Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur
This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Adam Örn Þorvaldsson 12 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.02.2004 at 20:32 #193627
Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
(óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
Vonandi er framtíð í þessum þæði
Kveðja Halli E-1339 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2004 at 15:14 #487026
Sælir
Það er best fyrir ykkur að skoða myndaalbúmið hjá Halla (dittó) – þar eru myndir af þessum skinnum og ýmsu öðru, það er líka margt fróðlegt í myndaalbúminu hjá Val (vals)
Ég get ekki sagt til um hversu mikil aflaukningin er í hestöflum – hins vegar hafði þetta þau áhrif hjá mér að bíllin er mjög fínn á 38" dekkjum og orginal hlutföllum. En fyrir breytingar var hann álíka latur og Patrol
Tæknimennirnir uppi í Heklu sögðu mér að það væri í góðu lagi að bæta við túrbínuþrýstinginn og í raun væri hann óþarflega lágur orginal. Rúnar í Heklu mælti með 1 – 2 mm við mig en Halli o.fl eru með nærri því 4 mm og allt í góðu lagi – ég er með um 2,5 mm.
Kveðja
Benni
03.11.2004 at 15:24 #487028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef ég set tvær skinnur(2.4mm) og k&n filter og svo sverara púst þarf ég þá ekki að eiga við oliu skrúfuna og vera með einhvern mælir og billinn fer að vinna eins og bílar eiga en hvað með eyðslu?
Kveðja
Sveinn
03.11.2004 at 16:02 #487030Sæll
Ég átti ekkert við olíverkið hjá mér – en einhver sagði mér að Hekla hefði skrúfað upp olíverkið í þessum bílum nýjum – en ég sel það ekki dýrara en …..
Ég sé það líka á afgasmælinum að olíumagnið má ekki vera neitt meira en það er í dag.
Eyðslan minkaði um ca 2 l/100 km við allar þessar breytingar hjá mér.
Hvort þú þarft einhverja mæla – auðvitað er betra að vera með afgasmæli til að fylgjast með hlutunum en það er þó varla nauðsynlegt við þessar aðgerðir þar sem þær hafa allar áhrif í átt til lækkunar.
Og með boostið á túrbínunni – ég er ekki með boostmæli hjá mér og hef engar áhyggjur af þessu. Mig minnir að Halli hafi prófað að setja rúma 4 mm undir og þá opnaði öryggisventillinn þannig að 2,4 mm eru ekki vandamál.
Benni
03.11.2004 at 18:21 #487032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða stærð eru þessir boltar?
Þarf ég eitthvað að stækka pústið allveg strax og ég er búinn að setja þessar skinnur?Kveðja
Sveinn
15.11.2004 at 18:34 #487034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jebs bensindraugur á ferð
Hvaða kertum mæla menn með? hefur einhver prófað splitfire kertin ? og svo líka hefur einhver prófað Hiclone í þessar vélar v6 3.0 L ?
Svo er ein sívinsæl græði ég eitthvað að ráði með opnara pústi og K/N síu er virkilega aflmunur eða er það bara lætin sem fá mann til að halda það ?
kv
Ingvar
16.11.2004 at 08:10 #487036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
NGK kerti og Bosch kveikjuþræðir hafa reynst vel hjá mér í V6 3000 með orginal kveikjuloki og kveikjuhamri
Kv
C
20.11.2004 at 23:46 #487038Sælir félagar
Ég lenti í því um daginn að framdrifið virkaði ekki á L200 eftir þvott í bílaþvottastöð,það var alveg sama hvað ég gerði og endaði ég á því að tala við þá í Heklu,Rúnar tæknimaður fræddi mig um hvað gæti verið að og nefndi nokkra hluti,td skynjara,gat á vagum slöngu ofl,en í kvöld kom ljósið wheel lock og ég prófaði að setja bílinn í framdrifið og viti menn það virkaði.
Þannig að spurningin er hvað veldur þessu að það frjósi svona og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að það frjósi (fyrir utan að þrífa bílinn ekki áður en það frystir.
Kveðja
Jóhannes
23.11.2004 at 13:38 #487040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig líst ykkur á þessa druslu, hægt að skoða myndir í albúminu mínu.
Teddi1
23.11.2004 at 14:35 #487042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
sæll kall!þú hringir bara þegar ég á að kippa í þig ! kv mrbig
23.11.2004 at 15:35 #487044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Geri það þakka þér. það er gott að vita af svona traustum bíl í nágrenninu.
kv Teddi1
12.12.2004 at 14:57 #487046Sælir félagar! Stýrið í Pæjunni minni tók allt í einu upp á því að þyngjast óbærilega mikið nú um daginn og minnir hellst á gamla Bronco þrælastýrið núna. Stundum er það til friðs og ég næ fullum beygjum en stundum er það pikkfast og þarf þá að lempa það til og kemur þá smellur. Ég lét vélaverkstæðið Egill gera við leka á því í september og hefur það haldið alveg síðan og verið bara eðlilegt. Ég hef fylgst vel með vökvanum og það er allt í fínasta lagi. Það er um það bil ár síðan að ég skipti um alla stýrisenda og lét hjólastilla bílinn. Ekki var sett út á neitt í þeim dúr í skoðun í júlí. Því er mér spurn, hvað gæti verið að?
