FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Óvinir ferðamannsins

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Óvinir ferðamannsins

This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Skúli Haukur Skúlason Skúli Haukur Skúlason 18 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 02.02.2007 at 11:03 #199573
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég hef nokkrum sinnum minnst á þá hættu sem steðjar að ferðamönnum á íslandi.
    Vegna nýríks 101 liðs einsog ég kýs að kalla það. Nú bars mér gott bréf um þessi mál. En bréfið kom í tengslum við vinnu okkar vegna Vatnajökulsþjóðgarð. Birti ég nú bréfið í heild sinni með leifi höfundar. Þess má geta að bréfritari er fulltrúi Samút í Samvinnunefndinni um skipan miðhálendisins og félagi í Skotvís.
    Kv Jón G Snæland

    Ég ætla hér að velta upp spurningu og flytja smá hugleiðingu um Þjóðlendumálin.
    Vanda Þjóðlendumála má í raun rekja til landnáms. En í Landnámu kemur fram hvenær landnámi lauk og restin af landinu mátti ekki nema. Það átti að tilheyra náttúruvættunum og þjóðinni allri.
    Síðan gerist í raun fátt í ca 680 ár. nema þá helst að einhverjir girugir reyndu að slá eign sinni á eitt og eitt auka fjall!
    Það gerist hinsvegar 1882 að danskur kóngur er orðin full á landamerkjadeilum landans og gefur út tilskipun um landaskiptagerð.
    Menn skildu koma sér saman um landamerki og þinglýsa þeim gjörningi.
    Þetta gekk vel að langstærstum hluta. Menn komu sér einfaldlega saman um landamerki við aðliggjandi jörð og engin vandamál frekar, eða hvað! Vandamálin er því miður enn til staðar. Því þar sem engin annar var til að eiga landamerki á móti fóru menn að ásælast land! Voru það grófir að þeir eignuðu sér og þinglýstu landi sem náði langt út fyrir það land sem áður hafði verið numið. Og þar sem enginn andmælti fyrir hönd landvættanna þá stóðu þessi plögg. Hitt er annað mál að röð hæstaréttardóma hefður hnegt þessu seinna tíma landnámi. Þá skiptir ekki neinu hvort þessu var þinglýst eða ekki. Ef ég ákveð að selja Ferðafélaginu Hveravelli, þeir borga fyrir það og við Þinglýsum gjörningnum þá verða Hveravellir ekkert frekar þeirra eign! Ég gat ekki selt eitthvað sem ég átti ekki. Ekki frekar en menn gátu numið landa 700 árum eftir að landnámi var lokið.

    Við útivistarfók og í raun almenningur í landinu þurfum að standa saman gegn því að kannski 100-150 jarðir komist upp með að stunda landnám í dag.
    Við verðum að tryggja almanna rétt á hálendinu. Þetta er held ég stærra mál en margur gerir sér grein fyrir. Við munum öll átökin um Hveravelli. Ég sé fyrir mér fleirri slík átök ef við látum ekki strax í okkur heyra. Hve margir skálar eru innan landa sem einhver telur sig eiga? Verður félagasamtökum þá úthýst úr sinum eigin húsum? Krafa landeigendafélagsins er að setja beri ný lög og láta þinglýsingar halda! Með öðrum orðum skipta mestum hluta hálendissinns á milli nokurra jarða! Fella úr gildi hæstaréttardóma, gefa frá okkur landið. Það var ekki nóg að fá gjafsókn heldur verður að tryggja niðurstöðu þvert á vilja hæstaréttar!
    Landeigendfélagið hefur gefið út að berja og sveppatýnsla veiðar og annað slík eigi að heyra undir þá! En fólki megi ganga um landið! Þeir sem vilja aka eða sigla eða gista, hvað þá nýta skála eru þá að lenda undir hælnum á einhverjum „landeiganda“ við t.d Mývatn sem á þynglýst plagg um landamerki eins og vötn falla……… þá miðjan Vatnajökul. Þó krafan í dag sé að rótum hans!

