Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Oziexplorer
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Marteinn S. Sigurðs 20 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2003 at 18:31 #192339
AnonymousHvernig er þetta forrit að virka?
Ég var eitthvað að dunda mér heima áðan með landmælingadiskinn og komst þá að því að hann er algjörlega ekki neitt að virka til að keyra eftir. En þar sem ég er splúnkunýr í þessum bransa, þá væru allar ábendingar vel þegnar. Ég er með svona lítið garmin summit hand-tæki og ætla því að nota lappann til að sjá hvað ég er að gera.Andri.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2003 at 19:56 #470630
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvað þýðir þetta??
12.03.2003 at 20:52 #470632
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ekki skil ég hvað aumingja drengurinn er að meina. Við skulum þó fara mjúkum höndum um hann, sennilega er hann útlendingur og án máltilfinningar (verandi Færeyingur þekki ég þá erfiðleika). Held þó að hann sé í einhverjum vandræðum með OziExplorer forritið.
Auglýsum þó eftir þýðanda fyrir þann loðna (Fur-iousc, hvað í ósköpunum það er nú).
Kv,
Penis Paulsen
Fuglafirði.
12.03.2003 at 21:05 #470634Að mínum dómi hefur OziExplorer forritið mun fleiri kosti og mun færri ókosti heldur en Nobeltec (NavTrek), sérstaklega ef þú vilt geta unnið eitthvað sjálfur með efnið ("routes – waypoints -tracks"). Með Ozi færðu t.d. aldrei villustrik út í loftið eða sem köngulóarvef milli margra ferilpunkta. Ekkert vandamál að færa efnið fram og tilbaka milli forrits og GPS-tækis, en mjög erfitt getur reynst að koma ferlum (tracks) frá Nobeltec til tækisins. Mörg fleiri atriði mætti tína til.
Þú átt að geta fengið bílinn inn á nýja kortið frá Landmælingum, en ekkert annað, hvorki punkta né ferla. Þannig áttu að geta séð hvar þú ert á kortinu og hvort þú sért nokkuð verulega úti að aka!
Kveðja
Sverrir Kr.
12.03.2003 at 21:28 #470636
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég vil benda á mjög þægilegt, ódýrt og einfalt forrit sem heitir GARtrip og má nálgast á slóðinni http://www.gartrip.de . Þetta forrit hefur þá kosti að hægt er að nota punkta frá ýmsum öðrum forritum t.d. PCX5 skrár, OziExplorer skrár, Mapsource skrár og fleiri. Einnig er hægt að nota GPS tæki frá bæði Garmin og Magellan með þessu forriti. GARtrip vinnur með skönnuð kort ef menn vilja hafa kort undir ferlunum. Þetta forrit hefur reynst mér mjög vel til að halda utan um punkta og vinna með þá.
Geir
12.03.2003 at 22:14 #470638Smá innlegg fyrir nýliðann.
Lærðu fyrst á GPS tækið þitt og vertu sjálfbjarga án tölvu og forrita, svo getur þú fengið þér eitthvert forrit og lappa til að styðjast við. Það er ekkert ömulegra en að sjá fjallamann eins og "hana" á hól ef tölvunnar nýtur ekki við, trúðu mér, ég tala af reynslu.
Ef þú getur keyrt eftir GPS tækinu þá er nóg að hafa eitthvert ódýrt forrit til hjálpar, ég er farinn að nota kortagrunnin frá Landmælingum mikið en eingöngu til upplýsinga, NavTrak er líka gott til að geyma ferla, rútur og keyra eftir, það er líka hægt með ýmsum öðrum ódýrum forritum sem er hægt að "downloada" af netinu.
mbk. mundi
13.03.2003 at 00:08 #470640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þú athugar það líka að það eru nokkrar tegundir til af korta teikningum. Sennilega veistu að jörðin er hnöttótt sem gerir málið pínulítið flókið við að teikna líkan á flatt blað. Þannig þarftu að gá að því hvort Gps tækið þitt og korta formatið sé stillt á eins teikninga útfærslu. Gps tækið þarf að vera rétt stillt bæði hæð yfir sjó, tíma og svo er ein stilling í viðbót sem þarf að athuga vel. Hnattstaða ákveðins pungts er ákvörðuð með gráðum þ.e. lengdar og breiddarbaugar mínútum (60 í hverri gráðu lengdar og breiddar) sem hlutar gráðurnar niður í 60 jafna hluta og sekúndur (60 í hverri mínútu lengdar og breiddar) sem hlutar niður mínúturnar í 60 jafna hluta.
