This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Ágúst Úlfar Sigurðsson 17 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Sælt verið fólkið.
Ég veit fyrir víst að hér eru hinir mestu bílvélasnillingar landsinis, svo mig langar til að spyrja hvort einhver kannist við eftirfarandi vélabilun.
Ég er með gamlan ’92 pajero með 2.5L diesel vél sem ég held mikið upp á. Ég lenti í því óláni að balance-reimin fór sem varð til þess að ég skipti um hedd og allt í því, ásamt öllum pakkningum í vél. Bíllinn fór í gang, og lét ég hann vera í gangi fjórum sinnum í 15-20mín, og gekk vel. Þegar ég svo fór í prufuakstur, og hafði ekið 2 km, þá fór snúningur vélarinnar í botn og mikinn svartan reyk lagði frá bílnum. Eftir svona 15 sek fór snúningurinn niður aftur og vélin drap eðlilega á sér (var búinn að taka lykilinn úr). Í loftinntakinu er smurolía svo ég hef þá kenningu að legur í túrbínunni séu farnar þannig að hún þrýsti smurolíu í gegnum sig, og inn í sprengirýmið, þannig að nóg sé af eldsneyti til að brenna. Eruð þið með einhverja betri kenningu? Vélin er ekin 270þ
Með fyrirfram þökk
Stefán
You must be logged in to reply to this topic.