This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Gunnsteinsson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.12.2004 at 21:33 #195122
Hafðar eru tökur á sjálfstæðu frammhaldi á myndinni vinsælu “ s.o.s. Setrið kallar.“
en Jón snæland og félagar í Rottugenginu lögðu af stað um kvöldmatar leitið uppá Vatnajökul. En leikarar í myndinni eru að þessu sinni Jón snæland, Kalli, Gulli, Þröstur og Jón Ebbi.En heyrst hafði aumkunnarlegt neiðarkall frá Vatnajöklinum fyrr um kvöldið því að umhverfisráð var eithvað á móti þessum „patrol kirkjugarði“ sam óþverra félagarnir hafa verið að búa til um helgina.
Og eru Bílarnir hjá rottunum víst þunglestaðir af varahlutum. Var t.d. brotið stýri á listanum sem þeir félagar töldu upp en hafði ég nú ekki nægjan tíma til að hlusta á hann allan.Eru Rotturnar í þessum orðum að fara yfir Þjórsá við Sultartanga að nálgast Hrauneyjar en voru þær fréttir að berast frá Grímsfjalli að Hlynur hafi verið að mótmæla björgunarleiðangrinum með því að neita að koma á móti þeim.
Og til að gera þetta meira spennandi tók hann með sér lykilinn úr Jökulheimum svo að strákarnir þyrftu nú örugglega að fara alla leið í kvöld.
Vona ég að þetta gangi vel hjá þeim en er spáð vitlausu veðri í nótt 20-25m/sek og skemmtilegheitum. Hlakkar mig bara til að heyra hvenær myndin verður frumsýnd.
Kveðja Bazzi.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.12.2004 at 23:03 #511840
Vonandi fáum við að fylgjast með björgunaraðgerðum hér á síðunni. Samkvæmt veðurspám verðum miðja lægðarinnar yfir Vestfjörðum á hádegi, en áður verðu hún búin að senda skil austur yfir landið. Í nágrenni skilanna verður skyggnið á Vatnajöklu líklega mælt í sentimetrum frekar en metrum þannig að það er ekki víst að það takist að mynda mikið að aksjóninni.
Það kæmi mér ekki á óvart þó færið yrði af þeirri sortinni sem kallar á bæði 44" og skriðgír, og yfirferðin í samræmi við það.Hverjir eru það sem verið er að bjarga, auk Hlyns?
-Einar
29.12.2004 at 02:06 #511842vá fór smá rúnt uppá úlfljótsfellið áðan og ég þurfti að hafa fyrir því að sjá slóðan hvað þá einhversstaðar uppá jökli úff segji ég bara
29.12.2004 at 04:08 #511844Þú ert væntanlega að meina Úlfarsfell hérna á milli Reykjavíkur og Mosó.
29.12.2004 at 08:12 #511846Var að heyra í strákunum. Þeyr voru 5 km frá jökulröndinni á leið í jökulheima, á c.a 5km hraða. En voru þeyr komnir uppá Hábungu þegar að Patrolmennirnir voguðu sér út fyrir skáladyrnar í Grímsfjöllum,viltu þeyr ekki viðurkenna þátt sinn í tökum á frammhaldsmyndinni en tóku samt fúslega við varahlutum og verkfærum.
En gekk þetta mjög hægt í alla nótt hjá rottunum, ekkert skyggni og þungt.
29.12.2004 at 11:19 #511848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að heyra í Jón Ebba rottuliðsforingja. Þeir voru á góðu en hægu róli niður frá Jökulheimum, þæfingur en gengur hægt og örugglega. Þeir skiluðu af sér Patrol varahlutum og verkfærum uppi á Hábungu í nótt og fóru síðan niður en hinir aftur upp í Grímsvötn til að gera við. Bilunin var brotinn stýrisendi hjá Kjartani Gunnsteins sem þarna er á ferð með Hlyni og co.
Kv – Skúli
29.12.2004 at 22:22 #511850Vorum að koma í bæinn og vorum 27 tíma á leiðinni. Í skíta færi og engu skyggni. Var þetta ferla ferð og varð að aka mest eftir tövlu enda skyggni ekkert og ofankoma mikil og mest stórhríð, Snjóalög orðin mikil á Jökulheimaleið og Veiðivatnaleið. Hlynur og Kjartan og co eru á leiðinni til byggða og gekk hægt enda mjööööööög þungt færi við Hábungu og efri hluta Tungnaárjökuls. Reindar var hjakk og Ló-Ló færi á Jökulheimaleið og niður að Vatnsfelli.