Á flestum Gps tækjum er valmöguleiki sem býður upp á að nota sekúndurnar sem hundraðshluta þ.e. 60 sek=>100 hundraðshlutar. Ef það er ósamræmi milli tækis og tölvu þá myndast skekkja sem er næg til að afvegaleiða þig um töluverða vegalengd.
Ég er fjarri því að vera snillingur í staðsetningarfræðum og væri sæll með að einhver fróðari myndi prófarkalesa og leiðrétta eftir þörfum.
Kv Isan
P.s. Mumundur hefur líka lög að mæla, það er fátt bjánalegra en maður í basli við 300 þús króna staðsetningarbúnað sem maður með áttavita og kort getur leyst. Það er reyndar alger grunnur fyrir þessari tækni að kunna á áttavita!!!!
13.03.2003 at 10:40 #470642
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hei kommon, ég er kannski loðinn, en Furiousc stendur nú ekki fyrir eitthvað loðfeldardæmi. Það er stytting fyrir Furious Charles, sem er eins konar gælunafn, þar sem ég er heiftin uppmáluð, þá átti þetta nafn víst sið mig :o)
En já, ég er alveg sammála þér mumundur, planið er ekki alveg að gleyma sér algjörlega í tækninni, heldur bara svona að læra á þetta drasl. Ég á allt tilbúið heima og afhverju ekki að kunna á það. Ég held að það sé til alveg meira en nóg af rafmagnstækjum á mínu heimili sem enginn kann neitt á. og ég var svona bara að dunda mér heima við í gær og datt því í hug að kanna hvort ég gæti lært að nota þetta allt saman.
Málið er líka bara að það gæti verið þægilegt að geta séð hvar maður er staddur á korti án þess að þurfa að hafa neitt fyrir því. Er það ekki tilgangur þróuninnar, að gera manni auðveldara með að vera latur :o)
Andri
13.03.2003 at 12:46 #470644
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Landmælingadiskurinn á að geta gert þetta fyrir þig, þ.e. sýnt þér á kortinu hvar þú ert staddur, en ekkert annað og eins og þú bendir á er ekki neitt navigation forrit. Þú getur ekki séð á því stefnu á tiltekinn punkt eða stefnuna sem þú keyrir, né látið það trakka. Þetta getur þú hins vegar GPS tækið gert fyrir þig og eins og mumundur bendir á er nauðsynlegt að kunna það, forritið getur krassað eða tölvan klikkað þegar verst stendur á.
OziExplorer er örugglega mjög skemmtilegt forrit en þá er spurning hvar maður fær kortagrunninn í það (er hann fáanlegur einhvers staðar?) Þess vegna hefur NavTrek orðið svona vinsælt því með því færðu allt sem þarf, kortin og navigation upplýsingarnar. Í akstri er afskaplega þæginlegt að sjá allar upplýsingar myndrænt á kortinu. Það hefur hinsvegar ýmsa galla, sérstaklega í kortaskeytingunum, og það er kannski mikið okkur sjálfum að kenna því mjög fáir kaupa pakkann heldur fá kópíu hjá félögunum sem gerir það að verkum að það koma engir peningar inn fyrir það og því hæpið fyrir söluaðila að leggja vinnu í að bæta úr göllunum.
Kv – Skúli
18.03.2003 at 22:22 #470646Eitt sem virðist gleymast í þessu öllu er að kortin á Landmælingadisknum eru í mælikvarðanum 1:250000, en kortin sem er verið að nota í Visual Navigator (Nobeltec) og OziExplorer eru 1:50000. Sem er náttúrulega verulegur munur í upplausn kortanna og er kanski aðalástæðan fyrir því að diskurinn frá Landmælingum er ekki nothæfur nema til að sína gróft hvar maður er, kom reyndar ágætlega fram í erindi frá Landmælingum á fundi í vetur.
