Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur
This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Adam Örn Þorvaldsson 13 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.02.2004 at 20:32 #193627
Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
(óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
Vonandi er framtíð í þessum þæði
Kveðja Halli E-1339 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.03.2004 at 16:02 #486746
Veit einhver hvar maður fær viðgerðabók yfir Pajero "98 Dti. Ég er búinn að leita töluvert en hef ekki fundið ennþá.
kv. vals.
24.03.2004 at 16:32 #486748Sælir
Ég er líka búinn að vera að leita að svona bók en án nokkurs árangurs og væri mikið til í að eignast þetta.
Ég náði mér hins vegar í geisladisk sem á að vera með viðgerðaupplýsingum um bíla frá 91 – 97 (pantaði á e-bay). Ég er ekki farinn að skoða hann neitt ennþá… fann hann ekki um daginn þegar á þurfti að halda…
Ég var að vona að hann væri nothæfur fyrir ’98 bílinn minn líka – allavega að einhverju leiti.
Benni
24.03.2004 at 19:13 #486750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Takk enn og aftur fyrir upplýsingarnar, það verður farið í 35" fljótlega.
"Pajeroinn" spurði um EGR, þetta er annar 2800 pajeroinn minn og var það eitt af mínum fyrstu verkum að blinda EGR ventilinn því hann var bara til leiðinda í fyrri bílnum mínum.Þetta drasl er hluti af mengunarvörn og gerir vélinni kleift að borða sinn eigin skít!!! Þegar (það er bara spurning um tíma) ventillinn bilar og hættir að loka alveg fer sót og aðrar dásemdir upp í soggrein, vélin fer að ganga illa undir átaki og tapar verulega afli.
EGR ventillinn er utan á soggreininni og rör frá honum niður í pústgrein. Þegar ég var að blinda ventilinn núna notaði ég "EGR húsráð frá Ástralíu" þ.a.e.s. tók pakkninguna milli EGR og soggreinar og sneið eftir henni plötu úr "Coke dós". Svo boraði ég boltagötin í plötuna, setti hana og pakkninguna á milli EGR og soggreinar og festi ventilinn aftur á soggreinina.
Vona að þetta gagnist einhverjum.
Kveðja Siggi
24.03.2004 at 23:56 #486752Sæll Siggi.
Þú talar um að blinda EGR ventilinn sem sé hluti af mengunarvörn.
Þetta líst mér vel á að öllu leyti nema einu.
Þegar vélin gengur hægagang dregur hún að hluta til heitt loft inn um þennan ventil frá pústgreininni sem leiðir af sér heitari gang á vélinni í hægagangi og heitari miðstöð, sem gæti komið sér vel við hinar ýmsu aðstæður.
En ef þetta hefur lítil sem engin áhrif á hita vélar (miðstöðvar)í hægagangi líst mér vel á þetta að öllu leyti.
Kveðja Halli.
25.03.2004 at 11:21 #486754Til hamingju Geiri Gúrka með 100 póstinn á þessum spjallþræði og rjúfa þann múr.
Höldum áfram með málefnalegar skoðanir,pælingar, tækniuplýsingat, reynslusögur og fleira um Pæjurnar okkar.
Þessi þráður hefur ekki farið eins og margir góðir þræðir út í einhverja vitleysu (pabbi minn er sterkari en pabbi þinn) og að mínu mati er þessi þráður innihaldsmikill og góður. Vona að þessi þráður nýtist mönnum og konum hér eftir sem áður.
Kveðja Halli.
25.03.2004 at 13:58 #486756Sælir Pajerofélagar! Það er bókabúð Steinars ef mig minnir rétt sem er á Óðinsgötu sem er með alveg helling af bílabókum og ef þeir eiga ekki umrædda bók þá panta þeir hana.
Einnig er hér heimasíða "Pajero owner club í Uk en þar er hægt að kaupa allar bækur; " http://pocuk.com" , önnur pajero síða er; "www.cap510.com/mitsubishi", og afþví að ég er byrjaður á þessu þá eru tvær áhugaverðar í viðbót; "http://www.mitsubishi-motors.co.jp/docs6/history" og bráðsmellin síða sem er; "http://www.offroadaction.ca/modules.php" .Vona að þetta komi að einhverju gagni og gamni.
Magnús G.
25.03.2004 at 14:17 #486758
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Benni
Ég hef verið að leita að þessum diski sem þú talar um fyrir árgerðir 91-97 (vantar fyrir 96 bíl). Finn lítið annað en fyrir 99 og yngri. Hefur þú einhverjar upplýsingar um þennan disk eða er kannski hægt að fá að líta á þetta hjá þér?
Kv Óskar
25.03.2004 at 18:00 #486760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælt veri pajeró fólk. Ég hef verið að rekja mig í gegnum spjallið en sá ekki svör við spurningum sem brenna á mér. Til hvaða manna hefur verið leitað við smíðum á pústi undir Pajeró (man óljóst eftir þræði um það mál) og hvar fengu menn KN síu í 2,5 ltr. Ég hringdi í Benna en hann taldi hana ekki til. Kv. ÓH
25.03.2004 at 18:20 #486762Sæll Láfi
Ég keypti K&N síu hjá Benna á föstudaginn í 2,5 dísel og hún virkar fínt, kostaði í kringum 10.000 með félagsafslættinum.
