This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Bæring J. Björgvinsson 20 years, 10 months ago.
-
Topic
-
ég er með pajero grei í höndunum núna sem að er með eftirfarandi vandamál.
olíusmurþrístingsmælirinn og hitamælirinn virka ekki og svo drepur hann ekki á sér þegar svissað er af honum.
Þessi bíll er c.a. 89-91 árg. hann var orginal með bensínvél og er núna komin dísel vél í hann, maðurinn sem mixaði rafkerfin saman hefur átt alveg einstaklega mikið af gulum vír því að það er eini liturinn sem sést ef litið er innundir mælaborðið. Ég þekki þessa bíla lítið sem ekkert, og fann bara eitt öryggja box í bílnum. (vinstra meginn á hliðinni á mælaborðinu, blasir við þegar maður opnar hurðina)
1. Er einhverstaðar annað öryggja box.
2. vitið þið um einhverjar bilanir sem gætu valdið þessu (hef tjekkað á segullokanum á olíuverkinu, hann virkar)(virðist fá straum eftir að svissað er af)
endilega látið mig vita af öllum ykkar hugmyndum.
sjálfum dettur mér helst í hug að það hafi eithvað klikkað í þessu rafmagns mixi en vil endilega fá hugmyndir áður en ég ræðst á alla gulu vírana.
Kveðja Bæring
You must be logged in to reply to this topic.