FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pakkningaskifti

by Hafþór Atli Hallmundsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pakkningaskifti

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigmar Þrastarson Sigmar Þrastarson 16 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 10.11.2008 at 19:06 #203182
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant

    Veit einhver fróður maður, eða þá menn, hvort það sé mikið mál að skifta um pakkningar á sog- og útblástursgrein á 2.5 tdi pajero vélinni? Og þá einnig hvernig það sé að skifta um pakkningu á milli túrbínu og greinar. Er mikið mál að ná þessu af og allt þannig?
    Það er eitthvað svo mikið blásturshljóð þegar maður þenur drusluna á 1200-2000 snúningum, sérstaklega þegar hún er köld og mér datt þetta í hug til að byrja með. Og ef það dugir ekki þá að láta kíkja á túrbínuna og athuga hvort að hún sé ekki komin á tíma með innvolsið á sér. Bíllinn er ekinn rúmlega 200000 klm þegar þetta fer að gerast.

    Takk fyrir, Haffi

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 10.11.2008 at 22:39 #632548
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Þú tekur soggreinina fyrst af, það eru 2 pinnboltar við hvern strokk, alls 8.
    Þá er sama sagan með pústgreinina, en það er hitahlíf, olíurör og olíuslanga frá túrbínunni, sem þarf að aftengja og að sjálfsögðu púströrið út frá túrbínunni. Gott topplyklasett dugar í þetta.
    Þar með er pústgreinin ásamt bínunni komin af og auðvelt að losa bínuna frá greininni. 3 boltar.

    Milli túrbínu og greinar er stálpakkning og ef flangsarnir á grein/bínu eru ekki vel plan þá getur pakkningin farið að víbra eins og ýlustrá og eyðilagst. Einnig hef ég lent í því að sprungur hafa myndast í sjálfa greinina. Þær litu út eins og hárfínar línur, en þegar ég sprautaði WD40 inn í greinina þá smitaði það í gegn svo að augljóslega náði sprungan í gegn.

    Sem sagt ekkert stórmál.

    Ágúst





    10.11.2008 at 23:50 #632550
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    "Milli túrbínu og greinar er stálpakkning og ef flangsarnir á grein/bínu eru ekki vel plan þá getur pakkningin farið að víbra eins og ýlustrá og eyðilagst."
    Geturðu skýrt þetta aðeins betur fyrir mér?

    Og er hægt að taka eingöngu bínuna af greininni og skifta um pakkninguna þar á milli, eða þarf maður að losa greinarnar af líka til að ná bínunni af? Þarf maður að nota herslumæli þegar maður herðir aftur á boltunum eða er nóg að nota tilfinninguna sem maður hefur í sínum fimu fingrum?

    Haffi





    11.11.2008 at 12:20 #632552
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég reyndi að taka bínuna af án þess að losa greinarnar, en gafst upp við það. Sennilega er það þó hægt með réttum verkfærum, þ.e. hæfilega bognum lyklum, en það er fjári þröngt og önugt að komast að þessu.
    Ýluhljóðið kom hjá mér eftir að ég hafði notað pústgrein sem var með smá skarði á túrbínuflangsinum. Ég vissi af því, en gaf mér ekki tíma til að láta plana hann upp á nýtt. Reyndi að redda málunum með því að setja hitaþolið silikon á pakkninguna, en það dugði aðeins í einn eða tvo daga og þá byrjaði að ýla við gjöf og krafturinn (bústið) minnkaði um leið. Ég sá fyrir mér að blásturinn meðfram pakkningunni virkaði líkt og væri blásið í ýlustrá.

    Kv.

    Ágúst





    11.11.2008 at 13:34 #632554
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    …Ágúst. Hringdi í Heklu áðan og pakkningar í þetta eru furðulega ódýrar miðað við þetta umboð. Kannski eins gott að taka þetta allt af og skifta um pakkningar á öllu bara. Er nokkuð mikill subbuskapr að ná túrbínunni af, eða er lítið um olíu í henni þegar vélin er búin að standa einhvern tíma?

    Haffi





    11.11.2008 at 15:44 #632556
    Profile photo of Guðmundur Arnþórsson
    Guðmundur Arnþórsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 160

    Það er enginn olia inní turbýnuni en þú verður öruglega mjög skítugur leiðindar mál að komast að þössu.





    11.11.2008 at 20:03 #632558
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hjá mér lak svolítil olía úr bínunni þannig að ég mæli með að þú hafir sæmilega tusku tiltæka og skellir undir stútinn sem skilar olíunni út.

    Alltaf gaman þegar Hekla kemur manni þægilega á óvart. Mætti gjarna vera oftar.

    Ágúst





    12.11.2008 at 00:21 #632560
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Já eins og meðal annars með stýrisenda sem þar kostar rúmann 7000 kall en aðeins rúmar 2000 kr í Stál&Stönsum. Reyndar er eini munurinn sá að
    Heklu endinn er með smurkoppi, já og endist meira en ár. Svo þarf ég að skifta um ventlalokspakningu og kostar hún rúmar 4000 kr, og átti svo túpa af pakkningskítti fyrir olíupönnuna að kosta 7000 kr en fékk ég fínasta pakningakítti á fínu verði á góðum stað.
    En hvora leiðina kemur olían að túrbínunni og hvora fer það frá henni? Er það ekki granna slangan sem er hægra meginn á miðri bínunni þar sem flæðir að henni olían?

    Haffi





    12.11.2008 at 08:38 #632562
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ef menn eru hræddir við að skita út á sér hendurnar þá er best að láta aðra um þetta ;-). Það er bara að vinda sér í þetta. það tekur um hálftíma að taka túrbínuna úr og ágætt að skipta um pakningar milli greina og hedd´s í leipinni en verðið á þeim er fáranlegt. En HaffiT. ef þú ætlar að spara þá kaupir þú þér ódýrari endan, borar og snittar smurkopp á hann og þá endist hann margfallt lengur, þ.e. ef þú smyrð í hann. Það er ágætt að saga þann slitna í sundur fyrst til að vita hvar er best að bora og svo bara vera með gott segulstál til að ná öllu svarfinu út áður að murningur fer fram.
    Smurningur kemur í gegnum granna rörið og lekur svo niður slönguna í pönnuna.
    kv.vals.





    12.11.2008 at 19:15 #632564
    Profile photo of Sigmar Þrastarson
    Sigmar Þrastarson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 90

    ef túrbóið er dáið á ég til eina eða tvær í góðu lagi á betra verði

    hringdu bara s.8663188

    k.v. simmi





    12.11.2008 at 19:15 #632566
    Profile photo of Sigmar Þrastarson
    Sigmar Þrastarson
    Member
    • Umræður: 30
    • Svör: 90

    !!!!





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.