Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › pæjero 1998 bremsuvesen
This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2004 at 11:37 #194934
Anonymouser að forvitnast var beðin að kíkja á gamlan pæja með bremsuvesen
lýsir sé þannig, að bremsan fer nánast alveg niður
tekur ekki við sér fyrr en í botni, en það er hægt að pumpa hana upp
ekki virðist vanta á kútinn og ekki finnst neinn leki.
nýlegir bremsuklossar eru í bílnum.
það er eins og varakerfið virki bara..Gæti þetta verið loft á kerfinu ?
hvernig ætti það að hafa komist inn þá ?
ef svo er þarf ég að tappa því af eftir einhv reglum
þeas í sérstakri röð ?einhv aðrar hugmyndir ?
kv
Þór -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.11.2004 at 11:41 #509474
Sæll!
Ef bremsurnar virka eftir pumpun er líklegt að þurfi að herða út í að aftan. Þar er að sönnu sjálfvirk útíhersla en hún virkar ólíklega. Prófaðu það.
Þ
25.11.2004 at 13:30 #509476Þetta getur hvort sem er stafað af lofti að af því að það þurfi að herða út í ( ef það eru skálar að aftan ).
Það þarf tvo til að ná lofti af bremsum, einn til að punpa og síðan standa á bremsunni, og annan sem opnar lofttappan, og lokar aftur, meðan staðið er á pedalanum. Það er tappi til að tappa af lofti oftan til á dælum við hvert hjól, það ætti ekki að skipta máli í hvaða röð tappað er af, en ég myndi byrja þar sem síðast hefur verið átt við bremsur.
-Einar
25.11.2004 at 13:46 #509478
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
By the way! Það að þurfa að kalla til aðstoðarmann við að tappa lofti af bremsum getur verið töf og vesen og þess vegna hafa menn þróað ýmsar aðferðir til þess. Sumir hafa verið með slöngur með einstreymisloka til að setja upp á lofttappana eða sett slönguna ofan í bremsuvökva þannig að loftið fari út þegar stigið er niður en bremsuvökvi sogist inn þegar er slakað. Besta aðferð sem ég hef reynt í þessu er þá að vera með stóra sprautu (svipaða og læknar nota nema bara talsvert stærri), fylla hana af bremsuvökva, slöngu upp á stútuinn og hún sett á lofttappann og vökvanum svo sprautað inn á kerfið. Loftið kemur þá upp í safnhólfið í stað þess að fara út um lofttappann. Með þessu er ekki bara hægt að gera þetta einn heldur er þetta mikið fljótlegri aðferð en að pumpa þetta með pedalanum. Bara passa að safnhólfið á höfuðdælunni yfirfyllist ekki og sullist út um allt (nota sprautuna til að minnka vökvann þar. Ég skipti algjörlega um bremsuvökva hjá mér með þessari aðferð á no time!
Bara svona til að deila þessu með fleirum!
Kv – Skúli
25.11.2004 at 13:55 #509480Ég kann eina aðferð enn.
Það er að setja yfirþrýsting á forðabúrið. þá þarf ekki annað en að losa loftskúfurnar í dælunum, og bíða þangað til allt loft er horfið. Bara að passa að forðabúrið tæmist ekki.
Ég keypti einhvern tíman sett til að gera þetta. það samanstendur af nokkurm gerðum loka sem passa á flestar gerðir forðabúra, og slöngu sem fer á ventil á dekki. Þetta svínvirkar.
Svo segja einhver fræði sem ég las einhvern tíman, að það skuli alltaf byrja á því hjóli sem er fjærst höfuðdælunni. Sel það ekki mjög dýrt.Kv.
Emil.
25.11.2004 at 15:09 #509482Það eru diskar allann hringinn, því þarf ekki að herða út í.
