Forsíða › Forums › Spjallið › Færð á fjöllum › Óþverrabisness!!!!!!!!!!!!!!
This topic contains 83 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 18 years ago.
-
CreatorTopic
-
29.12.2006 at 16:29 #199258
Ég vil vekja athygli ykkar á óforskömmuðum verslunarhætti þeirra hjá (Alvöruflugeldum). Þeir eru búnir að stilla sér upp við hliðina á helstu sölustöðum Landsbjargar með það fyrir augum að nappa til sín kúnnum þess síðarnefnda.
Þetta tel ég vera lúalegt gagnvart björgunarsveitunum sem hafa þarna sína einu tekjulind.
Það dylst ekki neinum hversu björgunarsveitirnar eru mikilvægar fyrir stóran hluta landsmanna, m.a. okkur sem erum að brölta upp á hálendið í einhverjum mæli….
Þeir hjá (Alvöruflugeldum) stinga sínum gróða í sinn vasa, meðan Landsbjargarmenn leggja fram sinn tíma og vinnu, án endurgjalds, fyrir málstaðinn.Mér finnst ekki vera um mikið beðið að fólk sniðgangi þessa tækifærissinna með peningamerki í augunum og velji heldur að styrkja þá sem leggja sig í hættu við að bjarga vitleysingum í voða.
Ég vona bara að peningaleysi Landsbjargar komi ekki til með að aftra þeim frá því að bjarga Einari og Rúnari hjá (Alvöruflugeldum) þegar þeir komast í hann krappann!
Með von um að sem flestir velji rétt um þessi áramót,
Trausti Jónsson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.12.2006 at 15:09 #572940
Þá er maður búin að versla hjá Einari og fjekk góðan afslátt af risa stöffi,Og þetta merkir að ég verð að fara aftur að flytja inn og þá kanski lækkar verðið aftur. Amen.
30.12.2006 at 15:10 #572942
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
….
30.12.2006 at 18:20 #572944Sælir, félagar. Ég ætla að þakka hlý orð í garð okkar björgunarsveitamanna hér að ofan og þakka stuðningin, hann er ómetanlegur.
Hjalti. Mér sýnist við fyrstu að þú eigir einhver óuppgerð mál við þessa björgunarsveit sem þú talar um. Vissulega eru oft svartir sauðir inn á milli og getur vel verið að það sé málið með þessa sveit sem þú talar um en það er þá algjört einsdæmi.
Á meðan fólkið í landinu og búnaður þess þróast hafa björgunarsveitir reynt að þróast í sömu átt. Að mínu mati geta björgunartæki aldrei verið of ýkt, það er alltaf til not fyrir þau.
Að baki hverrar sveitar liggur þrotlaus vinna og eins og allir á landsbyggðini vita er virkni sveita misjöfn en þegar á reynir, erum við, björgunarsveitarfólk alltaf til staðar. Sjálfboðastarf er á undanhaldi í dag og ekki jafn margir tilbúnir að leggja hendur á plóg eins og áður var. Þess vegna eru oftast keypt ný björgunartæki í dag, með ábyrgð frá söluaðila til að minnka svoleiðis vinnu. En hún er alltaf til staðar, sama hvað tímanum líður.
Unglingastarf er mjög öflugt innan raða Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og koma margir sterkir einstaklingar inn í flestar sveitir þaðan ár hvert.
Hvað varðar leikaraskap hjá björgunarsveitum þá getur það oft verið rétt. Það myndi enginn nenna stunda svona starf ef það væri ekki fyrir það að stundum er hægt að leika sér smávegis, en það er jafnframt besta æfingin. Eins og ég segi þá er það ágætis umbun þegar þú ert búinn að vera í Óveðursútkalli í 40 klukkustundir á einni viku að geta rennt á langjökul einn sunnudag í blíðunni og haft gaman af. Ef það væri aldrei hægt að æfa sig, leika sér eða prófa tækinn, þá væru björgunarsveitir lítið sem ekkert í dag. En ég ætla benda mönnum á það mjög oft þegar björgunarsveitir eru á ferðinni enda það með einhverri aðstoð eða hjálparbeiðni.
Ég kem úr Grindavík og er mikill ferðamaður sjálfur, mikið ferðast í snjó sem og öðru. Þá hefur mín björgunarsveit ekkert mjög mikið að gera með snjó. Þó eigum við 38" bíla til að sinna okkar svæði þegar á reynir og eitt sinn spurði ég björgunarsveitarmann fyrir norðan "Afhverju eru þið með svona dýra og öfluga vélsleða?"
