This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Eggertsson 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/08/hyggjast_gera_atak_i_oryggismalum_i_kjolfar_banasly/
Sammála Sveinbirni þarna.
Við félagar hér á Akranesi höfum verið að útfæra þetta í bíla frá Björgunarfélagi Akraness sem við störfum í og svo einnig í okkar eigin bíla.
Við sáum þetta svo greinilega, í aðgerðunum þegar þetta hörmulega slys átti sér stað á langjökli fyrir skömmu síðan, að þetta væri nauðsynlegt í þá bíla sem á jöklana fara.Það sem við höfum velt fyrir okkur í þessu er að sjóða augu á armana sem koma út frá grindinni þar sem stigbrettin festast á. (Armarnir/vinklarnir verða að vera vel fastir og styrktir í drasl) Soðin eru augu á alla arma þannig að ef einn hellist úr lestinni þá eru alltaf til auga augu. Eitt sem menn verða að átta sig á að þegar menn falla í línuna þá margfaldast þyngdin þegar maðurinn skellur í línuna þannig að þar sem augun festast í bílinn verður að vera vel massíft og þolað töluvert högg.
Næst höfum við ákveðið að í hverjum bíl verða 2 til 4 sigbelti klár undir bílstjórasætunum með hvert um sig 10-15 metra langri línu.
Með þessu verða svo læstar karabínur til þess að festa sig við bílinn.Svona er þetta sem við hugsuðum okkur og ætla ég að taka myndir af þessu leið og þetta verður klárt hjá okkur.
You must be logged in to reply to this topic.