Jón Snæland
30.12.2004 at 09:21 #511852
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þær fréttir eru af þeim Hlyn og Kjartani og co. að þeir fóru af stað til byggða kl. 16 í gær og áttu núna kl. 8 í morgun ennþá 23 km í Jökulheima. Það er því óhætt að segja að færið er orðið mjööööööög þungt á jöklinum og getur tæpast talist bílfært. Í hópnum eru 8 bílar, 6 44? og 2 38? og allavega einhverjir búnir skriðgír þannig að þetta er öflugur floti. Þeir hafa þurft að skilja tvo bíla eftir vegna einhverra vandamála, einn upp á Grímsfjalli og einn uppi á Hábungu. Veit að vandamálið með þann sem er upp á Hábungu liggur í því að dekkin héldu ekki lofti. Það er því enginn skortur á baslinu.
Kv – Skúli
30.12.2004 at 14:05 #511854Eru einhverjar fréttir úr Jökulheimum
kv
SIGGI
30.12.2004 at 14:39 #511856Upp úr hádeginu voru þau ekki komin ofanaf jökli, en færið orðið mun betra sem og veðrið, og rollurnar komnar úr lóló.
kv
Óþveri sem ekki kommst með
30.12.2004 at 14:45 #511858
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var að heyra í Hlyn. Hópurinn er kominn niður fyrir Jökulheima og hamborgarinn í Hrauneyjum nálgast. Ágætur gangur hjá þeim núna og hann var að vona að það færi að styttast í þessu. Þau komu niður að Jökulheimum milli kl. 1 og 2 eftir hátt í 22 tíma keyrslu.
Tveir bílar voru skildir eftir í nágrenni við Háubungu (missagt áðan hjá mér að annar sé á Grímsfjalli), 44? Patrol (Sindri) og Pajero sem var alveg hættur að virka. Þeir verða örugglega sóttir einhvern tíman á næsta ári.Kv – Skúli
30.12.2004 at 15:14 #511860Þarna stefnir sem sagt í spennandi framhaldssögu fyrir okkur sem heima sitjum. Þetta er vel af sér vikið hjá Hlyn og félögum, og það án aðstoðar frá Lúther eða öðrum Trúðum.
-Einar
30.12.2004 at 15:51 #511862
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta hefur óneitanlega orðið til þess að rifja upp fyrir manni [url=http://www.mountainfriends.com/html/paskargate.html:1k7u6rk2]þennan[/url:1k7u6rk2] ágæta páskatúr frá árinu 2002. Það verður þó að játast að þeir eru að hafa þetta niður með að mér skilst 75% af flotanum án utanaðkomandi aðstoðar, enda reyndar eitthvað fleiri tommur undir hverjum bíl þarna en var hjá okkur um árið.
Kv – Skúli
30.12.2004 at 19:50 #511864Það er aldrei að vita að við Lúther getum farið og reddað þessum 2 bílum heim. Það er ef við höfum tíma til við vorum að tala um að fara og kaupa flugelda hjá KR um hádegisbilið á morgun….
Það fer náttúrulega svoldið eftir því hvað við erum lengi að því hvort við getum skotist fyrir kvöldmat.
Kveðja Bazzi
30.12.2004 at 21:16 #511866Jæja félagar.
Er nú Sindri að lenda í því aftur að týna bílnum sínum í skafli… Hvar er Ella, er hún ekkert hér á spjallinu, eða er hún að lesa kallinum pistilinn í símann ? Já Ella, nú missir hann réttinn á að aka næstu helgarnar. Ekkert smá fastur…bara skilinn eftir.
En mér sýnist að hér sé að bresta á hin mesta framhaldssaga sem hægt verður að fylgjast með langt fram á næsta ár.
kv
Palli.ps. Alveg með ólíkindum að heyra þetta með Pajeróinn…, bara vissi þetta ekki að þeir væru að stoppa svona….. :o)
P
30.12.2004 at 23:45 #511868Nú verður sögð saga af nokkrum Rottum og fleiri tengdum persónum.
Á þriðjudagsmorgni þann 28/12 2004 fóru þeir Kalli og Gulli á fjöll til að dusta sumarrykið af jeppunum. Með í förinn var Spánverji sem þeir félagar höfðu gefist upp á að útskýra fyrir hvað snjór væri. Einnig var farþegi Aritekt sem Rottugengið hafði rétt lokið við að ?misnota?.
