FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

by Hallgrímur Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Adam Örn Þorvaldsson Adam Örn Þorvaldsson 13 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2004 at 20:32 #193627
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member

    Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
    Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
    Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
    (óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
    Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
    Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
    Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
    Vonandi er framtíð í þessum þæði
    Kveðja Halli E-1339

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 289 total)
← 1 2 3 … 15 →
  • Author
    Replies
  • 03.02.2004 at 22:54 #486586
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Þú ert ekkert að fara útfyrir efnið Stefán. Við skulum spá og spekulera um allt sem viðkemur okkar bílum.
    Ég er ennþá að nota kóarann sem tölvuborð en það breytist vonandi fljótt.
    Það eiga eflaust einhverjir góðar hugmyndir (jafnvel myndir)af tölvuborðsfestingu í pæjurnar okkar og vonandi til í að deila því með okkur.
    Kveðja Halli.





    03.02.2004 at 23:11 #486588
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Hér er síða með myndum frá Konnráði Erlendssyni, hann er með mjög netta festingu í bílnum hjá sér.
    En að öðru efni, það er með sverleika á pústi. Ég sá að Iceman vildi meina það að afþví að flangsinn á túrbínuni er 2 – 2.5 tommur þá er ekki þörf á sverara pústi en það. Ég átti við þennan miskilning að stríða frekar lengi þar til það rann upp fyrir mér ljós. Mig minnir að Runar hafi skrifað um það að þetta er allt spurning um þenslu á útblásturslofti, þenslan er mest fyrst og þegar gasið er komið aftar í rörið þá hefur það kólnað og minkar þensluna. Þannig að eðlilegast er að vera með sverasta pústið frá túrbínu og undir miðjan bíl og svo má það þrengjast eftir það. Ég fór í 3" þar sem ég set það sjálfur undir og kostar það eitthvað um 12 þús í efni. Annars er það 46 þús undir komið!!!!





    03.02.2004 at 23:12 #486590
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    [HTML_END_DOCUMENT][url=http://www.laugar.is/konni/jeppmynd.html:3vmbsqpx]http://www.laugar.is/konni/jeppmynd.html[/url:3vmbsqpx]





    03.02.2004 at 23:12 #486592
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    http://www.laugar.is/konni/jeppmynd.html





    03.02.2004 at 23:48 #486594
    Profile photo of Arnór Magnússon
    Arnór Magnússon
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 640

    Góða kvöldið

    Það var eitthvað verið að minnast á hiclone hér ofar í þræðinum. Ég setti svona í bílinn hjá tengdó fyrir stuttu.
    Hann er 2800 dísel, árgerð 2000 á 35" dekkjum.
    Eyðslan fór niður um ca 1 líter/100km (innanbæjar) hef von á meiri mun í langkeyrslu.

    Kveðja
    Izeman





    04.02.2004 at 14:06 #486596
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Á síðasta mánudagsfundi 4X4 var talað um að það væri verið að skipa í nefnd til að yfirfara heimasíðu klúbbsins. Tilgangurinn væri að endurnýja og betrumbæta síðuna.
    Ég legg til að útbúinn væri síða sem hægt væri að setja inn tæknilegar upplýsingar fyrir þær tegundir bíla sem notaðar eru í okkar sporti, t.d.:

    Tæknisíða Pajero
    Tæknisíða Patrol
    Tæknisíða TOYOTA
    o.s.f.

    Þarna gætu menn sótt vitneskju og miðlað henni til annarra. Fyrir mig sem Pajero eiganda er þessi þráður hans Ditto strax orðin mjög áhugaverður, eins og fartölvufestingin hans Stebba, mjög haganlega komið fyrir. Takk Stebbi !!.

    Fyrir mig og eflaust fleiri er hálft sportið að vasast í tólum og tækjum, spá og spökulera og koma þeim fyrir. Hugmynd sem kom fram hvernig hægt væri að nota spotta við að stilla millibil framhjólanna, (ég man því miður ekki hver miðlaði þessari aðferð til okkar) er alveg brilljant. Ég er búinn aðnota þessa aðferð, mjög einföld, takk fyrir mig.

