Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur
This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Adam Örn Þorvaldsson 12 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.02.2004 at 20:32 #193627
Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
(óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
Vonandi er framtíð í þessum þæði
Kveðja Halli E-1339 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.03.2005 at 11:58 #487066
Er bæði búinn að eiga 2,5 og 2,8 og það er mikill munur á. Stærri vélin eyðir nefnilega minnu, munar 1,5 – 2 lítrum pr. 100 km í langkeyrslu. Ekki síst munar þetta ef maður er með kerru í eftirdragi. Undir þeim kringumstæðum er munurinn jafnvel enn meiri. En héðan af Sauðárkr. til Rvíkur og til baka aftur duga þessir 90 litrar mætavel, með talsverðum snúningum í bænum. Annars eru þessar vélar talsvert ólíkar að allri byggingu, eins og komið hefur fram. – En þetta með mælinn, að hann falli hraðar eftir að hann er farinn að sýna hálfan tank, þekkir maður einnig. Reynslan hefur kennt mér að það er ekkert að marka þessa calibration á mælinum;þegar hann sýnir hálfan tank, eru engir 45 ltr. eftir, heldur er það nærri 37 – 38 ltr. Svona hefur þetta verið á öllum bílunum, sem ég hef átt. Reyndar var sama uppi á Toy Hilux, nema bara tankurinn þar var mun minni, eða nær 56 ltr.!
02.03.2005 at 18:11 #487068Það er nú skrítið að þú segir að ekki sé hann hálfur þegar að mælirinn sýni það, því ef ég fylli bílinn og mælir er núllaður þá kemst ég 600 klm +- og er tankurinn að mælast hálfur þegar 300 klm eru búnir að rúlla.
Það var einmitt eftir að ég setti kraftsíuna í bíliin að hann fór að fara lengra á tanknum- eða allavegana þangað til hann var orðinn hálfur og kominn í 360 klm og var ofan við miðlínu á mæli. Þá allt í einu hrapaði hann langleiðina niður þegar ég var kominn í 460 klm.
Þú hlýtur nú að kannast við Hilbal (Hilmar Baldursson) Ólsari þar sem þið eruð báðir í Skagafirði. Var einmitt að ræða þetta mál við hann, þar sem hann er nú líka á Pajero.
02.03.2005 at 19:16 #487070
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,
Mér finnst það gott að komast 600km á tank Bíllin hjá mér fer ekki niðurfyrir 16.5 ltr á 100km Það finnst mér mikið miðað við það að þetta vinnur ekki á móti vindi. Ég hef reyndar verið að sðá í því að láta kikja á verkið í honum því a ég veit að henn gengur of ríkur. Ég fór með hann í reykmæling og hann mældist 2.8-2.9 en Rúnar tæknmimaður í Heklu sagði að hann ætti að vera svona 1.5-1.6. Það er spurning hvort þetta skipti einhverju máli sem heitið getur.
Öll Ráð vel þeginn.Kveðja,
Sveinn
02.03.2005 at 19:45 #487072
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sko, eldsneytistankurinn fer ekki eftir mótor heldur bíl, stuttu bílarnir eru held ég með 75l tank (man ekki nákvæmlega) en langi er með 90l, bæði bensín og dísel
02.03.2005 at 20:46 #487074Jú, ekki laust við að við þekkjumst við Hilmar Baldursson. Tel hann meðal vina minna og vona að það sé gagnkvæmt. En mælirinn hefur mér þótt virka svona í þessum bílum, sem ég hef átt, þ.e.a.s. að þegar ég fylli tankinn, þá fer nálin í rauninni upp fyrir efsta strik, hreyfist lítið fyrst, en lækkar svo í rólegheitum, hægt fyrst en svo með vaxandi hraða. Þegar svo hefur borið við að ég hef getað komist í að fylla á tankinn þegar nálin hefur verið nokkurn veginn á miðstrikinu, þá hefur mér virst svo að það fari meiri olía á tankinn en sem nemur 45 lítrum. Ég veit hinsvegar ekki um stærð tanksins í styttri bílnum, hef ekki átt þá typuna, en rétt er nú það að tankurinn í lengri bílnum tekur 90 lítra.
