This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Þengill Ólafsson 14 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að velta fyrir mér þeim raunum sem fólkið undir Eyjafjöllum á við að etja um þessar mundir. Við i ferðaklúbbnum höfum lagt okkur fram um að leggja þessu fólki lið ásamt öðrum samtökum svo sem sjálfboðaliðum úr Rauðakrossinum og björgunarsveitum, til hafa komið facebook hópar og sjálfsagt einhverjir fleiri sem ég hef ekki þekkingu á og kann ekki að nefna og er það allt vel. Á Reykjavíkursvæðinu eru um tíuþúsund manns atvinnulausir. Einhverjir af þessum einstaklingum eru sjálfsagt innan þeirra hópa sem hafa verið að gefa sig fram til sjálfboðaliðastarfa og er það þakkarvert og gott framtak hjá þeim. Og sjálfsagt eru margir innan hóps atvinnulausra sem ekki hafa burði til að vinna þá líkamlegu vinnu sem þetta sjálboðaliðastarf útheimtir og hef ég fullan skilning á því. En af þessum tiuþúsund manna hópi hlýtur að vera að minnsta kosti helmingur sem getur gefið sig fram til þessara starfa. Og þetta fólk mætti alveg gefa sig fram og þiggja far hjá þeim ferðaklúbbsmeðlimum sem hafa laus pláss í bílum sínum þegar þeir fara til sjálfboðaliðastarfa undir Eyjafjöllum. Ég veit til dæmis að um síðustu helgi þegar ég fór með Kristjáni í Litlunefndinni voru allnokkur pláss laus í bílum ferðaklúbbsmeðlima og ekkert sjálfsagðara en að leyfa einhverjum vinnufúsum höndum að fljóta með í sjálboðaliðastarfið. Gott væri að koma þessari umræðu af stað á sem flestum vígstöðvum þannig að það ómetanlega starf sem verið er að vinna til hagsbóta fyrir bændur undir Eyjafjöllum verði unnið af sem flestum höndum því það er jú einusinni svo að margar hendur vinna létt verk. Við skulum hafa það í huga að þetta er landbúnaðarhérað og þar með ein af okkar matarkistum hér á landi og okkur öllum til hagsbóta að það komist sem fyrst í gagnið aftur. Ég vil því hér með skora á þá sem eru atvinnulausir og hafa burði til líkamlegrar vinnu að gefa sig fram og skrá sig til þáttöku með ferðaklúbbnum í hreinsunarstarfið undir Eyjafjöllum. Við einfaldlega verðum að standa með þessu fólki og leggja okkar af mörkum til þess að það geti aftur komið búum sínum í eðlilegan rekstur sem fyrst. Með baráttukveðju. Logi Már.
You must be logged in to reply to this topic.