Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Öxlar
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Magnússon 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.02.2009 at 21:10 #203764
Kannast einhver við að hægt sé að setja einhverskonar húð á öxla? Þannig er mál með vexti að annar framöxullinn hjá mér er örlítið slitinn einmitt þar sem pakkdós er, sem gerir það að verkum að það smitast alltaf svolítið út af olíu og eitthvað inn af vatni þegar maður sullar.
Svo ég stend frammi fyrir því að skipta um þennan öxul, nema til séu einhverjar aðferðir til þess að húða þennan stað á einhvern hátt til að koma í veg fyrir lekann. Hefur einhver heyrt af slíku ?
Bíllinn er LC80 og þetta er innri öxullinn að framan sem um ræðir.
Kv. Ólafur
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.02.2009 at 21:26 #640314
er hásingin bogin?
en annars fást pakkdósir hjá Marlincrawler sem eiga að vera betri
07.02.2009 at 21:42 #640316Vélaverkstæðið Egill hefur sprautað á slitna öxla og loftlæsingar sem leka og slípa svo niður í mál.
Svo fengust í SKF(Bílanaust) þunnir þartil gerðir hólkar sem eru slegnir uppá öxulinn og pakkdósin á ekki að leka eftir það.
KV: HP
07.02.2009 at 21:57 #640318Veit ekki hver selur [url=http://www.alliedbearings.com/mfg_prod/seals/cr_speedi/index.html:2il08q6g][b:2il08q6g]Speedi Sleeve[/b:2il08q6g][/url:2il08q6g] hér á landi en það gæti reddað svona máli.
–
Bjarni G.
p.s. hefði verið snjallt að lesa smáaletrið… dótturfyrirtæki SKF sem framleiðir þetta.
07.02.2009 at 22:00 #640320skf var að selja þessar slífar…. en ég veit ekki hvað varð af þessu eftir að skf hætti…. þeir fóru inní bílanaust og eru svo komnir í landvélar. eru þeir með allt heila klabbið?
07.02.2009 at 23:21 #640322fást í Bílanaust -skf.
Landvélar og Bílanaust N1 eru með sitthvort umboðið af skf og slifarnar fást einungis hjá Bilanaust -skrítið!-ég er einmitt búin að gera þetta í nokkur skifti með góðum árangri í Patrol og LC 80
08.02.2009 at 10:40 #640324Er hægt að nota áfram orginal pakkdós eftir að búið er að slá þessar slífar upp á öxulinn?
Kv. Júnni
08.02.2009 at 11:12 #640326það hlítur að vera í lagi að sjóða í sárið með 0,5 rústfrýum pinna í sárið og rennan í mál.
talaðu við þá í Arentsstál eirhöfja 17,þeir redda þessu fyrir þig
08.02.2009 at 12:22 #640328það er hægt og á að nota orginal pakkdósir eftir
slífar og þetta er enga stund gert!Og ég mæli ekki með því að soðið sé í driföxla -frekar að sprauta
(renniv egills)bara minn tebolli.
En auðveldast og ódýrast er að setja slífar þær hafa
reynst vel ,setur jafnvel legulím undir þá ertu klár.
08.02.2009 at 13:13 #640330ég tel það ekkert til fyrir stöðu að sjóða í svona öxull frekar en dritskaft eða tjakk öxul.þetta er það lítið sem þarf að sjóða í að öxullin varla volnar með svona grönnum vír,0,5 rústfríum
slífar eru líka ágætar lausnir enn ekki varanlegar
08.02.2009 at 14:32 #640332Er ekki hægt að fá pakkdós sem er með örlítið þrengra innanmáli? Smyrja síðan með slummu af rauðri feiti? Nei bara pæling.
08.02.2009 at 16:07 #640334Það er mun betra að henda öxlum strax en að sjóða á þá. Þeir eru yfirborðshertir og suðan spillir herslunni, veldur spennuhækkun í yfirborðinu sem leiðir alltaf til brots.
08.02.2009 at 18:32 #640336Þakka ykkur fyrir upplýsingarnar. Það er alveg á hreinu að ég ætla ekki að sjóða í öxulinn, þar sem ég veit að það veikir hann. Góð hugmynd með þessar slífar sem hægt er að fá, ég ætla að skoða þá lausn. Enda alltaf hægt að skipta bara um öxulinn ef það gengur ekki upp. En þó kannski hægt að lengja líftímann eitthvað með slífanotkun, ekki veitir af á þessum síðustu og verstu
En telst þetta fúsk ? :-)))
Kv. Óli
08.02.2009 at 21:24 #640338Hvar kemst eiginlega vatn að pakkdós í framhásingu í LC80? Hefði haldið að þú værir að tala um pakkdósina sem er "inní" hásingunni en ég man ekki betur en að það sé inní liðhúsinu… Er ekki liðhúsið fullt af vatni þá?
Það sullar alltaf olíu og feiti saman hjá mér að framan og það hefur aldrei verið til vandræða nema þegar ég hef verið að rífa helvítans filt-pakkingarnar aftan á liðhúsunum en það er ekki svo oft…
.
kkv, Úlfr
E-1851
09.02.2009 at 02:55 #640340Nei, ég held að slífar séu fín lausn, original framleiðendur nota þær stundum undir pakkdósir. Góðar slífar ættu að endast öxlana, eða bílinn þessvegna.