    Staðan er einföld. 100-150 jarðir eru á hálendisjaðrinum með skrítin þinglýst landamerki, seinni tíma landnám. Þeir hafa stofnað 300 manna félag sem þrýsti hóp til að ná til sín stærstum hluta Íslands. Um 93% þjóðarinnar býr í þéttabýli. Önnur 6 % búa til sveita án þess að eiga land að hálendisbrúninni.
    Eigum við fulltrúar ca 32 þúsund frískustu útivistarfíkkla landsins að sitja hjá meðan nokkrir aðilar ætla að hirða frá okkur hálendið.

    Það má vera að einhverjir hafi áhyggjur af glápgjaldi.
    Ég hef meiri áhyggjur að þurfa að borga fyrir að gista í bílnum mínum í Öskju eða Kverkfjallarana!

    http://www.obyggd.stjr.is/
    Skoðið kortin og kröfulínur „landeigenda“
    Skoðið líka kortin af t.d suðurlandi.

    Einar Kr Haraldsson
    Skotvís.

  • Creator
    Topic
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)
  • Author
    Replies
  • 02.02.2007 at 11:42 #578680
    Profile photo of Borgþór Bragi Borgarsson
    Borgþór Bragi Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 13

    mer finnst þessi málfluttningur alveg furðulegur hafa menn ekki ferðas um landið óáreittir í gegnum tiðina.Þetta er bara frekja og óbylgirni að segja að þinglystir pappirar haldi ekki finndist fólki það samgjarnt að eg kæmi og segði að það byggi í of stóru húsi og eg tæki helminginn





    02.02.2007 at 11:56 #578682
    Profile photo of Borgþór Bragi Borgarsson
    Borgþór Bragi Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 13

    þið ættuð hugsa meira um að rikið gæti tekið af ykkur skálana eða landsvirkjun þegar þeir fá landið gefins til að virkja ,þetta er þegar byrjað á suðurlandi. Svo veit ég ekki betur en veiðimenn skjóti þar sem þeir vilja hvort sem það má eða ekki og fólk tíni ber og þykir mér mjög tvibent að þetta sé sett upp á þessari síðu einhliða sem við landeigendur séum þjófar og glæpalyður því mest að þeim sem búa á jörðum í dag voru ekki með í því 1882 að afmarka landamerki





    02.02.2007 at 11:57 #578684
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    það er nú gott að menn eru það vel að sér í landnámu að þeir viti uppá hár hvar landamerkin af eignum landavættanna lágu.
    en samkvæmt minni vitneskju voru þær fjórar, ein innaf breiðarfirði sem er landsvæði sem allt var numið af landnámsmönnum þrátt fyrir landavættinn á staðnum. annar var í eyjafirði sem einnig var landnumið allt á milli "stafs og fjöru", þrátt fyrir ábúðarrétt þess landavættis.
    annars er þetta mikið hitamál og hættulegt að fara nánar útí það á opnum vettvangi.
    en að lokum vil ég benda á að uppbygging vatnajökulsþjóðgarðs og öll sú eyðinlegging á náttúrunni sem því myndi fylgja, ásamt takmörkunum á ferðamennsku á svæðinu hefur ekkert sameiginlegt með þjóðlendumálinu og því eru þessi bréfaskrif meistara skotvís á kolröngum vettvangi.
    en það eru einmitt ríkið sem er að fara fram á að loka af stærstum hluta hálendisinns með þjóðgarði en ekki örfáir landeigendur sem eru að berjast fyrir því að fá að eiga áfram nokkra hóla og gil á jaðri landareigna sinna.
    háhitakveðja siggias





    02.02.2007 at 12:15 #578686
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Ætla Siggi og Borgþór að taka að sér að ritskoða vefinn fyrst þeir eru ekki sammála. Þ.a.s að segja okkur hvað málefni má skrifa um og hver ekki. Má skrifa um Vatnajökulsþjóðgarð, Ný fjarskiptalög, Eða Óbyggðanefnd ?.





