Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › „Óvitar“ á ferð í Bláfjöllum
This topic contains 33 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefanía Guðjónsdóttir 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.12.2006 at 15:22 #199181
AnonymousÍ dag laugardaginn 16.desember var fyrsti formlegi opnunardagurinn í Bláfjöllum. Ég brá mér þangað um hádegisbilið og var ætlunin að fara um svæðið á gönguskíðum. Mér brá illilega þegar ég sá að floti jeppa hafði farið um svæðið og bókstaflega lagt það í rúst. Allt Suðurgilið og inn í Kerlingardal var sundurtætt. Maður kemst ekki hjá því að hugsa hvernig þeir ökumenn sem voru þarna á ferð haga sér þegar í óbyggðir er komið úr því að þeir haga sér svona á skíðasvæðinu okkar. Hvar í veröldinni haldið þið að ökumenn leyfi sér að aka um skíðsvæði? Það gengur heldur ekki að bera því við menn viti ekki að þetta er bannað. Svæðið er þrælmerkt með upplýsingum um að bannað sé að fara um svæðið á ökutækjum. Við verðum að sameinast í því að STOPPA það fólk sem hagar sér svona.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.12.2006 at 16:23 #571720
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
‘Eg held að ég hafi séð einhvera á live2cruze spjalla þar um að hafa verið að tæta í bláfjöllum skal pósta því hér inn þegar síðan hjá þeim kemst í lag
16.12.2006 at 17:49 #571722eru sem sagt sunnudagsökusauðir og ekkert annað.
Endilega reyna að komast að hverjir þetta eru og svo á að kæra svona menn.Kv
Snorri Freyr
16.12.2006 at 18:26 #571724
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er nýbúið að bæta við ábyggilega 10 skiltum á staura víðsvegar um svæðið. Þannig að það skal enginn lengur bera því við að hann viti ekki að þetta sé bannað. (eitt slíkt skilti á staurnum þar sem förin byrja)
Ég var líka á ferð þarna í morgun. Tók meðfylgjandi mynd. Það er víða mun verra en þetta. Bláfjallastarfsmenn eru alveg æfir út af þessu og hafa beðið okkur útivistafólk að taka myndir og koma til þeirra ef okkur tekst að standa menn að verki.
Félagar í 4×4 eru útivistafólk sem ég veit að bera virðingu fyrir náttúrunni. Þess vegna finnst mér að eitthvað róttækt verði að gerast í þessu máli. Þetta kemur óorði á jeppamenn. Áberandi tilkynning á forsíðu 4×4 væri góð byrjun.
[img:2v068jif]http://www.ismennt.is/not/geirs/IMG_7626s.JPG[/img:2v068jif]
16.12.2006 at 19:31 #571726Strákar, Strákar.
Drepum þetta leiðindamál í fæðingu, við höfum ekkert efni á þessari umræðu.
Ég skora á vefnefnd að setja tilkynningu á forsíðu f4x4.is strax.
LG
16.12.2006 at 20:33 #571728Verð að leggja orð í belg. Hef unnið sem skíðagæslumaður í Bláfjöllum s.l. tvo vetur. Svona til útkýringar þá felst starfið m.a. í því að skíða brekkurnar og sjá til þess að þær séu boðlegar skíðafólki. Slysagildur (t.d. grjót eða ójöfnur) eru fjarlægðar eða merktar til að fyrirbyggja slys. Þar sem skíðagæslumaður kemur að flestöllum slysum á svæðinu þá veit ég af reynslunni að hjólför á skíðasvæði eru slysagildra. Gildir einu hvort það er í troðinni brekku eða í göngubrautinni.
Núna eru komin upp um 10 skilti þar sem fram kemur að akstur vélknúinna ökutækja utan vega sé strangleg bannaður á skíðasvæðinu. Það er því ekki lengur hægt að bera því við að menn viti ekki af banninu. Af hverju fara menn þarna um í hópum í skjóli nætur? Þeir vita mæta vel að þetta er bannað. Bannað og siðlaust.
