FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Óþekkt bilun í diesel vél

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Óþekkt bilun í diesel vél

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson Ágúst Úlfar Sigurðsson 17 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.10.2007 at 22:12 #200975
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælt verið fólkið.

    Ég veit fyrir víst að hér eru hinir mestu bílvélasnillingar landsinis, svo mig langar til að spyrja hvort einhver kannist við eftirfarandi vélabilun.

    Ég er með gamlan ’92 pajero með 2.5L diesel vél sem ég held mikið upp á. Ég lenti í því óláni að balance-reimin fór sem varð til þess að ég skipti um hedd og allt í því, ásamt öllum pakkningum í vél. Bíllinn fór í gang, og lét ég hann vera í gangi fjórum sinnum í 15-20mín, og gekk vel. Þegar ég svo fór í prufuakstur, og hafði ekið 2 km, þá fór snúningur vélarinnar í botn og mikinn svartan reyk lagði frá bílnum. Eftir svona 15 sek fór snúningurinn niður aftur og vélin drap eðlilega á sér (var búinn að taka lykilinn úr). Í loftinntakinu er smurolía svo ég hef þá kenningu að legur í túrbínunni séu farnar þannig að hún þrýsti smurolíu í gegnum sig, og inn í sprengirýmið, þannig að nóg sé af eldsneyti til að brenna. Eruð þið með einhverja betri kenningu? Vélin er ekin 270þ

    Með fyrirfram þökk

    Stefán

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 16.10.2007 at 07:19 #599982
    Profile photo of Sigurlaugur Þorsteinsson
    Sigurlaugur Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 36
    • Svör: 1915

    Eins og þú lýsir þessari bilun þá hef ég 2 svar orðið vitni að sama,annars vegar í 2l toyotu d þar sem hún átti það til í akstri að fara á botn snúning og mikinn svartan reyk lagði frá pústinu,þetta varði í 1-3 mín og svo varð all eðlilegt aftur.
    Þetta reyndust vera óþéttir ventlar (olía lak niður með leggnum á ventlum) þá vél var búið að aka um 160þ og blés hún svolítið niður og myndaði það yfirþrýsting.
    Hin vélin var 3,8d í Cevrolett og var ástæðan sú sama nema þar skeði þetta einu sinni og vélin ónýt á eftir (gekk í c 20 mín á yfirsnúning og braut stimpilstöng) í báðum vélum voru gúmíin sem eru um ventileggin ofaná ventlastýringunni óþett og stýringar farnar að slitna,enda ef skoða er nánar er næsta ómögulegt að smurolía komist á annann hátt inn í sprengihólf vélarinnar,þar sem hún við þrýsting leitar léttustu leið upp í ventlalok og ef slit er í stýringunum niður með ventlum á sogslaginu.
    Þegar búið vara að laga stýringar og skipta um ventla í Toyotuni ásamt hettum var vélini ekið í tæpa 400þ km og kom aldrei þetta vandamál upp aftur.
    Ef það á að vera olía í loftintakinu (líkt og í Landrovernum í den)þá er þín skýring mjög líkleg en þá ætti olían að hverfa þar eða minka.
    Kv Klakinn





    16.10.2007 at 08:16 #599984
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Ef ég á að segja fyrir mitt leyti, þá finnst mér líklegra að þetta hafi verið að koma með túrbínunni.
    Myndi amk byrja á því að taka á henni til að sjá hversu mikið slag er í henni.
    Annars ef það er eitthvað skemmt hjá þér í kringum headdið þá á ég eitthvað til í svona head notað sem þú mátt bara eiga ef þú sækir.