    02.02.2007 at 12:29 #578688
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    ég sagði ekki að það mætti ekki skrifa um þetta hér, ég sagði að það væri hættulegt að skrifa um þetta hér og þá var ég aðeins að hugsa um minn eginn blóðþrysting og ekkert annað, því þetta er mikið hitamál fyrir flestalla.
    svo benti ég líka á að þar sem að þetta bréf frá meistara skotvís kemur í kjölfar umræðu um gerð vatnajökulsþjóðgarðs, að þá er þetta bréf á röngum vettvangi því vatnajökulsþjóðgarður á sér ekkert skilt með þjóðlenduyfirreið yfirvaldsinns gegn bændum og landeigendum.
    í bréfinu kemur einnig fram að bændur og landeigendur ætli sér að eigna sér allt hálendi íslands og banna öllum öðrum að ganga um það. en ég vil benda á að það er akkurat það sem yfirvaldið vill gera með stofnun vatnajökulsþjóðgarð en ekki bændur eða landeigendur.
    nú er ég hættur enda blóðþrystingurinn kominn uppundir efri mörk.
    kveðja siggias
    ps. ofsalega hjómar þú eins og þú sért sammála meistara skotvís, en samt setur þú bréfið fram eins og þú sért á móti hanns skrifum og afstöðu. hvort ertu ofsi?





    02.02.2007 at 12:43 #578690
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    einnig vil ég benda á að kortið sem vitnað er í, sýnir hvar þjóðlendurnar eiga að liggja en ekki hvar kröfur landeigenda að landsvæðum eru. meiri hluti þess landsvæðis sem er sýnt sem þjóðlendusvæði er í eigu almennings í dag en ekki landeigenda og eru landeigendur einungis með umdeild landsvæði á jaðri þess svæðis sem sýnt er sem á þessum kortum. til dæmis er fjallgarðurinn á milli eyjafjallajökuls og þórsmerkur eitt af umdeildum svæðum þar sem bændur undir eyjafjöllum segjast eiga það svæði saman sem afrétt.





    02.02.2007 at 13:21 #578692
    Profile photo of Borgþór Bragi Borgarsson
    Borgþór Bragi Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 13

    ég vil þakka Jóni hly orð í minn garð en kannski má eg hafa skoðun á þessum málum eins og hann eða má það ekki. Ég vil benda fólki á það ef landeigendur þeir sem hafa látið félögum land undir hús í gegnum tiðina t.d Skiptabakka Setur og Ingólfsskála eiga ekki landið þá hlytur ríkið að taka það líka í sína vörslu sem og skálana





    02.02.2007 at 13:30 #578694
    Profile photo of Borgþór Bragi Borgarsson
    Borgþór Bragi Borgarsson
    Participant
    • Umræður: 0
    • Svör: 13

    þú átt gamalt hús í Reykjavík þá hlytur að mega taka það í rikiseigu því að það er ekki víst að það hafi verið öll leyfi í lagi á sínum tima finnst ykkur það í lagi





    02.02.2007 at 13:42 #578696
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Já Ofsi kann að henda sprengunum og er það vel. Þetta er mál sem snertir heilmikið hagsmuni okkar, ekki síður en þjóðgarðamál. Þetta er kannski viðkvæmt af því þetta snertir hagsmuni fleiri aðila en ferðafólks og þá auðvitað all verulega. En 4×4 klúbburinn þarf að horfa í það eitt hvaða áhrif málið hefur á réttindi ferðafólks, það eru þeir hagsmunir sem klúbburinn á að verja og ekki aðra. Því er það sem skiptir megin máli er hvernig réttarstaða almennings er í þjóðlendum annars vegar og í landi í einkaeign hins vegar. Það er í sjálfu sér rétt sem Borgþór segir að fólk hefur yfirleitt fengið að ferðast um lönd bænda og afrétti óáreitt, kannski ekki undantekningalaust, en flestir bændur hafa fullan skilning á þessum hlutum og vita hvað almannaréttur er. Sama virðist hins vegar ekki gilda um ýmsa sem í dag eru að kaupa upp jarðir í stórum stíl og gera ekki greinamun á bakgarðinum á Arnarnesi og heiðarlöndum í landareign sinni. Eiginlega finnst mér Borgþór skjóta sig í fótinn með því að líkja þessu við húsnæðiseign í þéttbýli, án þess að ég geri honum upp það hugarfar sem hér að framan er lýst. Spurningin er því hvaða lög gilda um ferðarétt almennings í þjóðlendum eða einkalandi og svo hvar sé hættan mest á árekstrum og vandamálum.
    Ef Setrið og Ingólfsskáli stendur á landi sem einhver gerir tilkall til að eiga sem sína einkaeign, þá finnst mér það sterk rök fyrir að kröfurnar séu langt teygðar og finnst nokkuð eðlilegt að landsvæði á þeim slóðum sé í þjóðareign.
    Kv – Skúli