02.03.2005 at 21:18 #487076
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með einn 2001 3500 GDI og hef verið að kíkja eftir uppgefinni hestaflatölu á þessum vélinum á netinu. Það kom á daginn að hérna á Íslandi og fleiri stöðum í Evrópu eru þær gefnar upp sem 202 hp (og ca 320-330 Nm man ekki alveg)
En annars staðar er gefið upp 245 hp og 350 Nm, sjá t.d.
http://www.mitsubishi-motors.co.jp/inte … ro_02.html
http://media.mitsubishi-motors.com/pres … il500.html
þar sem verið er að dásama nýju GDI vélina fram yfir þá gömlu MPI. Þarna er gamla vélin líka gefin upp 230 hp, en mig minnir að þeir hafi verið einhver 208 hp hér.
Veit einhver í hverju þessi munur felst, af hverju það vantar 20% af hrossum í vélarnar hér miðað við annarstaðar, og hvernig við náum þeim tilbaka ..?
kv,
Erlingur
03.03.2005 at 00:29 #487078
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
á okkar löngu 2,5 pajeroum mátti keyra allt að 50/70 km áður en nálin fór að nálgast fulltmerkið konan náði stundum 800 km á tankinum oftast var hann hálfur 450 km
03.03.2005 at 09:41 #487080slæ ykkur alla út. þegar ég fylli bílinn er nálin alveg í topp, þar til tankurinn er hálfur. Svo mjatlast hann niður að miðju og rétt fyrir neðan miðju kveiknar olíuljósið
Þannig að minn bíll er alltaf "hálffullur".
bilaður mælir.ég hef líka reyndar komið 105,7 lítrum á bílinn
hlýtur að hafa verið allveg tómur og fyllt öll rör
orginal tankur..eyðsla. það er eitthvað sem ég hef aldrei pælt í
mælirinn líka ekki réttur miðað við 38"
20.03.2005 at 14:37 #487082Hvað haldiði? Einn nágrannni minn bað um að fá að prófa minn 2,5 Pajero, því hann er að pæla í að versla sér einn svona og var alveg stórhrifinn vægast sagt. Þetta eru kannski ekki merkilegri fréttir heldur en hvað annað en miðað við mína framistöðu við kynningu á bílnum þá er ég að pæla í að verða bílasali og sérhæfa mig bara í MMC Pajero.
Takk fyrir. Haffi
07.04.2005 at 14:05 #487084Enda Pajero langbestur…..
og prufa þráðinn í leiðinni..
kv
bc
03.09.2005 at 18:10 #487086Hvernig er það, í svona 2.5 vél eins og hjá mér eru bara 8 ventlar. En hvernig væri að fjölga þeim um helming, mundi þá vinnslan og jafnvel krafturinn eitthvað batna. Er þetta kannski óframkvæmanlegt (miðað við orginal blokk) þar sem maður þyrfti væntanlega að bæta við strekkjarahjólum þar sem að tímarem þyrfti að vera lengri. Einnig giska ég að svona hedd með tveim knastásum tæki meira pláss upp á við. Er þetta bara bull-draumar og argasta vitleysa???
Haffi
05.10.2008 at 18:36 #487088Ég er með Pajero 3,2 diesel sjálfsk 2001, hann fór að láta illa um daginn, og lýsti það sér þannig að þegar maður setti hann í Drive fór hann allur að hristast og mótorinn missti snúning, samfara þessu fylgdi mikil mengun.
Þetta gerðist bara þegar vélin var heit, en var eðlilegur kaldur.
.
Vandamálið jókst hratt, og var hann farin að hristast í akstri ef vélin var á lágum snúning.
Og ofan á þetta virstist hann vera hættur að starta, þeas. eins og startarinn gengi framm í svona 1sek og gengi svo til baka, en með þrautseigju fór hann í gang.
.
Næst á dagskrá var forgreining ´hjá Heklu, þar kom ekkert í ljós, engar villur, og þár var það í síðasta skiftið sem hann fór í gang. (þurfti ekki að borga fyrir forgreininguna þar sem ljóst var að hann þyrfti frekari skoðun:)
.
Ég tók startarann úr, segulpungurinn í honum var ekki til í Heklu, en kostaði 29.900kr. Nýjan pung fékk ég í Ljósboganum á 5.000kr.
