Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pajero 33" í 35"
This topic contains 23 replies, has 1 voice, and was last updated by Hrannar Örn Hauksson 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.11.2009 at 10:36 #208324
Ég á Pajero 2.5 ’98 á 33″ dekkjum og þarf að fara að skipta út dekkjunum. Ég hef lesið hérna á spjallinu að það sé fremur einfalt að set 35″ undir 33″ breyttan Pajeró. Getur einhver lýst fyrir mér gróflega hvað þarf að gera, hvar þarf ég að skera? Ég nota væntanlega bara slípirokk í þetta? Þarf eitthvað meira? Skilst að brettakantarnir á bílnum séu fyrir bæði 33 og 35 tommu breytingu. Hann er nú á 33×12.5×15 þannig að ég hafi hugsað mér að setja hann á 35×12.5×15. Nú er 2.5 bíllinn ekkert sérlega kröftugur, finn ég mun á hvað bíllinn erfiðar á 35″ m.v. 33″? Get ég gert eitthvað til að bæta hestum við (helst án þess að auka eyðsluna of mikið)?
Hér er bíllinn:
Kveðja, Hrannar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.11.2009 at 11:18 #666934
Sæll. flottur bíll. Hver hefur breytt þessum, veistu það? Skelltu þeim bara undir og sjáðu til hvað gerist. Eina sem gerist þegar þú ert á 12.5" breyðum felgum er að þegar hann samfjaðrar að framan þá rekast dekkin uppundir brettakantinn og verst er þá að vera með nagla í dekkjunum. Það sem ég gerði við minn þegar ég var með hann á 13" breyðum felgum þá setti ég 5mm stálplötur á plattann sem samsláttarpúðinn fer í við samslátt. Svo er gott að setja sverara púst til að vega upp á móti aflleysinu í þessu blessaða greyi. Gangi þér vel og hikaðu ekki við að henda inn spurningum og myndum hér inn. Nóg er af "snillingum" hér inni sem vita allt og ekki neitt um þessa eðalvagna.
Kv. Haffi
16.11.2009 at 11:30 #666936Það er venjulega skorið aðeins aftan úr frambrettum þegar þessir kantar eru settir á, tekin festing sem heldur drullusokkum í frambrettunum og stundum skorið aðeins úr stuðarahorni. Mér finnst líklegt að það sé búið að gera þetta allt eða flest hjá þér.
Ég myndi bara prófa að skella þeim undir, það verður ekki stórmál að laga ef eitthvað þarf á annað borð að laga.
Ég er akkurat að setja svona kanta á núna og reikna með að 35" fari undir án vandræða að því loknu. Ég er reyndar með 40mm klossa undir gormum og búinn að skrúfa upp til samræmis að framan.
Minn er 2.8 og ég hef aldrei verið með hann á 35" en hann er fínn á 33". Veit ekki hvernig 2.5 bíllinn er en held að hann sé með öðrum drifum og lægra gíraður en minn.
16.11.2009 at 11:45 #666938Takk fyrir svörin!
2.5 bíllinn er lengi upp í 100 en togar ágætlega, engin vandræði að halda hraða upp Hvalfjarðargöngin. Hann verður nú ekkert verri á þokkalegum 35" heldur en þessum ónýtu 33" sem eru á honum núna. Annars er þetta alger gullmoli var í eigu föður míns áður og ekki ekinn nema 155 þús. Skelli mér bara á 35 tommu og sé hvað gerist
Takk, Hrannar
16.11.2009 at 14:55 #666940Sæll
Hvaða hlutföll ertu með í bílnum hjá þér? Er hann bein eða sjálfskiptur? Fínt fyrir þig að lækka hlutföllinn aðeins til að gera hann sprækari. Það er málmplata á húddinu að innanverðu þar sem stendur einhver tala, t.d 4:636 eða eitthvað í áttina..
Þú getur líka slegið á þráðinn ef þig vantar frekari upplýsingar.
Matti 869-1618
16.11.2009 at 19:58 #666942Ég held ég fari með rétt mál að í 2.8 bílnum eru orginal hlutföllin 4.88 bæði í ssk og bsk bílum. En í 2.5 bilunum eru 5.29 hlutföll í bsk og ssk. Þannig það er ólíklegt að þú þurfir að lækka hlutföllin ef hann er með 5.29 fyrir 35"
í mesta lagi gæti bíllinn orðið örlítið hægari en á 33" en annars svipaður. Hlutföllin eru nokkuð lág í þessum bílum orginal.
