Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajero spurning
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Hallgrímsson 20 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.09.2005 at 23:23 #196266
Ég var að máta 38″ undir bílinn hjá mér sem er löng ’96 pæja sem ég er búin að boddýhækka um 2″ og setja 3cm klossa undir gormana að aftan og var ekki alveg að sjá það ganga undir.
Fyrir það fyrsta þá settist sílsinn á dekkið sem mig grunaði nú áður en ég byrjaði en það sem mér fannst verra var að það átti ekki svo mikið pláss eftir fyrir samslátt. Hvað hafa menn verið að hækka þessa bíla mikið til að koma 38 undir án meiriháttar breytinga eins og hásingafærslu og hvað þarf að vera djarfur á slípirokknum í kringum hurðargatið? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.09.2005 at 00:31 #527022
Menn hafa verið að færa afturhásinguna aftur um 4-12cm
og sumir tekið hana niður um 4-10cmán hásingarfærslu með 2" hækkun og hækkun á gormum
rétt sleppur 36"Eina breytingin hjá mér var að færa hásinguna 4.cm aftur
ekkert átt við hurðargat. og 38" flaug undirkv
bc
22.09.2005 at 18:04 #527024Ég er búinn að lesa tvo síðustu þræði sem þú hefur tekið þátt í. Komstu 36" undir eingöngu á boddýhækkun?
22.09.2005 at 18:35 #527026Já það var 36" Dick Cepek á 10" felgu. Það fóru undir með því að skera aðeins úr neðanverðum frambrettunum og náði ekki í neitt og þá var ég ekki búinn að setja 3cm hækkun undir gormana sem er komin í núna. Það virðist vera svo að nýr 38" mudder sé töluvert mikið stærri um sig en Cepekinn.
Ég enda eflaust í 4cm færslu á afturhásingu eins og kantarnir bjóða uppá
22.09.2005 at 22:57 #527028Stebbi
geturðu svarað hinni spurningunni minni sem ég setti á 35" pajeró spjallið um demparana.
22.09.2005 at 23:04 #527030Þeir sem ég hef talað við um þetta segja að það sé engin sérstök þörf á því að fá lengri demprar þar sem þetta er bara rúmlega tommu hækkun. Það væri frekar að breyta festinguni fyrir demparana.
Ef þú kaupir klossa hjá Hellu þá færðu kubba undir samsláttarpúðana líka þannig að fjöðrunarsviðið er svo til óbreytt.
23.09.2005 at 23:03 #527032Fjöðrunarsviðið helst náttúrulega ekki óbreytt þar sem dempararnir halda við í sundur þannig að í raun styttir maður fjöðrunarsviðið saman en það helst eins í sundur nema maður lengi dempara eða breyti demparafestingum.
Kv, Valdi… sem hefur alltaf rétt fyrir sér Stebbi 😉
23.09.2005 at 23:51 #527034"Ef þú kaupir klossa hjá Hellu þá færðu kubba undir samsláttarpúðana líka þannig að fjöðrunarsviðið er svo til óbreytt."
Ég endurtek "svo til óbreytt"
Kv. Stebbi sem hefur alltaf vaðið fyrir neðan sig. 😉
06.10.2005 at 10:53 #527036Hvað haldið þið að hásing þoli mikla færslu ef maður færi bara spyrnufestingarnar en ekki gormaskálar og þverstífu?
06.10.2005 at 11:08 #527038ég færði hjá mér um 1.5 cm á stífunum með skinnum ef ég hefði fært meira hefði ég þurft að færa ballanstangar festingarnar.
Kveðja
Pétur
06.10.2005 at 11:26 #527040Má þá ekki sleppa henni?
06.10.2005 at 11:34 #527042Verður hann ekki soldið svagur án hennar, annars er ekki mikið mál að færa þær festingar. Er ekki klár á hvað þú getur farið langt án þess að breyta þverstífu og gormum getur örugglega fengið upplýsingar hjá breytingarverkstæðunum.
Kveðja
Pétur
06.10.2005 at 11:43 #527044Þú hefur ekkert við þessa balance stöng að gera í þessum bíl – ég reif þetta úr mínum gamla (98 árg á 38") að aftan og hann varð skemmtilegri í akstri við það.
