Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Óþverrabisness!!!!!!!!!!!!!!
This topic contains 83 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2006 at 16:29 #199258
Ég vil vekja athygli ykkar á óforskömmuðum verslunarhætti þeirra hjá (Alvöruflugeldum). Þeir eru búnir að stilla sér upp við hliðina á helstu sölustöðum Landsbjargar með það fyrir augum að nappa til sín kúnnum þess síðarnefnda.
Þetta tel ég vera lúalegt gagnvart björgunarsveitunum sem hafa þarna sína einu tekjulind.
Það dylst ekki neinum hversu björgunarsveitirnar eru mikilvægar fyrir stóran hluta landsmanna, m.a. okkur sem erum að brölta upp á hálendið í einhverjum mæli….
Þeir hjá (Alvöruflugeldum) stinga sínum gróða í sinn vasa, meðan Landsbjargarmenn leggja fram sinn tíma og vinnu, án endurgjalds, fyrir málstaðinn.Mér finnst ekki vera um mikið beðið að fólk sniðgangi þessa tækifærissinna með peningamerki í augunum og velji heldur að styrkja þá sem leggja sig í hættu við að bjarga vitleysingum í voða.
Ég vona bara að peningaleysi Landsbjargar komi ekki til með að aftra þeim frá því að bjarga Einari og Rúnari hjá (Alvöruflugeldum) þegar þeir komast í hann krappann!
Með von um að sem flestir velji rétt um þessi áramót,
Trausti Jónsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.12.2006 at 14:59 #572980
Er að styrkja bjsv með flugeldakaupum með því er ég að tryggja öllum sem mér þykir vænt um eins þeim sem mér þykir minna vænt um,Örugga hjálp á neyðarstundu,betra er ekki hægt að gefa.
Megi allir hafa góð áramót og gott komandi ár og vonandi verða útköll bjsv sem fæst á árinu sem er að ganga í garð.
Klakinn
31.12.2006 at 16:10 #572982þetta er rétt hjá þér, skráðar vinnustundir eru rúmlega 600þús en ég þekki það nú samt frá minni sveit að menn eru oft að trassa það að skrá niður að fara og draga upp einn og einn bíl uppá heiði þannig að það kæmi mér ekkert á óvart þó að það mætti bæta allavega 100 þús stundum ofaná þetta bara vegna eigin trassaskaps að tilkynna lítil útköll hjá öllum þessum sveitum kringum landið…
31.12.2006 at 16:54 #572984Ef björgunarsveitirnar væru með sameiginlega síðu
þar sem hægt væri að fylgjast með því helsta ?.ég kíki stundum inn á síður björgunarsveita en þær eru mjög sjaldan uppfærðar. þeas með nýjum fréttum.
ef allir póstuðu fréttir á einn stað væri sennilega nægt líf
til að gaman væri af.
Þá myndi líka sjást betur hversu mikil vinna er í þessum sveitum. 600 þús stundir +
það er nú slatti. Muffin hvar færðu þessa tölu ?
31.12.2006 at 17:15 #572986http://www.landsbjorg.is/leitir.nsf
Þetta er samt nokkuð langt frá því að vera tæmandi listi yfir útköll hjálparsveita SL.
Hlynur
Hjálparsveit skáta Reykjarvík
(sem skaffar dótið)
31.12.2006 at 17:34 #572988Jæja þá er þessari sölu lokið í bili hjá okkur í Björgunarsveitunum. Það komu ófáir jeppamennirnir og versluðu mjög duglega hjá okkur og sumir létu það ekki eftir sér að versla hjá fleiri en einni sveit fyrir dágóðar upphæðir (Erlingur) og erum við þakklát. Takk fyrir stuðninginn!
Hjalti Þ Stefánsson!
Við þig vil ég aðeins segja, þú getur alltaf treyst á okkur!Bestu óskir um góð áramót.
Benni
(Súlur Akureyri)
http://www.sulur.is
31.12.2006 at 20:38 #572990Jæja, skriðinn heim úr flugeldasölu… löngu eftir að flestir landsmenn hafa lokið við kvöldsverð á gamlársdag.
Það er eiginlega pínulítið skrítið að flugeldasalan sjái björgunarsveitum fyrir 80-90% af rekstrarfé sínu. Væri ekki frábært ef þær hefðu fleiri leiðir til fjáröflunar sem skiluðu eins miklu?