Jón Snæland var niðrí bæ í skuggalegu hverfi, upptekinn við brauðstritið.
Kjartan var á Grimsfjalli með Hlyni Snæland og fleiri ?óþverrum?.
Þröstur var í nýsmíðuðu húsi sínu í vesturbæ Grafarholts gefandi gestum og gangandi kaffi.
Jón Ebbi var í heimsókn hjá fyrrnefndum Þresti sníkjandi kaffi til að þurfa ekki að vera í vinnunni.
Svo skemmtilega vildi til að Þröstur hafði rétt nýlokið við að segja Jóni frá símtati sem hann átti við Kjartan á Grímsfjalli skömmu áður. Þar sem hann hafði sagt honum frá færð á jöklinum (þar var víst svo slæmt færi og vont veður að eingöngu 44? bílum var út sigandi) þeir hefðu þurft að draga þessa 38? ?smábíla? meirihluta leiðarinnar sagði hann stoltur sem einn úr ofurbílaflokknum.
Stutt var liðið á spjallið þegar síminn hringdi, og hver annar en Kjartan á línunni.Heldur var lægra á honum risið núna. Brotinn stýrisendi og langt í búðina.
Bað hann Þröst að kanna með varahluti fyrir sig og eitthvað var spáð í hvernig þeir kæmust á Grímsfjall.
Illt var í efni, rottufélaginn með bilaðan bíl í sl________ félagsskab. Nú var gott að eiga góða að,,,,,
Kom á daginn að varahlutamaðurinn gat verið tilbúinn með íhlutina upp úr kl. 18
Gulli og Kalli brunuðu í bæinn, enda Spánverjinn að fá snjósting og arkitektinn búinn að vera alltof lengi frá 101 Reykjavík.
Jón Ebbi hringdi í Ofsa og sagði honum undan og ofan af því sem var að gerast. Þá nefndi hann líka að gott væri nú að hafa góðan kortalesara með því ekki væri nú veðurspáin neitt sérstök. Smjaðrið hreif á rithöfundinn. Hann henti frá sér hönskunum og sagðist vera á leiðinni.
Klukkan 20.00 var allt orðið snjóklárt og lagt í hann frá Jörva.
Áður höfðum við verið í sambandi við Grímsfjallagengið sem ætlaði að aka á móti okkur.
Sumir rottufélagarnir eru dálítið vanafastir. Og eins og áður hefur komið fram í skrifum um mannskapinn, þá er vaninn að hreinsa kjúklinaborðið í KÁ á Selfossi. En nú var lokað þegar við áttum leið um bæinn, þannig að Kentucky fékk ?lottóvinning? og getur víst haft lokað í janúar án þess að meðalveltan skerðist.
30 mínótna töf meðan beðið var eftir steikingarmaskínunni, en hvað er það í þessu dæmi.
Færið í Jökulheima var frekar þungt og skyggni takmarkað. Við tókum Jökulheimastyttinginn við Drekavatn, óttuðumst þó að við kynnum að fara á mis við jökulfarana sem ætluðu að koma á móti okkur. Það slapp reyndar til!
Dalitla stund tók að finna skárstu leiðin við jökulröndina, en eftir það sóttist okkur leiðin bærilega miðað við færð og veður. Það voru um 30 m/sek snjókoma og 7 stiga frost.
Af því við höfðum svo rúman tíma, tókum við nokkra aukahring þarna við Hábunguna ?svona rétt til að njóta landslagsins?
Held að kl. Hafi verið um tvö þegar við mættum Hlyni Snæland við Hábungu. Kjartan tók við sendingunni og eftir skamma stund skildu leiðir og við lögðum af stað heim.
Sindri var í einhverju basil nær Latabæ. En hann var Hlyni til halds og trausts í leiðangrinum?
Veit ekki af hverju Grímsfjallaskáli gengur undir þessu nafni núna, en maður heyrir svo margt í stöðinni í svona veðri!
Dálítið tafs var að komast af jöklinum en við reyndum þó að skilja eftir sæmileg för fyrir Latabæjarbúa til að liðka fyrir för þeirra daginn eftir. Ekki síst vegna þess hvernig þeim miðaði á móti okkur.
Það var sama hjakkið niður Jökulheimaleiðin en þó vorum við komnir í Hrauneyjar um kl. 19 á miðvikudaginn, með alla bíla og áhafnir í heilu lagi, þrátt fyrir að vera allir á aðeins 38? dekkjum.
