Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Pæjero rúlar eða hvað ???
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Páll Halldór Halldórsson 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.05.2005 at 13:49 #195897
Hef það eftir áræðanlegum heimildum, að búið sé að banna alla umferð nálægt Pæjero verkstæði Heklu, því það má ekki sjást hvað er verið að gera þar. Sagnir herma þó að vélaskipti standi nú yfir í eina Pæjeronum sem hefur eitthvað farið á fjöll í vetur, og eins er verið að semja um 100 afsakanir í viðbót í afsökunarbókina „501 ástæða fyrir því að ég dríf ekki neitt“, en eins og allir vita er þessi bók biblía Pæjero eigenda. Það eru nú meiri drauma vagnarnir þessir Pæjeroar eða þannig.
Góðar stundir
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.05.2005 at 14:10 #522058
Vertu nú ekki svona svektur þó að þú þurfir að þvælast um á haugmáttlausum patta garmi sem að greinilega hefur ekki komist mikið á fjöll í vetur úr því að þú heldur að það sé bara ein pæja sem hefur farið e-ð á fjöll.
En ef þessar sögusagnir eru réttar þá er þetta önnur pajeróvélin sem fer frá upphafi 3,2 l vélanna – hvað ætli séu búnar að hrynja margar 3,0 l patta vélar á sama tíma ( og meira að segja þó að við tækjum töluna sem hlutfall af bílum í notkun – þar sem að það er jú til svo fjári mikið af vitl… jamm og jæja best að fara ekkert út í það)
En þó er þetta þannig með okkur á pæjunum við ferðumst á bílum sem er gaman að keyra og með fullt af afli – annað en blessaðir patta kallarnir sem eru að deyja úr leiðindum á þessum saumavélum sem hrynja svo á 30.000 km fresti – þetta entist þó í 120 þ hjá mér…. Og maður lifir bara við það að laga aðeins vélina á 5 ára fresti ef maður er sáttur þess á milli – en að vera hundfúll á haugmáttlausum tíkum og skipta um vél árlega ….ma ma ma maður bara skilur þetta ekki…
Ferðakveðjur – með fullt af afli
Benni
02.05.2005 at 14:59 #522060Hvað var það sem bilaði í vélinni?
Er ástandið virkilega orðið þannig að það þyki vel sloppið ef díselvél endist 120 þúsund km á meiriháttar bilunar?-Einar
02.05.2005 at 15:08 #522062Er þetta ekki í annað sinn sem vélin í þessum bíl hrynur?
kv
Rúnar.
02.05.2005 at 15:23 #522064þessar nýju díselvélar endast ekki nálægt því sem gömlu vélarnar gerðu því nýju vélarnar eru með tiltölulega lítið rúmtak og mjög háþrýstar en gömlu díselsleggjurnar eru lágþrýstar trukkavélar.
það segir sig sjálft að lítil vél sem kemur upptjúnuð frá framleiðanda og svo eru menn að túna þetta meira sjálfir ofan á það endist ekki lengi, þó að það sé tegjanlegt hvað mönnum finnst að sé góð ending.Kveðja,
Glanni
02.05.2005 at 15:37 #522066Tek það fram að ég er ekkert að tala um einhverja sérstaka tegund í þessu sambandi þetta virðist bara vera gegnumgangandi á nýjum vélum í dag.
02.05.2005 at 18:08 #522068Svona til að fá það á hreint, var 44" pajeroinn að steikja vélina í annað skipti? Er ekki málið að hætta bara þessari vitleysu, vera svolítið grand á því og setja 5,7 HEMI ofan í og byrja að njóta lífsins?
02.05.2005 at 18:14 #522070Sæll Hlynur.
Ég man ekki betur en þú sért ekkert voðalega brattur með þig, þegar þú kemur frá IH er búinn að versla eitthvað í Datsuninn, jafnvel þegar þú hefur brotið og bramlað sjálfur.
Nú þegar maður lendir í því að þurfa kaupa einn mótor takk fyrir og væntanlega borga hann sjálfur (án þess að vita það svo sem hvort hann lendir í því eða ekki), því mér skilst að hosa fyrir framan túrbínu hafi ekki verið til staðar í vetur í nokkurn tíma. Nú ef HEKLA ætlar að aðstoða hann með þetta mál, er það auðvitað frábært.
