FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Öxulvandræði

by Björn Ingi Óskarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Öxulvandræði

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ólafur Eiríksson Ólafur Eiríksson 17 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 24.02.2008 at 17:43 #201943
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant

    Ég er í nettum vandræðum með afturhásingu undir Súkku sem ég á. Hásingin er Dana 44 undan gömlum Willys og er með það sem Kaninn kallar tapered öxlum, það er að segja að nafið er laust á öxlinum og er fest með kíl og splittaðri ró upp á endan á öxlinum. Það virðist alltaf koma los á þetta og við það verður kíllinn ónýtur og líka kílsporið í öxlinum og nafinu. Er búinn að skipta út einum öxli útaf þessu. Bíllinn er á 38″ þannig að eflaust er meira álag þetta en ætlast var til í upphafi. Þá kemur stóra spurningin til ykkar snillinga þarna úti.Get ég notað „venjulega“ öxla úr annari Dana 44 undan yngri Willys eða á ég bara að fara að leita mér að annari hásingu og skipta þessari út. Það væri miklu meiri vinna heldur en að skipta bara um öxla. Endilega gefið mér góð ráð því maður þorir varla að fara neitt af hræðslu við að þetta gefi sig þegar verst stendur á með til heirandi vandræðum og veseni. Kv. BIO

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 24.02.2008 at 18:56 #615224
    Profile photo of Kristinn Magnússon
    Kristinn Magnússon
    Participant
    • Umræður: 91
    • Svör: 1775

    Sæll
    ég leitaði aðeins að þessu á google og fann þennan þráð:
    http://forums.off-road.com/jeep-short-w … stion.html

    Þarna tala þeir um eitthvað full-float kit frá Warn sem virðist ekki vera lengur í framleiðslu… fyrir utan það virðist ekkert vera hægt að gera fyrir þessa hásingu þar sem þeir segja að öxlar úr yngri bíl passi ekki. Síðan er auðvitað hægt að láta smíða öxla í þetta ef menn tíma því… eða skipta bara um hásinguna!





    24.02.2008 at 22:05 #615226
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Sæll Kristinn
    Takk fyrir þetta. Ég var reyndar aðeins búinn að skoða þetta á netinu líka en datt kannski í hug að einhver hefði fundið einhverja lausn á þessu. Það er nú svo margt brallað í jeppamenskunni sem ekki á að vera hægt að gera. Gallinn er sá að þetta er orðið svo gamalt dót sem ég er með að allir eru hættir að pæla í því nema sérvitringar eins og ég. Vandræðin við að skipta um hásingu eru þau að ég er með Súkku millikassan og get þarafleiðandi ekki notað hvaða hásingu sem er því kúlan þarf að vera til hliðar.Endilgea ef einhverjum dettur í hug eitthvað sem kæmi til greina látið mig vita. BIO





    24.02.2008 at 22:33 #615228
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég hef nú ekki séð þessa öxla sem þú lýsir en ef þeir eru eins og ég sé fyrir mér eftir þína lýsingu þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að sjóða öxulinn fastan við nafið.

    Freyr





    24.02.2008 at 22:33 #615230
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég hef nú ekki séð þessa öxla sem þú lýsir en ef þeir eru eins og ég sé fyrir mér eftir þína lýsingu þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að sjóða öxulinn fastan við nafið.

    Freyr





    24.02.2008 at 23:06 #615232
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Einn möguleiki gæti verið að nota afturhásingu undan litla 70 krúser, hún er með kúlunni farþegamegin ef ég man rétt.
    -haffi





    25.02.2008 at 07:53 #615234
    Profile photo of Guðni Sveinsson
    Guðni Sveinsson
    Participant
    • Umræður: 217
    • Svör: 686

    Sæll ég kannast við svona mál. Hringdu í mig í síma 8925426 eða sendu mér mail í gudnisv@simnet.is kveðja Guðni





