FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

by Hallgrímur Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Adam Örn Þorvaldsson Adam Örn Þorvaldsson 13 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2004 at 20:32 #193627
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member

    Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
    Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
    Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
    (óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
    Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
    Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
    Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
    Vonandi er framtíð í þessum þæði
    Kveðja Halli E-1339

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 221 through 240 (of 289 total)
← 1 … 11 12 13 … 15 →
  • Author
    Replies
  • 03.09.2004 at 00:43 #486986
    Profile photo of Teitur Guðnason
    Teitur Guðnason
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 62

    HÆ! Og hvað kostuðu svo herlegheitin hjá þér. Ég er með svona vél og vantar hesta í húddið. Er að spá.





    03.09.2004 at 01:41 #486988
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    fór fyrst þarna í fyrra og lét skipta um fyrri part. Fór svo fyrr á þessi ári og lét klára dæmið(2,5" púst). Fór á sama verkstæði og þú nefnir, og má segja að verðið hafi þar skipt sköpum (hafði ekki verslað við þá áður).

    Ég var mjög ánægður fyrstu 4 vikurnar, eftir það fór að heyrast hærra og hærra í bílnum. Mér finnst núna þegar ég stend fyrir aftan bílinn að það sé eitthvað laust í kútnum, allaveganna er hljóðið þannig. Ég fór hinsvegar aldrei til þeirra til að kvarta, þannig að ég get hafa verið einsdæmi.

    Ég get hinsvegar ekki verið sammála wolf um það að munur sé á reyk, mér finnst hann heldur meiri ef eitthvað er, né með það að ég finni mikið fyrir því að það séu komnir fleiri hestar í húddið, er að fara á sama afli upp kambana t.d., finn bara fyrir meiri hávaða.

    kv,
    – btg





    03.09.2004 at 01:44 #486990
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    hef verið að taka eftir þessu undanfarið hjá mér, en hef ekki náð að tengja þetta við neitt. Verð var við þetta stundum eftir að ég ræsi bílinn, er það sama hjá þér?

    Er einhver annar að lenda í þessu?

    kv,.
    – btg





    03.09.2004 at 11:15 #486992
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sælir

    Ég lét setja 2,5" púst undir á þessu sama verkstæði núna í vor. Árangur inn af því lét ekki á sér standa og ég fann umtalsverðan mun á krafti í bílnum (2,8 TDI).

    Vinnan, þjónustan og verðið mjög gott allt saman.

    Eftir að ég skipti um púst þá fór ég ferð á Vatnajökul og þá kom upp smávandamál með upphengjur – ég fór til þeirra og benti á vandan og það var að sjálfsögðu lagað í hvelli, mér að kostnaðarlausu.

    Núna er þetta búið að vera undir bílnum í 5 mánuði og búið að hossast mikið um hálendið á þeim tíma og ekki komið upp nein vandamál.

    Ég held að ef að menn ætla sér að eiga eitthvað við vélarnar í bílunum hjá sér þá sé þetta það fyrsta sem á að gera – það að auka túrbínuþrýsting, setja KN síu o.fl. virkar ekki fyllilega eins og til er ætlast fyrr en bíllinn getur losað sig áreynslulaust við útblásturinn.

    Ég er síðan þetta var gert búinn að auka túrbínuþrýsting og setja KN síu í bílinn. Enda er aflið í bílnum nú mjög gott og hann ræður mjög vel við 38" á orginal hlutföllum.

    Það var líka eitt sem að þessar æfingar hjá mér gerðu og það var að afgashitinn hefur að meðaltali lækkað um allt að 250°C sem er vissulega mjög jákvætt.

    En varðandi verðið þá kostaði 2,5" púst undir 2,8 TDI Pajeró árg. ’98, 26.500 kr +VSK

    Kveðja
    Benni





    07.09.2004 at 20:20 #486994
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Sælir.
    Nýlega er pæjan farin að stríða mér með því að vélin missir afl líkt og þegar tankurinn tæmist. Helst ber á þessu ef hún gengur tómagang og snýr upp í brekku, en þá smá dregur niður í vélinni þangað til hún stoppar alveg. Ef ég næ vélinni upp á snúning og þen hana smástund án álags þá jafnar hún sig og er OK meðan hún fær að snúast þokkalega hratt.
    Ég er búinn að skipta um hráolíusíu og setja rakaeyði á tankinn.
    Eru einhver sigti í sjálfu díselverkinu eða aðrir hlutir þar líklegir til að valda þessu ? Er ekki fæðidælan innbyggð í díselverkið sú sem dregur olíuna upp frá tankinum ?
    Gæti þetta verið leki í slöngunum við síuna og díselverkið ? Þær eru orðnar mjög trosnaðar. Er eitthvað sérstakt slönguefni hentugast í þetta ?

    Vonandi kann einhver öll svörin eða góð ráð til að laga þetta !

    Kveðjur

    Wolf





    07.09.2004 at 23:25 #486996
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Það er líka hægt að fá Algrip driflæsingar í pajeroinn í KT verslun
    á Akureyri og þær passa bæði í minna og stærra drifið .
    síminn þar er 466 2111





    10.09.2004 at 23:28 #486998
    Profile photo of Teitur Guðnason
    Teitur Guðnason
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 62

    Ég er með smá vandamál félagar!
    Þannig er að ég var að skipta um hedd í pajunni minni
    sem er með 2,5 diesel turbó, sem er svosem ekki í frásögur færandi, nema að þegar ég setti í gang þá lak með slefinu á spíssunum.Ég fann svo út að það kemur þrístingur inná slefið frá olíuverki sem á að sjálfsögðu ekki að vera.
    Ég er búinn að blása í gegn um slönguna aftur í tank en það er samt þrístingur á spíssana (slefið)Ég tók á það ráð að blinda bara slönguna og þannig er það núna.það kemur nánast ekkert slef frá spíssunum svo þetta er svosum í lagi en ég er samt ekki sáttur við þetta.
    kannast einhver við þetta vandamál?
    Getið þið leiðbeint mér með þetta?
    Með fyrirfram þökk
    Teitur





    29.09.2004 at 01:40 #487000
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    hvað eru menn að skipta ört um tímareimar í þessum bílum (2.5)?

