Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajero NEW – disel eða bensín á 38″
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.08.2005 at 22:21 #196148
Hey,
Við erum tveir sem ætlum að fá okkur 2001 árgerð af óbreyttum GLS Pæjum og „upgreita“ þær í 38″ Skvísur.
í ljósi breytinga á olíuskatti, þá er að veltast fyrir okkur er BENSÍN eða DÍSEL?
Er einhver af ykkur sem á bensín bílinn með 3.5l vélini?
Hvað er bensín Pæjan að eyða á fjöllum í snjó undir álagi ?
Hver skyldi vera munurin í eyðslu í innanbæjar snattinu á 38″ ?
Hvernig hafa þessir bílar komið út?
Eru einhverjir veikleikar?
Hvernig er með öxlana?
Hvað með breytingu á GLX vs GLS? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.08.2005 at 23:41 #525600
Þetta er bara spurning um búnað og íburð. Í gegnum tíðina hefur GLS verið "dýrari týpan" hjá Mitsubishi en það virðist ekki vera algillt með Pajero. Í gamla daga þá voru Lancer, Colt og Galant alltaf flottari í GLS útfærsluni. Þetta hefur ekkert með breytingarnar að gera.
Svo myndi ég segja að það sé gefið mál að í því sem við gerum mest af á jeppum þ.e.a.s að keyra í snjó og oft þungu færi að þá er dísillinn betri kostur uppá eyðsuna að gera þar sem hún er mun jafnari og býður ekki uppá það að rjúka uppúr öllu valdi undir álagi. En þar á móti munar einhverjum 70 hestöflum á milli véla.
11.08.2005 at 23:55 #525602áður en ég sá ameríska ljósið þá var ég að skoða þessa bíla í heklu ca um 2001
og breytingarnar á þeim. þá var mér sagt að þeir væru ekki
búnir að leysa breytingu á dýrari týpunni, þeas þeirri sem er með air condition. dælan var víst svo neðarlega að eitthvað meira púsl var að koma börðunum undir þá.(minna pláss) En ég er viss um að það er búið að leysa það mál í dag.
Þessir bílar hafa reynst vel, en dísel bílinn er að eyða talsvert meira en gamla 2.8 velin.Annars eru þetta fínir og mjög skemmtiegir bílar.
en það þarf að passa að nefna ekk "röralaus" hér
þá verður allt vitlaust…..hihiKonungur jeppanna
bjarki
12.08.2005 at 08:37 #525604Hvað á það að þýða, ertu að meina rörið sem vantar milli hjóla að aftan ? Oft kallað hásing.
Kv. Georg
12.08.2005 at 18:19 #525606Dísel er ekki spurnig – bæði eyða þeir minna og svo er flottur kraftur og tog í þessum vélum.
Bíllinn minn er dýrari týpan og það eina sem var fyrir var afturí miðstöðin, en hún varð að víkja fyrir drifkúlunni þegar afturhjólin voru færð aftur.
Reyndar var loftkælingin afnumin við breytinguna og breytt í loftdælu en ég er að vinna í að breyta því til baka – það verður dálítið föndur vegna breytinganna.
Bíllinn hjá mér er kominn með Milligír frá Algrip sem virkar fínt – mætti reyndar vera aðeins lægri fyrir 44" hjólin en er örugglega frábær fyrir bíla á 38".
Þessi bíll hjá mér er að standa sig frábærlega og mikill kostur að vera laus við þetta helv. rör sem menn eru alltaf að reka í grjót.
En annars er best fyrir þig að tala við Aron í Jeppaþjónustunni Breyti varðandi þessa bíla – hann hefur breytt þeim flestum…
Benni
12.08.2005 at 19:25 #525608Ef þú ert virkilega að hugsa um eyðslu mun á dísel og bensín, þá get ég sagt þér eina sögu.
Ég á Hilux X-Cab, árgerð 89. Í bílnum er 3.0 EFI vél sem er skráð í kringum 150 hestöflin minnir mig.
Ég get alveg sagt þér það strax að bíllinn eyðir soldið í innanbæjarakstri á 38" blöðrunum.