Hann svaraði "Til þess að geta elt þá sem eiga svona öfluga sleða"
Það nægði mér alveg til þess að skilja þessa þörf.
Björgunartæki eru ekki keypt bara til þess að kaupa þau.
Jæja, ég ætla að segja þetta gott í bili. En og aftur þakka ég góðann stuðning félagsmanna og óska eftir en frekari stuðningi nú í flugeldasölunni.
Megi gæfan fylgja ykkur um áramótin og í framtíðinni.
Kveðja
Otti Sigmarsson
Björgunarsveitin Þorbjörn. GrindavíkP.S
Síðasta útkall hjá okkur var klukkan 23:16 í gærkvöldi og stóð í 3 klst. Það kom td. ekki fram í fréttum.
30.12.2006 at 18:39 #572946Í einum pistli segir Hjalti að hann hafi ekki gengið í björgunarsv vegna þess að hann hafði lent í aðstoða eða bjarga björgunarsv,má vera að það sé rétt en að setja sig í dómarastellingar og alhæfa líkt og gert er bendir ekki til að viðkomandi hafi grundað málið nægilega vel,það er mín skoðun.
Hvað varðar þjálfun nýliða þá er það umfangsmikið prógram sem nýliði þarf að fara í gegnum áður en hann fer í útkall,enþá umfangsmeira áður en hann fer í krefjandi útkall,og þá er eftir þjálfunin í undanfarasveitirnar,hvert og eitt útkallstig krefst þjálfunar,mismikillar við þurfum ekki rústabjörgunarmanna í almennt útkall,það er ekki hægt að nota nýliða nema að takmörkuðu leiti í rústabjörgun,eins er með björgun í fjöllum þar sem erfitt er að komast að,þar þurfum við reynda fjallabjörgunarmenn,svona er þetta um alla geira björgunarstarfa,en alltaf eru nýliðar með til að efla vitund þeirra og þjálfun,og af hverjum 10 nýliðum sem hefja starf að hausti eru c 2-4 sem halda áfram,því þjálfum er tímafrek og getur verið erfið og kröfur um líkamlegt og andlegt atgervi stöðugt vaxandi,og allt í sjálfboðavinnu.Vissulega má alltaf gera betur og meira og er starfið og þjálfunin í stöðugri endurskoðun og í dag eru Íslenskir björgunarmenn sendir um allann heim til starfa.
Það að fullorðnir menn gangi í sveitirnar ásamt unglingum vegna ævintýrarþrá og löngunar til að stjórna Þessum tækjum er einmitt það sem er gott mál á því læra þessir einstaklingar og koma að’ gagni er þörf er á.
Þjálfun nýliða er markviss og ákveðin og þótt þeir geri mistök í æfingarferðum,þá er það betra en að gera mistök í björgun,mistök við æfingar gera mönnum kleyft að fara yfir málin og laga vankantana,eins er farið yfir hverja björgun og athugað hvað mætti fara betrur.En eitt eiga allir sem ílendast í sveitunum sameiginlegt og það er mikil löngun til að koma að gagni við bjarganir ásamt heilbrigðum skammti af ævintýraþrá og spennuþörf sem fær útrás í starfi og leik sveitanna,það ásamt öflugri og magnþrungi gleði sem þurrkar út þreytu og hungur,ef björgun er árangursrík,og djúpri sorg og vanmáttartilfinnigu ef komið er of seint.
mér og öðrum gömlum björgunarsveitarmönnum sem lögðum okkur alla í þetta í fl ár og margir áratugi,er þetta hjartans mál og ég tek svona skrif sem komið hafa fram hér alvarlega,og bið þá sem dæma enn og aftur kynnið ykkur málin fyrst dæmið svo.
Klakinn
30.12.2006 at 23:12 #572948Björgunarsveitirnar eiga að eiga þetta það er bara þannig, það spurði mig einu sinni maður sem er einkaaðili sem flytur inn flugelda hvort ég vildi ekki koma og fá hjá sér flugelda fyrir lítinn pening og ég sagði nei bara beint og sagði að ég tæki frekar einn flugeld hjá björgunarsveitunum fyrir 10000 kall heldur en heilann kassa hjá honum þá kom svolítið á hann og spurði hvers vegna. Ég svaraði ósköp einfaldlega, Ef ég týnist þá kemur þú alveg örugglega ekki til með að leita að mér, málið dautt. Ég segi svei ykkur einkaaðilar björgunarsveitirnar eiga að eiga þetta
30.12.2006 at 23:56 #572950Sælir,
Langaði að benda ykkur á þetta myndband hér:
http://vf.is/resources/Files/584_Landsbjorgimynd.mpg
Svona til stuðnings flugeldasölu Björgunarsveitanna
Kv.
