This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 17 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég hef nokkrum sinnum minnst á þá hættu sem steðjar að ferðamönnum á íslandi.
Vegna nýríks 101 liðs einsog ég kýs að kalla það. Nú bars mér gott bréf um þessi mál. En bréfið kom í tengslum við vinnu okkar vegna Vatnajökulsþjóðgarð. Birti ég nú bréfið í heild sinni með leifi höfundar. Þess má geta að bréfritari er fulltrúi Samút í Samvinnunefndinni um skipan miðhálendisins og félagi í Skotvís.
Kv Jón G SnælandÉg ætla hér að velta upp spurningu og flytja smá hugleiðingu um Þjóðlendumálin.
Vanda Þjóðlendumála má í raun rekja til landnáms. En í Landnámu kemur fram hvenær landnámi lauk og restin af landinu mátti ekki nema. Það átti að tilheyra náttúruvættunum og þjóðinni allri.
Síðan gerist í raun fátt í ca 680 ár. nema þá helst að einhverjir girugir reyndu að slá eign sinni á eitt og eitt auka fjall!
Það gerist hinsvegar 1882 að danskur kóngur er orðin full á landamerkjadeilum landans og gefur út tilskipun um landaskiptagerð.
Menn skildu koma sér saman um landamerki og þinglýsa þeim gjörningi.
Þetta gekk vel að langstærstum hluta. Menn komu sér einfaldlega saman um landamerki við aðliggjandi jörð og engin vandamál frekar, eða hvað! Vandamálin er því miður enn til staðar. Því þar sem engin annar var til að eiga landamerki á móti fóru menn að ásælast land! Voru það grófir að þeir eignuðu sér og þinglýstu landi sem náði langt út fyrir það land sem áður hafði verið numið. Og þar sem enginn andmælti fyrir hönd landvættanna þá stóðu þessi plögg. Hitt er annað mál að röð hæstaréttardóma hefður hnegt þessu seinna tíma landnámi. Þá skiptir ekki neinu hvort þessu var þinglýst eða ekki. Ef ég ákveð að selja Ferðafélaginu Hveravelli, þeir borga fyrir það og við Þinglýsum gjörningnum þá verða Hveravellir ekkert frekar þeirra eign! Ég gat ekki selt eitthvað sem ég átti ekki. Ekki frekar en menn gátu numið landa 700 árum eftir að landnámi var lokið.Við útivistarfók og í raun almenningur í landinu þurfum að standa saman gegn því að kannski 100-150 jarðir komist upp með að stunda landnám í dag.
Við verðum að tryggja almanna rétt á hálendinu. Þetta er held ég stærra mál en margur gerir sér grein fyrir. Við munum öll átökin um Hveravelli. Ég sé fyrir mér fleirri slík átök ef við látum ekki strax í okkur heyra. Hve margir skálar eru innan landa sem einhver telur sig eiga? Verður félagasamtökum þá úthýst úr sinum eigin húsum? Krafa landeigendafélagsins er að setja beri ný lög og láta þinglýsingar halda! Með öðrum orðum skipta mestum hluta hálendissinns á milli nokurra jarða! Fella úr gildi hæstaréttardóma, gefa frá okkur landið. Það var ekki nóg að fá gjafsókn heldur verður að tryggja niðurstöðu þvert á vilja hæstaréttar!
Landeigendfélagið hefur gefið út að berja og sveppatýnsla veiðar og annað slík eigi að heyra undir þá! En fólki megi ganga um landið! Þeir sem vilja aka eða sigla eða gista, hvað þá nýta skála eru þá að lenda undir hælnum á einhverjum „landeiganda“ við t.d Mývatn sem á þynglýst plagg um landamerki eins og vötn falla……… þá miðjan Vatnajökul. Þó krafan í dag sé að rótum hans!Staðan er einföld. 100-150 jarðir eru á hálendisjaðrinum með skrítin þinglýst landamerki, seinni tíma landnám. Þeir hafa stofnað 300 manna félag sem þrýsti hóp til að ná til sín stærstum hluta Íslands. Um 93% þjóðarinnar býr í þéttabýli. Önnur 6 % búa til sveita án þess að eiga land að hálendisbrúninni.
Eigum við fulltrúar ca 32 þúsund frískustu útivistarfíkkla landsins að sitja hjá meðan nokkrir aðilar ætla að hirða frá okkur hálendið.Það má vera að einhverjir hafi áhyggjur af glápgjaldi.
Ég hef meiri áhyggjur að þurfa að borga fyrir að gista í bílnum mínum í Öskju eða Kverkfjallarana!http://www.obyggd.stjr.is/
Skoðið kortin og kröfulínur „landeigenda“
Skoðið líka kortin af t.d suðurlandi.Einar Kr Haraldsson
Skotvís.
You must be logged in to reply to this topic.