This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Þorvaldur Sigurðsson 12 years ago.
-
Topic
-
ég var á leið frá byko í kópavogi í átt að hafnarfirði og keyrði eftir Reykjanesbraut, þegar æðir fram úr mér gamall hilux jeppi á mikilli siglingu, sikk sakkandi á milli akreina að ryðjast fram úr bílum á 44″ dekkjum þetta var bíll sem var örugglega í breytingu hann var með mislitar hurðar og svarta brettakanta en í grunninn var hann grár og mig minnir að hurðar á honum hafi verið bæði rauðar og hvítar og kastarar á grind aftan á honum sem vísuðu aftur.
Aftur að sögunni, síðan lendum við á ljósum í átt að keflavík og lendi ég við hliðina á honum, þegar hann tekur af stað veiti ég því athygli að hann er óvenju sprækur og sé miðað við reykinn að þetta er dísell, ( langar að vita hvað vél þetta var)Nema bara það að ég held svo sem leið liggur á innri akrein inn í hringtorgið við n1 í lækjargötu og ætla að beygja inn lækjargötuna og með stefnuljós á , kemur þessi jeppi æðandi inni í hringtorgið á mikilli siglingu og í veg fyrir mig á ytri akrein, Vegna þess að ég var að veita honum athygli og fylgdist með honum sérstaklega gat ég afstýrt því að hann keyrði hreinlega yfir mig, og var ég þá á jeppa sjálfur.
Á þessum jeppa var ungur maður við stýrið og bíllinn merktur einhverju jeppagengi sem ég man alls ekki hvað var, stóð á hurðinni.ég var bara að vona að viðkomandi jeppaáhugamaður lesi þetta og sjái á þessu að svona jeppakynning fyrir fólk sem ekki hefur skilning eða áhuga á þessum tækjum, sé síður æskileg. Ég gæti trúað að nokkrir sem voru á ferð þarna til sömu tíðar og ég hugsuðu með sér að svona tæki ættu alls ekki að vera í umferðinni.
En nu hætti ég þessu tuði og segi gleðilega hátið
You must be logged in to reply to this topic.