Otti S.
31.12.2006 at 00:02 #572952Þú berð þinn hlýhug til björgunarsveirnannen hvar eiga hinir sem ekki gera það að versla, hafa kannski ekki áhuga á tuðrusparki og vilja heldur ekki leggja sitt fé í sjóði þeirra, þeir meiga bara versla þar sem þeim sýnist án þess að það komi einum einasta mannin við. Þessi áramótin verður blanda hjá mér, 50% alvöru dót frá alvöru flugeldum og 50% frá björgunarsveitum, legg mitt að mörkum en hugsa líka um að hafa gaman af þessu svo að á næsta ári get ég fengið ALVÖRU pústkerfi unndir bílinn og ef pústkerfið klikkar get ég kallað eftir aðstoð . Eigið þið gleðileg áramót.
31.12.2006 at 00:12 #572954Svo er rétt að benda á að það eru ekki mörg hús sem henta til lugeldasölu laus svo að staðsettningin er tæplega sett til höfuðs öðrum flugeldasölum heldur hvar er hægt að fá húsnæði leigt í skamman tíma.
31.12.2006 at 00:28 #572956Hæhó svo er bara að muna að sleppa prikinu Anton. Einn kostur vð Einar er að hann á örugglega 4" púströr fyrir tívolíbomburnar:o)
31.12.2006 at 02:09 #572958
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Anton, þú ert fullur af skít……. og annað, af myndunum að dæma úr almbúminu af crúsernum, þá héld ég að þú þurfir aðeins meira en nýtt púst
31.12.2006 at 10:58 #572960Nokkuð merkilegur vinkill sem Anton hefur tekið í þessari umræðu. En hann hefur tekið að sér að verja þessi lítilmenni, sem þykjast hafa ýmis háleit markmið og eitt af þeim hafa borið á góma hér fyrr í spallþræði. En það er hin mikla trú Einars á guð. Sem hann flaggar í tíma og ótíma, en hann á sennilega bara einn guð og hann heitir Mammon.
Og hin lítilmennin fylkja sér sennilega líka um sama guðinn. Anton hefur greinilega gripið sama siðblindan og þessar svokallaðra einkaaðila í flugeldabransanum, en viss hópur manna, virðist alltaf réttlæta það fyrir sjálfum sér að allt sé leyfilegt vegna þess að það séu viðskipti í gangi. Ég veit ekki hvernig hægt er að koma ykkur til hjálpar, sennilegt er þar á brattan að sækja fyrst guði tókst það ekki í tilfelli Einars.Ég nenni nú ekki að svar þessu kjaftæði þínu Anton um að pústþjónustna hjá Einari, hafi verið eitthvað sérstaklega velvild klúbbnum. En get bent þér á til fróðleiks. Að þegar Einar yfir gaf pústþjónustuna í Nóatúni. Þá fengu félagsmenn aflátt það í kjölfar brotthvarf hans þaðan ( skrítið ekki satt ). Ég get svosem bætt við fyrir auka fróðleik, pústverkstæðið leið ávalt fyrir flugeldasöluna.
Allir þessir skúrkar, enda ekki til annað orð yfir þá, afsaka sig allir á þann veg að þeir séu einungis að selja svo lítið. Örn Arnason sagðist t,d aðeins vera með 1-2 % markaðshlutdeild en magnið var samt 19 tonn. Jón Gunnarsson reyndi að útskíra fyrir honum ( að margt smátt gerði eitt stórt ) held þó að Örn hafi ekki verið að hlusta. Einkaaðilar eru nú búnir að ná að sölsa undir sig 40% markaðsins.Það virðast vera sömu aðilarnir sem láta sér detta í þá reginn heimsku, að skipta út björgunarsveitunum fyrir her undir leiðsögn Björns Bjarnasonar. Þessir aðilar gætu þó átt sér eitt til afsökunar fyrir heimskuna, en það gæti verið að þeir séu svo ungir að þeir muna ekki annan tíma en síðustu vikurnar, eða þeir séu búnir að gleyma umræðum um þyrlumálin í fyrra. Eða þá að þeir þekki ekki hörmungarsögu fjárveitingarvaldsins, þegar komið hefur að skiptingu peninga í forgangsröð. En farkostir Landhelgisgæslunnar voru orðin fljúgandi og siglandi byggðarsafns tilfelli. Um leið og björgunarsveitunum verður skip út fyrir leikskólaherinn, verður þjóðin að sætta sig við útgjöld sem reiknast einungis í miljarðatugum og einmitt þess vegna hafa aðrar þjóðir lagt á það áherslu að reina brauðfæða sína heri með heimaframleiðslu.