Þegar svona hosa losnar, má búast við því að túrbínan vilji ekki vera lengur "memm" og yfirgefur partíið, beint inn á vélina. Þá er um að gera að slá því svona skemmtilega upp á spjallinu og slá sjálfan sig til riddara um leið. En veistu það vinur, að það kemur manni oftast í koll, þegar maður veit bara ekki rassgat um hvað málið snýst.
Ég persónulega hef ekki talað við eigandann, en geri ráð fyrir að ekki sé gaman að standa frammi fyrir því að þurfa að opna veskið uppá gátt, þegar svona slys eiga sér stað. Það er því akkúrat ekkert sameiginlegt með þeim tveimum vélum sem hafa farið í þessum "frábæru" bílum, annað en það að þeim finnst ekki gott að bryðja járn, sem kemur inn í brunahólf.
Kv
Palli.
02.05.2005 at 18:45 #522072Ekki tek ég nú undir það að "Þórðargleðin" sé að fara með mann, eða að maður sé að gleðjast yfir óförum annara. Sjálfur er ég á þriðju vél og það er bara ekki neitt leindarmál hjá mér þótt eitthvað bili. Það hvarlar nú bara ekki að mér að þessi bíleigandi þurfi að borga sjálfur fyrir þessa vél (ef hún er ónýt) enda þessi bíl það nýlegur. Menn hafa nú farið mörgum og stórum orðum um ónýtar vélar í Patrol, og lofsungið sína tegund í hástert, en það þíðir ekki neitt að fara bara í fílu þegar eitthvað bilar og aðrir frétta af því og fara í píslarvottastellingar.
Þetta er ekki 44" Pæjan hans Benna bilaði, heldur einn á 38"
Góðar stundir
02.05.2005 at 18:51 #522074Vonandi kemst græjan bara í lag sem fyrst. Þetta er frekar óskemmtilegt, en maður jafnar sig þegar frá líður 😉
02.05.2005 at 18:54 #522076Af gefnu tilefni ætla ég að taka fram að þetta er ekki minn bíll sem hér um ræðir hann er enþá á sinni annari vél og við fulla heilsu – var það allavega þegar ég drap á honum fyrir um 15 mínútum.
Nú og svo er voðalega stutt síðan ég sá Palla á ferð þannig að ekki er þetta sá 44" pajeró – hinir sem eru á 44" eru víst ekki enþá komnir út úr breytingum þannig að vélarnar í þeim fara fjandakornið ekki að bila í skúrnum.
Nei ég held nú að því miður sé það þannig að þegar að búið er að tjúna þessa bíla – eins og aðra, með tölvukubbum sem auka aflið um allt að 25 % þá hafi það áhrif á endingu. Einhver setti fram áhugaverða kenningu um hestaflatíma sem að vélar hefðu – þannig að ef þú tekur meira út úr vélinni þá endist hún skemur – áhugaverð kenning hvað svo sem kann að vera til í henni.
En ég mun í það minnsta ekki setja tölvukubb við þá vél sem er núna í bílnum hjá mér enda er aflið án hans alveg yfirdrifið og skilar honum virkilega vel áfram á 44" hjólum.
Kveðja
Benni
02.05.2005 at 20:34 #522078Ertu til í að leggja undir þetta með hvort umboðið borgi vélina eða ekki ? Það sem ég á við, er að auðvitað vona ég að umboðið (eða framleiðandinn) aðstoði við svona uppákomu.
Eða er það eitthvað sem er pottþétt ? Getur framleiðandinn eitthvað gert að því, þótt hosa detti af túrbínu, hosa sem kannski hefur verið tekin af nokkrum sinnum bæði af eiganda eða verkstæðinu ? Nei, ég segi bara svona, hef ekki hugmynd um hvað gerist nákvæmlega. Þótt þið Datsun snillingarnir látið bjóða ykkur það að vera á 3ja mótor, þá finnst mér ömurlegt að lenda í svona, bæði fyrir bíleigandann og innflytjandann.
Nú, ef þessi mótor er ónýtur og MMC / HEKLA ætli að kleima pakkann, samglest ég vini mínum með það. Og það ætti þá að sýna að þeir sem stýra þessum málum hjá HEKLU, hafa áhuga á að standa sig gangvart jeppaeigendum.
Kv,
P
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.