This topic contains 83 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég vil vekja athygli ykkar á óforskömmuðum verslunarhætti þeirra hjá (Alvöruflugeldum). Þeir eru búnir að stilla sér upp við hliðina á helstu sölustöðum Landsbjargar með það fyrir augum að nappa til sín kúnnum þess síðarnefnda.
Þetta tel ég vera lúalegt gagnvart björgunarsveitunum sem hafa þarna sína einu tekjulind.
Það dylst ekki neinum hversu björgunarsveitirnar eru mikilvægar fyrir stóran hluta landsmanna, m.a. okkur sem erum að brölta upp á hálendið í einhverjum mæli….
Þeir hjá (Alvöruflugeldum) stinga sínum gróða í sinn vasa, meðan Landsbjargarmenn leggja fram sinn tíma og vinnu, án endurgjalds, fyrir málstaðinn.Mér finnst ekki vera um mikið beðið að fólk sniðgangi þessa tækifærissinna með peningamerki í augunum og velji heldur að styrkja þá sem leggja sig í hættu við að bjarga vitleysingum í voða.
Ég vona bara að peningaleysi Landsbjargar komi ekki til með að aftra þeim frá því að bjarga Einari og Rúnari hjá (Alvöruflugeldum) þegar þeir komast í hann krappann!
Með von um að sem flestir velji rétt um þessi áramót,
Trausti Jónsson
You must be logged in to reply to this topic.