FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

by Hallgrímur Sigurðsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajeró Tækniþráður/Fróðleikur

This topic contains 289 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Adam Örn Þorvaldsson Adam Örn Þorvaldsson 13 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.02.2004 at 20:32 #193627
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member

    Sælir Pajeró eigendur/aðdáendur.
    Þar sem mikill fróðleikur um okkar bíla er á hinum og þessum þráðum, langaði mig til þess að opna þráð þar sem við getum skiftst á hugmyndum, reynslu, fróðleik, myndum og fleiru á einum þræði.
    Ég hef sjálfur gaman af pælingum og að prófa mig áfram og er ekkert nískur á að miðla því til annara.
    (óþarfi að finna upp hjólið aftur og aftur.)
    Ég sé fyrir mér (þar sem við viljum örugglega allir efla Pajeró flotann) að það verði mun aðgengilegra fyrir okkur að miðla fróðleik á einum þræði.
    Ég held að það væri sniðugast ef menn eru að vitna í myndir að þeir bendi á þær í myndaalbúmið sitt en setji þær ekki hérna á síðuna þar sem hún gæti orðið þung í ræsingu ef Pajeró menn og konur nyta sér þennan þráð (vonandi.)
    Ég set fljótlega inn myndir og upplýsingar um það hvernig Boost er aukið á einfaldan hátt.
    Vonandi er framtíð í þessum þæði
    Kveðja Halli E-1339

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 201 through 220 (of 289 total)
← 1 … 10 11 12 … 15 →
  • Author
    Replies
  • 17.07.2004 at 15:25 #486946
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Er ekki komin tími til að setja upp Heimasíðu undir þetta?

    :)





    03.08.2004 at 10:06 #486948
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir,

    hann er farinn að leka smá vatni hjá mér og virðist það leka hjá vatnsdælunni. Vitið þið hvort dælan sjálf sé yfirleitt að leka svona (dæluhúsið) eða hvort það séu pakningarnar sem séu frekar að fara. Eru margir sem hafa lent í þessu?
    kv
    Maggi





    03.08.2004 at 10:35 #486950
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Vantsdælur "leka" yfirleitt vatni útum þar til gerð göt á dælunni, sem bendir til þess að vatnsdælan sé farin hjá þér!

    Lekinn á bara eftir að aukast!





    03.08.2004 at 13:11 #486952
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Vatnsdælan fór hjá mér um daginn,var ég að koma að vestan og var bara heppinn að vera kominn í bæinn þannig að bíllinn náði ekki að hita sig,þetta var sama hjá mér dælan byrjuð að leka.

    kv
    Jóhannes





    03.08.2004 at 13:58 #486954
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sælir.

    Í fyrra fór hjá mér vatnsdæla með sömu einkennum, þ.e. leka. Til að spara mér nokkrar krónur keypti ég dælu í Bílanaust, en hún var meira en helmingi ódýrari en sú í umboðinu. (Toyota) Trúlega eru spaðarnir á dælunni ekki eins og á þeirri original, því mér þykir bíllinn þurfa meiri snúning til að dæla almennilega. Sérstaklega þarf meiri snúning til að miðstöðin hitni af viti. Ég er því ekki viss um að þetta hafi verið sparnaður eftir allt.

    Kv.
    Emil





    07.08.2004 at 21:25 #486956
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Sælir félagar! Pajero ´92 vél 2800 turbo intercoller, ekinn 335.000 km, sjálfskiptur. Er þessi vél ekki alveg búin? Hvað með turbínu, intercooler og sjálfskiptinguna?
    Hvað endist svona dót?

    Bkv. Magnús G.





    07.08.2004 at 22:04 #486958
    Profile photo of Guðmundur Guðmundsson
    Guðmundur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 90
    • Svör: 1091

    Sæll Magnúm

    Ég trúi því ekki að þú sért að kaupa þetta fyrir hana frænku þína?

    Hún á nú betra skilið enn þetta!

    Hún þarf bara að fá góða og lítið keyra Toyotu á 38"
    og hún kemst allt.

    kveðja gundur





    09.08.2004 at 02:35 #486960
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Heill og sæll gundur!

    Nei það myndi ég aldrei gera því eflaust væri það ávísun á allar ófyrirséðar viðgerðir.