    25.02.2008 at 08:47 #615236
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Það er víst ekki gott að sjóða saman pott og stál segja mér vanir suðumenn þannig að það kemur ekki til greina en mér var búið að detta það í hug líka. Ég mun athuga þetta með lc 70 hásinguna. Guðni ég hef örugglega samband við þig, takk fyrir það. Kv BIO





    25.02.2008 at 12:06 #615238
    Profile photo of Emil Borg
    Emil Borg
    Participant
    • Umræður: 47
    • Svör: 805

    Sæll Björn

    Þú mátt alls ekki sjóða flangsinn við öxulinn. Ef það er gert brotnar öxullinn rétt við suðuna. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa ferðast með bílum með þessum útbúnaði í fleiri en eitt skipti. Í eitt skipti eyðilagðist kíllinn þannig að við neyddumst til að sjóða þetta fast. það dugði í ca. 10 km. á vegi en þá datt hjólið undan.

    Kv.
    Emil





    25.02.2008 at 21:46 #615240
    Profile photo of Olgeir Örlygsson
    Olgeir Örlygsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 343

    Sælir

    Ég átti einu sinni Willys með svona öxlum. Þeir voru til friðs enda bara 33" dekk undir.
    Ég tók þetta einhvern tímann sundur og þá sat þetta rosalega fast.

    Mér dettur í hug að vandræðin hjá þér séu til komin af sliti á kóninum. Að kónninn á öxlinum passi ekki alveg við kóninn í flangsinum. Spurning hvort þú fengir þetta til að vera til friðs ef þú settir bæði flangsinn og öxulinn upp í rennibekk og tækir kónana örugglega rétta. Og svo er náttúrulega betra að tékka að róin herði örugglega, það er skrúist ekki í botn, að brjóstinu.

    Kveðja Olgeir





    26.02.2008 at 01:10 #615242
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Ég á erfitt með að trúa því að þetta sé ósuðuhæft. Ef rétt er að málum staðið hef ég fulla trú á suðu. Byrja á forhitun og svo sjóða með krómvír, suðan hömruð heit og að lokum pakkað inn í steinull til að stykkið kólni hægt- þessar aðferðir eru til þess að koma í veg fyrir staðbundna herslu við suðu sem myndi annars orsaka miklar spennur í efninu og um leið gera efnið stökkt (brothætt). Tek það samt fram að ég er ekki fagmaður í suðu- væri milkið til í að fá álit "alvöru" suðumanns á þessu.
    .
    Freyr





    27.02.2008 at 00:35 #615244
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Engin fróður suðumaður sem hefur áhuga á að ausa úr viskubrunni sínum???

    Freyr





    27.02.2008 at 13:18 #615246
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir. Ég þekki að vísu ekki þessa gerð af öxlum en ég er í mörg ár búinn að vera með í Weaponinum öxla sem ég fékk úr flaki .Þeir eru með rillum á báðum endum og notuð lok af framhásingu. Þau eru með rillum. Þetta hefur reynst vel og kemur í veg fyrir spennu ef eitthvað er bogið . Þetta er kannski ekki hægt hjá þér en Árni Brynjólfsson í Hafnarfirði smíðaði fyrir mig varaöxul. Víponinn með mislöngu öxlana (eftir 1953) var gjarn á að brjóta styttri öxulinn. Kv. Olgeir





    27.02.2008 at 19:24 #615248
    Profile photo of Þórir Gíslason
    Þórir Gíslason
    Participant
    • Umræður: 40
    • Svör: 353

    Þú getur gleimt því að sjóða öxulinn
    Það er ekki hægt svo haldi.
    Besta lausnin er sennilega hásing undan L C 60.
    Ef Það er ekki í mindinni komu Villisar með
    d 44 með plötuöxlum 71 til 74 að minsta kosti
    enn þá eru öxlarnir með 30 rilur inn við drifið .
    Þú ert vænti ég með 18 rilur.
    Það er líka tiltölulega einfalt að smíða fljótandi
    Öxla í hásinguna ef þú vilt meiri upplísingar hringdu í mig .
    S 8942026.
    Kveðja Þórir.