Það er alltaf hægt að gagnrýna og að gagnrýna Landsbjörgu er kannski ekkert mál, þar sem um stórt apparat er að ræða og því meiri hætta á mistökum. En engu af síðu eru þar þúsundir manna og kvenna að leggja sig fram, bæði tíma sínum og peningum.
Ég vona svo að þessir slúbbertar hafi svo sem mesta skömm af þessu, og þeim verði sem minnst ágengt í sölunni. Þessi áramótin sem og næstu áramót. Ég hvet því allt alvöru útivistafólk til þess að sniðganga þetta lið allt árið, því með því einu komum við á framfæri andúð okkar á þessari siðblindu.
Anton er búinn að eyða allmiklu púðri í það hérna í þræðinum að verja þessa skúrka. Ef Anton væri alvöru jeppamaður þá vissi hann sennilega að það eru fjölmargir sem einmitt skrifa hérna á spjallið og eru starfandi innan klúbbsin, sem eru akkurat núna að selja flugelda fyrir Landsbjörg. Hann myndi líka vita það að flugeldasala bjargar mannslífum. En það gera forsvarsmenn Alvöruflugelda ekki, það gerir Örn Árnason ekki heldur.
Það gerir ekki heldur Svafar Jóhannsson hjá Fitness Sport. En einmitt þessi Svafar lét hafa eftir sér þau fleygu orð ( hann á ekki von á því að hans flugeldasala muni skaða íþróttafélöginn og björgunarsveitirnar ) hvað á maðurinn við, á flugelda sala einhverra annarra eftir að skaða LB, bullustampur.FLUGELDASALA BJARGAR MANNSLÍFUM.
31.12.2006 at 11:30 #572962Við tökum undir orð Ofsa hér að ofan og allra hinna sem
vilja bara styrkja Björgunarsveitirnar okkar !!!
Þetta er til skammar og ótrúlegt að þurfa að ræða
þessi mál !!Kveðja Sæmi og Hrönn
31.12.2006 at 11:41 #572964Hafðu heill mælt. Engu við þetta að bæta.
Farið svo varlega um áramótin félagar góðir og megi nýja árið verða gjöfult á góð og slysalaus ferðatækifæri.
31.12.2006 at 12:24 #572966Þessi umræða er afar viðkvæm og eldfim og ég efast um að menn beinlínis þori að segja hug sinn í þessum efnum ef hann er ekki pólitískt réttur. Hvað mig og marga aðra varðar er fyrst og fremst verið að kaupa flugelda, ekki styrkja björgunarsveitirnar. Hins vegar að fyrst verið er að kaupa flugelda reynir maður að kaupa þá hjá björgunarsveitunum þeim til styrktar. Ég vil draga það í efa að menn myndu bara leggja 10-30000 kall inn á björgunarsveitirnar um hver áramót ef þeir fengju engar sprengjur fyrir, þannig að fólk er fyrst og fremst að kaupa sprengjur en ekki að styrkja bjsv.
Svo er það verðlagningin sem skiptir öllu máli. Íslenska aðferðin er sú að verðleggja hlutina svo hátt að fólki ofbýður en þó ekki hærra en það að fólk nær að pína sig til þess að blæða í eina til tvær rakettur eða jafnvel fjölskyldupakka krakkanna vegna. (Þetta á við töluvert fleira en flugeldasölu) Það er til svolítið sem heitir að verðleggja sig útaf markaðnum og það er hlutur sem bjsv ættu að fara að hugleiða með minnkandi hlutdeild. Það virkað því miður ekki að segja í sí og æ að þetta sé eina tekjulindin og við förum í svo og svo mörg útköll o.s.frv. það verður líka að vera einhver vitræn álagning. Það er ekki auðvelt að ofgera Íslendingum hvað verðlagningu varðar en flugeldar og áfengi eru svo sannanlega komin á limmið. Mín flugeldaviðskipti eru gerð 50% hjá bjsv pólitískrar rétthugsunar vegna og 50% annarstaðar buddunnar vegna sem samt þjáist því bjsv gefa einkaaðilunum svo mikið svigrúm til álagningar.
