FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Pajero

by Ómar Örn Hannesson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajero

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson Jóhann Þröstur Þórisson 18 years, 5 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 21.11.2006 at 13:33 #199011
    Profile photo of Ómar Örn Hannesson
    Ómar Örn Hannesson
    Participant

    Sælir félagar
    ég er í smá vandræðum með Pajeroinn, ekki svo að slíkur bíll bili oft.
    málið er að þegar ég læsi millikassanum þá blikkar ljós í mælaborðinu sem sýnir að hann er læstur. Væntanlega á þetta ljós að vera stöðugt, leiðréttið mig ef svo er ekki, og millikassinn því ólæstur.
    Kannast einhver ykkar við slíkt vandamál í sínum bíl og ef svo er, hvað var gert til að laga þetta.

    kv.
    Ómar

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 21.11.2006 at 13:45 #568986
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ljósið sloknar þegar kassinn fer í læsingu en blikkar á meðan hann er að reyna að koma sér í læsingu en ég geri ráð fyrir að þú vitir það. Hjá mér tekur það stundum smá tíma en fer samt alltaf í læsinguna en ef ljósið blikkar gæti pungurinn verið bilaður að eitthvað sé að í sjálfum kassanum. Þú getur athugað hvort hann fari í læsinguna með því að “læsa“ millikassanum, lyfta upp einu hjóli, setja hann í nautral(sjálfskiptinguna eða beinskiptinguna) og snúa svo hjólinu. Ef það snýst þá er millikassin ólæstur, ef þú getur ekki snúið því en gaumljósið blikkar er eitthvað að rofanum í kassanum.

    kv. vals.





    21.11.2006 at 14:25 #568988
    Profile photo of Benedikt Magnússon
    Benedikt Magnússon
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 3004

    Hvaða árgerð af bíl er þetta ?

    Það eru skynjarar ofnaá millikassanaum sem stýra þessum ljósum. Þessir skynjarar eru gjarnir á að bila í yngri bílunum (eftir 2000) og þá blikkar þetta ljós eða framhjólaljósin. Reyndar bilaði þetta líka í 1998 bílnum hjá mér.

    Oftast var bíllinn samt í öllum drifum þrátt fyrir blikkið.

    Benni





    21.11.2006 at 15:04 #568990
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    Jamm það var blikk í mínum líka… lét það nú bara eiga sig þar sem allt virkaði. Fékk mér bara annan bíl.
    Blikk á drifum stoppaði við það.





    21.11.2006 at 15:07 #568992
    Profile photo of Flosi Pálmason
    Flosi Pálmason
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 22

    Lenti í þessu ljósablikki með bílinn hjá mér sem sýndu að hann virtist ekki fara úr 4×4, þá voru spólurnar sem stýrðu vacuminu ónýtar. Spurning hvort það hafi einhver áhrif á þetta sem þú lýsir. Er það millikassaljósið eða framhjólaljósið sem er að blikka?





    22.11.2006 at 11:50 #568994
    Profile photo of Ómar Örn Hannesson
    Ómar Örn Hannesson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 50

    Sælir og takk fyrir góð svör
    Bíllinn er 97 módelið þannig að þá eru skynjararnir hugsanlega ekki að klikka.
    Það er millikassaljósið sem er að blikka en ég er að hugsa um að prófa ráðið hans Vals um að snúa hjólinu. Nú ef það er ekki hægt að snúa því þá má þetta ljós bara blikka áfram. Aðalatriðið er að læsingin virki.

    Ómar





    22.11.2006 at 12:30 #568996
    Profile photo of Hafþór Atli Hallmundsson
    Hafþór Atli Hallmundsson
    Participant
    • Umræður: 24
    • Svör: 810

    Hvernig er það þegar þú setur bílinn í lága drifið, blikkar ljósið þá eða helst það stöðugt? Ef að það blikkar bara í háa kassanum (læstur millikassi) þá er eitthvað að skynjara mundi ég halda.
    En hins vegar er það þannig hjá mér að þegar ég set afturdrifslæsinguna á þá blikkar það ljós stöðugt, en ég þykist samt finna að læsinigin er að fara á og halda.

    Haffi





    22.11.2006 at 13:15 #568998
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Haffi.

    Á mínum gamla blikkaði ljósið smá stund á meðan hann var að læsa sér,en hætti síðan að blikka er læsingin var komin á.
    En það blikkar stöðugt á þessum bíl sem ég ek í dag þegar ég læsi afturdrifinu,kannski eru þessir nýju bílar bara meingallaðir,td heyrðist enginn vindgnauður á þeim gamla,en á þeim nýja finnst mér alltaf allar rúður vera opnar.





    22.11.2006 at 16:49 #569000
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Við lenntum í svona blikk veseni á Hunday Starex, bíllinn fór ekki í lágadrifið og ljósið blikkaði. Í þessum bíl er reyndar skipt í 4×4 og lága með rafmagni.
    Það sem var að í þessu tilfelli var að gormur sem er á milli kúplings-petala-armsins og rofa hafði farið úr sambandi. Þá skynjaði ekki skiptimótorinn að það væri búið að fríkúpla og skipti ekki í lága drifið.
    Þetta var lítil bilun sem tók langan tíma að finna útúr.

    Kveðja
    Olgeir





    22.11.2006 at 19:28 #569002
    Profile photo of Jóhann Þröstur Þórisson
    Jóhann Þröstur Þórisson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 579

    Þetta ljós blikkar hjá mér líka en hann læsir kassanum.Ég er búin að taka rofan úr og mæla og er hann ónýtur .





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.