    27.02.2008 at 23:57 #615250
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Það klikkar ekki að leita til ykkar hér á vefnum, búinn að fá fullt af góðum ráðum takk fyrir það.
    Hef verið í sambandi við Guðna Sveins og fengið góðar upplýsingar þar. Mál standa nú þannig að ég veit um LC70 hásingar hér á staðnum og er að spá í að fara bara út í að skipta þessu dóti öllu út. Er ekki frekar auðvelt að fá hlutföll og læsingar í þessi drif? KV Björn Ingi





    28.02.2008 at 02:38 #615252
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Það er yfirleitt auðvelt að finna lása í þessar hásingar (svo lengi sem menn nenna að opna veskið, kostar morðfjár…)
    .
    En þægileg drif og ekki svo dýr hlutföll, hægt að spæna keisinguna úr með litlu veseni, þarf ekkert að stilla drifið með rörið undir og fljótlegt að skipta út kögglum ef eitthvað klúðrast.
    N.B. Það er 8" (7,8" raunar) kambur í þessum drifum. Reverse að framan (ef þú vissir ekki af því nú þegar, sem ég geri eiginlega ráð fyrir ef þú hefur skoðað þessar hásingar eitthvað:)
    Nægilega sterk fyrir þína þyngd. Ég er með svona hásingu að framan í 2,5t (brúttó) bíl (4runner TD). Virðist halda enn sem komið er. (kemur samt að því að þetta bro…. 7-9-13)
    .
    kkv, Úlfr
    E-1851





    28.02.2008 at 05:18 #615254
    Profile photo of Ólafur Eiríksson
    Ólafur Eiríksson
    Participant
    • Umræður: 19
    • Svör: 540

    Þessir öxlar – eins og líklega allir nútíma bílöxlar eru yfirborðshertir. Það þýðir að þeir eru mjúkir að innan en ysta lagið tekur herslu. Líta má á bílöxla sem rör, þar sem rörið er herta yfirborðið. Við snúningsátak er spennan mest við yfirborðið, sama gildir raunar líka við vægi á öxla vegna burðar.

    Fasaskipti í stáli verða við um rúmar 400 gráður og suða af einhverju tagi afglóðar, eða herðir suðusvæðið meira/minna – eftir því hvernig er að verki staðið. Aðalatriðið er að herslan á suðusvæðinu verður öðruvísi en í nágrenninu sem þýðir spennuhækkanir kringum suðuna. Þetta veikir öxulinn mjög verulega. Sama gerist ef borað er í öxul eða slípað, kom fyrir þegar menn voru að reyna að ná krumphólkum af öxlum hér í den. Djúpir ryðpollar hafa sömu áhrif. Þessvegna er t.d lykilatriði og skoða hvort að ryð hefur komist í kúluliði (toy-patrol) því það veikir þá verulega. (liðirnir eru líka yfirborðshertir)

    Það er möguleiki að reynsluboltar í málmsteypu-herslu kunni ráð til að taka soðna öxla í hitameðferð sem dugir eftir suðu. Fræðilega séð ætti það að vera hægt. Ég dreg þó verulega í efa að okkar bestu menn hafi nægilegar upplýsingar um efnið í öxlum, eða að þeir hafi tækjabúnað til að framkvæma slíkt. Í öllu falli er sú leið ófær vegna kostnaðar nema um ræði ófáanlega hluti sem er afar kostnaðarsamt að skipta út.

    Almenna reglan er að það þýðir ekki að sjóða bílöxla.
    Og þeim skal hent sjáist á þeim skemmdir eftir slípun, borun, nudd eða aðrar yfirborðsskemmdir.

    Afsakið þráðaránið.

    Ps
    Hafi nafið losnað á öxlinum einu sinni passa kónarnir ekki saman og engin leið er að fá þetta fast. Vanalega er það nafið sem hefur aflagast – öxullinn er harðari. Efast um að legulím dugi þó má reyna það í hallæri. Sami búnaður var á öxlum í volvo lapplander og það þurfti fjári stóra pressu til að ná því í sundur ef allt var eðlilegt.

    Kv
    Óli





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.