30.03.2009 at 20:20 #640342Sælir félagar
Enn er ég í vandræðum með öxulpakkdós í LC80. Forsagan er sú að síðasta vetur brotnaði öxull hjá mér að framan, þ.e. liðurinn brotnaði og ég brá á það ráð að kaupa nýjan öxul hjá Stáli og Stönsum og setti dótið saman. Fljótlega eftir það fór að leka olía með fíltpakkningunni innan á liðhúsinu, vatn fór inn á drifið og olían varð hvít eins og vera ber. Ég reif allt dótið í sundur, skipti um legur og pakkdósir og setti allt saman aftur fyrir skoðun og virkaði það fínt. Nema nokkrum kílómetrum síðar fór aftur að leka. Ég fór þá og talaði við Breyti og þeir voru mér mjög hjálplegir, tóku bílinn inn með stuttum fyrirvara og fundu út að koparfóðringin sem er inni í legustútnum var orðin ónýt, einnig að öxullinn var orðinn örlítið slitinn þar sem innri pakkdósin liggur við hann. Svo ég keypti nýja fóðringu og allt var sett saman, með þeim orðum að ef enn væri leki, þá þyrfti ég örugglega að skipta um öxul.
Svo ég var hinn rólegasti ók austur á land og var ekki kominn langt þegar aftur fór að leka. Þar sem þetta hafði verið dæmt sem öxulmál, var ég frekar rólegur og hugleiddi þetta ekki frekar, fyrr en um dagin, þegar ég fékk upplýsingar hér á síðunni um að hægt væri að setja slíf á öxulinn til að redda þessu. Ég keypti því slíf sem sett var á öxulinn, en þá kom í ljós að áðurnefnd koparfóðring var aftur orðin ónýt. Ég keypti nýja fóðringu, skipti einnig út pakkdósum og þegar ég setti saman og endaði á að setja flansinn á, sá ég að öxullinn gekk til um ca 2 cm út og inn. Þegar þetta var rannsakað nánar, komst ég að því að flansinn var fyrir "non-abs" öxul, en öxullinn var fyrir abs, en abs öxullinn er örlítið lengri en hinn. Þetta var arfur eftir fyrri eiganda bílsins. Ég keypti því nýjan flans fyrir abs og öxullinn var nú eins og á að vera, hreyfðist lítið sem ekkert eftir að splittið var komið á. Nú gat varla neitt klikkað. En eftir einn góðan túr á Langjökul er pakkdósin aftur farin, því aftur er farið að leka og ég er eiginlega ráðalaus í bili. Nenni ekki að rífa sundur til þess að skipta um pakkdós, bara til að fá leka aftur, svo ég þarf að leita ráða varðandi þetta. Ath. þetta er bara vinstramegin að framan, hægri hliðin er eins og hugur manns. Þekkir einhver góð ráð sem gætu hjálpað ? Hafa menn lent í slíkum vandræðum með öxla frá Stáli og Stönsum? Getur verið að slífin sé að skemma pakkdósina … einhverjar aðrar hugmyndir?
Kv. Óli
30.03.2009 at 20:50 #640344þú ert með bogna hásingu. öxullinn liggur ekki í miðjunni á pakkdósinni og þessvegna slítur hann kopar slífinni og pakkdósinni hratt og örugglega… þú getur annað hvort látið laga þetta = rífur hásinguna undann strippar hana og lætur rétta hana….
eða þú getur föndrað við það að skifta um pakkdósir á nokkur hundrað km fresti…. hvernig er að ná öxlinum úr hásingunni? öxullinn á að renna auðveldlega í og úr.
30.03.2009 at 20:54 #640346Sammála Bassa. Þetta er klárlega bogið rör.
Góðar stundir
30.03.2009 at 21:00 #640348Öxullinn rennur auðveldlega úr … og í aftur. Og mat Breytismanna er að hásingin sé ekki bogin. Fleiri tillögur ?
Kv. Óli
30.03.2009 at 21:22 #640350það er ólíklegt…
en á milli stírisarmanna og liðhúsanna eru settar skinnur, sem eiga að stilla eftir mínum skilningi, preloadið á pinion legurnar. en mér hefur verið sagt að þessar skinnur stilli öxulinn í miðjuna á pakkdósinni…
en ég mindi rífa þetta í sundur, og áður en þú tekur pakkdósina úr, mindi ég renna einhverjum öxli sem passar í rillurnar á drifinu, inní hásinguna og sjá hvernig hann situr í hásingunni… þú gætir t.d. rifið kúluliðinn af öxlinum, og rennt innri öxlinum inní rörið.
.
en hugsaðu aðeins um þetta, er pakkdósin rifin öðru megin? ef svo er mindi ég halda að öxullinn lyggji meir utan í henni þeim megin.
30.03.2009 at 21:36 #640352það eru líka til pakkdósir frá marlin crawler, sem eiga að fyrirgefa meir heldur en þessar original, en ég held þú græðir bara nokkra km í viðbót.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.