    Ég sá svona bíl á sölunni og það kítlaði svolítið að fara að yngja upp. En þar sem ég þekki ekki þessa nóg til þessarra hluta vonaðist ég eftir kommenti frá einhverjum reynsluboltum um þessa eðalvagna. Ég veit ekkert meira um bílinn og því spyr ég enn.??

    Heyrðu segðu honum Val vini þínum að engar myndir hafi komið úr "Einbúapríli" okkar úr Vetrarslúttinu í Mörkinni.

    Sjáumst hressir á fjölskylduhátíðinni í Setrinu síðar í þessum mánuði ásamt öllu hinu fólkinu.

    Bkv. Magnús G.





    09.08.2004 at 08:13 #486962
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    2,8 var ekki til ´92 og ég þykist vita um hvaða bíl þú ert að tala og það er 2,5 vél í honum, mig grunar að einhver hafi sett dísel vél í upprunalegan V6 bensín bíl í þessu tilfelli skoðaðu þetta aðeins betur.

    kv misan,





    26.08.2004 at 20:55 #486964
    Profile photo of Guðni Grímsson
    Guðni Grímsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 120

    Jæja þá er ARB komnir með læsingu sem passar í framdrifið á MMC bílum, hún heitir víst RB110 Ég las einhverstaðar að hún ætti að vera á sama verði og RB23 læsingin sem passar í toyotu eða í kringum 50 þús kallinn í Ameríku. Hefur einhver fengið sér svona og ef svo er hvað kostar hún komin hingað á klakann.. Passar hún ekki örugglega í L-200 bílana ???

    Kv. Guðni #R3039





    26.08.2004 at 21:49 #486966
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    ég er í sömu pælingum.
    konan er að fara til usa og var ég að spá í að láta
    hana kaupa þetta úti.

    RD-110 IFS 28 spline Montero 1991 on.

    ég er að spá í hvort þetta passi ekki örugglega í minn bíl.
    og hvað þetta kostar hér heima. ??

    hvað er þetta þungt?
    kv
    bjarki





    27.08.2004 at 10:25 #486968
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Akkurat það sem ég er að leita að. Ég er búinn að vera að leita á vefnum en á erfitt með að finna hver er að bjóða þessa læsingu í Ameríku. Getið þið gefið upp netsíðu sem þetta er að finna. Ég ætla að setja læsingu í framdrifið hjá mér fyrir vetraraksturinn, það er bara spurningin um hvar hagstæðustu kaupinn eru ?.

    kv. vals.
    R-3117





    27.08.2004 at 10:44 #486970
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Kannski þessi linkur hjálpi.

    [url=http://www.arbusa.com:14awj1fd][img]http://www.arbusa.com/Graphics/ARB/Air_Locker/Design_Engineering/Airlocker%20des&eng%[/img][/url:14awj1fd]

    ÓE





    30.08.2004 at 21:00 #486972
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    segið mér nú er í 2.8 dísel 1.4.90 hlutföll en hægt
    að fá 1.5.28 líka. í mínum er ennþá orginal 1.4. 90
    sá að læsingin heitir RD-110 spline 28 passar hún í
    1.4.90 ? eða ca bæði hlutföllin. ég hef ekki kynnt mér hvernig þetta vinnur eða virkar. Vil bara ekki koma
    heim frá USA með læsingu sem passar ekki.

    fróðu snillingar endilega látið í ykkur heyra…

    linkurinn hjálpaði ekki mikið var búin að skoða þessa síðu. Þeir selja ekki sjálfir heldur eru með dreifiaðila
    hér og þar. En að sjálfsögðu ekki é réttum stöðum.
    þannig að ég þarf að panta þetta úti og senda á réttan stað á réttum tíma.

    er enginn kominn með þessa arb læsingu í Pajero hér ??

    kv
    japanahræið





    31.08.2004 at 00:24 #486974
    Profile photo of Guðni Grímsson
    Guðni Grímsson
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 120

    Hér eru einhverjar umræður um þessi læsingarmál:

    http://www.pocuk.com/phpBB2/viewtopic.php?t=4039

    og hér er heil umræða sem Bretarnir hafa átt um þessa læsingu:

    http://www.4x4wire.com/forums/showflat. … Post574671





    31.08.2004 at 11:21 #486976
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Hefur einhver lent í því að heyra háværa smelli úr mælaborðinu? Menn halda að þetta sé reley en vita ekki hvaða. Getur einhver svarað þessu?





