoðanaskiptin fara fram. Annars fer hún bara fram annarsstaðar en á vef 4×4. Vilja menn það? Umræða er af hinu góða og við jeppamenn hljótum að vilja fá sjónarmið allra útivistarmanna fram.
    Ég er ekki bara jeppamaður heldur líka göngumaður og stundum líka hjólreiðamaður. Ég hef áhuga á að ferðast um landið okkar. Vatnajökulsþjóðgarður og skipulag hans er sennilega mikilvægasta málið í áratugi. Viljum við ekki góða umræðu og góða niðurstöðu í víðu samhengi. Opnum spjallið aftur fyrir alla, og gerum þannig f4x4.is að alvöru vettvangi fyrir umræðu um þetta mál og önnur sem snerta útivist og ferðamennsku, faratæki og ferðir.

    Björgvin Sigurðsson





    25.04.2010 at 13:53 #691682
    Profile photo of Hjalti Steinþórsson
    Hjalti Steinþórsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 144

    Sælir.
    Mér finnst algjörlega fráleitt að hann blessaður maðurinn Páll fái hér aðgang til að geta svarað þessari umræðu, ef hann vill það svo gjarnan ætti hann að borga félagagjaldið eins og aðrir. Hugsa að mun betri, svo ég tali nú ekki um skemmtilegri umræður skapist hér ef hinum sem lokaðir voru úti í vetur yrði hleypt hér inn aftur heldur en að fá Pál, þó ég hafi ekkert persónulega á móti honum. En þegar menn tjá sig um jafn stór málefni eins og endalausann aulahátt og heimsuhátt jeppamanna hljóta menn að gera sér grein fyrir að þeir verið ræddir á öðrum svæðum internetsins heldur en á heimasvæði sínu og algjörlega fráleitt að gagnrýna félagsskapinn fyrir það að geta ekki svarað fyrir sig. Hann verður að gera það annarsstaðar eins og aðrir sem ekki borga félagagjaldið hér.

    góðar stundir.
    Hjalti Steinþórsson





    25.04.2010 at 13:56 #691684
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Mikið til í þessu Björgvin.
    Ég má til með að bæta aðeins við skrif mín hér fyrir ofan, því ég var þess heiðurs njótandi að hitta Pál Ásgeir við Setrið líklega árið 2000 (eða árið þar á undan). Þetta var að góðviðris morgni síðsumars ef ég man rétt, ég var komin út ásamt fleirum, líklega til að hlusta á þögnina og forðast að vekja svefnburkurnar sem enn hrutu inn í skála. Rífur þá ekki þögnina grænn Land Rover stubbur með kaðalinn kirfilega festan framan á jeppann og augljóst að þarna var fólk á ferð, sem var með allt klárt til að láta kippa sér upp úr festu. Út úr landbúnaðartækinu hoppuðu svo vörpulegt fólk kona og maður og fóru að spurja og leita upplýsinga um næsta nágrenni og fleira, virtist sem þau væru að koma þarna í fyrsta skipti.
    Það var ekki fyrr en ári u.þ.b. ári síðar, þegar ég keypti nýútgefna Hálendisbókina að ég áttaði mig á að ég hafði hitt höfund bókarinnar. Ég held að Páll Ásgeir hefði gott af því að lesa formálann "Gangverk náttúrunnar", ég tilheyri líklega hópnum "að auki var leitað í smiðju fjölmargra staðkunnugra og fjölfróðra ferðalanga" .

    ÓE





    25.04.2010 at 17:23 #691686
    Profile photo of Stefanía Guðjónsdóttir
    Stefanía Guðjónsdóttir
    Member
    • Umræður: 18
    • Svör: 1389

    Víðerni.
    Nú fer ég vítt og breytt um í þessum pistli mínum.

    Mér finnst þessi umræða athyglisverð varðandi aðgang að spjallsvæði f4x4.is. Eins og staðan er í dag er lokað fyrir skrifaðgang annarra en félagsmanna.