Ég verð að viðurkenna að ég las ekki allan þráðinn (of þreyttur eftir ösina síðustu daga) en sýnist þó að flestir séu á sama máli.
Ég vil því bara þakka jeppamönnum og öðrum sem ákváðu að styrkja björgunarsveitir fyrir þessi áramót. Ég veit að það eru fleiri í klúbbnum eins og ég, bæði jeppamaður og björgunarsveitarmaður, og mér er alveg sama á hvorum endanum ég verð í næsta útkalli – ég veit að það er fyrir stuðning landsmanna sem það er gert mögulegt.
Ég vona að þið eigið öll gleðilegt og farsælt nýtt ár.Einar Elí Magnússon
Bjsv. Ársæll
31.12.2006 at 20:47 #572992Hér hefur verið útskýrt í hvað fjármunir björgunarsveitanna fara en mig langaði aðeins að ítreka tvo punkta.
–
Sá fyrri er að meðal björgunarsveitarmaður þarf að galla og græja sig upp sjálfur fyrir ca. 100-200 þúsund til að vera útkallsfær. Þeir peningar koma úr vösum meðlimanna sjálfra, ekki frá sveitinni eða landssamtökunum. Það er vissulega í anda sjálfboðaliðastarfsins, en þegar ég komst að því í minni nýliðaþjáflun hversu mikil útgerð þetta er varð ég hreinlega gáttaður á því hversu margt fólk um landið allt leggur þetta á sig til þess eins að vera til staðar ef náunginn þarf á hjálp að halda.
–
Sá seinni er að æfinga- og þjálfunarferli björunarmanna er tíma- og peningafrekt ferli. Þar fyrir utan þurfa björgunarsveitir að vera vel tækjum búnar (svolítið misjafnt eftir aðstæðum) og allur sjá tækjakostur þarf að vera í lagi. Alltaf.
Það kemur kannski einhverjum á óvart hvað er mikið umstang í kringum þessa starfsemi en sem útivistarmanni finnst mér það alltaf vera öryggislína að vita af björgunarsveitunum. Mér finnst því mjög gott að vita að björgunarmenn þjálfa líka fyrir aðstæður sem þeir lenda ekki í á hverjum degi, en gætu einhverntíma gert. Því á þeim degi skiptir það höfuðmáli.
Í hnotskurn: Starf sveitanna ætti að vera sem mest og best til þess að vera búnar undir "kannski" og "hvað ef" tilfellin.
–
Já, svei mér þá, ég held ég bæti því þriðja við: Við höfum þegar séð hversu fært ríkið er um að reka hjálparsveit. Hún heitir Landhelgisgæslan og er í stöðugu fjársvelti. Ef starfsmenn hennar væru ekki það sómafólk sem þeir eru væri hún örugglega álíka vinsæl og Tryggingastofnun.
Þrátt fyrir að gæslan sé algjört lykilatriði í neyðaraðstoð hérlendis tel ég að björgunarsveitunum sé best borgið í sjálfboðaliðaumhverfinu.
–
Ég er hættur í bili.
Einar Elí
01.01.2007 at 00:13 #572994Gleðilegt ár
Til hamingju félagar… nú er tæpt ár í það að við getum farið að ræða verðlagningu á flugeldum hjá björgunarsveitum aftur…
Can´t wait….
Minni samt grútana á að nú fyrir þrettándann geta þeir fengið flugelda með miklum afslætti…. hjá björgunarsveitunum… til hamingju með árangur í ykkar baráttu … máli…
njótið vel.
kv. stef (hin einfalda)
01.01.2007 at 12:28 #572996Bjarki
tölur um vinnustundir koma beint frá Landsbjörgu, formaður landsbjargar setti þessa tölu fram í viðtali í vikunni að mig minnir, þessar auka stundir sem ég skellti inn var bara svona ágiskun miðað við það sem maður þekkir af þessu starfi að þá er því miður aldrei öll útköll skráð á blað…kv. Axel Sig..
01.01.2007 at 18:40 #572998Gaman að lesa þennan þráð og sjá hversu fólk er almennt sammála um það að styrkja sveitirnar. Í sambandi við fjölda vinnustunda á ári (sem sjálfboðaliði) þá eru þær óhuggnalega margar. Þessi áramót sá ég um einn sölustað á vegum björgunarsveitar og í þá vinnu fóru hjá mér milli 80 og 90 tímar eingöngu milli jóla og nýárs, þá á eftir að telja alla tímana sem fóru í að setja upp staðinn fyrir jól og svo að ganga frá núna eftir áramót.