    31.08.2004 at 11:35 #486978
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Það þarf engar áhyggjur að hafa af hlutföllunum þar sem splittingin er í mismunadrifinu / kögglinum og kransinn er festur utan á köggulinn. Þú bara skrúfar kransinn af kögglinum sem er fyrir og skrúfar hann nýja köggulinn. Ef þú ert ekki klár á hvernig á að stilla krans og pinjón samann skal láta einhvern sem það kann framkvæma þann gjörning því að ending drifsins er undir því komið að það sé vel gert.

    Es. Pajeroinn / burri hvernig væri að upplýsa um rétt nafn, það er alltaf skemmtilegra að svara mönnum sem bera nöfn en ekki einhverjum hokurkindum úr skumaskotum einhversstaðar í veröldinni.

    kv. vals.
    R-3117





    31.08.2004 at 12:13 #486980
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Þakka þér kærlega Vals þetta var einmitt það sem ég vildi vita.

    Bjarki heitir maðurinn og er clausen ætla þá að reyna að grafa þetta upp úti. og láta senda mér. til Richmond Virginiu.

    hilsen
    bþc





    31.08.2004 at 13:45 #486982
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Af http://www.arbusa.com vefnum má sjá að í boði eru fjórar gerðir af loftlæsingum í Mitsubishi Pajero, (Montero, Raider), en þær eru RD05, RD25, RD46 og RD110. Svo er bara að finna út hvort eitthvað passar. Sjá nánar hér fyrir neðan sem tekið er af http://www.arbusa.com.
    Ef menn ætla að versla þetta sálfir, er bara að senda þeim línu og fá upplýsingar um söluaðilann sem er næstur (zip code) gististað viðkomandi.

    —————-UPPLS. UM LÆSINGAR————————
    Front 1991-on , IFS 28 spline, 28 shaft spline, all ratio, RD110***

    Rear 1983-86 ,Small* differential 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD05

    Rear 1987-95 ,Large** differential, disc brake, 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD25****

    Rear ,Large** differential, drum brake, 30.5 (1.20") shaft dia, 28 shaft spline, all ratio, RD46****

    *Small differential has a crown wheel spigot diameter of 124mm.
    **Large differential has a crown wheel spigot diameter of 145mm.
    ***Will not fit Pajero/Montero 3000cc automatic)
    ****Will not fit turbo diesel with intercooler or 3500cc petrol vehicles.

    ÓE





    01.09.2004 at 23:55 #486984
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég þurfti nýlega að endurnýja pústkerfið undir Pæjunni og eftir að hafa lesið frásagnir hér af víðum rörum og opnum kútum sló ég til og lét pústsnillingana neðst í Nóatúni smíða undir hann.
    Ég er mjög ánægður með útkomuna því að fyrir sama verð og Bílanaust gaf upp fyrir einhver verksmiðjukútaviðriðni fékk ég smíðað undir hann tveggja og hálfrar tommu kerfi með opnum kútum.
    Við þetta jókst vélarhljóð lítillega og varð dimmara, en um leið vöknuðu nokkur hross í vélarsalnum og veitti svo sem ekki af. Ég hef engar mælingar til samanburðar en munurinn er greinilegur, bæði í viðbragði og hámarkshraða.
    Auk þess ber mun minna á reyk aftur úr bílnum, ég hugsa að það megi rekja til betri útöndunar sem skilar meira súrefni í innöndun o.s.frv. sem auðvitað getur skýrt hluta af kraftaukningunni. Það ætti þá einnig að lækka eyðsluna eitthvað ef tilgátan er rétt því að svartur reykur myndast við ófullkominn bruna á díselolíunni .

    Efnisþykktin í rörunum er 2,5 mm og vonandi líka í kútunum. Venjuleg pústkerfi eru úr helmingi þynnra efni og ætti endingin að vera í samræmi við það.

    En sem sagt þá er ég harðánægður með árangurinn. Mæli með þessu.

    Kv.

    Ágúst





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 201 through 220 (of 289 total)
← 1 … 10 11 12 … 15 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.