Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › „Óvitar“ á ferð í Bláfjöllum
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 15:22 #199181
AnonymousÍ dag laugardaginn 16.desember var fyrsti formlegi opnunardagurinn í Bláfjöllum. Ég brá mér þangað um hádegisbilið og var ætlunin að fara um svæðið á gönguskíðum. Mér brá illilega þegar ég sá að floti jeppa hafði farið um svæðið og bókstaflega lagt það í rúst. Allt Suðurgilið og inn í Kerlingardal var sundurtætt. Maður kemst ekki hjá því að hugsa hvernig þeir ökumenn sem voru þarna á ferð haga sér þegar í óbyggðir er komið úr því að þeir haga sér svona á skíðasvæðinu okkar. Hvar í veröldinni haldið þið að ökumenn leyfi sér að aka um skíðsvæði? Það gengur heldur ekki að bera því við menn viti ekki að þetta er bannað. Svæðið er þrælmerkt með upplýsingum um að bannað sé að fara um svæðið á ökutækjum. Við verðum að sameinast í því að STOPPA það fólk sem hagar sér svona.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.12.2006 at 18:15 #571760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Maður er feiminn við að tala um eigin jeppaferðir á fjöll þegar fréttir af svona idiotum koma í fjölmiðlum. Við verðum að hafna þessu annars fáum við bara "vitleysingar" stimpil á okkur.
Eins með vélsleðana út um allt á gönguskíðasvæðinu. Ef menn eru á vélsleða er hægt að vera hvar sem er annarstaðar.
Respect.
19.12.2006 at 20:51 #571762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit svosem ekki hvernig merkingarna eru þarna nuna ekkert farið uppeftir enn mer segir svo hugur að þar seu bara merkingar um það sem er bannað!!! ég fordæmi þessa vitleysinga sem þeysa þarna um skiðasvæðið sjalft enn það er alveg magnað að hvergi ´seu merkingar og aðstaða fyrir þá sem stunda mótorsport það eru fleiri þúsund manns sem stunda motorsport og ekki vantar að tækin seu skattlögð því við höfum til dæmis borgað reiðstígana undir hestamenn í öll þessi ár… her eru fotboltavellir og skautasvell skiðasvæði og íþróttahallir enn alltaf þegar kemur að motorsporti þá halda menn að það se nó að henda einhverjum hundraðþúsundköllum í okkur og það sé nóg ég ssem sleðaeigandi vill geta keyrt stutta leið utur bænum til að geta stundað mitt hobbý, á ekki að þurfa keyra fleiri hundruð km uppa jökul. i sumar var loksin sett upp braut fyrir vélhjolamenn i josepsdal enn þar er bara hluti vandans leystur…. nuna veit eg að sleðamenn áttu ágætis samstarf við skiðasvæðið i blafjöllum i fyrravetur þeir fengu að vera i friði á einhverju akveðnu svæði…. þá væri auðvitað ráðlegt að merkja það svo menn viti hvar er i lagi að fara og keyra
kv mikki
19.12.2006 at 21:00 #571764Þetta er í sjálfu sér ekkert flókið.
Þegar keyrt er austur eftir Suðurlandsvegi ….. ekki beygja til hægri inn Bláfjallaafleggjaran. Keyrðu bara í 5 mín. í viðbót og þá ertu komin að Jósepsdal… og af vatnsverndar svæðinu….og málið DAUTT.
–
En það er ekki nóg fyrir fólk… það VILL vera á Bláfjallasvæðinu og það er þá erfitt að hjálpa fólki sem vill ekki taka leiðbeiningum.
Samstarfið er fólgið í því að vera ekki á Bláfjallasvæðinu.
Ég hef mætt sleðamönnum í miðri skíðabrekku á Fram svæðinu leið upp beygjulyftuna og yfir í dalinn hinu megin við. Þegar ég talaði við þá þá ætluðu þeir bara rétt að skjótast… þetta voru tveir fullorðnir menn og þeir gerðu sér alveg grein fyrir því hvað þeir voru að gera… en samt… bara rétt aðeins að skjótast…
þetta er ekki eina dæmið.
Það sama á við um bílana þeir "halda" að það sé í lagi að keyra inn fyrir Suðurgil og yfir göngubrautarsvæðið t.d ef að skíðasvæðið er lokað þó þeir viti að almennt sé það ekki leyfilegt. Þó að svæðið sé lokað þá eru margir á gönguskíðum sem að nota sér heiðina til útiveru.