    Páll Ásgeir (greinilega ekki félagsmaður) kvartar undan því að hafa ekki aðgang að spjalli f4x4 til að geta svarað fyrir sig. F4x4 sem eru frjáls félagasamtök sem fólk borgar fyrir að vera í og er það valkvæmt. Hins vegar vill hann fá ókeypis skrifaðgang og er það dæmigerður hugsunarháttur göngufólks. Vilja fá allt frítt. Tjalda rétt áður en komið er á skipulögð tjaldstæði og labba svo frítt á klósettið þar. Þeir sem ekki komast alla leið, leyfa bara öðrum að ganga og jafnvel keyra í hægðum sínum.

    Á sama tíma finnst Pál Ásgeir sjálfsagt að láta loka á aðgengi mitt að stórum svæðum á hálendi mínu, Ísland og hef ég ekkert um að velja þar.

    Skilaboðin sem ég fæ er að ef ég get ekki gengið um landið mitt þá þurfi ég ekkert að sjá það, sennnilega á ég það bara ekkert skilið. Lang bestu rökin sem ég hef heyrt fyrir því að loka fyrir umferð vélknúna ökutækja á hálendinu komu frá Andrési Arnalds á málstofunni í Keldnaholti. Hann vildi geta notið öræfarkyrrðarinnar án þess að heyra í vélknúnum ökutækjum en bað jafnframt fundarmenn um að tala hærra því hann heyrði orðið svo illa. Hvernig er hægt að tækla þessi rök án þess að virka fordómafullur.

    Ég vil taka það fram að mér finnst mjög gaman að ganga og hef gengið fullt s.s. upp á Hvannadalshnjúk (upp Virkisjökulinn), labbaða Laugaveginn og fimmvörðuháls, auk þess á mörg fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Reyndar er ég hætt að nenna að fara í Esjuna þar sem hún er orðin niðurnídd eftir átroðning göngufólks, búið að leggja uppbyggða göngustíga og tröppur sem taka alla náttúruna úr náttúrunni sem hún á að vera. Ætlaði að gefa henni séns um páskanna en fékk ekki bílastæði og var göngufólkið búið að leggja bílunum upp á túnin við hliðina á malbikaða bílastæðinu, í hlíðum Esjunnar, skamm göngufólk fyrir þennan utanvegaakstur. Ég tók ekki þátt í því en fór hins vegar og labbaði upp Skálafell í staðin og var eini bíllinn á bílaplaninu þar.

    Landmannalaugar er staður sem ég fer helst ekki á. Sá í fyrra viðleitni landvarðar til að reyna að loka gögnustígum í hrauninu sem göngufólk var búið að traðka niður með stefnulausri göngu sinni.

    Nú er göngufólk uppi með þær hugmyndir að taka náttúruperluna Vonarskarð og gera hana að öðrum eins umhverfisviðbjóði og Landmannalaugar eru undir formerkjum “stýrt flæði” og “náttúruvernd”. Það eiga að koma massi af göngufólki þangað inn eftir og byggja “fjallasel” til að þjónusta þá en loka á fyrir alla vélknúna umferð. Hvað skildu margir Íslendingar t.d. stoppa við náttúrulegu perluna Gullfoss í dag. Gætið ykkar í tröppunum þær geta verið sleipar.

