This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðmundur G. Kristinsson 13 years, 10 months ago.
-
Topic
-
http://blog.eyjan.is/pallasgeir/2011/01/14/i-nafni-hinnar-thoglu-thjodar/#comments
nafni hinnar þöglu þjóðar
14.1 2011 | 16:42 | 6 ummæli
Margir hafa orðið til þess að lýsa áhyggjum sínum af þeirri hörku sem oft gætir í opinberri umræðu hin síðari misseri. Ýmis vefsvæði þar sem menn segja skoðanir sínar umbúðalaust vekja athygli fjölmiðlamanna sem henda ummælin á lofti. Um þetta eru mörg dæmi og nú síðast vakti óhug og skelfingu bréf sem Þórarinn nokkur sendi aðstoðarmanni ráðherra Höllu Gunnarsdóttur.
Bréf eins og það og ýmislegt sem menn skrifa á vefsíður kann að vekja óhug en umbúðalaus skrif hafa þó þann kost að lesendur sjá lóðbeint inn í hugskot höfundar. Þeir geta síðan dregið sínar eigin ályktanir af því sem höfundur setur fram. Oft á tíðum þarfnast það ekki sérstakrar túlkunar því þegar menn tala beint úr pokanum þá birtist heimsmynd þeirra og viðhorf án mótunar af pólitískri rétthugsun eða kurteisi.„Við sem erum raunverulega þjóðin og viljum hafa frelsi til að ferðast, frelsi til athafna, frelsi til framkvæmda, frelsi til skoðana, þurfum að standa upp og taka til máls. Við megum ekki láta einhverja menntahópa, listafólk, rithöfunda eða aðra taka okkar málefnalega umhverfi og jafnvel tala í okkar nafni … Við þetta venjulega fólk (þjóðin innan F4x4) sitjum síðan uppi með vandamálið og þurfum að takast á við það.“
Þessar línur hér að ofan urðu á vegi mínum á vef jeppaklúbbsins 4×4. Höfundur þeirra er Guðmundur G. Kristinsson sem er framarlega í félagsstarfi þess klúbbs og formaður nýstofnaðra samtaka sem kalla sig Ferðafrelsi. Mér finnst engin sérstök ástæða til að túlka þennan texta því mér finnst hann varpa afar skýru ljósi á heimsmynd og viðhorf Guðmundar og félaga hans.
Ég hef löngum vitað að vaskir baráttumenn í þessum ágæta klúbbi telja sig vera í stríði við ýmsa embættismenn og náttúruverndarmenn en ég vissi ekki fyrr en ég las þessi orð Guðmundar að flest menntafólk þjóðarinnar, listamenn og rithöfundar væru öfugu megin víglínunnar og teldust ekki til þjóðarinnar.
Sennilega er rétt að taka fram að ekki er víst að allir félagsmenn deili viðhorfum Guðmundar því um líkt leyti skrifar einn félagsmanna, Klemens Klemensson eftirfarandi af öðru tilefni:
„Ég verð að viðurkenna að stundum skammast ég mín fyrir hversu yfirgangur 4×4 er mikill.“
Aðeins fullgildir félagsmenn hafa skrifaðgang að vef klúbbsins og þessum ummælum Klemens mótmælti enginn enif einn félagi tók undir þessa skoðun hans. Af því mætti án efa draga ýmsar ályktanir þótt það verði ekki gert hér.Þar sem Páll er ekki með skrifaðgang að f4x4.is þá má ég til með að skella þessum texta inn sem hann skrifaði á eyuna.is
You must be logged in to reply to this topic.