Með breytinguna sjálfa að þá eiga nú 35" líklegast að komast undir óbreytt en ef ekki þá er það líklegast aðeins stærri klossar undir gorma að aftan og skrúfaður upp að framan til að þetta gangi, hugsanlega einhver örlítill skurður í viðbót en það ætti aldrei að verða mikið.
Kv. Davíð
17.11.2009 at 07:30 #666944Það er ekki alveg svo einfalt, 2.8 er með 4.88 ef hann er SSK en 4.92 ef hann er BSK. 2.5 bíllinn er með 4.88 ef hann er SSK en 4.88 eða 5.29 ef hann er BSK en það fer eftir árgerðum. 2.5 Bílar ’97 og yngri eru í flestum tilfellum með 4.88.
17.11.2009 at 09:27 #666946Sælir
Beinskiptir 2.8 bílar eru með 4:63 og stundum 4:88, en sjáfskipti bíllinn er með 488: og 4:90, 1995 árg er með 5:29 ef hann er sjálfskiptur en 4:88 minnir mig ef hann er beinskiptur. En 1998-2000 er með stærra framdrifi ef hann er 2,8 eða 7,75" en 7,25" ef hann er sjálfskiptur.. Voandi hjálpar þetta eitthvað. En eins og ég sagði þá stendur á málmplötu í húddinu hvaða hlutföll eru í bílnum..
En svo færðu allt í bílinn hjá honum í Partalandi uppá höfða.. Ég keypti 4:90 köggla hjá honum og setti 4:63 kögglana uppí
munaði slatta á þeim..
Kv. Matti
17.11.2009 at 10:03 #666948Bíllinn er beinskiptur. Ég var að skoða þetta og hlutfallið er 4.88. Hversu mikil aðgerð er að breyta hlutfallinu?
17.11.2009 at 19:28 #666950[quote:mntq3m4x]1995 árg er með 5:29 ef hann er sjálfskiptur en 4:88 minnir mig ef hann er beinskiptur[/quote:mntq3m4x]
Það er akkúrat öfugt.
17.11.2009 at 22:35 #666952Jæja keypti 35-12.5-15 DC dekk af spjallinu áðan. Stefni að því að setja þetta undir á morgun.
Hvar er best að láta henda þessu undir, bæði hvað varðar verð og almennilega balanseringu?
Kv. Hrannar
17.11.2009 at 22:54 #666954Það eru margir staðir sem koma til greina,en það virðist vera að það sé ódýrt á strandgötu í hafnarfirði..prófaðu að tala við þá
17.11.2009 at 23:14 #666956En ef þú keyrir ofan í Hafnarfjörð þá er sparnaðurinn unnin fyrir gýg, þar sem þetta eyðir svo mikið 😉
Það sleppur alveg með samsláttinn ef þú ert með dekkin á 10" breyðum felgum í staðinn fyrir 12,5". Gerir svipaða hluti á mjórri felgum þótt hann lúkki betur á þeirri breydd sem dekkin eru smíðuð fyrir. En varðandi krafleysið að þá er gott að bíða með að skifta um drifhlutföll og fara í breyðara púst. Það er lygilegt hvað 2,5" púst gerir fyrir þessa vél. Túrbínan kemur fyrr inn og vinnslan verður allt önnur. Svo er gott að fá sér boostmæli á túrbínuna og auka síðan boostið í henni smávegis. Það er gert með að setja ákveðinn fjölda skinna undir Waste-gate punginn sem er aftan við túrbínuna. Breytir þannig afstöðu armsins sem gengur ofan úr pungnum þannig að hann opnar ekki eins mikið og við það boostar bínan aðeins meira sem aftur gefur af sér eitthverja "aflaukningu"
Gangi þér vel.Kv. Haffi
PS. Svo á ég til handa þér 13" breyðar felgur sem passa undir svona bíl. Þú getur þá sleppt því að affelga 33" og sett 35" á þessar felgur í staðinn.
17.11.2009 at 23:31 #666958Ein spurning sem ég held að eigi alveg erindi í þennan þráð. Ég er með 33×12.50R15 undir mínum 2.8TDI en langar til að setja undir hann 35×12.50R15 þegar efni og aðstæður leyfa. Hann er kominn með kanta og ég er að ganga frá úrskurði, svo það er allt í góðu.
En spurningin er, hvað er ráðlagt að vera með breiðar felgur fyrir þessi 35×12.50 dekk? Ég er með 33×12.50 dekkin á 10 tommu breiðum felgum og virkar svo sem ágætlega held ég, en ég hef ekki mikla reynslu af svona felguvali. Gaman ef einhver reyndur maður skýrði þetta út og ráðlegði.
