This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Magnússon 19 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég sé að það eru margir kunnáttumenn á 4×4 tilbúnir að miðla af djúpum brunnum reynslu sinnar svo mig, nýgræðinginn, langar til að þiggja þær viskuskvettur sem kunna að bjóðast.
Svo er mál með vexti að ég keypti seint í haust Mitsubishi Pajero. Ég hef aldrei átt Dieselbíl fyrr og veit ekki svo gjörla við hverju ég á að búast af honum, en sumt við hann er þó öðruvísi en ég bjóst við.
Fyrst má nefna það að hann er alveg dj. seinn í viðbragði, algjör sleði og hreyfist varla úr sporunum meðan hann er kaldur. Hressist þó aðeins þegar hann hitnar.
Næst má nefna það að mér finnst eyðslan nokkuð há. Best að ég nefni engar tölur, vil gjarna vita hverju má búast við.
Loks er það að meðan vélin er köld er gangurinn herfilega ójafn, hikstar, ropar og rekur við, en eftir að hann fer að hitna lagast gangurinn og er bara nokkuð góður þegar vinnsluhita er náð – fyrir utan slappleikann sem ég nefndi fyrst.Til að hægt sé að gefa vitræn svör verð ég að upplýsa helstu tæknileg atriðin:
Þetta er langur Pajero, 1990 módel, sjálfskiptur.
Vélin er Diesel turbo með intercooler, 2500 ccm.
Hann er á 33 tommu dekkjum, drifhlutföll sennilega óbreytt.
Kílómetrateljarinn sýnir 235 þúsund en ég veit ekki hvort nokkuð í vélinni hefur verið endurnýjað fyrir utan reimar og síur.Hvað geta vitringarnir nú upplýst ?
Á ég að splæsa í stillingu eða yfirferð á díselkerfinu – eða bara fylla á tankinn og brosa ?
Eru einhverjir veikleikar í vélinni sem þarf sérstaklega að huga að þegar hún er komin er á þennan aldur (235 þús)? Ventlar, kambás eða annað ?
Veit einhver um vefsíður eða bækur með ítarlegum tækniupplýsingum um þessa bíla ? Ég geri við hérumbil allt sjálfur og fer ekki ótilneyddur á bílaverkstæði, en vantar upplýsingar um vélina (herslutölur, tímamerki o.fl. o.fl).Kveðjur
Wolf
You must be logged in to reply to this topic.