    02.02.2007 at 14:14 #578698
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    það ætti því að vera baráttumál 4×4 að fá landrover skráðan á náttúrumynjaskrá, þá mega allir aka um á landrover innan Þjóðgarða óáreittir :Þ
    Hvernig líst skúla á það.





    02.02.2007 at 15:19 #578700
    Profile photo of Sigurður Ásmundsson
    Sigurður Ásmundsson
    Member
    • Umræður: 14
    • Svör: 949

    Núna er ég búinn að drekka tíu kaffibolla og anda fimmhundruð sinnum til að ná blóðþrýstingnum aðeins niður. Ætla ég svo í framhaldi af því að skrifa smá komment á þennan málflutning forsvarsmanna samút og 4×4 um þjóðgarðsmálin.
    Að mínu mati er svona málflutningur ekki til að styrkja málefnalega stöðu samút í gerð reglugerða um vatnajökulsþjóðgarð og stofnunar hanns. Innihald þessa bréfs lýsir skoðun formanns skotvís og eins af forsvarsmönnum samút, og er algjörlega röksemdalaus og inniheldur fullt af staðreindum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, ásamt því að tengjast ekki á nokkurn hátt raunverulegu markmiði með stofnun þjóðgarðs.
    Stærstur hluti hálendis með öllum vötnum, ám, öræfum, dölum, fjöllum og jöklum, er í dag og hefur alltaf verið í eigu þjóðarinnar, annaðhvort ríkis eða sveitarfélaga. Öllum þessum landsvæðum á að splæsa saman í og undir eina stjórn sem þjóðlendum í almannaeign. Þegar þjóðlendunefnd dró línurnar fyrir þjóðlendur var gert ákveðið skapalón fyrir hvar línurnar áttu að liggja. Þetta skapalón dró mið af hæð yfir sjáfarmáli fyrst og fremst en ekki landvættum eða mótlæti við danska kónga sem þinglýstu nokkrum eignaskiptasamningum á sínum valdatímum.
    Þetta skapalón varð hinnsvegar til þess að ýmsir jarðeigendur, bæði bændur og auðkífingar misstu hluta af þinglýstum eignum sínum undir þjóðlendur. Það gerðist fyrst og fremst ef landsvæði lá uppfyrir ákveðna hæðarlínu eða landsvæði var slitið í sundur eða landsvæði var óskipt milli nokkura jarða. Einungis örlítill hluti af því svæði sem undir þjóðlendur eiga að fara er ágreiningsmál um eignarrétt á, og er stór hluti þeirra ágreiningsmála búin að fara fyrir dóm og mörg mál búin að falla landeigendum í vil.
    Til staðfestingar á hversu rangt var að málum staðið í þjóðlendumálinu er það að til umræðu er á alþingi að breyta þjóðlendufrumvarpinu þannig að taka skuli mið að þinglýstum landamerkjasamningum við gerð þjóðlendulandamerkja.
    Á þessu forsendum fynnst mér mjög vafasamt að blanda þjóðlenduumræðunni inní umræðu um þjóðgarða og lagasetningar og höft sem þeim fylgir. Samút á fyrir hönd allra þeirra útivistafélaga sem að þeim standa að beita sér fyrir því að ekki verði stór hluti hálendis íslands lokað fyrir öllu nema gegn gjaldi og um það verði lagt malbik og útsýnisskífur og vegrið til að koma í veg fyrir að neinn geti farið útfyrir malbikið til að skemma náttúruna, í skugga þjóðgarðs.
    Lifið hamyngjusöm
    Sigurður Ásmundsson.