18.11.2009 at 01:47 #66696018.11.2009 at 07:56 #666962[quote:2gv36aas]Það er lygilegt hvað 2,5" púst gerir fyrir þessa vél. Túrbínan kemur fyrr inn og vinnslan verður allt önnur. Svo er gott að fá sér boostmæli á túrbínuna og auka síðan boostið í henni smávegis.[/quote:2gv36aas]
Þetta er alveg rétt hjá Haffa, að setja 2.5" opið púst án hljóðkúts gerir lygilega mikið fyrir vélina. Þú græðir nánast einn gír í brekkum eins og Kömbunum. Svo er Boost mælir alveg skilyrði því að það er ekkert víst að þú sért að fá fullan þrýsting eins og er, samkvæmt Mitsu gamla þá má 2.5 vélin fá 13-15psi áhyggjulaust.
18.11.2009 at 11:15 #666964Jæja 35" dekkin komin undir. Var gert hjá Dekkjaverkstæði Sigurjóns fyrir 10.300 (umfelgun + 4 nýjir ventlar).
Miðað við snögga skoðun þarf ég að skera 2-3 sentimetra innan úr aftanverðum frambrettunum annað ekki. Ég finn mjög lítinn mun á hvernig er að aka bílinn, nema að nýju dekkin eru betur balanseruð og því bara betra að keyra bílinn en áður ef eitthvað er. Finn ekki mun á afli í fljótu bragði.
Spurning með hluti eins og opið púst, verður bíllinn ekki leiðinlega hávaðasamur?
Kv. Hrannar
18.11.2009 at 21:24 #666966[quote="Hauxon":2d3khluu]Spurning með hluti eins og opið púst, verður bíllinn ekki leiðinlega hávaðasamur?
Kv. Hrannar[/quote:2d3khluu]
Ekki varð ég var við það hjá mér, maður verður aðeins var við smá hljóð aftanúr bílnum á vissum snúning undir vissu álagi en ekkert sem pirrar mann. Ég er með eina túbu aftarlega á pústinu rétt fyrir framan afturhásingu og endan beygðan niður. Ég vill meina það að beygjan á endanum hjálpi mikið til. Annars eru flott hljóð í þessum vélum með opið púst, mun flottari og óþvingaðri en í 2.8 bílnum.
18.11.2009 at 23:23 #666968Ég lét á sínum tíma setja opið 2,5 tommu púst á gamla Pajeróinn minn. Hann hresstist talsvert við það og hljóðið var í góðu lagi – aðeins þyngra og karlmannlegra á vissu snúningsbili en alls ekki til skaða. Það var einn lítill kútur aftarlega og ekkert meir.
Túrbínan gefur svo mikla hljóðdeyfingu að stórir kútar fyrir aftan hana eru óþarfir.
Lét gera þetta hjá Pústþjónustunni Ás á horninu á Nóatúni og Borgartúni.Ágúst
19.11.2009 at 01:36 #666970Takk fyrir svörin.
Athuga með púst við tækifæri.
19.11.2009 at 08:51 #666972Eitt sem mig langar að benda á.
Ég var að spá í opnu pústi undir LC 90 og spjallaði við þá í Ás í Nóatúninu. Niðurstaðan hjá okkur varð sú að það væri svo lítill munur á orginal pústinu og 2,5" pústi í sverleika að það væri vitleysa að henda því ef það væri í góðu standi sem það var.
Bíllinn var því tekinn inn á lyftu og pústið skoðað og þar sem að ástæðulaust var að henda því var stærsti kúturinn tekinn úr því og sett opinn túpa í staðinn. Mun betra flæði í gegnum hana og meiri " bassarödd" í honum eftir þetta. Það sem eftir er undir honum er því þessi túpa fyrir miðjum bíl ca og svo ein ræfilstúpa aftast sem er orginal. Maður tekur eftir hljóðinu í honum en það truflar ekki.
Það sem græddist á þessu var að bíllinn varð mun sprækari og ég losnaði við ákveðið vandamál sem ég hafði leitað töluvert eftir að losna við ( hökkti alltaf þega gefið var í og hann var í ca 2800-3000 rpm ) og eyðslan datt niður um ca 1 líter.
Borgaði innan við 20.000 kall fyrir þetta í sumar og sé ekki eftir því.Mín skoðun er sú að þegar leitað er eftir hestöflum er alltaf best að byrja á réttum enda sem ég tel vera pústið.
Þetta var svo gert við LC 90 bílinn hans tengdó og það sama var upp á tengingunum þar, ekkert nema eintóm gleði.Kv
Pétur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.