This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælt veri fólkið! Um kl. 1700 talaði ég við Sveinlaug „Lauga“ Þorsteinsson „Klakann í Litlu-deildinni“ og segir hann þetta ekki verið betra. Voru þeir þá á toppnum þ.e.a.s. toppi Mýrdalsjökuls í rúmlega 1500 metra hæð hjá Goðabungu. Þeir eru á 26 bílum á dekkjastærðum frá 31″ til 38″. Ferðin var búin að ganga æðislega vegurinn inn að jökli harður og góður og fóru þeir síðan bara strax í 4 pundinn, jökullinn eins og best bverður á kosið, grjótharður og engar sprungur. Jökullinn var aðeins blautari í neðstu brekkum en ekkert sem ekki var til trafala, nema fyrir Stebba „Trúð“ sem tókst að affelga í fyrstu brekku. Þeir voru í svarta þoku og voru búnir að hringa sig saman fyrir myndatökur sem þó munu ganga erfiðlega. Yngsti farþeginn í hópnum er 2ja ára en einnig eru 4 hundar með í för af öllum stærðum. Þeir ætla að gista í Breiðabólstað í Fljótshlíð og Hellishólum sem eru smáhýsi 5 km innar í Fljótshlíðinni. Kvöldvakan verður haldinn þar. 12 bílar ætla að vísu ekki að gista og fara í bæinn í kvöld.
Meira síðar
Magnús G.
You must be logged in to reply to this topic.