This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 16 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég er í nettum vandræðum með afturhásingu undir Súkku sem ég á. Hásingin er Dana 44 undan gömlum Willys og er með það sem Kaninn kallar tapered öxlum, það er að segja að nafið er laust á öxlinum og er fest með kíl og splittaðri ró upp á endan á öxlinum. Það virðist alltaf koma los á þetta og við það verður kíllinn ónýtur og líka kílsporið í öxlinum og nafinu. Er búinn að skipta út einum öxli útaf þessu. Bíllinn er á 38″ þannig að eflaust er meira álag þetta en ætlast var til í upphafi. Þá kemur stóra spurningin til ykkar snillinga þarna úti.Get ég notað „venjulega“ öxla úr annari Dana 44 undan yngri Willys eða á ég bara að fara að leita mér að annari hásingu og skipta þessari út. Það væri miklu meiri vinna heldur en að skipta bara um öxla. Endilega gefið mér góð ráð því maður þorir varla að fara neitt af hræðslu við að þetta gefi sig þegar verst stendur á með til heirandi vandræðum og veseni. Kv. BIO
You must be logged in to reply to this topic.