Engin breyting svo ég fór með startarann í viðgerð, þ.s. hann var prófaður undir´álagi og reyndist í fínasta lagi.Næta hugmynd var að diesel kerfið væri að sjúga inn loft, og væri orðið fullt af loft, svo ég reyndi að tappa lofti að kerfinu.
Til þess að opna fyrir síðasta rörið þurfti að taka pústventil í burtu, og þá fór hann í gang um leið!
Bilunin var sem sagt spjaldloki fuullur af drullu, og mokaði ég fullt af skít úr soggreininni.
Skynjari sem skynjar þrýsting í soggreininni var líka stíflaður, og er bíllinn talsvert sprækari á eftir.
[url=http://http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/6295:2svzoe9k][b:2svzoe9k]Sjá myndir![/b:2svzoe9k][/url:2svzoe9k]Þess má geta að 5 vikna bið er á verkstæði Heklu
20.02.2009 at 23:18 #487090Er með Pajero 2.8 1998 sem er lengi í gang. Hann fer þó í gang heitur.
Ég vil veðja á glóðarkertin. Hvar er best (ódýrast?) að kaupa kerti í bílinn og ætti ég að framkvæma aðrar æfingar áður?
takk
20.02.2009 at 23:28 #487092það er auðvitað hægt að rífa kertin úr og mæla þau.
gætir prufað að spjalla við hann í Partalandi hvort að hann eigi kerti. Ef ekki er til aur fyrir nýjum.
Menn hafa sagt að kerti úr bílanaust endist ekki jafnvel og orginal kertin.
21.02.2009 at 01:16 #487094Sæll Björn
Kerti í þessum bílum geta enst allt að 100 þús. km. (jafnvel lengur) en eingöngu í snatti jafnvel niður í 40 þús. km.
Hef prufað Bílanaust kertin og þau entust ekki mörg þúsund km. (ætlaði að spara) Var heppinn og fékk þau endurgreidd.
Heklukertin kosta sitt en eru best (að ég veit) þetta er að spara aurinn og kasta krónunni, mín reynsla.
‘Eg versla töluvert við Heklu vegna þess að þessir bílar endast mjög vel á orginal hlutum, Td. þjösnaðist ég mjög á orginal kúplingu, hún kláraðist og ég keypti aðra í Fálkanum (framleitt af skania) og enntist hún mjög stutt.
Þessi lýsing hjá þér bendir beint á kertin, en bara að skrúfa þau úr og mæla. tengja þau beint á geymi og ef þau verða rauð á 2-3 sek. ættu þau að vera í lagi
Kv. Halli
01.11.2009 at 00:09 #487096Annars var ég að spá í hækkunarmál. Bíllinn minn (1998 2.8TDI) er hækkaður á fjöðrun með kubbum úr Hellu og er núna á 33". Er núna að fara að setja kantana á og skera úr frambrettum aftantil. Planið er síðan að koma honum einhvern tíma á 38" dekk, en ekki strax. Var að spá í að hækka hann um 60mm á boddíinu, rífa klossana undan gormunum og skrúfa hann aftur niður að framan. Fjöðrunarhækkunin færi síðan aftur undir í einhverri mynd þegar ég er tilbúinn í 38".
Pælingin er að áður en kemur að 38" vil ég ganga frá prófílkrókum framan og aftan og stækka olíutank og það er best að gera slíkt með boddí í endanlegri hæð.
Spurningin er þá hvort menn sjá einhverja meinbugi á þessum ráðahag og hvort 60mm boddíhækkun plús 40mm fjöðrunarhækkun sé passlegt fyrir 38", með brettaúrskurði náttúrulega?
Eins hvort það sé nauðsynlegt/ráðlegt að færa boddíið eitthvað smá afturábak? Sé að Halli (Dittó) fór með sitt aftur um 30mm en það fóru náttúrulega svolítið stærri dekk undir þar.
01.11.2009 at 04:13 #487098Árni minn þú veist að það er ekkert sem hindrar þig í 38 tommuna nema hugarástand og ef þú bara mætir á fleiri bílaflokksfundi þá getum við áreiðanlega fundið lausn á þessari skynsemi sem hrjáir þig.
Heill sé bensín V8 vélum frá vesturhreppum og 44" dekkjum og guð blessi Ísland og V8 bensínvélar sömuleiðis.
Ástarkveðja, þinn Kiddi.
