Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Ozi Explorer – 1:50.000 kort af A-Vatnajökli
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Pálmi Benediktsson 16 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
24.03.2008 at 23:44 #202174
Góða kvöldið
Ég hef notað Ozi í mörg ár og undirliggjandi LMI kort 1:250.000 og 1:50.000 en inn í 1:50.000 kortapakkann vantar alveg svæði 2214 (Kollumúlaheiði og nágrenni) og hluta úr svæðum 2113, 2114 og 2115 (austanverður Vatnajökull). Ef einhver lumar á þessu þá má hann endilega hafa samband við mig.
Hefur þetta kannski aldrei verið til ?
kveðja
Agnar
agb@applicon.is
893 0557 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.03.2008 at 01:16 #618382
Ég mundi nú bara kaupa og láta skanna það kostar ekki mikið. Annars væri nú í lagi að boðið væri upp á LMÍ kortin í rafrænu formi í þannig formati að hægt væri að notað þetta í tld Ozi
25.03.2008 at 09:15 #618384Eru þetta ekki sömu kort og eru notuð með Nav Trek ?
kv
Agnar
25.03.2008 at 09:52 #618386Held að þessi kort hafi nú barasta aldrei verið til, hvorki á pappír né tölvu. Allavega ekki 1:50.000 UTM kortin sem við erum vön úr NavTrek og fleirum. Vantaði alltaf bæði vestur og austurendana á landið í þeim.
25.03.2008 at 10:20 #618388já það er líklega rétt hjá þér Rúnar. Fór inn á ferdakort.is og sé þar að það voru einfaldlega ekki gerð fleiri kort en fyrir miðhálendið. Sjá mynd:
[img:1ri8r1kg]http://www.ferdakort.is/images/stories/yfirlitskort/50-000.gif[/img:1ri8r1kg]
Ætli maður verði ekki bara að fara að nota Atlaskortin í 1:100.000 fyrir þessi svæði.
Hefur einhver skannað þau inn ?
25.03.2008 at 11:23 #618390Þessi kort eru enn þann dag i dag lang bestu kort sem fáanleg eru af klakanum en eru ekki til af öllu landinu eins og myndinn frá agnari sýnir. Þau eru að upplagi meira en 40 ára gömul og gerð af bandaríska vanarmálaráðuneytinu.
Skástu kortin sem dekka allt landið eru sennilega frá danska varnarmálaráðuneytinu í 1:100.000 atlaskortin svo nefndu. Þau eru ekki nándar nærri jafn góð og þessi kort. Svo eru Rsigmundsson mapsorce kotin sem eru að verða ansi góð en á þau vantar enn mikið af landupplýsingum fyrir þá sem eru að aka utan vega. Mér finnst alltaf eins og ég sé hálf berrasaður þegar ég er kominn út fyrir þessi bandarísku kort, ég er samt alltaf með öll hin kortinn með mér. Landmælingar íslands hafa staðið vægast sagt mjög illa gegn um árin hvað þetta varðar og maður spyr sig stundum til hvers í veröldinni þetta batterí var stofnað.
25.03.2008 at 14:57 #618392Ég held að Kaninn hafi gert kort af öllu landinu, ég á a.m.k. þannig kort af svæði, sem er utan þess sem LMI kortin dekka. Mér þykir því líklegt að einhvers staðar sé hægt að finna slíkt kort af þessu svæði og skanna það.
Þessi kort voru reyndar merkt "hernaðarleyndarmál" og vegakerfi og byggingar sennilega frá ca. fimmta eða sjötta áratug síðustu aldar. LMI kortin eru að ég held þessi sömu kort með nútíma vegakerfi.Grétar
25.03.2008 at 15:12 #618394Bandaríski herinn gerði tvisvar kort af íslandi, í mælikvarða 1/50000, strikuð með UTM griddi. Í fyrra skiptið voru gerð kort af öllu landinu, út frá loftmyndum sem voru teknar skömmu fyrir 1950. Þessi kort eru markt Army Map Service (AMS). Í seinna skiptið var bara hluti landsins kortlagður, þau kort eru merkt DMA (defense mapping agency) og Landmælingum. Yngstu kortin eru rúmlega 20 ára gömul. Þessi kort, skönnuð fylgdu Navtrek.
Draumurinn er að fá skönnuð AMS kort, til að nota þar sem DMA kortin ná ekki til.-Einar
25.03.2008 at 16:22 #618396Það hafa verið gefin út eitthvað fleiri 1:50.000 pappírskort en sýnd er á skyggða svæðinu hér fyrir ofan. Var allavega með eitt í höndunum um helgina á Drangajökli hvaðan sem kortið (lánað)kemur nú. 50.000 kortin eru frábær til að rata eftir en mér finnst samt alltaf gömlu 1:100.000 kortin vera laaaaangbest því þar eru sýndir klettar og hamrar í landslaginu en það sýna önnur kort ekki hvort sem þau séu á pappír eða tölvu. Hef aðgang af nokkrum gömlum eintökum af 1:50.000 kortum. Athuga með Kollumúla í kvöld og læt vita ef eitthvað finnst.
25.03.2008 at 20:47 #618398Sælir,
Það er þannig að R. Sigmundsson lét skanna 1:50.000 kortin á sýnum tíma og þá fengum við einungis að skanna þau kort sem Landmælingar höfðu gefið út.