Nú er ég alls ekki að setja út á starfsemi björgunarsveitanna, hvað þá að réttlæta einkaaðilana heldur einungis að sína hvernig þetta snýr að mér, og ekki hakka mig í spað fyrir þessi skrif, það ekkert ljótt á bakvið þau.
31.12.2006 at 12:51 #572968Nú er ég bara að spöglera eina ferðina enn.
Þetta fólk sem er að tala um ofur álagningu sem það telur sig vera að borga fyrir raketturnar … er það ekki sama fólkið sem að oft fer í ríkið (ÁTVR) og verslar áfengi fyrir tugþúsundir mörgum sinnum á ári á uppsprengdu verði… og fær ekkert nema þynku í staðinn… og ekki einu sinni öruggt pláss á Vogi í meðferð… nú eða Byrginu fyrir þá sem kjósa það. Margt af þessu fólki fer á skemmtistaði um helgar og kaupir eitt glös á barnum á verði sem að fær mann til að svitna og svo bara móral daginn eftir.
Björgunarsveitirnar eru með stóra fjáröflun einu sinni á ári sem stendur undir rekstri sveitanna og er aðal spennan í þessum gróðra buissness (alias óþverra buisness) fólgin í því á hvaða tímapunkti á gamlaársdag er farið að rúlla yfir 0 og GRÓÐINN fari að skila sér.
Þeir selja flugelda sem að öll fjölskyldan og nágrannar geta glaðst yfir sem fjáröflun… Sumum finnst kannski bara skemmtilegra að kaupa bara pappír með númerum á (happdrættismiða) og er það þá stundum líka í boði… Og ef þakið hjá þér er að fjúka eða barnið þitt er týnt þá koma þeir um leið og þú hringir… FRÍTT …(og án aukakostnaðar)… því þeim er sama hvort þú heitir Jón eða séra Jón og hvort þú keyptir flugelda af þeim eða ekki.kv. stef (hin einfalda)
Nb. ekki skot á Ofsann
31.12.2006 at 13:45 #572970
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég held að það þyði ekkert að reyna að beina svona mönnum i retta átt eins og sumum sem hafa tjað sig her….. ég tek undir orð Ofsa hann hittir beint i mark.
gleðilegt ár!!!!!!! Mikki.
31.12.2006 at 13:48 #572972Góður púntur, það væri mjög sniðugt að selja rakettur í ríkinu og ágóðinn rinni til Hjálarsveita, ég mundi pottþétt kippa með mér rakettukassa um hverja helgi, þá sæji maður líka hvar væri partý í gangi í bænum:o)
31.12.2006 at 13:53 #572974Björgunarsveitirnar þyrftu kannski að fara að huga að öðrum fjáröflunarleiðum með flugeldasölunni ef fram heldur sem horfir. Kökubasar og föndur er kannski það sem koma skal. Hver eru annars heildarútgjöld Björgunarsveitanna í landinu á ári og hver er innkoman?
31.12.2006 at 14:13 #572976Kvennadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í áratugi verið með kökubasar og fl uppákomur til að afla fjár fyrir sveitirnar og ófáir slöngubátar og línubyssur ásamt öðru verið fjármagnað af þeim hvurndagshetjum.
Klakinn
31.12.2006 at 14:28 #572978Þegar fólk týnist- þegar slys,óhöpp eða náttúruhamfarir verða,en þá koma björgunarsveitaaðilar hlaupandi frá matarborðinu,úr vinnunni,úr sumarfríi,úr giftingum og jafnvel úr afmælum barna sinna.
Ég held að ég fari ekki með fleipur en í útvarpsviðtali fyrir jól heyrðist mér að björgunarsveitarfólk hafi unnið um 600,000 vinnustundir á síðasta ári og allt í sjálboðavinnu.
Þó eru margir vinnuveitendur sem borga björgunarsveitarfólki laun á meðan útkalli stendur yfir,einnig eru margir með sjálfstæðann rekstur og tapa jafnvel launum á meðan þeir eru í útkalli.
Má vera að mér hafi tapast heyrn og viðmælandi hafi sagt aðra tölu
(leiðréttið mig ef þetta sé rangt.Gleðilegt ár
Kv
Jóhannes
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.