    Mér finnst líka gaman að keyra og skoða landið mitt. Ég á meira að segja Hálendisbókina ökuleiðir , gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands eftir sjálfan Pál Ásgeir og hef mikið flett í henni. Vakti sérstaklega athygli mína mynd af litlum landrover á bls. 100 sem er með Snækoll í baksýn og líklegast með spottann fram á sér sem Óskar Erlings vísar í. Ég fæ ekki betur séð en að bíllinn sé utan slóða. Reyndar hef ég ekki stórar áhyggjur af því enda er bíllinn á stærri dekkjum og við sem þekkjum til vitum að þau valda minnstum ef nokkrum spjöllum. Hefði að vísu haft aðeins minna loft í þeim þá verður bíllinn bæði mýkri í akstri og markar ekki í. Myndin á bls. 143 er klárlega landrover í utanvegaakstri, líklegast á sprengisandi.
    Nú veit ég ekki hvort að þessar myndir gefi mér leyfi til að alhæfa og kalla Pál Ásgeir og alla þá sem eru göngumenn og aka um á landroverum (sorry Skúli H.) skemmd epli, http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2010/02 … mdu-eplin/ en ef ég nota aðferðarfræðina hans Páls Ásgeirs þá væri svarið hiklaust já.

    Hvað varðar skrifaðgang að spjallinu þá hafa rökin verið þau að það eru svo margir sem myndu skrifa um allt mögulegt og spjallið yrði svo líflegt.
    Smá upprifjun, það var opið fyrir allt og alla og það fór ekki mikið fyrir því að hinir og þessir væru mikið með málefnalega umræðu um hagsmunamál ferðamanna eða útivist almennt. Það eina sem breyttist við lokun á spjallinu var að skítkastið datt niður og menn passa sig betur í skrifum. Og þó Jón “Bónus” sé alltaf að vísa í hið nýstofnaða jeppaspjallsíðu og segir að f4x4 síðan eigi að vera opin fyrir alla, þá sýnist mér að þeir sem eru að skrifa þar séu margir hverjir félagsmenn f4x4 þannig að sú síða er bara ágætis viðbót við vefsíðuflóruna á veraldarvefnum sem og facebook en þar eru líka heilmiklar umræður í gangi um ferðamál oft á tíðum. Eiga þær ekkert skilt við það hvort að F4x4 taki ákvörðun um að opna eða loka skrifaðgangi að sinni síðu. Hins vegar hefur fólk val um hvort það vill lesa hana eða ekki. Ég get ekki séð að Páll Ásgeir eigi eitthvað frekar en einhver annar að fá “frían” aðgang að vefsíðunni. Ef fólki er mikið í mun að koma einhverju til skila á F4x4 síðunni þá er hægur vandi að senda tölvupóst á stjorn@f4x4.is og biðja hana um að koma athugasemdum á framfæri.

    p.s.
    Ég er ekki með skanna og get því ekki sett inn myndirnar af litla landrovernum.





    27.04.2010 at 09:51 #691688
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Ég held að þeir sem láta sig umhverfisvernd einhverju skipta af alvöru ættu kannski að byrja á því
    að koma í veg fyrir meiri skemmdir en orðnar eru á landinu okkar allra og það eru ekki skemmdir eftir jeppamenn
    heldur göngufólkið okkar. Aðstöðuleysi er víðast algjört og fjölfarnar gönguleiðir ekki byggðar þannig upp að þær þoli
    ágang gangandi í þúsunda tali og svo vilja menn loka fyrir aðra umferð en gangandi, er það til þessa að þeir geti
    eyðilagt landið í friði fyrir okkur hinum.
    Máli mínu til stuðnings birti ég hér nokkrar myndir fengnar að láni af bloggsíðu Sigurðar Sigurðarsonar.
    Þetta eru ekki för eftir ökutæki heldur gangandi fólk.
    [img:s3mtnh94]http://sigsig.blog.is/img/tncache/500×500/6e/sigsig/img/dsc00066.jpg[/img:s3mtnh94]
    [img:s3mtnh94]http://sigsig.blog.is/img/tncache/500×500/6e/sigsig/img/dsc_0122.jpg[/img:s3mtnh94]





    27.04.2010 at 15:06 #691690
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Sælir

    Mér finnst jafn vont þegar jeppamenn eru skíta út göngumenn, eins og þegar göngumenn eru að skíta út jeppamenn. Ég held að það hljóti að vera markmið allra þeirra sem finnst gaman að ferðast um landið hvernig svo sem það er gert að geta gert það í sátt við alla hina sem ferðast, sama hvaða aðferð þeir nota.