Hin kortin eru til og þá merkt hernum og fékkst ekki leyfi að skanna þau þar sem það var herinn sem varð að gefa leyfi fyrir því.
Ástæðan sem þau hafa ekki verið seld er að LMÍ þarf að yfirfara þau til að geta gefið þau út sem er týpískt gamaldags stofnana dæmi. Ég hefði viljað að LMÍ fengi leyfi frá hernum að skanna kortin og bjóða þau frítt á heimasíðu sinni, það væri einungis skönnunarkostnaðurinn sem LMÍ þyrfti að standa straum af.
Svo gætu einstaklingar stillt þau af sjálfir og sett upp í Nobeltec, Ozi, Fugawi og öllum hinum forritunum.
Kveðja,
Rikki
PS: Vektor grunnurinn sem Garmin MapSource kortin eru byggð á uppruna sinn úr þessum kortum…
25.03.2008 at 21:31 #618400Það er sorglegt að þessi gömlu AMS kort skuli ekki vera fáanleg í stafrænu formi. Gömlu AMS pappírskortin eru víða til og því hægt að skanna þau, en hæðalínugrunnurinn og mælingar á landinu, sem mér skilst að séu eign hersins, liggja sjálfsagt í einhverri skúffu í Washington engum til gagns. Gömlu herforingjaráðskortin (Atlas) 1:100.000 eru falleg kort eins og vonandi sést hér:
[img:18d51u1d]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6031/49978.jpg[/img:18d51u1d]
Hins vegar skortir þau mikið uppá nákvæmni AMS kortanna eins og vonandi sést hér af sama svæði:
[img:18d51u1d]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/6031/49977.jpg[/img:18d51u1d]
Ég prófaði að skanna svona kort inn fyrir mig fyrir einhverja ferð um þetta svæði, en það er kleppsvinna að gera það á A4 skanna, maður þyrfti að komast í skanna sem tekur heil kortablöð. En vonandi taka LMÍ af mér ómakið og gefa út það sem vantar uppá í 1:50.000, maður yrði ánægður að fá gömlu AMS kortin bara eins og þau eru, án nýrra vega og mannvirkja.
Kv. Þór
25.03.2008 at 22:42 #618402Takk fyrir góð svör.
A1 skönnunin verður ekki vandamál svo nú er bara að fara að gramsa eftir þessum hernaðarleyndarmálum í 1:50.000.
Varðandi 1:100.000 kortin þá er spurning hvort það er ekki bara hægt að fá þetta skannað frá LMÍ fyrir eitthvað smá gjald. Alla vega þá á ég ekki kortin til fyrir þetta svæði í 1:100.000.
26.03.2008 at 00:41 #618404Fór að gramsa í gömlum gps diskum hjá mér og fann 1:100.000 kortin skönnuð og calibreruð fyrir mestan part af svæðinu fyrir austan og norðan Vatnajökul. Þau ættu að duga fínt, málinu er því reddað í bili.
Samt spurning um að fara að herja á LMÍ varðandi restina af AMS kortunum….
kveðja
Agnar
26.03.2008 at 08:41 #618406Það er hægt að fá út í næstu bókabúð kortadisk af öllu landinu í 1.100.000 frá Landmælingum. Eldri 50.000 kortin eru svo sannarlega orðin dálítið gömul. Sum merkt frá 1948 og 1950. En virka samt utanvega en þó ekki við jaðra jökla.
17.04.2008 at 18:24 #618408Til að toppa slælega frammistöðu okkar íslendinga í kortagerð af klakanum þá eru einhverjar þjóðverjar að dunda sér við að búa til íslandskort fyrir gps tæki (mapsorce) sem þeir gefa. Það kort virðis mér að mörgu leiti orðið betra en garmin kortið sem selt er á fimmtánþúsund hér heima og ef þeir uppfæra þetta jafn ört og þeir hafa gert í framtíðinni verður þetta það skásta sem kostur er á innan skamms. Þessi kort eru með 20 metra hæðarlínum og miklu af vitlaust skrifuðum örnefnum. Það vekur athygli að gögnin sem þeir nota til að gera þessi kort virðast ekki koma frá Landmælingum íslands eða íslenskum fyrirtækjum, enda væri þetta þá ekki frítt eða hvað.
Ég var að setja nýasta kortið frá Þjóðverjunum upp og ætla að prufa að nota það um helgina og vera duglegur að bera saman við önnur kort.
http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html
[url=http://www.ourfootprints.de/gps/mapsource-island_e.html:3dphya7f][b:3dphya7f]Tengill á niðurhalssíðuna [/b:3dphya7f][/url:3dphya7f]
05.12.2008 at 23:04 #618410Hefur einhver reynslu af því að nota þetta þýska kort frá ourfootprints.de?
Mér sýnist þetta svona í fljótu bragði vera ágætis vinna hjá þeim, búnir að merkja margt nytsamlegt inn, t.d. vita og ljósmerki, vöð, heitar laugar, fossa, útsýnisstaði ofl. en helsti gallinn er örnefnaskorturinn og þar sem þeir hafa lítið farið um er lítið að marka staðsetningar á slóðum og vegum, en betra þar sem margir punktar eru.
Gott að hafa þetta kort með hinu útaf upplýsingunum sem þeir eru búnir að setja inn.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.