.
Mér finnst algjörlega óþolandi að sjá hversu mikil aukning er í sölu eingaaðila á flugeldum. Ef horft er á heildarmyndina kringum hátíðarnar og hversu mikill kostnaður er í kringum hátíðarhöldin þá eru einhverjir þús kallar til eða frá í flugeldakaupum skiptimynnt. Og þið, kæru lesendur, sem verslið af einkaaðilum, finnst ykkur það góð skipti að spara nokkrar krónur en með kaupum ykkar auka á auð einkaaðila? Ég bara spyr…………
.
Freyr Þórsson
01.01.2007 at 22:32 #573000
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Svo bara svona til fróðleiks þá fer 10und af öllu sem Einar selur til Krossins,svo ég spyr bara hver er bakhjarlinn af öllu þessu hjá honum.
Bestu kveðjur
Matti
01.01.2007 at 22:35 #573002Rúnar Bílasali og Einar eru saman með þennan innfluttning, þess má geta að Rúnar þessi er tengdasonur Gunnars í krossinum.
Það hlýtur allt að vera gott og BLESSAÐLG
01.01.2007 at 22:41 #573004Það er semsagt skítalykt af málinu. Kemur manni svo sem ekki á óvart. Annars til fróðleiks þá vissi ég ekki betur en Einar hafi verið kominn í flugeldana áður en hann fór í ofstækishópinn.
02.01.2007 at 01:06 #573006þó ég sé mjög mikið á móti einkaaðilum í flugeldageiranum þá þurfum við að fara varlega í það að nafngreina menn, fyrirtæki og trúfélög. Slíkt getur haft í för með sér heilmikil leiðindi.
.
Freyr Þ.
02.01.2007 at 08:19 #573008Það er alltaf talað um að flugeldasala sé eina (eða ein af sára fáum) fjáröflunarleiðum björgunarsveitanna, hvað um jólatrésölu. Svona til gamans að þá er ekki hægt að fá jólatré á öllu höfðuðborgarsvæðinu fyrir jólin. Yrði fólk ekki brjálað ef að björgunarsveitirnar væru með einkasölurétt á jótrjám (ég held það). Og einhverstaðar heyrði ég að björgunarsveitirnar fengju úthlutðar 700 miljónir á ári í ríkisstyrk. Ef að það er ykkur svona mikið hjartans mál að styrkja björgunarsveitirnar af hverju leggið þið ekki bara 1000 – 2000 kall á mánuði eða eitthvað álíka sem frjáls framlög til þeirra, það kemur út a það sama og að versla einn fjölskyldupoka (sem er bara fullur af einhverjum stjörnuljósum) og 2 rakettur.
3 af hverjum 4 sem að sitja inni um áramótin fyrir sölu á ólöglegum flugeldum eru einhverjir skátar, þeir sprengja bílana sína í tætlur vegna þess að þeir eru óvarkárir og sprengja húsin sín í tætlur vegna þess að þeir virða ekki reglur um að geyma sýningarefni aðskilt frá söluefni.
Það voru ekki einu sinni björgunarsveitirnar sem að byrjuðu á flugeldasölu á íslandi, Ellingsen var með flugeldasölu í mörg ár og byrjuðu vel á undan björgunarsveitunum og sama má segja um Gullborg. Hvað væri gaman við það ef að björgunarsveitirnar væru með einkarétt á flugeldasölu, það væru allir með sama efnið og engin fjölbreytni.Ég styð frjálsa verslun og versla þar sem að ég vill, og læt ekki skikka mig til þess að stunda viðskipti við einn aðila.
02.01.2007 at 08:43 #573010er þessi þráður ekki að verða frekar grófur.