    02.02.2007 at 15:42 #578702
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Sigurður skrifar:
    Samút á fyrir hönd allra þeirra útivistafélaga sem að þeim standa að beita sér fyrir því að ekki verði stór hluti hálendis íslands lokað fyrir öllu nema gegn gjaldi og um það verði lagt malbik og útsýnisskífur og vegrið til að koma í veg fyrir að neinn geti farið útfyrir malbikið til að skemma náttúruna, í skugga þjóðgarðs.

    Ég er alveg sammála þessu, þetta er eitt af mörgum málum sem Samút á að beita sér fyrir og gerir það. Það þýðir samt ekki að þetta eigi að vera eina málið sem eigi að skoða. Það þarf líka að vinna í því að koma í veg fyrir að keðjur, lásar og girðingar séu settar þvert yfir slóða sem menn hafa verið að ferðast um og um það atriði hefur m.a. verið fjallað á landsfundi 4×4. Þar veltu menn jafnvel fyrir sér hvort vírklippur eigi að vera staðalbúnaður í jeppum.

    Annars var ég aðallega að velta fram spurningum og árétta hvaða þætti þarf að skoða varðandi hagsmuni ferðafólks. Það hvort þjóðlendulögin séu réttlát sem slík er umræða sem ég blanda mér ekki í að svo stöddu og hefur ekkert með hagsmuni jeppamanna að gera eða annarra útivistarfélaga. Á hinn bóginn hef ég áhyggjur af breyttu eignarhaldi á landi og þá ekki vegna þess að ríkið sé að eignast meira land.

    Kv – Skúli





    05.02.2007 at 16:59 #578704
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Góðan daginn félagar.

    Stóðst ekki mátið að leggja inn nokkur orð í þessa
    umræðu eftir að hafa lesið greinarkorn Sigmars B.
    um þjóðlendur í Fréttablaðinu.
    Ástæða þess að ég tel að málefnið eigi erindi við ferðafólk, jeppaeigndur og, já veiðimenn líka,
    er sú að í framkvæmd þjóðlendulaga og nú augljóslega í hugmyndum um Vatnajökulsþjóðgarð virðist vera farið að gæta vaxandi tilhneigingar til að ganga eins langt og lögfræðilega er mögulegt við að færa eignir og völd í hendurnar ríkinu og þar með embættismönnum sem starfa á vegum þess. Margir hafa tekið undir skoðun Sigmars með einum eða öðrum hætti og segja, – er þetta ekki bara góð þróun, landeigendur eru óvinurinn en ríkið er gott.
    En er þetta svo?
    Hvernig finnst mönnum umgengni ónenfndra ríkisfyrirtækja vera um landið, hvað um kirkjujarðir sem banna veiði, hvað með allar takmarkanir sem settar eru upp varðandi þjóðgarða sem ekkert raunverulegt samstarf er haft um við hagsmunaðila s.s. 4×4 klúbbinn?
    Hvað með einkaframkvæmdir á hálendisvegum og fyrirhugaða gjaldtöku af slíku?

