This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Ég var að hlusta á fréttirnar í kvöld og heyrði þá af dómtöku málsins vegna sjóslysins úti á Viðeyjarsundi þar sem maður er ákærður fyrir manndráp af gáleysi á þeirri forsendu að mér skilst að hafa verið drukkin við stjórnun sportbáts. Ég ætla ekki að fara að fjalla um það mál hér né hvort hann sé sekur eða saklaus, en þetta leiðir hugann að akstri á fjöllum og áfengisneyslu. Tek fram að ég hef ekki séð mikið af slíku á síðustu árum og held eða vona að minnsta kosti að það sé ekki stórt vandamál. Það er hins vegar klárt að það að stýra báti á sundunum og keyra jeppa á fjöllum á það sammerkt að hvortveggja krefst fullrar aðgæslu og óskertrar dómgreindar. Ef sambærilegt mál kæmi upp þar sem dauðaslys yrði á fjöllum og grunur léki á að ökumaður hafi verið ölvaður eru allar líkur á að það mál fengi svipaða meðferð og þetta mál vegna sjóslysins.
Ég er eiginlega bara að hafa orð á þessum pælingum til að hvetja jeppamenn til að láta slíkt mál ekki koma upp. S.s. bara horfa til framtíðar í þessu. Þetta er dauðans alvara.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.