FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Overland á 46″

by Ágúst Markússon

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Overland á 46″

This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra Guðbrandur Þorkell Guðbra 17 years, 3 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 29.02.2008 at 09:55 #201985
    Profile photo of Ágúst Markússon
    Ágúst Markússon
    Member

    Sælir, hver er eigandi hans ?
    Er hann ekki ennþá í Reykjanesbæ ?
    Vantar nauðsynlega að komast í samband við eiganda bílsins.

    Takk,
    Ágúst.

  • Creator
    Topic
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)
  • Author
    Replies
  • 02.03.2008 at 00:13 #615606
    Profile photo of Bjarni Sigfússon
    Bjarni Sigfússon
    Participant
    • Umræður: 51
    • Svör: 268

    það var einn sem ég þekki sem var að tala um að hann væri kominn í bæinn eða hélt það allavega sá var einhvað að gera við hann





    02.03.2008 at 03:28 #615608
    Profile photo of Einar Sigurður Kristjánsson
    Einar Sigurður Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 105

    Ég sá einhvern hvítann Overland um daginn við Slippinn í Hafnafirði. Tók reyndar ekki eftir dekkjastærðinni.





    02.03.2008 at 09:37 #615610
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Sá er á 38t en er breitur fyrir 44t
    kv,,, MHN





    02.03.2008 at 09:44 #615612
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Þessi typa af Willy´s sem hér á Íslandi er alltaf kölluð Overland hét það raunar aldrei af hendi verksmiðjunnar. Trúlega er þetta til komið af því að einhverntíma sameinuðust Willy´s verksmiðjurnar og Overland og hétu eftir það Willy´s Overland. Merkið Willy´s Overland var sérlega áberandi á þessum station bílum. – Síðar keypti Kaiser-Fraser allt klabbið og á þeim tíma voru framleiddir jepparnir með háa húddinu sem oft voru kallaðir "Ísraelsjeppar" hér. Hét fyrirtækið eftir það Kaiser Jeep. Þá kom t.d. Hurricane motorinn til sögunnar. Svo kaupir American Motors allt saman og enn seinna Chrysler Corp. – Á fyrstu árum bílanna voru hinsvegar fluttir hingað inn allmargir bílar af gerðinni Overland, en eitthvað var flutt inn af t.d. Willy´s Knight.
    http://mbautomuseum.com/Tour/Overland.htm
    http://www.sunbeltcars.com/willys.htm





    02.03.2008 at 10:04 #615614
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=cars/4710/33720:328b7lcr][b:328b7lcr]Þennan Overland.[/b:328b7lcr][/url:328b7lcr]
    Suðurnesjamenn vita líklega allt um þennan bíl.
    Heiðar Formaður í [url=http://www.f4x4.is/new/divisions/default.aspx?file=sn:328b7lcr][b:328b7lcr]Suðurnesjadeild[/b:328b7lcr][/url:328b7lcr] veit líklega einnig eitthvað um hann.





    02.03.2008 at 10:51 #615616
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Er þessi ekki kallaður vibon eða einkvað í þeim dúr

    [img:2vdlp9i4]http://images.dieselpowermag.com/wallpapers/small/0709dp+1941_dodge_power_wagon+medium.jpg[/img:2vdlp9i4]

    k,,, MHN





    02.03.2008 at 12:11 #615618
    Profile photo of Guðmundur Arnþórsson
    Guðmundur Arnþórsson
    Participant
    • Umræður: 13
    • Svör: 160

    Nei sá hviti er breittur fyrir 42 og er aldrei hreifður.





    02.03.2008 at 13:02 #615620
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Bíllinn er í eigu Þorvaldar Árnasonar lyfsala í Lyfjavali og er búinn að vera það undanfarin 8 ár ca.

    Kv. Heiðar





    02.03.2008 at 16:53 #615622
    Profile photo of Sigurður H. Örnólfsson
    Sigurður H. Örnólfsson
    Member
    • Umræður: 4
    • Svör: 44

    ég sá þennan bíl seinast fyrir um hálfu ári númerslausan og hálf niðurlútan í arnarneshverfinu getur rent þar um og skoðað flott hús flotta bíla og jafnvel rekist á þennan draumavagn:)





    02.03.2008 at 20:28 #615624
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    Afhverju þarf kallinn alltaf að setja svona stórar myndir í þræðina,það er hundfúllt skrolla þráðinn út á kötlugrunn (annars er fínt að vera þar) og svo alveg suðaustur í rósagarðinn til að lesa hann :-)
    Kv Dolli landkrabbi.





    02.03.2008 at 20:29 #615626
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Willys Jeep Station Wagon var framleiddur frá 1946 til 1965, fyrsta árið bara afturdrifinn en eftir það bæði 2×4 og 4×4. Sumir segja að hann hafi verið fyrsti bíllinn sem fellur undir skilgreininguna á SUV (Sport utility vehicle) og sumir kalla hann afa nútíma SUV bíla.
    Wagoneer leysti hann að lokum af hólmi en hann var þó framleiddur áfram í tvö ár eftir að Wagoneer kom á markaðinn. Hann var líka til sem pickup.

    Það var lengi svona bíll (hvítur og rauður ef ég man rétt) austur í Mýrdal, seinast þegar ég frétti af honum var hann á 44". Veit einhver hvað varð um hann?

    Bíllinn sem MHN setti inn myndina af er held ég Dodge WC Weapons Carrier. Íslendingar lásu Weapons sem Vípon og kölluðu þessa bíla alltaf "Dodge Vípon".
    Nokkuð svipað og þegar "JEEP" breittist í "Jeppi".