01.11.2009 at 08:07 #487100Hitakertin í Pajero 2,8 endast ekki vel í snatti, það er satt. Lýsingin á gangsetningarvandamálum hér að ofan bendir eindregið til þess að eitt eða fleiri kerti séu að fúska. Mín reynsla segir mér líka að kaupa kertin í Heklu, þótt þau séu dýrari, þau einfaldlega passa og endast betur. – Varðandi breytingar á Pajero, þá er hann Rúnar M. Jónsson, sem í mörg ár var helsti Pajero-sérfræðingur Heklu, hér norður á Sauðárkróki núna og það á að vera hægt að ná í hann í síma 455 4574 – Rúnar er einn af aðal mönnunum í 4×4 deildinni hérna og það sem hann ekki veit um Pajero, er ekki þess virði að vita það. Hann er sjálfur á 2,8 Pajero og er með hann á 44" og breytti honum sjálfur – að sjálfsögðu. Ef ég ætti 2,8 Pajero og hefði í hyggju að breyta honum, myndi ég reyna að fá 3,2 vél á einhverri partasölu til að setja í hann, ég held hún komist fyrir ef bíllinn er bodyhækkaður. Pajero með nýja bodyinu held ég að ég myndi ekki reyna að breyta, fjaðrabúnaðurinn að aftan þolir það ekki frekar en að draga hestakerrur!
01.11.2009 at 22:56 #487102Ég er mjög spenntur fyrir 3,2 lítra vélinni, sýnist það vera instant 30% hestaflaaukning. Sá að einhverjir bræður í Suður-Afríku voru búnir að setja svoleiðis annarsvegar ofan í seríu 1 bíl (þessa gömlu köntuðu) og hinsvegar seríu 2 bíl (93-97). Sería tvö og hálft, eins og minn, er í raun bara seríu 2 bíll með öðrum brettum. Það er bara þetta með að geta ekki gert allt í einu, því miður. Sama vandamál og með að drífa hann bara á 38", þá þarf nýja kanta, nýjar felgur og ný dekk. Maður verður bara að forgangsraða og vera þolinmóður (og sýna skynsemi Kiddi!).
Fremst á listanum er að losna við helvítið plóginn (dráttarkrókinn) aftan af bílnum, en ég nota hann svolítið svo ég verð að fá prófíltengi í staðinn. Þess vegna þessi pæling um að koma bílnum strax í endanlega boddíhæð, vil nefnilega fá prófíltengið í gegnum gatið á afturstuðaranum.
Vonandi verður hann svo klár á 38" næsta haust, s.s. að ári, og tilbúinn að fara út að leika í snjónum þann veturinn.
03.11.2009 at 11:38 #487104Nú verð ég að leita í reinslu bankann hjá ykkur
Ég er með Pajero 3.2 DTI árgerð 2000 og hann byrjaði á því fyrir nokkrum vikum að hann kveikti Check engine ljós í mælaborðinu og hætti að ganga eðlilega með tilheyrandi reyk og veseni, bíllinn fór í greiningu hjá Heklu og þar kom villuboð sem sagði "Fuel temp sensor" og olíuverkið dæmt ónýtt
Ég fór að lesa mér til á netinu og sá þennan þráð og byrjaði á því að taka throttle boddy og EGR ventil úr og þreif þetta allt upp og raðaði aftur saman og vitir menn pæjan hresstist við og slökkti ljósið í mælaborðinu og hefur aldrei virkað jafn vel.Fór í Heklu og þeir hreinsuðu út villuboðið og það kom ekki aftur.
Nema hvað nú nokkrum vikum seinna þá er pæjan aftur byrjuð með leiðindi sem lýsir sér þannig að þegar bíllinn er orðin heitur þá drepur hann á sér á keyrslu með check engine ljósið og þegar ég starta honum aftur þá gengur hann ekki og spúar dökkum reyk aftan úr sér en ég drep á honum strax aftur og set aftur í gang þá er hann í lagi og keyrir fínt næstu 100 km en svo drepur hann aftur á sérBíllinn startar fínt, kaldur sem heitur
Vinnur vel og togar vel og góður gangur á milli þess sem hann deyr
Reykir ekki þegar hann er í lagiÖll ráð vel þegin
Hvaða verkstæði mæla menn með fyrir Pajero fyrir utan það augljósa að leita í umboðiðK
Baldvin 8615360 baldvinth@vis.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.