    Kv. Ívar
    ivar@teiti.com





    16.10.2007 at 09:26 #599986
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Kannast við þetta dæmi. Þegar ég lenti í svipuðu með Hilux sem ég átti í stuttan tíma þá voru sótfylltir og fastir stimpilhringir orsökin og olía að sogast upp með stimplum. Vélin var ekki ýkja slitin samt. Það var eins og það væri komin heimsstyrjöld þegar vélin fór á snúning við álag þegar hún var orðin heit. Fór rúmlega einn líter af smurolíu af pönnu í hvert skifti. Skifti um hringi og allt í goodí eftir það í mínu tilviki en þessi lýsing gæti líka átt við mikið slitna vél. Í þessum MMC eru líklega tveir samverkandi þættir. Skift um hedd sem er líklega notað og meira slitið en það fyrra og svo yfirþrýstingur í blokk sem hefur verið áður til staðar og útkoman er…….





    16.10.2007 at 09:42 #599988
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Ég átti mmc með 2.5 vél. Skv. því sem maður frá Heklu sagði mér átti ég ekki að hafa áhyggjur af smá olíusmiti sem sjá mátti í slöngunum við millikælinn. Þetta olíusmit var vel sjáanlegt en augljóslega ekki í miklu magni. Þessi vél var ekin 180 þúsund km þegar ég var að spá í þessu.

    Elvar





    16.10.2007 at 09:56 #599990
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Hvaða hedd settir þú í staðinn? Er það kannski eitthvað gamalt með ónýtum ventlaþéttingum?





    16.10.2007 at 11:16 #599992
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég setti nýtt hedd í hann, nýja ventla, ventlaþéttingar og rokkerarma. Ég skipti reyndar ekki um stimpilhringi. Er nóg að það komist eingöngu smurolía inn í einn cylinder, þ.e.a.s frá annað hvort ventlaþéttingu eða stimpilhring og valdi þar með keðjuverkun?





    16.10.2007 at 12:04 #599994
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Kannski gefur nýtt hedd aukin kraft og þrýsting í brunahólfi og þar af leiðandi meiri blástur niður í pönnu ? Næsta skref er að þjöppumæla. Segir mikið um ástand vélar.





    16.10.2007 at 13:48 #599996
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Eitt sem ég geri á svona disel bílum.
    Veit að mönnum þykir þetta misjanft en ég læt öndunina á sveifaráshúsinu (slönguna úr ventlalokinu) ekki liggja inní soggöng.
    Með því veit ég nákvæmlega hvaðan olían í intercoolernum er að koma (bara einn möguleiki) og ég get líka fylgst með hversu mikið af olíu er að koma upp með önduninni. (þá læt ég öndunina fara í einhvern safndall)





    16.10.2007 at 20:28 #599998
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Ég hef átt Pajero með 2,5 lítra vél í allmörg ár og dútlað talsvert við hana.
    Það er 100% eðlilegt að smiti eitthvað olíusull úr sveifarhússönduninni og til að losna við mengun af því er það leitt í soggreinina framan við túrbínu og vélin látin "endurnýta" grumsið.
    Ef þú aftengir slönguna sem liggur úr ventlalokinu inn á soggrein þá ertu búinn að útiloka að smurolía fari þessa leið inn á soggreinina. Ef allt er með felldu þá kemur lítið annað en útblástursloft plús smá olíu- og vatnssull út úr þessari slöngu.
    Ef hann er hins vegar að blása einhvern helling út þarna með fullt af smurolíu í bland, þá myndi ég giska á að nýja heddpakkningin hafi gefið sig og opnast milli einhvers cylinders og sveifarhúss. Þá myndi ég þjöppumæla til að sannreyna tilgátuna.
    Annar möguleiki og öllu sennilegri er að túrbínan sé komin að niðurlotum og farin að leka olíu. Það getur sagt manni e-ð um ástand hennar að þreifa öxulinn. Hliðarslag á að vera í algjöru lágmarki, en dálítið endaslag er eðlilegt. Aðvörun: ALDREI REYNA ÞETTA MEÐ BÍLINN Í GANGI.
    Tilgáta sem einhver setti fram um að ventlapakkdósir væru svo hriplekar að fari þar niður verulegt magn olíu finnst mér ekki líkleg, og myndi alveg ýta henni til hliðar.

    Fyrir utan heddpakkningu og túrbínu, sem ég hef þurft að skipta um þá hefur þessi vél reynst mér ákaflega vel.

    Ágúst





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.