Kv. Kjartan
26.03.2004 at 00:15 #486764Sæll Óskar og allir hinir
Ég fann þennan disk sem ég var að tala um og við fyrstu skoðun þá sýnist mér að þarna séu "workshop manuals" fyrir eitthvað af þessum bílum – eldri en 97 en það er reyndar frekar erfitt að átta sig á þessum disk….
En ég er ekki farinn að skoða þetta nákvæmlega en ef þið vijið fá þetta þá er bara að hafa samband og fá að taka "öryggisafrit" af þessu hjá mér.
Benni
bm@sk3.is
29.03.2004 at 11:01 #486766veit einhver hvaða efni (millikassi) er notaður í pajeró
kveðja agnar
29.03.2004 at 14:12 #486768
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég er með Pajero árg. 90, V6 og hann er að stríða mér þannig að hann á það til að drepa á sér á keyrslu (heitur) og fer ekki í gang fyrr en eftir dúk og disk.
Það eru engar gangtruflanir í honum, heldur hættir hann bara að ganga allt í einu.
Nýjustu getgátur eru að tölvan í honum sé biluð. Kannast einhver við svona vandamál?
Er einhver sem á svona tölvu á lausu og er tilbúinn að láta hana?kveðja
Ólafur Bj.
29.03.2004 at 14:44 #486770Sæll, þetta lýsir sér eins og þegar háspennukefli fer, það er í lagi þegar það er kalt en hættir að gefa púlsa frá sér þegar það hitnar og þegar það kolnar þá virkað það aftur þangað til það hitnar aftur og svo koll af kolli.
Það getur vel verið að tölvan sé biluð en þetta nýmóðinsdót á maður ekki neinn séns í, bara fara og láta lesa af í einhverri stærri tölvu og skipta svo bara um. Ég á því miður ekki svona tölvu eins og þig vantar en ef þú finna háspennukefli mundi ég nú þukla á því ?
kv. vals
Es. Það = háspennukefli
29.03.2004 at 20:36 #486772
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘eg er með pajero langan 2,5 bílinn árg, 93.er á 35" finst hann vera frekar slappur ,ég er að spá í að fá mér 36"-38" og lægri hlutföll ,getur einhver sagt mér hvar er best að versla hlutföll og ekki er verra ef einhver getur sagt mér hort einhver hefur prófað að setja 38 undir 2,5 bílinn og hvar er hagstæðast að versla dekk hvernig dekkjum mælið þið með.
30.03.2004 at 12:04 #486774Sælir félagar..vinir og vandamenn
já og aðrir góðkunningjar Lögreglu og
björgunarsveita.Aftari miðstöðin í Pajero 1999 fer ekki í gang.
það kveiknar ljós á rofum eins og hún sé í gangi.
en gripurinn fer ekki af stað.Einhverjar hugmyndir. ég hef notað hana mikið..
ef slit þá hvað helst. Hvernig er þessi miðstöð
uppbyggð. hvernig virkar hún ? á elveg eftir að opna þetta og skoða…kv
Bjarki
30.03.2004 at 12:19 #486776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Bjarki
Tók aftari miðstöðina í gegn hjá mér í vetur og þetta var nú ekki flókinn búnaður. Minn bíll er nú nokkuð eldri heldur en þinn en miðað við það sem ég sá hjá mér og bilanalýsingu hjá þér finnst mér að kol eða hugsanlega brunnið plögg í miðstöðinni (plöggið er í miðstöðvarholunni)séu líkleg ástæða. Plöggið er nú trúlega einfalt að laga en ég er ekki viss um að hægt sé að skipta um kol í mótornum með viðunandi árangri.
Kv.
Óli
30.03.2004 at 13:05 #486778varðandi spurningu um drifhlutföll í pajeró þá veit ég ekki um neinn stað fyrir utan heklu við erum með langan pajeró
sjálfskiptan með 2,5 vél aðeins búið að bæta við olíuverk sá bíll er orginal á 5,28 hlutföllum . kveðja agnar
30.03.2004 at 15:52 #486780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll, er nýliði í þessu dóti, en þú varst allavega að spyrja um það hvaða millikassi væri notaður í pajero. Ég er kannski að fara með einhverja algjöra vitleysu en í bæklingi sem ég á um pajero stendur að hann sé með millikassa með tregðulæsingu… stendur so bara þetta með að það sé seigjutengsl sem sér um að læsa því þegar hjól fer að spóla en svo er hægt að keyra á nokkuð miklum hraða án þess að það koma þvingun þ.e.a.s. segjutengslið sér um að aflæsa henni….
30.03.2004 at 17:21 #486782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir snillingar, sko pabbi minn á 98 árg. Pajero og hann segir að hann sé breyttur fyrir "35, sem ég trúi alveg, en málið er það að ég er að reyna að fá hann til að vera á "35 tommum en ekki "33 sem hann er á. Eru Pajeroarnir nokkuð það kraftlausir að það þurfi að lækka drifin í þeim..þegar dekkin eru sett undir. Þarf nokkuð að gera til þess að hafa þessi dekk á?
ps.Það er ekkert búið að fikta við neitt í vélinni, orginal.
30.03.2004 at 18:31 #486784þetta var eithvað óskýrt hjá mér með millikassan það sem ég meinti var að mig vantaði fróðleik um úr hvaða efni menn smíðuðu aukamillikassa í pajeró .kveðja agnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