Bkv.
Magnús G.
12.12.2004 at 17:23 #487048Sæll Magnús,
Kunningi minn lenti í svona veseni um daginn – þá var stífluð sía hjá stýrisdælu. Hann hreinsaði hana og þá var allt eins og nýtt.
Þetta var 96 módel af bíl minnir mig.
En allavega myndi ég athuga allar síur í stýrisdótinu – sjá hvort einhver drulla hefur komist í þetta.
Kveðja
Benni
25.02.2005 at 12:44 #487050http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=C … TURBO%2038
rakst á þetta á bílasölur.is, ég vissi ekki til þess að
það væri til tölvukubbur í 1999 modelið,
kannist þið eitthvað við þetta?
ég kannaði þetta einhv tíma, en var sagt að það
væru ekki til kubbar í þessa bíla !
kv
bjarkiMITSUBISHI PAJERO LONG DISEL TURBO 38“
Raðnúmer: 111066Árgerð 1999 Ekinn 125 þ.km.
Næsta skoðun 2005
————————————————————————Verð 2.850.000 Reikna bílalán Litur Gullsans
Skipti möguleg á ódýrari
————————————————————————Dísel knúinn Skráður 7 manna
2800cc. slagrými 5 dyra
Sjálfskiptur 4 heilsársdekk
Fjórhjóladrif 38" dekk
————————————————————————Aukahlutir & búnaður
ABS hemlar – Armpúði – Auka tankur – Álfelgur – Brettakantar – Dráttarkúla – Drifhlutföll – Filmur – Fjarstýrðar samlæsingar – Geisladiskamagasín – Geislaspilari – Hiti í sætum – Hraðastillir – Höfuðpúðar aftan – Intercooler – Kastarar – Leðuráklæði – Litað gler – Líknarbelgir – Rafdrifið loftnet – Rafdrifnar rúður – Rafdrifnir speglar – Samlæsingar – Stigbretti – Túrbína – Upphækkaður – Útvarp – Veltistýri – Vindskeið/spoiler – Vökvastýri – Þjófavörn – Þjónustubók – Aukatankur.tölvukubbur. lækkuð hlutföll. 4.kastarar.spiltengi framan og aftan. vel útbúinn bíll.
25.02.2005 at 13:05 #487052Back – Change Vehicle Current Vehicle: 1999 Mitsubishi Montero
http://www.autopartswarehouse.com/perfo … =jet_chipsProduct Notes Brand Price
ECM Recalibration KitBody: All
SKU: 65002
Live Help
ECM Recalibration Kit, Custom Programmed, This Kit Requires Your ECM To Be Sent To Jet Chips For Recalibration, Jet Will Recalibrated It And Overnight Shipped BackTo You, All Instructions and Shipping Materials Included..
Jet Chips
$321.77Add To Cart
————————————————————————
25.02.2005 at 13:17 #487054Þetta chip er væntanlega fyrir bensínbíl.
-haffi
25.02.2005 at 13:27 #487056Sælir
Það eru til tölvukubbar í þessa bíla.
Kubbarnir sem hægt er að fá í 2,8 TD bílinn bæta 20 hp við og um 80 Nm í tog – þannig á að vera hægt að ná 145 hp og 372 Nm út úr þessari vél. Það er svona kubbur í bílnum hans Ragga (áður bíll Jóa í Wurth – hvítur með Piaa merkjum á hliðum)
Þessir kubbar eru fáanlegir í gegnum Heklu og kosta ca hægri handleggin.
Mig langar í svona kubb í minn bíl en þá fer vélin að toga um 500 Nm og skila um 200 Hp…..
Svo fékk ég þær fréttir á bjórkvöldinu hjá Jeppaþjónustunni að Smarás væri að smíða tölvukubba og að hann ætlaði að koma með kubb fyrir nýja módelið að Pajero um mitt þetta ár.