Þá fréttist af Hlyn og félögum enn á jöklinum eftir að hafa lagt af stað um kl 14.
Sólarhring síðar frétti ég af þeim á styttingnum 2 bílum færri og í tómu tjóni. Kannski ekki fundið förin?
Veit ekki hvort þeir eru komnir til byggða þegar þetta er skrifað.P.s. Sagan verður í sögusafni á Rottusíðunni síðar. Og þá öllu ítarlegri. Þessi er ekki endanlega yfirfarin.
Hafið það gott um áramótin.
Kveðja
Jón Ebbi.
31.12.2004 at 01:24 #511870
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Getur það verið, pæja og patrol sem þarf að skilja eftir og skila sér ekki í bæinn, held að þetta sé einhver veiki, eða hvað, haha
Eða eru menn að fara með feilorð??
Jónas
31.12.2004 at 12:27 #511872Nokkuð góð ferðasaga hjá Jón Ebba, en eitthvað er nú landfræðikunnátta og kortalestur að vefjast fyrir þeim. Við Kjartan vorum komnir langleiðina í Jökulheima þegar við hittum Þröst, sem var með stýrisarmin góða, en hinir voru ekki komnir svona langt, enda ekki NISSAN merki á hinum bílunum.
Fjörið byrjaði fyrst þegar við fórum heim, 22 tímar frá Grímsfjalli í Jökulheim er laaaannngur tími fyrir ekki lengri leið en þetta (45km) en það skot gekk í Hrauneyjar, en þar er allt á kafi í snjó og ófærð. Stelpurnar í Hrauneyjum eiga stórþakkir skildar fyrir að bíða eftir okkur, því bæði ferðafólk og ökutæki voru orðin næringarþurfi eftir ferðalagið. (300 lítra ferð hjá mér)
31.12.2004 at 16:45 #511874Háabunga eða Hábunga eða eða hún er allavega helvíti há, En að öðru hversu mörg prósent af þessum Pöttum komust í mark. Er það ekki rétt reiknað út hjá mér að það hafi verið 33%, það er nú eitthvað til þess að fagna og verður vafalaust veisla í kvöld. Enda bjóst enginn við svo góðum heimtum. Hvað biluðu mörg prósent af Pöttunum ? , 33% ekki rétt. Hverjir grétu mest " Jú Pattaeigendur og allir í kór " og mátti ekki á milli sjá hver var verstur í Latabæ.
PS hvert á að senda reikninginn fyrir dýrasta startspreybrúsa sögunar og 2 dúsínunum af snýtuklútunum.
31.12.2004 at 16:50 #511876Ég verð að taka undir með Hlyn, Og þakka þeim hrauneyja dömum. Það er sennilegast besti staður að sækja heim á landinu og þó víða væri leitað. Þær eru alltaf tilbúnar að bíða eftir okkur og opna hvenær sem er nætur, þegar við að lokum komum af fjöllum seint og um síðir. Þúsund þakkir til starfsmanna Hrauneyja.
Jón Snæland.
31.12.2004 at 22:20 #511878Þetta er alveg með ólíkindum.
Hvernig dettur mönnum í hug að fara á fjöll með svona bílaflota 44? patrola og pajero og það sem meira er með manni sem hefur það að atvinnu að aka um með túrsista yfir há sumartímann og veit ekki hvernig snjór lítur út og er ég að sjálfsögðu að tala um Hlyn Snæland sem ekur um á ?jeppa? sem við hinir myndum ekki voga okkur út fyrir malbikið á og má rökstyðja þetta með því að meðan þeir hrynja í umvörpum niður og drífa ekki baun í bala fara 4 litlar Toyotur og skjótast með varahluti til þeirra og hafa ekkert fyrir því. Einu mistökin sem ?litlu? Toyoturnar kannski gerðu var að hengja ekki þessar dollur aftan í hjá sér og koma þeim til byggða hið snarasta. Í það minnsta hefði þá ekki þurft að láta þessar dollur liggja eins og hrávið út um allan jökul.
Hlynur, ég hvet þig, þar sem við erum góðir vinir og ég vil ekki sjá þig fara þér að voða, hér með til að áramótaheitið hjá þér verði það að þú farir ALDREI aftur á fjöll eða út fyrir malbikið aftur nema í fylgt með fullorðnum þ.e. TOYOTUM.
Hlynur, Guð gefi þér styrk til þess að öðlast skilning á því á nýju ári að þú þarft Toyotu til að drífa.
Kv.
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.