    Í von um að endurskoðuð heimasíða verði en betri en núverandi síða þannig að tækjaóðir einstaklingar geti svalað þörfum sínum þar.

    kv. vals.





    04.02.2004 at 23:17 #486598
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    ég reikna ekki með að fá mér afgasmælinn alveg strax
    ca í sumar…
    enn ætla að auka bostið í túrbinu með skífunum var það ekki 3.9mm undir boltana 2. ætti ég þá að herða á olíuverkinu um 1/8 úr hring eða 1/6 mér finnst þetta ferlega "nákvæmur snúningur" er þetta svona svakalega "delicate"

    Ég er frekar lítið hrifinn af því að fara að eyðileggja hedddið eða greinina eins og þú Halli

    En ég vil fara einhv milliveg, hann er alltof mátlaus
    hjá mér.

    "það fór heddið í bílnum í 66.000km" sennilega vegna ónyts
    vatnskassa ekki orginala

    kv
    Bjarki





    04.02.2004 at 23:45 #486600
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir pajero menn! Mig langaði að forvitnast hvar ég fengi brettakanta á pajero 96 árg. stuttann, og hvað ég þyrfti að breta miklu fyrir 35" er breyttur fyrir 33" kveðja Halli





    05.02.2004 at 14:25 #486602
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Hvernig tengdir þú þennan nálarloka sem þú settir til að stjórna bústinu? Leyddiru slönguna að westgate ventlinim í gegn um hann eða settir þú hann sem þrýstingsminkun,lokaður venjulega og opin þegar þarf að bæta við búst?
    Kveðja Jóhann.

    Ps. Kantar á Pæjurnar fást hjá Gunnari Ingva upp á höfða.
    Brettakantar.is.





    05.02.2004 at 21:45 #486604
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Miðstöðin hjá mér hitnar illa og hitamælirinn stendur alltaf fremur lágt svo ég ætla að skipta um termóstat við fyrstu hentugleika.
    Ég fór í Heklu í dag til að kaupa nýtt, en það var reyndar ekki til. Ég spurði í rælni hvaða hitastig væri á þeim sem Hekla selur sem original og gaurinn sagði mér að það væri 76 gráður. Mér finnst það með ólíkindum ef svona köld termóstöt eru original og langar til að heyra hvort einhver veit betur. Hvað eruð þið að nota í gömlu pæjurnar með 2,5 lítra díselvélum ?

    Kv.

    Ágúst





    05.02.2004 at 22:24 #486606
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    …

    Já, ég leiddi slönguna frá wastegate ventlinum inní bíl, gegnum lokann og til baka. (neðri slönguna sem er á myndinni þinni, [url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=image&imageid=9019&albumid=155&collectionid=1443&offset=0:1yj9jbzr]sjá mynd[/url:1yj9jbzr] Þegar ventillinn er opinn er minnsta boost, en við að loka honum er wastegate ventillinn plataður, þannig að hann skynjar ekki allt boostið sem er til staðar. Mælinn er ég með tengdann soggreinar megin við lokann, á sömu slöngu.

    Ég rak augun í það sem Wolf skrifaði um kalda mðstöð.
    Mín var orðin ansi köld, en þó var vélarhitinn eðlilegur. Ég aftengdi slöngurnar úr miðstöðinni þar sem þær tengjast inn á vélina og skolaði vel út úr miðstöðinni með heitu vatni. Þá setti ég svolíðið af vatnskassahreynsi í slönguna, og dældi því í hringi í nokkrar mínútur með dæli festri á borvél. Þá víxlaði ég slöngunum á borvélinni og dældi í hina áttina smá stund. Skolaði loks kerfið, tengdi inn á vélina, og fyllti með vatni og frostlegi. Við þetta jókst hitinn töluvert á miðstöðinni.

    Kv.
    Emil.