Og þá eru bara sjálfar skíðabrekkurnar eftir. Menn vita að þetta er ekki leyfilegt þess vegna fara þeir í skjóli myrkurs. Þó að svæðið sé lokað þá er alltaf verið að vinna brekkurnar til að hafa góðan grunn og skurðir/hjólför eftir bíla flokkast ekki undir góðan grunn. Mjög oft eru skíðaæfingar í fjallinu þó að svæðið sé lokað fyrir almenning og er þá búið að skemma fyrir þeim.
–
Samantekt: það er skrítið hvað fólk sem vill vera frjálst í náttúrunni á fínu bílunum/sleðunum sínum sækir í að vera á lokuðu og vernduðu svæði. Ekki bara það heldur veit það upp á sig skömmina.
Það er ALLTAF "ekki leyfilegt" að keyra utan vegar í Bláfjalla fólkvanginum … getur ekki verið skýrara.
Nú er ég einungis að alhæfa um þá sem sækja í þessi svæði … ekki hina.kv. Stef.
20.12.2006 at 00:37 #571766Ég er nokkuð sammála Stefaníu hér. Flestir sem ég þekki til vilja ekki einhver skipulögð svæði til að ferðast á. Þetta er kannski öðruvísi ef menn líta á þetta hobbí sem mótorsport, þá er sjálfsagt málið að koma upp skipulögðum svæðum með afmörkuðum brautum, en almennt hefur það ekki verið talið verkefni Ferðaklúbbsins, einmitt af því hann er Ferðaklúbbur en ekki mótorsportklúbbur. Sjónarmiðið hefur miklu frekar verið að fá frið fyrir of mikilli skipulagningu og fá að aka á snjó og frosinni jörð svona nokkurn vegin eftir eigin höfði. Kannski er málið að koma upp ákveðnum stöðum til að spóla á í snjó í nágrenni höfuðborgarinnar, en það á kannski frekar heima með akstursíþróttafélögum.
20.12.2006 at 01:06 #571768Fyrst skúli er sammála stefaníu þá verð ég náttúrlega að vera ósammála honum… Ég held að þessi útivistarsvæði sem eru í námunda við byggð verði að vera skipulögð og skiptir þá engu hvort það tilheirir drullutæturum eða beltadýrum annars verður aldrei friður…
20.12.2006 at 09:56 #571770Reyndar alveg rétt hjá Benna að þar sem margir hópar koma saman þarf eitthvað skipulag að vera á hlutunum og einhverjar reglur til að hlutirnir gangi upp og við eigum örugglega eftir að sjá meira af slíku í framtíðinni. Verð samt að segja að það er frekar leiðinleg framtíðarsýn, en kannski óhjákvæmileg í nágrenni borgarinnar (eða borganna svo ég taki Akureyri með;) og eitthvað sem menn koma líklega til með að verða að sætta sig við.
Kv – Skúli
20.12.2006 at 11:22 #571772Það lýsir fádæma frekju þegar vélseðamenn, jeppamenn eða aðrir tækjamenn ýja að því að fá vera á eða nálægt skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Fólk sem vill njóta fjallanna í kyrrð og ró án hávaða eða ummerkja eftir vélknúinn ökutæki á sér bara einn frekar lítinn griðarstað í nágrenni höfuðborgarinnar þ.e. fólkvanginn í Bláfjöllum og skíðasvæðið.
Hávaðinn frá vélsleðahjörð rétt utan við göngubrautina út á Heiði skapar ekki beint rómantíska umgjörð. Ég veit ekki betur en að vélknúin tæki hafi restina af landinu til að leika sér á. Er það ekki nógu stórt svæði?Kv. Árni Alf.
20.12.2006 at 11:37 #571774Árni minn það má kannski snúa þessu við, eiga göngu og skíðamenn ekki restina af landinu líka ef farið er út í það og ef það væri snjóþekja yfir landinu þá gætu skíða og göngumenn verið hvar sem er myndi ég ætla.
PS ég er þó ekki að bera í bæti flákann fyrir þessa aula sem hafa verið að spóla þarna hjá ykkur. Þið hljótið að vera búnir að kæra þessa menn er það ekki
20.12.2006 at 12:27 #571776Ekki veit ég hvort Ofsi er skíðamaður. Hann hlýtur samt að sjá í hendi sér að áreitið sem maður á gönguskíðum sem er að njóta kyrrðarinnar á fjöllum verður fyrir af völdum vélsleða- eða jeppahjarðar getur verið talsvert mikil. Áreitið sem skíðamaður veldur mönnum lokuðum inn í bíl eða á æpandi vélsleða er að ég held ekki sambærileg.
