FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajero á 38

by Stefán Stefánsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajero á 38

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Valur Sveinbjörnsson Valur Sveinbjörnsson 21 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 16.06.2003 at 02:41 #192652
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant

    Hvað eru menn að hækka pajero mikið á boddýi til að koma 38″ undir? Og hvar er ódýrast að kaupa kannta á ’96 bíl þegar að því kemur?

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 17.06.2003 at 21:19 #474252
    Profile photo of Hallgrímur Sigurðsson
    Hallgrímur Sigurðsson
    Member
    • Umræður: 32
    • Svör: 435

    Minn bíll er "98. En er þetta ekki sama málmsteypan? Fyrir
    utan smá brettabólgur. Allavega er minn ekkert hækkaður á
    boddýi, skrúfaður upp að framan um 3cm. Afturhásing færð
    aftur um 3cm og gormurinn færður niður um 3cm. Síðan er bara
    að moka vel innan úr brettunum og allt svínvirkar og
    bíllinn liggur eins og klessa á !!! öllum hraða





    18.06.2003 at 09:43 #474254
    Profile photo of Pétur Ingason
    Pétur Ingason
    Member
    • Umræður: 10
    • Svör: 66

    Sæll Stebbi. Ég er með 97 Pajero sem ég hækkaði um 3" á
    boddy, en 2-2,5" er allveg nóg. Ef þú ert með sjálfskiptan bíl þá er það ekkert mál en í beinskipta bílnum er smá vandamál með gír og drifstöng. Við þessa hækkun þarf mjög litlar úrklippingar, bara smá snyrtingar hér og þar. Ég færði ekki hásinguna aftur enda ekki þörf á því á þessum bílum. Kantana færðu hjá Gunnari Yngva í Brettaköntum upp á höfða. Ef þér vantar einhverjar upplýsingar um breytinguna hjá mér, þá er þér velkomið að hafa samband. Pétur 660 6632





    18.06.2003 at 11:03 #474256
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Sæll Stebbi, ég er með Pajero 98, fékk hann eftir að búið var að setja hann á 38?. Breytingin fólst í að færa hásinguna aftur um 7 cm. og niður um 4 cm. og skrúfa upp flexitorana að framann upp um eitthvað.
    Ég gerði miklar breytingar á bílnum núna í vetur, setti hann á loftpúða meðal annars en til að loftpúðarnir væru rétt staðsettir samkvæmt tilmælum framleiðanda hækkaði ég ?bodýið? 60mm frá grindinni. Það er ekki alveg rétt sem PéturInga sagði með sjálfskiptinguna, það er vandamál með gírstöngina í millikassann, ef hækkunin fer upp fyrir eitthvað vist, þá þarf að gera einhverjar tilfærslur á stönginni. Einnig þarf að færa vatnskassann niður og eitthvað fleira.
    Ég leysti þetta með því að hækka vélina upp um 60mm eða það sama og ?bodýið? og losnaði þannig við gírstangar- og vatnskassa vandamál. Menn hafa spurt hvort ég hafi ekki áhyggjur af að hafa fært þyngdarpunktinn ofar en ég er með þannig búnað að það er ekki vandamál.
    Ástæðan fyrir því að ég hækkaði hann á ?bodýi? er að ég vildi ná aftur fjöðrunarlengdinni sem tekin var af honum við fyrri breytingar. Flestir sem eru í þessu reyna eftir fremsta megni að komast hjá ?bodý? hækkun og reyna frekar að færa hjólabúnaði niður og fá þannig grindina fjær jörðu, svo ég tala nú ekki um ?grindalausu? bílana þ.e. bíla með grindinni dreifða um ?bodýið?.
    Allt er þetta ágætt en aðal atriði er að afla sér upplýsinga, skipuleggja breytingarnar í þaula, vera sáttur við það sem maður ætlar að framkvæma og vinda sér í það.

    kv. vals





    18.06.2003 at 11:09 #474258
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Aðeins nákvæmari lýsing á fyrri breytingu. Bíllinn var ekkert hækkaður á "bodýi" aðeins áður lýstar breytingar og brettaúrklipping.

    kv. vals





    19.06.2003 at 20:37 #474260
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Takk fyrir ýtarleg og góð svör. Ég er búinn að ákveða það að boddýhækka bara bílinn og láta fjöðrun og hjólabúnað eiga sig í bili. Kanski koma loftpúðar að aftan með tíð og tíma.
    Hvað er það sem maður þarf að hafa við hendina þegar farið er í að boddýhækka um 50mm?
    Þarf ég lengri bremsuslöngur og annan lið í stýrisstöngina?

    P.s
    Annað smá gleðiefni fyrir pajero eigendur. ARB eru að hanna loftlás í framdrifið á þessum bílum og verður hann kominn í sölu seint á þessu ári.





    19.06.2003 at 20:56 #474262
    Profile photo of Marteinn Sigurðsson
    Marteinn Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 42
    • Svör: 267

    ætli það komi þá líka í L-200?? hvar fékkstu þessar uppl.
    Marteinn R-2444





    19.06.2003 at 23:48 #474264
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    hérna er ein af slóðunum sem ég hef séð þetta á:
    [url]href="http://www.pajeroclub.com.au/forum/forum_posts.asp?TID=4533&PN=1"%5B/url%5D





    20.06.2003 at 10:51 #474266
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Þar sem þú hefur ákveðið að hækka ?bodýið? hefur þú nokkra möguleika. Ég nefni hér tvo, þann lakasta og þann besta. Þú getur sett platskubba milli grindarpúða og ?bodýs? og lengri bolta. Þessi aðgerð er mjög einföld en flest allt alvöru jeppa-fólk hefur horfið frá þessari aðgerð vegna þess að bíllinn verður svagur þ.e. hann sveiflast til á veginum þ.e. (aftur) eins og að hanga á kústskafti í vindi og farþegar geta orðið sjóveikir.
    Hinn möguleikinn er að losa púðafestingarnar af grindinni og setja stóla undir þær og sjóða svo allt vel samann. Þessi aðferð er mun flóknari en bíllinn verður líka mun betri.
    Þegar ég gerði þessa aðgerð á mínum bíl tók ég ?bodýið? af grindinni og þar af leiðandi var auðvelt að vinna þetta.
    Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af bremsurörum og öðrum leiðslum, áhyggjur þínar beinast að vatnskassa og gírstöngum. Ég sá ágætis lausn á gírstangarvandamálinu hjá Bílanaust, talaðu við þá.
    Ég gæti sett inn mynd af stólnum undir púðafestingarnar eins og ég framkvæmdi það, ef myndaalbúmið væri í lagi en það ætlar að dragast að það komist í lag.

    kv. vals





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.