    05.02.2004 at 23:23 #486608
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Vatnslásinn í 2,8 vélinni er 76,5°C heitur, þ.e. hann opnar við þennan hita. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sé vatnslás á köldu hlíð vélarinnar en ef vel er skoðað þá sést rör sem liggur fram með vélinni frá miðstöðvarlögninni í húsið sem vatnslásinn er í. Þetta segir okkur að það er uppblöndun á kælivatninu, þ.e. hluti af vatninu kemur frá heitari hliðinni og hluti frá vatnskassa. Þegar blandað vatnið nær áður nefndum hita opnar vatnslásinn, kannski ekki alveg rétt, heita rörið kemur inn þar sem þennslupungurinn á vatnslásnum er og er að öllu líkindum ráðandi element í hitastýringu vélarinnar.
    Ég er með diggital mælir á heitasta stað vatnsins í vélinni og þar er hitinn að meðaltali 96°C, fer niður í 88°C á köldum dögum og rólegri keyrslu. Við álag í borgarakstri fer hitinn í 100°C en þegar sprautað er upp jökla get ég farið með hann miklu hærra.

    Emil, ég þarf að skoða túrbo græjurnar hjá þér í einhverri snjómuggunni.

    kv. vals.





    06.02.2004 at 18:14 #486610
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    sælir, var að koma úr bílanaust vegna þess að mig vantar aftasta hjöruliðinn, þeir eiga hann til en voru ekki vissir hvort að hann passaði er hann eins í öllum modelum 92-97? á milli diesel og bensín. ef þið vitð það þá væri gaman að fá að vita það því það munar slatta á verði.

    Kveðja Halli





    06.02.2004 at 18:14 #486612
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    sælir, var að koma úr bílanaust vegna þess að mig vantar aftasta hjöruliðinn, þeir eiga hann til en voru ekki vissir hvort að hann passaði er hann eins í öllum modelum 92-97? á milli diesel og bensín. ef þið vitð það þá væri gaman að fá að vita það því það munar slatta á verði.

    Kveðja Halli





    06.02.2004 at 18:39 #486614
    Profile photo of AGNAR E JÓNSSON
    AGNAR E JÓNSSON
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 153

    getur einhver frætt mig á hestaflatölu á v6 3000 pajeró vél
    árg 89. kveðja agnar





    08.02.2004 at 23:27 #486616
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Sælir pajerofélagar

    Var að spá hvað þið hafið skrúfað bílana ykkar
    mikið upp að framan. Finnst minn heldur lár
    ég er búin að skrúfa hann up um ca 6-10mm

    hvað er mér óhætt að skrúfa hann mikið upp
    ég hækkaði bodíið um 2 tommur.. var að spá
    í stýrið og fjöðrun hvaða áhrif þetta hefur
    ég er ekkert búin að eiga við stýrið, þarf
    eg að lengja eitthv í því ef ég skrúfa bílinn meira upp.?
    ég vil hafa hann eins háan og ég get….

    Annað sem ég lenti í eftir að ég skipti um rafkerfi í
    bílnum (gamla brann)þeas allt loomið frá mælaborði öryggjaboxi ofl
    missti ég út snúningshraðamælirinn. það er einn hvítur vír
    aftan á mælasettinu vitið þið fyrir hvað hann er…..
    það hlytur að vera sambandsleisi einhv staðar hjá mér
    öll öryggi eru í fínu, Reyndar datt ABS kerfið út líka
    og er ég ekki búin að ná því inn heldur.
    allt annað svínvirkar…

    allar hugmyndir vel þegnar..

    hvar fær maður legur í bílinn að framan
    á góðu verði..

    kv
    Bjarki





    09.02.2004 at 00:22 #486618
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sæll Bjarki, þú getur skrúfað hann upp að framann alveg eins og þú villt. Það eru gúmmípúðarnir, samstuðspúðar, sem ráða slaginu og ef það hefur ekki verið að fiktað við þá, er engin hætta. Ég er vanur að skrúfa minn upp alveg þar til efri púðarnir byrja að snerta en þá er fjöðrunin orðin lítil. það sem maður græðir vissulega að kviðurinn er orðin hærri og maður kemst lengra. Svo skrúfa ég hann niður þegar af fjalli er komið.

