FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

by Hallgrímur Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Adam Örn Þorvaldsson Adam Örn Þorvaldsson 13 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2004 at 20:32 #193627
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member

    Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
    Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
    Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
    (óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
    Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
    Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
    Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
    Vonandi er framtíð í þessum þæði
    Kveðja Halli E-1339

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 81 through 100 (of 289 total)
← 1 … 4 5 6 … 15 →
  • Author
    Replies
  • 05.03.2004 at 15:08 #486706
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Eins og af flestu fer tvennum sögum af eyðslu, með superchips. Þær upplýsingar sem ég hef eru að eyðslan getur minnkað í sparakstri (meira tog), eyðslan gæti orðið svipuð í venjulegum akstri, en þar sem að þú ert að fá fleiri hestöfl út úr vélinni kallar það á meiri eyðslu við mikið álag. Hér er svo linkur á heimasíðu Superchips á Íslandi, http://www.superchips.is/
    Kveðja Halli





    10.03.2004 at 21:05 #486708
    Profile photo of Marteinn Sigurðsson
    Marteinn Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 267

    hver er munurinn á bar og pundum, t.d 0,8 bör hvað eru það mörg pund?





    10.03.2004 at 21:35 #486710
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Eitt bar er 14,7psi og eitt psi er 0,068bör.

    0,8 bör er því 11,76psi.

    kv. vals.





    19.03.2004 at 01:07 #486712
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sælir félagar.
    Var að setja nýja skó undir pæjuna.
    39,5" TrXus.
    Vona að þetta komi vel út. Á eftir að reyna þessa fínu skó af einhverju viti. Hef bara prufað þá í einni ferð upp á Snæfellsjökul og var með í för 38" björgunarsveitar Patrol og fannst mér ég hafa yfirburði í þeirri ferð. (kannski ósangjarnt að miða sig við þungan Patta á 38").
    Ég leyfi ykkur að fylgjast með hvernig þetta kemur út.
    Kveðja Halli.





    19.03.2004 at 01:25 #486714
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Eitt get ég sagt strax, bíllin stórbatnar í útliti með þessum dekkjum, og hver veit nema að ég kaupi svona í haust, þegar ég er komin með 300tdi ofaní til að snúa dekkjunum..

    Kv,
    Jón þór





    19.03.2004 at 10:01 #486716
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sæll Halli,

    Djöfull er hann flottur á þessum dekkjum – stórglæsilegur.

    Hvernig gekk að koma þessu undir og hvernig er að keyra hann á malbikinu á þessu ?

    Er mikið þyngra að snúa þessum heldur en 38" GH ?

    Maður ætti kannski bara að drífa þetta strax undir minn – vera ekkert að slíta þessum 38" :)

    Annars þarf maður að fara að skreppa túr með þér fljótlega og sjá hvernig hann virkar á þessu.

    Kveðja
    Benni





    19.03.2004 at 13:40 #486718
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll Benni. Takk fyrir hólið strákar.
    Það gekk mjög vel að koma þessu undir, skrúfaði bílinn aðeins upp að framan og örlítið meira loft í púðana að aftan, annað gerði ég ekki. Þar sem minn bíll er ekkert hækkaður á boddíi hlítur þetta að ganga á Pæjum sem er búið að hækka á boddíi. Í fullri beygju og keyra í mishæðir ná dekkin aðeins að narta í stuðarahornin.
    Mér finnst þessi dekk ekki eins góð og GH á malbiki en samt finnst mér þau betri en DC.
    Veit ekki hvort þetta er "this is it" er bara búin að vera með þessi dekk undir í nokkra daga. En það sem komið er lofar góðu.
    Það er greinilega þyngra að snúa þessum dekkjum, td. brekkur sem bíllinn hélt 100kmh. á GH fer hann nú á 90kmh. Eiyðslutölur hef ég ekki ennþá, en þær koma.
    Já það væri gaman að reyna sig við sambærilega bíla og sjá hvort þetta brölt á mér sé að skila einhverjum árangri.
    (myndir í albúmi)

    Kveðja Halli. (bara bjartsýnn)





    19.03.2004 at 16:16 #486720
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Mér finnst Trexus dekkinn vera þau flottustu. T.d. finnst mér pajeroar oftast ekki flottir á 38" en sá rauði á 39,5" er svakalega fallegur.

    Freyr





    20.03.2004 at 19:43 #486722
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar
    Er einhver í pæjuvinafélaginu sem veit hvort hraðamælir í ’98 sj.sk. 2800 Pajero er gamaldags með barka eða rafmagnsstýrður.
    Ég er að spá í að setja 35" undir í staðin fyrir 32", er með kanta en vantar að vita hvað ég þarf að gera fleira þ.e.a.s. upphækkanir,breytingaskoðun,þungask.mælir,hraðamælir ???

    Kveðja Siggi





    20.03.2004 at 20:49 #486724
    Profile photo of Hafþór Eiriksson
    Hafþór Eiriksson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 8

    Það þarf hraðamælabreytir í bílinn en þú færð hann hjá Samrás. Undir gormana að aftan þarf að setja 3cm og svo skrúfa örlítið upp að framan. Það þarf að skrifa inn breytingu í mælabókina af vottuðum mælamanni svo þarf slökkvitæki, sjúkrapúða og einnig þarf að vigta bílinn.
    Vonandi kemur þetta að gagni.
    Kveðja Hafþór





    20.03.2004 at 20:53 #486726
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll Siggi
    ´98 Pæjurnar eiga að vera með rafmagnsstýrða mæla.
    Á mínum bíl er breytirinn á millikassanum en ef Hekla breytir svona bílum er líklegt að breytirinn sé undir útvarpinu.
    Minn bíll er ekkert hækkaður á boddíi en samt á 39,5" dekkjum og hann tekur því bara nokkuð vel. (sjá myndir í albúmi, bílarnir okkar) þannig að þú ættir auðveldlega að koma undir hann 35" án þess að hækka hann á boddíi. Veit ekki hvort þú sleppur við það að færa hásinguna? Minn var skrúfaður upp að framan. Hásing færð aftur um nokkra cm. og settir 3cm klossar ofan á gormana þannig að það er spurning hvort þú þarft klossa fyrir 35". (Reyndar er ég komin með loftpúða að aftan og er það hrein snilld).
    Vona að þetta hjálpi eitthvað.
    Kveðja Halli.