    02.03.2008 at 20:51 #615628
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Af því að það var verið að kvarta yfir of stórum myndum í spjallþráðum:
    Ég legg til að þeir sem vilja setja myndir inn í þræði stofni myndasafn fyrir "Myndir í spjallþræði" á sínu svæði og byrji á því að setja myndirnar sem þeir ættla að nota inn í það myndasafn og vísi síðan í þá mynd í stað upprunalegu myndarinnar.
    Hvers vegna?
    1. Þegar myndin er sett í myndasafn F4x4 fer hún í stærð sem er mátuleg fyrir spjallþráðinn.
    2. Þetta kemur líka í veg fyrir að ef upprunalega myndinn er tekin af vefnum þá hverfi hún úr spjallþráðinum.

    Hvort þessi aðferð stenst síðan höfundalög er svo annað mál.





    02.03.2008 at 21:09 #615630
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Maður er líklega að eyðileggja þráðinn fyrir þeim sem byrjaði á honum. En varðandi Dodge-bílinn, þá voru M-37 bílarnir framleiddir líka af t.d. IH og jafnvel GM. Ein typan hét Weapons Carrier, en þeir voru líkt og HMMWV nú til dags framleiddir í hinum ýmsu útgáfum til mismunandi nota í hernaði. Bandarísku hernaðaryfirvöldin buðu út ákveðnar teikningar af bæði bílum og flugvélum og ýmsu öðru raunar til að nota í stríðinu. Það voru meira að segja setta á stofn sérstakar verksmiðjur til að framleiða stærstu sprengjuflugvélarnar, þær framleiddu m.a. Catalina- vélarnar sem þjónuðu okkur íslendingum til margra ára. (Consolidated Aircraft). Ég er reyndar enginn sérfræðingur í þessum málum, en átti einu sinni kunningja sem sagði mér eitt og annað í þessu sambandi. Vona bara að ég fari rétt með.
    kv.





    02.03.2008 at 21:47 #615632
    Profile photo of Olgeir Engilbertsson
    Olgeir Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 463

    Sælir.´Mér sýnist þessi trukkur á myndinni sé það sem menn gjarnan kölluðu Karíóla hér á árunum. Þeir voru eitthvað léttbyggðari en Víponinn og voru á 7,50×16 dekkjum og á mun hærra drifi mig minnir 9 tennur á móti 43 það er um 1:4,77. Ég á meira að segja kamb og pinjón af þessari gerð sem einhver lét mig hafa og sagði að passaði í Carry all. Rafvirkjarnir hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu voru á svona bíl 1957 og 1958 . Það var líka svona bíll sem fyrstur kom í Landmannalaugar 16. júní 1946. Kv. Olgeir





    03.03.2008 at 09:21 #615634
    Profile photo of Aron Reynisson
    Aron Reynisson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 52

    Þessir bílar það er Dodge Weapon (Víbon) og Dodge Carryall (Karíol) voru þau tæki sem hentuðu fyrstu ferðaþjónustufyrirtækjunum best til hálendisferða. Karíolinn var talsvert léttari en Víboninn en bauð á móti upp á minna pláss.

    Það eru nokkrir Víbonar ennþá til og maður sér þá af og til á ferðinni. Ég hef ekki sé Karíol á ferðinni í mörg ár en veit af einum norður í Þingeyjarsýslu í varðveislu.

    Var ekki annars búið að klára Overland umræðuna og finna bíl og eiganda ?





    03.03.2008 at 11:52 #615636
    Profile photo of Magnús Hallur Norðdahl
    Magnús Hallur Norðdahl
    Participant
    • Umræður: 713
    • Svör: 2671

    Einn af þegtari Víbonu m37 átti Harti og var hann blár og sátt oftast inn í þósmörk
    á áranum 75 til 85 og er Harti einn af þeim fystu sem setti stæri dekk á Villis
    sem voru dekk undan volvo Lamplander að mig minnir var sá bíl líka blár vilis ( Það er til góð saga af þessum Víbon úr Þósmörkini )

    kv,,, MHN





    03.03.2008 at 18:11 #615638
    Profile photo of Einar Steinsson
    Einar Steinsson
    Participant
    • Umræður: 7
    • Svör: 752

    Þessi Karíol er varðveittur á bíla og tækjasafninu á Ystafelli
    [img:304jzz48]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5961/49046.jpg[/img:304jzz48]
    Ég legg til að ef menn hafa á annað borð einhvern áhuga á gömlum tækjum þá stansi þeir á Ystafelli næst þegar þeir eiga leið um Þingeyjarsýslur.
    Heimasíðan þeirra er: [url=http://www.ystafell.is:304jzz48][b:304jzz48]ystafell.is[/b:304jzz48][/url:304jzz48]





    03.03.2008 at 21:51 #615640
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Aldeilis frábært safn að Ystafelli. Get bent ykkur á annað safn, það er í Stóragerði í Óslandshlíð, skammt sunnan við Hofsós. Það er mjög vel skipulagt safn og hefur aldrei verið annað, þ.e. ekki verið byggt upp úr bílakirkjugarði. Ef menn eru að "túristast" t.d. að Hólum í Hjaltadal og ætla að skoða Vesturfarasafnið á Hofsósi, þá er gráupplagt að koma við á miðri leið milli þessara staða og líta við hjá Gunnari í Stóragerði og skoða dýrgripina hans.
    kv.





  • Author
    Replies
Viewing 18 replies - 1 through 18 (of 18 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.