Hvað varðar kort fyrir Ozi þá er verið að nota sömu kortin og fyrir Visual Nav. bara í öðru formati. Það á að vera hægt að taka Visual Nav. kortin og importa inn í Ozi, en svo ganga þau á milli manna eins og kortin fyrir Visual Nav.
Aðalkorturinn við Visual Navigator 4 og nýrri er að hann skeytir kortin saman þegar farið er milli korta, reyndar sér maður þá skekkjurnar á milli kortanna sem eru vegna vörpunar mála (hvernig kúla er flött út). Ozi aftur á móti hoppar á milli svipað og Navtrek 97 (eldri útgáfa af Visual Nav.) gerir.
Kostir Ozi fram yfir Visual Nav. eru líklega þeir helstir á hann notar kort í venjulegum bitmap formum (bmp, png, tif o.fl.) sem þýðir að það er hægt að skanna inn önnur kort og aðhæfa inn í forritið. Ég er t.d. með nokkur Atlaskort í Ozi (1:100000) sem einhver hefur skannað inn. Hitt er síðan að hann vinnur með hæð sem Visual Navigator gerir ekki. Ef t.d. trakkað er í Visual Nav. Þá geymir hann ekki hæðina í trakk skránni, sem Ozi gerir.
Kv. Helgi
18.03.2003 at 22:56 #470648Ozi notar sömu kortin og Nobeltec forritið, þ.e. NOS skrárnar, sem eru einhvers konar myndaformat. Þegar valið er Import NOS gerir forritið eigin skrár fyrir hvert kort með upplýsingum um vörpun, staðsetningu horna og fl. Þannig er hægt að samnýta kortin fyrir bæði forritin án þess að þurfa að hafa tvö sett á harða disknum.
Að mínu áliti er megin kostur Ozi fram yfir NavTrek/VisualSeries, fyrir utan það að kortin eru skírari, að það er hægt að vinna með punkta, leiðir og ferla engu síður en með Gartrip eða MapSource. Nobeltec forritin eru nær ómöguleg til slíkra hluta, auk þess sem fara verður í allra nýjustu útgáfur af VisualSeries til að þau geti sótt og sent gögn í nýrri Garmin tækin, en Ozi leikur sér að því og spjallar líka við Magellan.
Ástæðan fyrir hörmulegum samsetningum á 250000 kortunum er trúlega vörpunarmál, eins og Helgi bendir réttilega á. Nobeltec er gert fyrir kort með Transverse Mercator vörpun (sjókort) og 50000 kortin eru þannig, en 250000 kortin eru með keiluvörpun. Að hluta til er þetta vegna þess að sum kortin, sérstaklega gamla Mið-Austurland, eru vitlaus, maður er keyrandi upp um alla fjallatoppa á þeim.Kveðja, Grétar
19.03.2003 at 07:30 #470650Það er ekki hægt að útskýra vitleysurnar í 250.000 kortunum með mismunandi kortavörpunum, kortin eru einfaldlega illa gerð. Mér hefur reynst betur að nota 500.000 kortin, þó mælikvarðinn sé minni, þá eru kortin oft mun réttari.
Sjókort eru yfirleitt gerð með Merkator vörpun sem gefur fastan mælikvarða við miðbaug. Á okkar breiddargráðum breytist mælikvarðinn á slíkum kortum mjög hratt frá norði til suðurs. Merkator kort eru auðþekkt á því að lengdarbaugar eru samsíða og bæði lengdar- og breiddarbaugar eru beinarlínur.
Mælikvarði á UTM og Lambert vörpunum, eins eru notaðar á kortum sem Landmælingar dreifa, breytist um innan við 0.1% yfir Ísland.
Á Lambert kortum eru lengdarbaugar beinir en breiddarbogar hringlaga. Hvorugt á við um UTM kort, en munur á UTM og Lambert kortum verður ekki sjáanlegur nema farið sé langt frá þeim baugum sem notaðir eru til viðmiðunar. UTM kort af Íslandi eru annað hvort miðuð við 21°V (zone 27) eða 15°V (zone 28).