Skíðasvæðið er útivistarstaður fyrir fólk sem vill njóta náttúrunnar í sem mestri kyrrð og örugglega sem mest laus við ummerki eftir ökutæki. Í stað þess að fara um í gullfallegu veðri í dag þar sem stirndi á snjóinn fékk skíðafólk og annað útivistarfólk, börn og gamalmenni, að fara um sundurspólað svæði, bæði erfitt og hættulegt yfirferðar. Þarna hafa bílar á stórum dekkjum farið niður úr krapa og því förin sums staðar klettfrosin og varasöm. Til að kóróna aumingjaskapinn hafa þeir þurft að keyra til baka eftir göngusporinu sem troðið var í gærkvöldi.
Svona uppákoma á skíðasvæðinu er síður en svo einsdæmi og okkur jeppa- og útivistarfólki ekki til framdráttar. Ég færi varlega í að fullyrða að þetta séu allt einhverjir unglingar sem ekki tilheyri klúbbnum.
Skora á stjórn 4×4 að skoða málið og álykta um þetta.
Kv. Árni Alf.
16.12.2006 at 20:59 #571730Árni Alfreðsson ég skora á þig að sega ekki á opinberum vettvangi að hér séu félaga 4×4 að skemma Bláfjallasvæðið. Í ykkar sporum myndi ég óska eftir aðstoð okkar við að koma þessum utanvegaakstri frá.
Þar getum við aðstoðað, félagar 4×4 vita hvar má keyra og hvar ekki.
Um leið og svona komment koma færðu okkur bara upp á móti þér og það er ekki neinum til góðs og þá hreinlega getum við ekki komið þessum akstri frá.Virðingarfyllst
Lúther Gestsson
R-1175
16.12.2006 at 21:31 #571732Eitthvað hefur þetta verið illa orðað hjá mér. Ég biðst afsökunar ef orð mín megi lesa á þann hátt að þetta séu í stórum stíl félagar 4×4. Það er af og frá að svo sé. Hins vegar getur auðvitað einn og einn svartur sauður slæðst inn í góðan félagskap. Ég skrifaði þetta inn á vefinn til að vekja athygli á afar slæmu máli fyrir orðstír jeppamanna. Ég veit að 4×4 eru mjög ábyrg samtök sem tekið er mark á. Það getur því varla verið gott að fá klúbbinn upp á móti sér.
Kv. Árni Alf.
16.12.2006 at 21:54 #571734Svona hegðun á Bláfjallarsvæðinu er ekki nokkrum til framdráttar og spillir fyrir þeim sem berjast fyrir góðri umgegni.
Það að verkumerkin eru eftir bíl, eða bíla, virðist alltaf tengja F4x4 við málið, án þess að F4x4 hafi vitneskju um skemdarvargana.
Svipuð hegðun varð til þess að vélknúin umferð var bönnuð tímabundið á Hvannadalshnjúk og einnig virðast umsagnaraðilar nota það sama gegn vélknúinni umferð í umsögnum um Vatnajökulsþjóðgarð.
þess vegna er áríðandi að ná til sem flestra ökumanna og leiðbeina þeim í umgengni um landið.
Dagur Bragason umhverfisnefnd F4x4
16.12.2006 at 21:59 #571736Þetta er hrikaleg hegðun og óþolandi í alla staði !!
En smá hugmynd er hægt að setja upp eina eða Fl myndavélar þarna uppfrá ??? Það væri allavega ansi
gott svo þessir aðilar náist !!!! Eða hafa þarna vakt ???
Allavega er nauðsynnlegt að gera eitthvað í þessu !!Kveðja Sæmi og Hrönn
16.12.2006 at 22:16 #571738Eins og var bent á framar í þessum þræði þá voru einhverjir á http://www.live2cruize.com að stæra sig af utanvegaakstri á þessu svæði. Ég efast um að reyndir jeppamenn myndu fara að leika sér á þessu svæði, við eigum að vita betur.