Bíllinn minn eyðir að vísu soldið í langkeyrslu, vegna þess hversu lág gíraður hann er.
En aftur á móti að þegar ég er kominn uppá jökul í lága drifinu og er að leika mér, þá er bíllinn minn að eyða svipað mikið og 2.4 díselinn í hilux.Ég er mjög sáttur með að hafa valið Bensín vél og hef ekkert séð eftir því.
Það er rosalega gaman að hafa þann valkost að "þrykkja" bensíngjöfina niður og láta hann rífa sig upp brekkurnar.En að eiga jeppa er einhvað sem borgar sig aldrei, bara spurning um hversu mikið menn vilja borga.
Mér finnst að menn eiga að vera óhræddir við prufa bensín vélar.
Kveðja,
Ingi Jensson.
12.08.2005 at 21:35 #525610Ég skal segja ykkur eftirfarandi sögu af eyðslu.
Ég átti Hilux sem ég breytti úr 2.4EFI bensín í 3.0Tdi dísel, þannig að ég hef góðan samanburð á því.
Eyðsla var eftirfarandi:
2.4EFI (bensín) á 38" 16,6 í blönduðum akstri.
3.0Tdi (disel) ssk. á 38" 16,6 í Blönduðum akstri.
Þetta er sami bíll í sama akstri með sömu eyðslu, en sitthvori vélinni, annar ssk. og hinn bsk.Svo í dag á ég V6 4Runner ssk. á 38"
Hann er að eyða ca. 18 +/-, (er ekki búinn að mæla nóg og nákvæmlega)
Þessi bíll eyddi í stóru Hofsjökulsferðinni 15-20% meira bensíni en hilux 2.4 efi sem var í með mér, og 20-25% meira en annar hilux sem var 2.4Td.
4Runnerinn var líka örugglega 15-25% aflmeiri en hiluxarnir.Kv. Atli E.
07.09.2005 at 22:21 #525612
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er með 2001 Pæju 3,5 GDI 33"
Í vetur var hann með þetta 20-22 í snatti innanbæjar, þá í 4hjóla drifinu en ekkert erfiði á jöklum
Í sumar er búið að fara nokkrar langferðir, og snattast inn á milli. Eyðslumælirinn stendur nú á 15,7. Ég hef svo mælt hann á 14 í langkeyrslu, 90-100 með cruisið sett.
Skemmtileg vél, Paris-Dakar útgáfan skilaði 260 hp / 350 NM

08.09.2005 at 00:02 #525614Þetta er meira en 2,8l. vélin er að gera með 38" dekk, sem mér hefur samt þótt nóg, eða um 15-20 (oftast um 17) l/100km í blönduðum akstri sem er þá ofar en ekki mikið innanbæjar.
mbk.
l.
10.12.2005 at 09:45 #525616Svo er það spurning hvor vélin gefur lífinu lit á 38" 2.8 TDI eða 3.5 EFI. Þó það komi nokkrir lítrar í viðbót í eyðslu við að fara í 3.5L. Meina hvað eru 4 lítrar í viðbót milli vina !

Annars væri forvitnilegt að vita hvernig 3.8L vélin er að koma út sem er í USA útgáfuni af Montero, einhver með svoleiðis leikfang á 38" ?
Georg
10.12.2005 at 10:22 #525618Ég er nú enþá á því að nota dísel vélina þó svo að olían kosti svipað og bensínið – Ég er nefnilega hrifnari af miklu togi á lágum snúningi frekar en snöggu upptaki. Ég hef allavega miklu oftar notað þetta tog heldur en að hafa óskað eftir meira afli í upptak og snerpu, reyndar finnst mér bíllinn með fínt upptak á 44" – hvað þá á 38".
Svo er hægt að fá tunekit í bílinn sem gerir hann um 200 hp og með 500 Nm í tog. Svo veit ég að það er að koma nýtt kit þar sem skipt er um spíssa og tölvu líka og þá á að fást enþá meira afl út úr þessari 3,2 l vél.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