    Í dag heldur um stjórnartaumana fólk sem hingað til hefur verið frekar þekkt fyrir nýtingarhyggju, en hvað gerist ef í framtíðinni tekur við hópur sem hafnar öllum rökum og er alfarið á móti einkabílferðum um hálendið, – hafa menn hugsað um það? Er þá gott að slíkir aðilar hafi öll völd en t.d sveitarfélög engin nema vesælt skipulagsvald sem ráðherra valtar bara yfir?
    Hver á þá að verja hagsmuni jeppamanna og hvaða landsvæði verða þá opin? Verða þar bara einkavegir sem seldir hafa verið út úr þjóðlendum og rukkað verður fyrir með fullum þunga?
    Að mínu mati ber þetta allt að sama brunni, alþingismenn sem sitja í okkar umboði setja lög um umhverfi og eingnarhald í góðri trú.
    Lögin eru sum umdeild en almennt séð hefur inntakið verið gott.
    Það sem gerst hefur í framhaldinu er að embættismenn á vegum ráðuneyta (sem við höfum svo sannarlega ekki kosið) virðast hafa gengið á
    lagið og fara hamförum eftir að hafa fengið lagasetninguna í hendur og nýta sér kinnroðalaust vanmátt einstaklinga og áhugamannasamtaka
    sem vilja verja lögbundin réttindi sín. Ekki þarf að lesa marga dóma sem hafa fallið t.d í þjóðlendumálum til að sjá hvernig "hollyvúdd" lögfræði og útúrsnúningar af öllum gerðum eru notaðir við að ná fram markmiðum sem aldrei stóð til að ná af hálfu löggjafans, – amk ekki opinberlaga.
    Þó hægt væri að ræða hér endalaust um lokaða vegarslóða og þyrlusveitir að elta jappamenn, Kárahnúka, þjóðgarða ofl í þeim dúr þá langar mig
    að staldra við þjóðlendur vegna þess að þar er um að ræða "prinsipp" mál sem öll önnur mál tengjast.
    Til að lesendur geti myndað sér óháða skoðun á því sem ég set hér fram þá verður það að fylgja að ég er sjálfur einn af þeim óheppnu að hafa orðið landeigandi eftir andlát foreldra , nánar tiltekið á jörðinni Vogum í Mývatnssveit þar sem ég á heil 1.4% lands móti 20 öðrum aðilum.
    Eigendur eru fjölbreyttur hópur og mætti nefna sem dæmi bændur, kennara, bílstjóra, flugmenn, rithöfunda, verkfræðinga, tónlistarmenn, vélstjóra,
    húsmæður, bókasafnsfræðinga, rafvirkja, ofl .þmt. ríkisstarfsmenn. Samkvæmt þinglýstum papírum og gömlum heimildum hefur jörðin í gegnum aldirnar
    verið talin allt að 10 þús hektarar og hefur hún verið meira og minna öll verið í nýtingu amk. þeir blettir sem eru grónir, en 60% jarðarinnar
    eru hraun og eyðisandar. Ekki hefur sauðkindin fengið ein að ráða ríkjum heldur hefur verið heyjað á fjöllum, veiddar rjúpur til heimanota og til
    sölu og á öldum áður var þar einnig stundað takmarkað skógarhögg. Í seinni tíð hafa landeigendur ráðist í víðtæka uppgræðslu á svæðum sem sauðir
    átu áður auk þess sem unnið hefur verið í þá átt að opna ferðamönnum aðgengi að áhugaverðum stöðum enda straumur þeirra mikill og vaxandi.
    Engum hefur nokkru sinni verið meinað af landeigendum að ferðast um svæðið né hefur verið innleidd gjaldtaka af rjúpnaveiðimönnum.
    Einungis einu sinni hefur verið reynt að takmarka fjölda veiðimanna á svæðinu en sú aðgerð mæltist illa fyrir og var hætt.
    Nú hefur sem sagt fjármálaráðherra lýst kröfum í þessa "kosta" jörð og vill fá í sin hlut nærri 80% jarðarinnar.
    Rökin fyrr kröfugerðinni eru með slíkum ólíkindum að það tæki mig heilan dag að endursegja alla þá sögu en það er einmitt það sem
    kröfugerð embættismanna virðist vera farin að ganga út á, þ.e gera venjulegu fólki ómögulegt að að koma fram með nokkur rök sem dómsvald getur samsinnt. Niðurstaðan verður væntanlega sú að landeigendur á umræddri jörð munu þurfa að þiggja smá brot af landinu sem enginn getur í raun útskýrt
    af hverju þeir og allir fyrrum eigendur þessarar jarðar hafa "ekki átt" í gegnum aldirnar en samt þurft að borga af skatta og gjöld.