    Er eitthvað annað áríðandi sem þarf að huga reglulega að annað en smur?

    kv,
    – btg





    14.10.2004 at 20:21 #487002
    Profile photo of Pétur Freyr Ragnarsson
    Pétur Freyr Ragnarsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 126

    Er hægt að fá turbinuna fyrr inn, finnst hún koma frekar seint inn hjá mér, er með Galloper 98 2,5 TD
    Kveðja
    Pétur





    26.10.2004 at 10:25 #487004
    Profile photo of Guðni Grímsson
    Guðni Grímsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 120

    Getur einhver sagt mér hversu stór drif eru í MMC L-200 98 bílunum bæði að frama og aftan með 4.63 hlutföll?

    kv guðni





    27.10.2004 at 12:54 #487006
    Profile photo of Guðni Grímsson
    Guðni Grímsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 120

    Getur enginn svarað þessu?





    29.10.2004 at 20:38 #487008
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Á þessari síðu má finna ýmislegt tengt L200.
    http://www.l200.org.uk/

    kv
    Jóhannes





    30.10.2004 at 11:26 #487010
    Profile photo of AGNAR E JÓNSSON
    AGNAR E JÓNSSON
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 153

    sömu drif eru í l200 árg 98 og pajeró 2,5 árg 93 notaði þetta einusinni á milli stærðina veit ég ekki um í tommum
    eða slíku en þau virðast standa sig mjög vel gagnvart brotum
    og slíku
    þannig að þau eru kannske bara nógu stór.
    kveðja agnar





    30.10.2004 at 19:07 #487012
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    framdrifið er 7.25" og afturdrifið er held ég hátt í 9"





    03.11.2004 at 12:31 #487014
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Sæll Pjotre.
    Hjá mér kom túrbínan fyrr inn við það að auka
    túrboþrystinginn, KN sía og sverara opið púst.
    En ég held að olíumagnstilliskrúfan ráði mestu um það.
    Eins og þetta er hjá mér þá er ég með KN síu, aukin
    túrboþrysting, 2,5" opið púst og barka sem ég tengdi við
    olíumagnstilliskrúfuna. Þannig að ég get stillt olíumagnið
    innan úr bíl, ég get ráðið því hvort túrbínan
    kemur inn við 1500 eða 2000 sn/min. og allt þar á milli.
    Hvort hann er latur og eyðir lítilli olíu og afgasið lágt.
    Eða hvort hann er sprækur og eyðir góðum slatta og
    afgashitinn upp úr öllu.
    En með svona mix er nauðsynlegt að hafa afgashitamælir.

    ps. Þegar túrbínan kemur inn við 2000 sn. fer afgashitinn
    ekki yfir 600°c (fyrir túrbínu).
    En þegar túrbínan kemur inn við 1500 sn. fer afgashitinn
    yfir 900°c.(þessar tölur miðast við fullt álag í lengri tíma)

    Kveðja Halli.





    03.11.2004 at 12:54 #487016
    Profile photo of Pétur Freyr Ragnarsson
    Pétur Freyr Ragnarsson
    Member
    • Umræður: 15
    • Svör: 126

    Takk fyrir þetta Halli, er ekki byrjuninn að fá sér sverara púst og KN síu áður en lengra er haldið.
    Kveðja
    Pétur





    03.11.2004 at 13:53 #487018
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælt veri fólkið,

    Ég er með pajero 99 2.8 sjálfskiptan. Ég myndi ekki kvarta yfir því að hann ynni betur. Hjálpar það að setja K&N filter? Hvað annað sverara púst? Ég ætla ekki í stór aðgerðir.

    Með von um góð svör
    Takk,
    Sveinn





    03.11.2004 at 14:05 #487020
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Sæll Sveinn,

    Ég er með eins bíl og þú og ég er búinn að auka aflið nokkuð með þessum aðgerðum.

    Ég mæli með því að þú byrjir á sverara pústi (ég setti 2,5 "), setjir svo 2 – 3 mm skinnur undir wastegate ventilinn á túrbínunni og þannig eykurðu túrbínuþrýstinginn passlega mikið.

    Það síðasta sem ég myndi svo gera væri að fá KN síu – hún gerði ekki mikið fyrir aflið hjá mér en lækkaði hins vegar afgasið nokkuð.

    Ekkert af þessu eru stóraðgerðir – pústið ætti að kosta undir 30 þ og KN sía kostar 12 þ.

    Kveðja
    Benni





    03.11.2004 at 14:51 #487022
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvernig er með þennann "skinnubisness" eru þetta allveg óhætt? Þá meina ég slit á vél.
    Hvernig kemur þetta út gagnvart eyðslu?
    í hvaða röð er best að gera þetta?
    Er mikið mál að setja þessar skinnur?
    Eru þetta bara venjulegar bretta skinnur sem eru 2-3mm á þykkt og er settar undir þennann ventil(eða hvað þetta er)?

    Spyr sá sem ekki veit :-)
    SveinnH





    03.11.2004 at 14:53 #487024
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hvað er verið að tala um í aflaukning með þessum aðgerðum

    k og N sía :
    sverara púst :
    skinnur :

    MBK
    Sveinn





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 221 through 240 (of 289 total)
← 1 … 11 12 13 … 15 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.