    Ég keypti legu í hægra framhjólið í Fálkanum, hún kostaði ca. 2.400 kr. Hún er búinn að endast í ca. 35.000km. og er í góðu lagi ennþá. Hjörulið er einnig hægt að fá í Fálkanum, hann var það ódýr að ég keypti tvo, anna til vara. Það eru eflaust margir að selja þessa hluti en þegar ég athugaði verðið þá voru þeir ódýrastir þar.

    Eins og þú hefur uppgötvað þá er rafkerfi í svona bíl ansi flókið. Ég flutti rafkerfið úr einu byddy-i yfir í annað, ég meina allt hvern tengil og hvern vír. Eyddi löngum tíma til að finna út úr tengingum sem voru hlægilega einfaldir þegar maður áttaði sig á þeim Vírar eiga það til að breyta um lit þegar farið er eftir þeim o.s.f.
    En það er samt heilmikil logik í þessu t.d. eru þar grænir vírar með svartri rönd, þeir flytja straum til ýmisa ljósa.
    Hvíti vírinn í mælaborðinu ? ég held að engin geti sagt til um hann nema skoða málið, fara eftir honum og fikta sig áfram og ef lítið er um peninga þá er best að gera það sjálfur. Ef minnið mitt er þá gæti ég giskað á að þú hafir séð eftir góðri fulgu af seðlum til Heklu þegar eldurinn gældi við kerfið og hefðir séð eftir meiru ef þú hefðir ekki fundið rafkerfi á partasölu. Þetta er vissulega ágiskun en!

    kv. vals.





    09.02.2004 at 12:36 #486620
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Hekla já…Það kviknaði í kerfinu á planinu hjá Heklu
    eftir að ég hafði sett öryggi sem hafði farið í.
    það hafði komið drulla í kerfið og einhv nuddað gat á víra.
    þar sem um Eld var að ræða en ekki skammhlaup hélt ég að
    ég fengi þetta bætt, passaði mig meira segja að nota ekki mitt eigið slökkvitæki heldur hljóp inn í Heklu til að láta
    starfsmann slökkva eldinn og hafa vitni.

    lét svo Heklu hafa lyklana og bjarga þessu.
    Það eina sem þeir gerðu var að rífa mælaborðið í burtu
    og klippa allt aukadótið úr þjófavernarkerfi og fjarstart
    kastara úr sambandi. svo sögðu þeir að þeir ættu enga hluti
    í þetta og þetta tæki svo og svo langan tíma. Og myndi kosta 400.000 jamms þetta fékk ég að vita eftir að þeir voru búnir að tæta fullt af óþarfa úr sambandi og ekki sparaðar "klippurnar" bölvaðir
    og ekki vildu trygingarnar gera neitt.

    ég hirti af þeim bílinn keypti rafkerfi á 8.000 og
    ljósarofa á 4.000 og skipti svo um þetta á 10 tímum.
    fínt tímakaupið þar.

    Ekki læt ég Heklu koma við bílinn minn eftir þessar
    aðfarir.

    Takk fyrir uppl Vals
    kv bjarki





    10.02.2004 at 00:52 #486622
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Líttu á síðuna http://www.marks4wd.com en þar er að finna allar tölur yfir nokkra helstu eðalvagnana. Þú verður að vísu að vita vélarheitið/vélargerð og síðan er eftirleikurinn auðveldur.

    Bkv. Magnús G.





    10.02.2004 at 16:53 #486624
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég segi það aftur: Okkur vantar tæknisíður þar sem við, félagsmenn 4X4, getum safnað saman hinum ýmsu upplýsingum sem við eru að setja á vefinn. Það auðvelda okkur leitina að þeim hagnýtu upplýsingum sem félagsmenn sem og aðrir eru að miðla öðrum hér á þessum frábæra vef, amen.

    Fyrir mér er hálft sportið að "pæla" í hinum ýmsu tækniatriðum.

    kv. vals.





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 21 through 40 (of 289 total)
← 1 2 3 … 15 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.