Auk þess sem þessi belssaða stöng á töluverðan þátt í að minnka drifgetu þessara bíla þar sem hún stendur hér um bil niður fyrir drifkúluna og hleður á sig snjó og klaka og verður eins og ýtutönn þegar keyrt er í miklum snjó. Auk þess ætti þessi blessaða stöng frekar heima undir vörubíl en jeppa ef miðað er við sverleikan og þyngdina á henni – og ekki veitir af að létta þessa bíla að aftan.
Ég ætlaði líka að rífa þetta úr að framan en var ekki búinn að því þegar ég seldi bílinn.
Það er líka búið að fjarlægja þessa stöngu úr núverandi bíl hjá mér og hann er alls ekki svagur.
Benni
06.10.2005 at 12:43 #527046
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
pabbi kallinn tók ballance stöngina úr að aftan hjá sér og setti patrol gorma og VÁ bíllinn varð gjör breyttur, miklu míkri allur, en hann hækkaði um nokkra cm við að setja patrolgormana, þar sem þeir eru stífari og lengri
06.10.2005 at 13:18 #527048Mín pæling átti ekki að snúast um balancestöngina heldur hásingafærsluna
06.10.2005 at 13:43 #527050Sæll Ólafur,
Ef þú ert að fara að setja þennan bíl á 38" þá skaltu eyða vinnu í að færa hásinguna og þá eins mikið og þú getur – það að færa hásinguna eins lítið og hægt er er bara ávísun á að þú verðir ósáttur við bílinn þegar þú ferð að nota hann í snjó. Þessir bílar eru með asnalega þyngdardreyfingu – eru þyngri að aftan þegar þeir eru tómir og það versnar bara þegar þú ert búinn að fylla hann af drasli – því er nauðsynlegt að reyna að jafna þyngdardreyfinguna með því að færa hásinguna eins mkið aftur og hægt er til að losna við að sitja fastur á rassinum með reglulegu millibili.
Sem sagt þú drífur meira ef hásingin er aftar. Svo er margt fleira sem þarf að gera við þessa bíla til að þeir fari að virka almennilega í snjó – það þarf að taka til undir þeim – það er allt of mikið af alskyns drasli þarna undir sem er sérhannað til að mynda mótstöðu í snjó.
Minn bíll var hækkaður 2" á bodíi og hásingin færð aftur um 6 cm minnir mig – Ég hefði heldur viljað hafa hann hækkaðann um 3" á bodí og hásinguna aftur um 12 cm – en meiri bodýhækkun gefur þér betri möguleika á að taka til undir honum auk þess sem að þá getur þú frekar stækkað olíutank og auðveldara að koma fyrir aukatönkum.
Ég myndi ráðleggja þér að skoða bílinn sem Jói í Wurth breytti, sá sem á hann í dag heitir Ragnar. Svo er bíllinn hans Vals líka vel breyttur. Báðir þessir bílar eru að vísu með 99 árg – en þeir eru svo til eins og þinn að öllu leiti nema bodýið.
06.10.2005 at 14:32 #527052Sæll Benedikt og takk fyrir svarið.
Ég er mikið búinn að liggja yfir þessum breytingamálum þmt. að liggja yfir þráðum sem um Pajeró hafa verið skrifuð. Geri mér þvi grein fyrir kostum færslu og tveir kunningjar mínir hafa fært hásingar á sínum bílum, hilux og cruiser.
Ég bý yfir takmarkaðri getu til að fara í smíðavinnu og ætlaði því að láta mér nægja 36" breytingu með því að hækka á gormum og skrúfa og klippa.En það er þetta horn framan við afturhjólið sem ég er smeykur við. Þess vegna var ég að velta fyrir mér hvað ég gæti fært hásinguna mikið án þess að færa gormaskálar.
vonandi fæ ég jafngóð svör við þessu
06.10.2005 at 15:46 #527054ég veit til þess að 38 hefur verið sett undir pajeró
með því að bæta hólk fyrir aftan fóðringuna á fremri spirnufestinguna að aftan skrúfgangurinn er það langur að þar er hægt að ná sér í rúman sentimeter sem virtist duga með því að skafa plastið aftan af sílsanum og aðeins að slétta hann.
agnar
06.10.2005 at 16:10 #527056Mér sýnist mér þá óhætt að taka 38" frekar og láta á þetta reyna. Ef bíllinn verður ómögulegur þá má nota næsta sumar til að klára dæmið.
kveðjur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