Kveðja
Benni
25.02.2005 at 20:47 #487058Nú ætla ég ekki að halda þeim fjanda fram að ég viti eitthvað um vélfræði og dieselvélar, þótt ég kunni aftur á móti ekki að aka á öðru en "grey smoke". En ég vissi ekki til þess að tölvukubbur nýttist fyrir vél, sem er með svona gamaldags olíuverk, eins og er við vélina í honum gamla Grána mínum. Til þess að tölvukubbur sé nýtanlegur við eldsneytiskerfi vélar þarf það að nota rafeindatækni við eldsneytisinnspýtingu, er það ekki, sérfræðingar góðir? Hinsvegar veit ég til þess að einhverjir hafi "skrúfað upp í" olíuverkinu við þessar vélar, það er nánast sama athöfnin og að fá sér chip, nema kubburinn gerir eitthvað meira en auka olíuflæðið, eftir því sem mér er sagt, þ.e. hann stilli af loftmagnið líka. En eins og einn góður skríbent benti á í umræðu um chips fyrir t.d. Cummins og Powerstroke í Four Wheeler nýverið, þá er málið það að hver vél getur skilað tilteknum fjölda af hestaflsklukkustundum, þ.e. eftir því sem tekið er meira út úr tiltekinni vél af hestöflum styttist líftíminn. En líftíminn í þessum vélum hefur reyndar verið lengri en líftími yfirbyggingarinnar svo líklega gerir það ekkert til!
kv. ólsarinn.
26.02.2005 at 01:02 #487060Sælir
Ég er nú ekki snillingur í þessum málum heldur, en ég kynnti mér þessa kubba fyrir 2,8 vélina nokkuð þegar ég var á svoleiðis bíl.
Það er rétt að í þeim er ekki rafeindastýrt olíuverk en það sem þessi kubbur gerir – eða réttara væri kannski að segja aflaukningarpakki – er að það er sett membra á olíuverkið í stað magnskrúfunar, síðan er þetta tengt á túrbínuna líka og svo er tölvukubbur sem stýrir dótinu. Þetta virkar svo þannig að þegar kveikt er á búnaðnum "skrúfar" hann upp olíuverkið og eykur tæurbínuþrýstinginn. Þetta virkar víst þræl vel en hefur þó einn galla.
Þetta á nefnilega ekki að geta skemmt vélina og því tekur þetta líka tillit til hita – þannig að þegar vatnið hitnar þá slær kubburinn kerfinu út og þú situr uppi með upphaflegu stillingarnar og aflið. Þetta er verulegur galli að mínu mati þar sem að þessir bílar eiga upp til hópa við hitavandamál að stríða og þá sérstaklega þegar maður vill meira afl, t.d. á leið upp jökla.
En ég verð varla hengdur þó að ég gefi ykkur upp slóðina á fyrirtækinu sem framleiðir þetta það er http://www.sttemtec.com En Hekla er með umboð fyrir þetta og þetta fyritæki, sem er sænskt, neitar með öllu að selja búnaðinn nema í gegnum umboðsaðila.
benni
26.02.2005 at 08:09 #487062Sæll Benni hmm. – Hitavandamál hef ég aldrei fundið í mínum bíl, er búinn að eiga hann í fimm ár rúm en hef að vísu ekkert stækkað undir honum sem heitir getur, er bara á 33"! Síðast átti ég við hitavandamál að stríða í HiLux þegar ég skipti um vél og setti 2,8 Toy (þessa sem heitir 3L en er ekki þriggja lítra) án þess að skipta um eða stækka vatnskassa. Ég dreg hinsvegar mikið á mínum, stóra og þunga vagna, og hann hefur aldrei lyft mæli, hvað sem í gangi hefur verið. Hef t.d. verið með dráttarvél á bílaflutningavagni aftan í honum og það breytti engu um hitann. Hitt er svo sem eitthvað sem má búast við, að sé með einhverjum hætti skrúfað upp í verkinu eða settur þessi tölvustýrði búnaður sem þú nefnir, þá má búast við meiri hitamyndun í vélinni. Rúnar í Heklu telur að það sé varasamt að skrúfa upp í verkinu nema auka við kælingu, skilst mér.
kv. gþg
02.03.2005 at 02:11 #487064Sælir drengir. Þið sem að eigið eða hafið átt 2,5 eða 2,8 Pajero (geri ráð fyrir að þeir séu með stærri eldsneitistank heldur en bensín bílarnir, án þess að vera viss þó) hvað er olíumælirinn að falla hratt hjá ykkur (miðað við fullan tank og núllaðan mæli). Þá er ég ekki að meina hvað þið komist langt á einum tank, heldur að mælirinn virðist falla hraðar eftir að hann er kominn í rúmlega 300 klm og farinn að verða hálfur. eftir það er hann fljótari að falla og ekki eins gott að treysta á hvað maður á mikið af olíu eftir.
Ég setti nefninlega í hann kraftsíu sem var að skila bílnum í "léttari öndun", og mér fannst eyðslan minnka líka (komst 360 klm á hálfum tank), þangað til að hann seig hratt niður eins og hann var vanur að gera og eyðslan virtist ætla að haldast óbreytt.
Vonandi er þetta að skiljast hjá mérKveðja. Hafþór
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.