.
En það getur verið erfitt fyrir klúbbinn að ná til þessara manna, oft eru þetta krakkar nýkomnir með prófið sem hlusta hvort sem er ekki á okkur. Við verðum samt að reyna…………
.
JHG
16.12.2006 at 22:18 #571740
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
[Úbbs. ekki hægt að breyta titli, þetta átti auðvitað að vera óvitar á fjórhjóladrifsbílum, ekki óvitar í klúbbnum, hehe]
Fyrir ári síðan hóf ég þráð um nákvæmlega sama efni. Sá þráður var góður og málefnalegur í fyrstu.
Tilfellið er að við höfum enga hugmynd um hvort hér voru félagsmenn eður ei á ferð. Auðvitað viljum við öll trúa að svo hafi ekki verið. En að segja að allir félagsmenn 4×4 viti hvar megi keyra og hvar ekki er fullmikil alhæfing að mínu mati þar sem það kemur fram í þræði mínum frá í fyrra að ég stöðvaði tvö jeppa utanvega í Bláfjöllum og þar kom á daginn að félagsmaður viðurkenndi að hafa verið að verki.
Sem frábær félagsskapur og hagsmunasamtök tel ég að 4×4 hljóti einnig að hafa fræðsluhlutverk sem mér finnst í þessu tilfelli eigi að teygja sig til allra jeppamanna, ekki bara klúbbfélaga. 4×4 ber að sjálfsögðu ekki ábyrgð á sínum félagsmönnum. Fólk ber bara einfaldlega ábyrgð á sjálfu sér.
Þess vegna skulum við bara hér með hætta alfarið þeirri umræðu hvort um félagsmann var að ræða, það finnst mér vera óþarfa umræða.
Það eitt að umræða sé í gangi spyrst út og skilar árangri.
17.12.2006 at 12:03 #571742Dagur, hvar er þessar umsagnir um Vatnajökulsþjóðgarð að finna?
17.12.2006 at 12:46 #571744sennilega er helst að finna þetta á ust.is.
17.12.2006 at 13:17 #571746
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=44705
þetta eru náttúrulega bara fávitar ekkert annað
17.12.2006 at 14:07 #571748Og hér hafa snillingarnir sett inn myndir líka.
http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?t=44705
17.12.2006 at 14:31 #571750
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
17.12.2006 at 14:40 #571752Þá er búið að finna sökudólgana, nú er bara spurning hver á að hafa samband við þá og útskýra fyrir þeim að þetta sé bannað. Reyndar viðurkennir einn þeirra að þeir hafi farið í Bláfjöllin og biður menn um að sega ekki frá, greinilegt að hann vissi að hann var á bannsvæði.
Vilja Bláfjallamenn ekki bara kæra þessa vitleysinga fyrir utanvegaakstur?
LG
17.12.2006 at 14:47 #571754Mjög lítið er að finna á netinu um þetta, en hlutar eru þar og hér.
Hér er [url=http://www.eldhorn.is/hjorleifur/midhale.html:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]erindi[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] eftir Hjörleif Guttormsson þar sem hann leggur til takmarkanir á vélknúinni vetrarumferð.
Ég hef ekki séð svipaðar tillögur frá öðrum.
Hér er [url=http://umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Vatnajokulstjodgardur_ahrif_a_ferdatjonustu.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]skýrsla[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] um áhrif þjóðgarðsins á ferðaþjónustu
Hér er [url=http://www.ust.is/media/fraedsluefni/Vatnajokulstjodgardur_AB.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]skýrsla[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] frá UST.
Hér er [url=http://www.umvefur.is/land/2002vatnajokuls.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]skýrsla[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] félagsfræðinga.
Hér er [url=http://www.fljotsdalur.is/media/fundarger%F0ir/sveitarstj%F3rn/2003/29.sveitarstj%F3rnarfundur%20%2005.08.2003.doc:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]sveitarstjórnarfundur[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] Fljótsdalshrepps.