    En af hverju sækir ríkið fram með þessum hætti. Eftir að hafa kafað niður í framkomnar þjóðlendukröfur og borið saman við fjölmörg opinber gögn
    þá er niðurstaða mín þessi. Á öllum þeim stöðum þar sem auðlindir eru í eða á jörðu hefur kröfugerðin verið knúin áfram af eins mikilli
    hörku og mögulegt er. Jarðir þar sem eftir litlu er að sækjast eru að mestu látnar "sleppa" ef nota má það orð.
    Markmiðið virðist því vera að koma öllum auðlindum á Íslandi í ríkiseigu og úthluta svo gæðunum til orkufyrirtækja og annara aðila sem eru þóknanlegir, samber væntanlega sölu á þjóðlendunni Búrfell til Landsvirkjunar. Nokkuð af þjóðlendum fer einnig undir þjóðgarða sem alfarið verður stjórnað af embættismönnum ríkisins.
    Hér segja örugglega margir líkt og Sigmar B. ,nú er þetta ekki bara gott!
    Við þá vil ég segja, hingað til hefur sambúð landeigenda/sveitarfélaga verið nokkuð góð við útivistarhópa og hefur farið batnandi þó svo að einstaka dæmi s.s. Hveravellir séu etv. undantekning.
    Mörg teikn eru hins vegar á lofti um að það sama sé ekki uppá á teningnum hvað ríkið varðar. Þvingunarstefna með ofríki og sérútgáfu af
    smjörklípu-samstarfi við almenning virðist vera markmið embættismanna. Ef ég hef rétt fyrir mér og þetta er staðan í dag þá geta menn svo hugsað
    hvað gerist eftir kosningar ef til þess kæmi að enn einstrengingslegri aðilar kæmust til valda. Hér er ég ekki að tala um neinn ákveðinn stjórnmálaflokk heldur einstaklinga svo það sé á hreinu.
    Í mínum huga sem útivistarmaður til áratuga , jeppakall, veiðimaður en jafnframt landverndarsinni þá er alveg ljóst að hagsmunir almennings
    núna eru að koma í veg fyrir að embættismenn og kerfiskallar eyðileggi þá sérstöðu sem við höfum búið við á Íslandi, þ.e frjálsræði og hóflega
    umgengni við náttúruna. Ef allir staðir verða ríkiseign og í stjórn embættismanna þá er stutt í fullkomið sovét alræði þar sem allt er bannað nema nokkrum útvöldum.
    Vil því hvetja útivistarfólk til að kynna sér hvað um er að vera, skoða nýju lögin um Vatnajökulsþjóðgarð, og fylgjast með baráttu nýstofnaðra samtaka landeigenda. Eins er vert fyrir alla að kynna sér rammaáætlun um nýtingu auðlinda og þá stefnu sem verið er að móta um virkjanir framtíðarinnar.
    Merkilegt nok, þær verða allar í þjóðlendum ef fer sem fram horfir!
    Og hvað svo, mitt svar er, spyrjið frambjóðendur til kosninga í vor hvaða skoðun þeir hafa á þessum málum og hvort þeir hafi vilja og getu til
    að koma böndum á óforskammað framkvæmdavald. Ekki kjósa ræfla sem vinna gegn raunverulegum hagsmunum almennings og geta skaðað möguleika okkar
    allra til að njóta þessa magnaða lands í framtíðinni.

    Með kveðju

    Jóhann F. Kristjánsson
    Sogavegi 129
    Reykjavík





    14.02.2007 at 09:33 #578706
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er mikill pistill hjá Issa (Jóhanni), jafnvel Ofsi nær ekki svona lengju. Gott mál að hér koma fram mismunandi sjónarhorn. Ég er nokkuð viss um að hann og hans meðeigendur setja ekki stein í götu útivistarfólks sem vill ferðast um landið þeirra, enda útivistarmenn sjálfir. Það á samt örugglega ekki við alla landeigendur.

    En fyrir þá sem vilja heyra meira um þessi þjóðlendumál, þá er Skotvís með opinn fund með fjármálaráðherra fimmtudaginn 15. febrúar kl. 12:00. Á fundinum leggur Skotvís fram áskorun til samþykktar þar sem ríkisstjórn Íslands er hvött til að gæta hagsmuna útivistarfólks og landlausra Íslendinga.

    Kv – Skúli





  • Author
    Replies
Viewing 14 replies - 1 through 14 (of 14 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.