02.01.2007 at 09:30 #573012Geysist einn fram á sviðið að verja einkasölu á flugeldum og fer mikinn,ég tel ekki þessi skrif hans breyta neinu um staðreyndirnar hvað varðar söluna,ef menn eru svo skamsýnir að sjá ekki munin á að styrkja björgunarsveitir sem alltaf koma til aðstoðar hvar sem er og hvenær sem er og hjálpa hverjum sem er og vilja heldur kaupa af mönnum sem eru í þessu til þess eins að græða fyrir eigin hag og láta sér nægja að sitja og horfa á í sjónvarpi þegar sveitirnar eru að störfum,þá er þeim bara vorkun og lítið hægt að gera til að breyta því,ég líki þeim við fólkið sem er með sjúkrakassa í bílnum en neitar að lána hann á slysstað vegna þess að hann er svo dýr,eða reynir að komast fram hjá slystað vegna þess að því liggur svo á,þetta eru staðreyndir því miður.
Hvað varðar jólatrésöluna þá á síðasta ári var þvílíkt oframboð á jólatrjrám að henda þurfti þeim í stórum stíl með tilheyrandi tapi fyrir söluaðila og fóru aðilar varlegar í innflutningi núna.
Jú víst hafa orði slys vegna flugeldasölu og kröfur um varðveislu og geymslu hertar.
Jú Björgunarsveitarmenn hafa látið lífið í björgunum.
Jú Ellingsen hóf flugeldasölu meðal annars vegna þess að fyrstu flugeldar sem notaðir voru á gamlárskv voru skiparakettur sem fallnar voru á tíma og þurfti að endurnýja um borð í bátunum og gáfu útgerðarmenn áhöfnum sínum þá ásamt blysum,þannig að flugeldasalan fór að mestu fram vegna skyldukaupa útgerðar,skip fengu ekki haffærniskírteini ef þá vantaði,aðilar hjá Ellingsen útveguðu SVF’I tengla til að kaupa af í upphafi.
Örn verslaðu þú bara þar sem þig langar,enda hefur enginn skipað þér eitt né neitt,en vittu til ef þú þarft á neyðarhjálp að halda,eða eitthver þinna,þá koma björgunarsveitirnar og hjálpa þér og þínum,sama hvar þú verslaðir flugelda.
Annar var félagi minn í Hafnarf.að versla sér fyrir áramótin og fór inn á sölu sem hann hélt að væri á vegum bjsv en til öryggis áður en hann greiddi fyrir vörurnar spurði hann hver væri með þessa sölu,sem að öllu leyti var eins og hjá Bjsv,honum var svarað að einkaaðili væri með söluna,hann gekk út og lét pakkann liggja og verslaði hjá bjsv.hafi hann þökk fyrir
Klakinn.
ps hvað varðar trúarbrögð einstaklinga.þá hafa þau litla meiningu hérna,en holt er þó að muna að mestu óhæfuverk mankyns hafa verið framin í nafni trúar
02.01.2007 at 13:04 #573014Er það að einn frægur leikari og flugeldainnflytjandi skuli hafa sama heimilisfang og Óskar Örn Arnarson. Ætli þeir séu eitthvað skyldir.
Kv. Heiðar
02.01.2007 at 14:02 #573016Óskar – það er auðvitað ekki nema sjálfsagt að þú ráðir sjálfur hvar þú verslar þína flugelda. Ég er sömu skoðunnar og formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar að það eigi ekki að koma á einkaleyfi, en fólk eigi að eiga að sjá sóma sinn í að styrkja mannúðarsamtök með þessum hætti. Þykir samt leiðinlegt að álit þitt á björgunarsveitum sé ekki meira en þetta. Vonandi verður einhverntíma eitthvað til að breyta því.
–
En ég hjó líka eftir nokkrum punktum í skrifum þínum sem ég væri alveg til í að fara nánar út í.
–
Hvað varðar jólatrén þá eru reyndar ekki allar björgunarsveitir á þeim markaði. Sem fyrr velur fólk hvaða söluaðila þeir vilja styrkja. Sjálfur á ég sígrænt tré sem ég keypti af Bandalagi íslenskra skáta, enda nánast alinn upp í þeirri ágætu hreyfingu. Bendi þér á að skoða þann möguleika fyrir næstu jól ef þú verður enn trjálaus.