19.03.2003 at 10:02 #470652Það sem ég átti við er ekki að kortavörpun skýrði skekkjur í kortum heldur það þegar tvö samlyggjandi kort eru sett saman. Þetta sést mjög vel þegar farið er á milli korta í Visual Navigator. Ég ætla reyndar ekki að hengja mig upp á að þetta sé rétt hjá mér en minnir að ég hafi heyrt þetta hjá einhverjum sem átti að hafa vit á þessu.
Hvað varðar skekkjur í korunum sjálfum þá eru flest kort af Íslandi byggð á mælingum sem danir gerðu á fyrri hluta síðustu aldar, reyndar endurskoðað seinna, en það skýrir að ég held skekkjurnar í teikningu kortanna.
Í framhaldi af þessari umræðu um kortavörpun ætla ég að stinga því að stjórninni að fá fyrirlestur um kortavarpanir og kortamál á mánudagsfundi.
Kv. Helgi
19.03.2003 at 10:12 #470654Öll 1:50000 kortin eru með Mercator vörpun og skerast vel saman í Visual Navigation Suite (VNS)
1:250000 kortin nota Lamberts vörpun og VNS ræður ekki við að klippa þau rétt saman. Ég átti bréfaskipti við Nobeltec fyrir 2 árum eða svo út af þessu, þau könnuðust við málið en ekki stóð til að gera neina bragarbót, því þeirra fókus lá fyrst og fremst í 3D kortum.
Þetta er engu að síður eitthvað betra í útgáfu 6.5 sem ég er með inni hjá mér núna.
kv.
Eiríkur
19.03.2003 at 11:14 #470656Kortin sem Bandaríkjamenn hafa gert af Íslandi, í mælkvarða 1:50000, bæði kortin sem gerð voru af Army Map Service upp úr 1950 af öllu landinu og kortin sem Defence Mapping Agency gerði af miðbiki landsins, á níunda áratugnum, eru í vörpun sem heitir UTM eða Universal Transverse Merkator.
Þessi vörpun er allt öðruvísi en Merkator vörpunin sem notuð er á sjókortum sem Lanhelgisgæslan (sjómælingar) gefa út.
Kortin sem Landmælingar gefa út eru byggð á blöndu af gömlu dönsku kortunum og amerísku kortunum með uppfærslum úr ymsum áttum. Oftast eru litlar upplýsingar á kortnum um það hvaða viðmiðanir og varpanir er notaðar við gerð kortanna. Þessi kort oft bæði vitlaus og ónákvæm.
27.04.2004 at 11:18 #470658Ég á báða LMI diskana sem komið hafa út, 250k (sem inniheldur líka 500k) og svo 100k kortin sem komu síðar. Mig langaði að spyrja menn um vörpun þeirra og datum (viðmiðun?) þ.s. ég er að reyna að kalibrera þau fyrir Ozi.
Mig grunar að 250&500 séu Transverse Merkator og með datum WGS84 (ISN93?). Getur einhver staðfest þetta? Mér sýnist að þau sé auðvelt að kalibrera því hnitakerfið er á myndunum.
Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvaða vörpun og viðmiðun kortin á atlasdiskinum (100k) hafa, á þeim er ekkert sjáanlegt hnitakerfi. Veit það einhver? Reyndar efast ég um að ég nenni að koma þessum kortum yfir í ozi nema ég komi einhverri sjálfvirkni á það, enda eru þetta 40-50 kort.
Ég er alger nýgræðingur í þessu og ef einhver getur frætt mig þá væri það vel þegið.
-haffi
28.04.2004 at 11:43 #470660Eru allir snillingar uppi á fjöllum?
-haffi
28.04.2004 at 12:13 #470662
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvaða forrit ert þú að tala um, veistu um slóðirnar
28.04.2004 at 13:13 #470664Getur þú ekki bara prufað að hringja í landmælingar..
Þér hljóta að vita þetta..
Kveðja Fastur
28.04.2004 at 13:16 #470666Ég verð að viðurkenna að mér hafði bara ekki dottið það í hug!
Fíra mail á þá.
-haffi
28.04.2004 at 13:28 #470668Allar þessar upplýsingar er að finna í bæklingnum sem fylgir diskunum. Þetta er á bls. 10 í bæklingnum yfir Íslandskortin og á bls. 14 í bókinni með Altlaskortunum.
Kv Hjalti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.