Kv. Árni Alf.
20.12.2006 at 13:45 #571778Það er óafsakanlegt að valda öðrum óþægindum og leiðindum
í hvaða formi sem er, hvort sem það er vélknúið ökutæki eða 2 jafnfljótir.
Landið er nægilega stórt fyrir öll þessi sport sem stunduð eru hér svo við
þurfum ekki að vera að troða á öðrum.
þeir sem eru svo miklir Vanvitar eða Tregir og Vitgrannir
ættu kannski bara að vera lokaðir inni í þartilgerðum búrum
kv,,,MHN
20.12.2006 at 14:11 #571780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ætlar fólk í alvöru að fara úr límingunum????? það er engin að tala um að menn eigi að fá að spræna þarna í brekkunum… það er bannað og ekkert óeðlilegt við það….. bláfjallasvæðið einskorðast ekki bara við þessar skíðalyftur….. það eru fullt af svæðum sem fólk kemur litið á á skiðum málið með þetta svæði er það að það er oft nægur snjor þarna til að keyra á enn nanast ófært vegna snjoleysis uppa heiði það er ástæða fyrir því að skiðasvæðið er þar sem það er hvað er td oft opið uppí hamragili á móti opnunardögum i blafjöllum???? það eiga ekki allir sleðamenn jeppa svo þarna er aðkoman að skipta mali þarna er rutt langt uppfyrir snjólinu svo það er ekkert mal að koma þarna með sleðann á kerru vippa honum af og lata sig hverfa..á síðunni pinkracing.tk undir tenglar…..bláfjöll ma sja kort af svæðinu og hvar Það ma keyra sleðana ég veit ekki betur enn þetta hafi gengið vel i fyrra og menn snöggir að lata þá vita sem foru inna bannsvæðið…. enn það væri nottlega best að merkja þetta svo ekki komi upp misskilningur
[img:1avvf9wi]http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=9668165&uid=4512915&members=1[/img:1avvf9wi]
20.12.2006 at 14:11 #571782
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
mér hefur nú ekki einu sinni dottið hug að beygja inn Bláfjallaafleggjarann, mig langar ekki að jeppast þar, hjólin keyri ég í brautum og í sveitinni, fólk er að drepast úr frekju og tillitsleysi held ég.
20.12.2006 at 14:42 #571784Meiri umræða … án þess að fara úr límingunum.
Málið snýst hvorki um það hvort að Árni geti verið á rómantískri gönguskíðaferð né um það hvort að Ofsinn sé skíðamaður. Óþarfi er að gera lítið úr gáfnafari og tengja það við innilokun. Það eru engir vanvitar þarna á ferðinni eða óvitar nema síður sé. Yfirleitt er um einbeittan "brota"vilja að ræða.
–
Málið snýst um að þetta ER SKILGREINT SVÆÐI og skipulagt sem fólksvangur – útivistar/skíðasvæði og vatnsverndarsvæði. Reglurnar segja að utan vega akstur er "ekki leyfilegur". Þetta er bara staðreynd… En íslendingurinn á svo erfitt með að fara eftir reglum… finnst það oft ekki eiga við sig bara hina.
Fyrir austan Bláfjöllin eru mikil landssvæði … sem að ekki tilheyra fólkvanginum eða vatnsverndarsvæðinu… keyra bara í 5 mín. í viðbót á 110 km hraða því að 90 km hámarkshraði er … fyrir hina… og þá er búið að leysa málið… og þessi umræða þarf ekki að eiga sér stað á hverju einasta ári…
–
Mörk svæðisins þess, sem fólkvangurinn tekur til, eru línur sem dregnar eru 1) úr kolli Vífilfells 2) í Hákoll 3) í Kerlingahnjúk 4) í (litla) Kóngsfell 5) í Bollann við Grindaskörð 6) í horn Heiðmerkurgirðingar við Kolhól 7) með Heiðmerkurgirðingu í punkt, þar sem hún sker línu milli Stríps og Stóra Kóngsfell 8) í Sandfell, norð-vestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilfells.
tekið af http://www.ust.is
–
Fyrir þá sem ekki vita þá er kollur Vífilfells niður við Sandskeið. Og línan í Sandfell nánast samsíða Suðurlandsveginum í átt til Reykjavíkur.
Kv. Stef.
–
p.s. ég tel það ekki hlutverk Bláfjallafólkvangs að leysa úr vandræðum jeppalausra vélsleðamanna eða snjóleysis annars staðar á landinu. Fann það ekki í reglunum. ;->
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.