–
Ég veit ekki alveg hvort þessi 700 milljón króna tala þín er hárrétt eða ekki, frekar en þú sýnist mér, en það er ekki rétt að björgunarsveitirnar sjálfar fái úthlutað úr ríkissjóði. Það eru landssamtökin (Slysavarnarfélagið Landsbjörg) sem fá styrk. Rekstur félagsins er gríðarlega margþættur og víðfeðmur og lýtur meðal annars að fræðslu og forvörnum, námskeiðshaldi, rekstri björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíðinni, björgunarskólans, slysavarnarskóla sjómanna og svo framvegis. Á heimasíðu samtakanna segir meðal annars:
–
"Rekstur öflugra björgunarsveita er afar kostnaðarsamur þar sem framlag opinberra aðila nemur einungis broti af rekstarkostnaðinum. Slysavarnafélagið Landsbjörg þarf að eyða mikilli vinnu í að afla starfseminni rekstrarfjár. Félagseiningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru fjárhagslega sjálfstæðar einingar og leggja ekki fjármuni til rekstrar heildarsamtakanna. Sveitirnar afla sér hins vegar fjár með ýmsu móti en hæst ber þó sölu jólatrjáa og flugelda fyrir jól og áramót. Þar ná sveitirnar sér í þorra þess rekstrarfjár sem þær hafa úr að spila allt árið um kring. Landssamtökin afla sér einnig fjár á ýmsan máta: Með happdrætti, innflutningi á sjúkragögnum og fleiru."
–
Sem svar við spurningu þinni "Ef að það er ykkur svona mikið hjartans mál að styrkja björgunarsveitirnar af hverju leggið þið ekki bara 1000 – 2000 kall á mánuði eða eitthvað álíka sem frjáls framlög til þeirra"…
Bendi á svar mitt hér að ofan, sérstaklega klausuna um einstaklingsbúnað. Ennfremur borga ég ársgjald í minni björgunarsveit til að fá að vera þeirra forréttinda aðnjótandi að mega vera kallaður út um miðja nótt til að draga þig upp úr krapapyti 😉 Tel mig því í raun vera að fara eftir þessari uppástungu þinni.
–
Varðandi þá þrjá af hverjum fjórum sem sitja inni um áramótin fyrir sölu á ólöglegum flugeldum og eru "einhverjir skátar" vil ég fyrst að það komi fram að skátar og björgunarsveitir eru ekki það sama. Annað er æskulýðshreyfing og hitt eru björgunarsveitir. Um er að ræða sitthvor landssamtök og sitthvorn starfsvettvang. Einu tengslin þar á milli eru annarsvegar söguleg og hinsvegar gagnkvæmur velvilji og samstarf í einstaka verkefnum, ekki síst þegar kemur að félögum á unglingsaldri. Báðar hreyfingarnar treysta nær 100% á starf sjálfboðaliða.
–
Hvað sem því líður langar mikið að biðja þig um að benda mér á hvaðan þú fékkst þessar upplýsingar því þar sem ég er áhuga-pappírsdýr hefi ég mikinn hug á að skoða þær nánar, ef nokkrar eru.
–
Áttirðu annars ekki bara góð áramót? Reikna með að þú hafir verið ánægður með flugeldana þína og svona?
–
Förum varlega í umferðinni.
Einar Elí Magnússon
02.01.2007 at 14:05 #573018
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mer þætti gaman að sjá hvar þessar 700 milljonir eru sem þú segir fara til björgunarsveita…. rikið leggur ekki til peninga i þetta enn það er ymislegt gert auðveldara til dæmis að fella tolla af bilum og tækjum og öðrum bunaði….. og svo að þeim hafi verið leyft að aka a grænni olíu enn til að geta keypt þessa bila og olíu og sjúkrakassa þarf peninga og þeir peningar fást ekki nema fyrir flugeldasölu. það eru ekki marga sveitir sem standa i jolatresölu enn þær fáu sem gera það ríða ekki feitum hesti frá þeim bisness…. enn þar sem að margt smatt gerir eitt stórt þá lata menn sig hafa það að standa í því, fyrir margar sveitir er þetta mikil barningur ár eftir ar til að ná inn rekstrarfé því það þarf tæki til að flytja fólk hvort sem það eru bilar bátar eða sleðar… það er ekki langt siðan rikið og björgunarsveitirnar gerði samninga semfelldir voru inní lög um að þeir seu skyldugir til að hlaupa til á raunastund og ákvæði um tryggingar manna og undir hverja þeir falla i aðgerðum enn og aftur eru engir peningar i spilinu þannig að auðveldasta lausnin verður að aðeins verði leyft félagsamtökum að selja og flytja inn þannig er samkeppni enn allur peningurinn rennur i gott malefni ekki í þessa bílskurskalla sem virðast vera spretta upp allstaðar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.