Í þessum [url=http://www.karahnjukar.is/files/2002_9_27_urskurdur_ur_heild.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]úrskurði[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] er töluvert mynnst á Vatnajökul.
Hér fjallar [url=http://www.lv.is/files/2003_5_21_RO_erindi%20um%20Vatnajokulsthjodgard.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]Landvirkjun[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] um þjóðgarðinn.
Hér er [url=http://www.os.is/umsagnir/umsagnir1998/98020005tjodgardaramidh.html:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]umsögn[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] Orkustöfnunar.
Hér er skýrsla um [url=http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Natturufar_og_natturuminjar_umhverfis_Vatnajokul.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]náttúrufar[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] .
Hér er [url=http://www.umhverfisraduneyti.is/media/Vefutgafa_baeklings/Vidauki_H.pdf:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]áfangaskýrsla[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] un þjóðgarð norðan vatnajökuls.
Hér er góður [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=umhverfismal/1494:1x0eq5tl][b:1x0eq5tl]þráður[/b:1x0eq5tl][/url:1x0eq5tl] af vef F4x4
17.12.2006 at 17:15 #571756
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í þetta skiptið reyndar vélsleðar.
Í dag fór ég í Bláfjöllum að stunda snowkiting (krafdrekar á snjó). Þar var einnig gönguskíðafólk og leitarhundaæfing björgunarsveitamanna.
Það fyrsta sem ég sé er að e-r á F250 var búinn að bakka upp að skafli og voru tveir sleðar þrumandi um skíðasvæðið en aðallega keyrandi upp og niður Sólskinsbrekku, æfingasvæði skíðamanna (að ferja upp fólk á snjóbrettum). Sem betur fer voru einhverjir Bláfjallastarfsmenn á ferð og hafa væntanlega veitt þeim rækilegt tiltal.
Ég skil þetta engan vegin, nú fá vélsleðamenn að vera algjörlega í friði austan við Fram lyftu.
Ég var búinn að gleyma þessum hjólafaragrafningi sem ég sá í gær og þunnt snjólag yfir. Ég brunaði út í þetta á ca. 40 km hraða. Ég hefði eins geta kite-að út í hraun. Flaug á hausinn og átti í mestu vandræðum með að komast út úr þessu. Gönguskíðafólk fer þó hægar yfir og á sennilega ekki eftir að stórslasa sig eins og ég hefði geta gert.
Þessir fávitar eru búnir að eyðileggja svæðið. (Það er ekki eins og snjótroðarar fari að slétta svæðið fyrir okkur, sem er ekki einu sinni hægt þetta er svo frosið).
17.12.2006 at 20:52 #571758Ég held að vélsleðamenn og aðrir tækjamenn ættu að gera sér aðeins grein fyrir hversu miklum leiðindum þeir eru að valda með því að vera á svæðinu. Þó það sé lokað í Bláfjöllum þá kemur þar mikið af fólki. Þarna eru fjölskyldur að renna sér á snjóþotum og sleðum í brekkunum og fólk fer á gönguskíði þó lyfturnar séu lokaðar.
Fátt er leiðinlegra en æpandi vélsleðahljóð í kyrrðinni á fjöllum. Starfsins vegna neyðist ég stundum til að nota vélsleða. Mér finnst það alltaf jafn ömurlegt að þurfa að trekkja sleða í gang innan um fjölda fólks. Þess vegna er reynt eftir megni að vinna sem mest á skíðum t.a.m. flutning slasaðra úr Fjallinu. Sleði í skíðabrekku innan um fólk er líka stórhættulegt tæki. Fólk sem vill stunda útivist í Bláfjöllum á rétt á því að fá að stunda það í friði. Vélagnýr og för eftir vélknúinn ökutæki um öll fjöll og heiðar er einfaldlega ekki hægt að sætta sig við.Kv. Árni Alf.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.