    Ég tel að jeppamenn ættu ekki að fara niður á sama plan og þeir sem agnúast út í aðra ferðamáta, heldur halda okkur á upplýstri og faglegri umræðu um það að allir eigi að gera ferðast á svipuðum slóðum og sýnt öðrum tillitssemi á ferðalögum.

    Kv. Óli





    27.04.2010 at 18:42 #691692
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Ég tel að það sé ekkert verið að skíta út göngumenn þó að bent sé á að þeirra umferð veldur skemmdum eins og reyndar allur átroðningur gerir. Það sem ég er að meina er að ef raunverulega á að vernda náttúruna þá þarf
    að gera átak í því að byggja upp göngustíga á fjölförnustu svæðunum svo ekki komi til slíkar skemmda, það er aldrei hugsað út í það að gera nokkuð fyrir þau svæði sem eru orðin illa leikin eftir mikla umferð heldur bara "vernda" fleiri staði án þess að gera nokkrar ráðstafanir þar heldur. Auðvitað veit maður að það kostar sitt að gera slíka hluti en þess þarf ef virkilega á að vernda náttúru Íslands. Umferð veldur skemmdum ef svæðið er ekki í stakk búið til að taka við henni og þess vegna keyrum við á slóðum um hálendi landsins því slóðarnir þola frekar umferð en ósnortin náttúran í kring.

    P.S. Þessar myndir eru fengnar hjá miklum göngugarpi sem er mér hjartanlega sammála með að ekki sé staðið rétt að málum í þessum efnum.





    27.04.2010 at 19:33 #691694
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Get verið sammála tveimur síðustu skrifurum hérna. Það er engum til framdráttar að mismunandi ferðahópar fari í eitthvert skítkast sín á milli, en menn geta samt verið ósammála um eitt og annað. Björn Ingi er líka að benda á mikilvægan punkt, þ.e. að það þarf að koma í veg fyrir að náttúran skemmist við átroðning og þar þarf að horfa til fleiri þátta en aksturs. Það er ekki sjálfsagt mál að ekið sé hvar sem er og það er ekki sjálfsagt mál að það sé gengið hvar sem er. Dimmuborgir t.d. gott dæmi um stað þar sem virkilega þarf að stýra því hvar sé gengið og hvar ekki og hefði líklega mátt grípa til aðgerða þar fyrr en gert var. Álag á göngustígum inn í Goðalandi er komið á það stig að það þarf að huga að einhverri skynsamlegri stýringu á gönguferðum þar og líklega eru einhverjir blettir í nýju gígunum á Fimmvörðuhálsi sem menn vilja ekki láta sparka út. Með Vonarskarð eða öllu heldur sérstaklega Snapadal held ég að það þurfi að hugsa svolítið vel um ef göngutraffík þar eykst. Ég held hins vegar að aðrir staðir í Vonarskarði séu ekki í sérstakri hættu. Það er alveg rétt hjá Birni að fótaátroðningur mættu alveg vera meira áberandi í opinberri umræðu um náttúruvernd, en engu að síður er heilmikið verið að spá í þessa hluti og friðlýsingar beinast mjög oft meira "gegn" göngumönnum en jeppamönnum.
    Kv – Skúli





    28.04.2010 at 22:56 #691696
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég er og hef alltaf verið sérlega mótfallinn lokun f4x4 vefspjallsins.
    Í þessu tilfelli finnst mér jafnframt ekkert mæla gegn því að maðurinn færi fram sín veiku rök á okkar heimavelli. Ég á nú ekkert sérstaklega von á sterkri innkomu hvort sem er.

    Við skulum hafa í huga að í bardaga er vissara að þekkja andstæðinginn.
    Ef það er ekki í öndvegi er hætta á að vindhögg falli.

    kkv

    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.