Ég fékk mér nokkuð stóra sprautu setti slöngu upp á stútinn og hinn endann á slöngunni á loftskrúffu bremsudælunnar, opnaði og saug þ.e. dróg upp í sprautuna. Hviss pang – búið.
kv. vals
25.11.2004 at 15:52 #509484Ég myndi skipta út vökvanum, bremsuvökvi er "fersk" vara og þarf að skipta honum út þar sem að hann "slitnar" alveg eins og bremsuklossar. Sé vökvin orðinn mjög gamall getur hann haft þessi áhrif.
Bremsurnar voru orðnar svona í bíl hjá mér og ég skipti um vökvan og var þá í fínu lagi með bremsurnar eftir að allt loft var komið af.
Ástand bremsuvökvans skipta miklu máli, alveg eins og að vera með heila klossa og diska.
Kv
Brutal
25.11.2004 at 19:49 #509486Þetta eru örugglega fastur sleði á bremsum sérð það ef lætur bremsa fyrir þig og sérð ef að dælurnar ganga til þá er eitthvað að
25.11.2004 at 20:47 #509488
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
held að sniðugast sé að skipta um vökvann
ætli ég vindi mér ekki í það
finnst það svona líklegasta skýringinn…kv
Þór
25.11.2004 at 21:06 #509490láttu okkur svo vita hvað var að
26.11.2004 at 14:37 #509492
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hlómar eins og ónýtar þéttingar í höfuðdælu. Þ.e.a.s. höfuðdælan er í raun tvær dælur og er önnur líklegast ónýt. Þannig að hún er t.d. einungis að dæla til framhjóla að hluta. Þá sleppur vökvin tilbaka í forðabúrið. Oft er um að ræða tvöfaldar eða fjórfaldar (tveggja / fjögurra stimpla) dælur að framan og er helmingnum stýrt af fremri hluta höfuðdælunnar og hinn helmingurinn af atari hlutanum. Ef annar hvor hlutinn bilar getur það lýst sér eins og þú lýsir því. Úr því ferðin fellur skiptir þú að sjálfsögðu um hemlavökva í leiðinni. Þetta getur t.d. bilað ef kerfið verður vökvalaust eða vökvinn lélegur. Getur verið leiðinlegt og kostnaðarsamt að laga háð verði á íhlutum. Hægt er að laga sumar höfuðdælur með nýjum pakkningum. En í sumum /ef ekki flestum tilfellum borgar sig að skipta út höfuðdælunni.
Góða skemmtun og gangi þér vel.
Þorsteinn Svavar McKinstry
26.11.2004 at 15:28 #509494Samkvæmt minni reynslu er það ekki algengt að höfðudælur bili, en þá lýsir það sér oft þannig að pedalinn sígur niður ef staðið er á honum eftir að búið er að pumpa. Það er langlíklegast að þessi einkenni stafi af lofti í kerfinu. Samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda á að skipta um bremsuvökva reglulega, ég held að það vanti mkikið upp á að það sé gert.
-Einar
26.11.2004 at 16:52 #509496
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef upphaflega bilunarlýsingin er lesin ásamt frásögninni af hvað Þór var búinn að reyna til úrlausnar, ætti ekki að vera loft á kerfinu. Ekki eru sjáanlegir lekar, en samt fellur þrýstingur. Þá kemur ekki lengur margt til greina. Innvortis blæðing – það sleppur hemlavökvi til baka. Bilanir í höfuðdælum eru ekkert mjög algengar sem betur fer en þær eru þó ekki heldur sérstaklega sjaldgæfar. Ég minnist t.d. í fljótu bragði þriggja bilaðra höfuðdæla í mínum bílum. Sem reyndar hafa verið fjölmargir (fleiri tugir) Nú síðast í sumar á rallýbílnum mínum. Vegna ofhitnunar á vökva og þurrðar í kjölfar gats á slöngu. Lýsingin á vel við dæmigerða bilun í höfuðdælu. En það borgar sig að leita af sér allan grun því þetta er svolítið rask ef skipta þarf.
Þorsteinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