    22.03.2004 at 18:46 #486728
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir
    Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar en hvernig verður svo bíllinn akstri eftir breytingarnar ?
    (afl og aksturseiginleikar)

    Kveðja Siggi

    PS. Ég veit það eru mikil trúbrögð í kringum dekkjaval en eru einhver dekk frekar en önnur sem henta 35" pæjum, annars vegar á sumrin og hinsvegar á veturnar.Það fylgir mér eins og mörgum öðrum á landsbyggðinni að hafa helst nokkur kíló af nögglum í hverju dekki á veturnar :-)





    24.03.2004 at 10:59 #486730
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll Siggi.
    Þekki þessa bíla bara á orginal og 38"
    þessa bíla er frábært að keyra á 38". Síst verri en óbreyttir. þannig að hann hlýtur að vera góður á 35"
    Afl er kannski í lágmarki með óbreytta vél, en ef þú skoðar þráðinn hér fyrir ofan sérðu hvernig ég breytti minni vél.
    Eru ekki BFG dekkin jafnbest? þekki BFG bara á öðrum bílum og líkaði vel.
    Hafþór "Eiríksson", Benni "Hmm" og aðrir félagar þekkja þessa bíla miklu betur en ég á 35" (Með von um að reynslubolti á 35" Pæju bæti við þennan póst)
    Kveðja Halli.





    24.03.2004 at 11:18 #486732
    Profile photo of Hinrik Laxdal
    Hinrik Laxdal
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 32

    Sælir
    Ég er búinn að vera með minn á 35" dekkjum núna og er bíllin eftir svipaðar breytingar og Dittó alveg frábær.
    Ég er með 2,5" púst KN loftsíu ,og búið að auka við túrbínuna og loka EGR ventlinum.
    Ég er núna að setja hann á 38"





    24.03.2004 at 11:26 #486734
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Hvar er hann og hvað gerir hann og hvernig lokarðu honum.
    og hvað færðu útúr því ?





    24.03.2004 at 11:41 #486736
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Ég er búinn að eiga 3 pajeró og sá sem ég er á núna var á 35" í nokkurn tíma.

    Þetta er 98′ árgerð 2,8 sjálfskiptur.

    Það hefur ekkert verið átt við vélina í honum – allt eins og það kemur frá framleiðanda – líka pústið.

    Á 35" dekkjum var þessi bíll að þrælvirka – fínn kraftur og aksturseiginleikar nákvæmlega þeir sömu og á 32" – ef ekki betri. Allavega er bíllinn mun mýkri á 35" heldur en 32". Það eina sem er verra eftir breytingu upp á 35" er að hann þyngist aðeins í stýri. Ég notaði bæði BFG og Goodyear dekk og fannst BFG skemmtilegri.

    Bíllinn er núna kominn á 38" og enþá hefur ekkert verið átt við vélina – hann er að sjálfsögðu dálítið þyngri af stað en á 35" en ekkert sem truflar mig neitt verulega. Þegar hann er svo kominn á snúnig (yfir 2200) þá finn ég engan mun á því sem var áður og krafturinn nægur.

    Ég á eftir að reyna hann almennilega í þungu færi en það sem ég hef farið hingað til í snjó þá hefur ekkert vantað afl.

    Kveðja
    Benni





    24.03.2004 at 11:56 #486738
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sælir félagar.
    Til hamingju með póst nr. 100 Benni.
    Fór á Snæfellsjökul í fyrradag (22 mars) á nýju skónum (39,5") Rosalega gaman, þungt færi en vantaði sambærilegan bíl á 38" til að fá samanburð á drifgetu.
    Var samt mjög ánægður með hvað hann gat.
    Setti myndir í myndaalbúmið (Snæfellsjökull 22 Mars).
    Þarf að fara að komast í góða ferð með öðrum bílum og sjá hvað hann getur.
    Kveðja Halli.





    24.03.2004 at 13:35 #486740
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Takk fyrir það Halli – ég var ekki búinn að taka eftir þessu, djöfull röflar maður mikið.

    En við þurfum bara að fara að koma á hópferð breyttra Pajero svo að þú getir reynt bílinn með öðrum svipuðum. Mig langar líka að fara að sjá hann með berum augum – hrikalega flottur á þessum myndum….

    Kveðja
    Benni





    24.03.2004 at 15:24 #486742
    Profile photo of Ásgeir Halldórsson
    Ásgeir Halldórsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 848

    Ég vildi bara eiga heiðurinn að því að eiga 100 póstinn í þessum þræði þótt ég hafi ekki skrifað neitt í hann :)

    kv, Geiri Gúrka
    R-3010





    24.03.2004 at 15:36 #486744
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Já væri endilega til í að smala í ferð

    einhvern dagstúr, væri gaman að sjá og skoða hvað aðrir eru að bralla.

    kb
    pæji





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 81 through 100 (of 289 total)
← 1 … 4 5 6 … 15 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.