Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Öryggi Jeppamanna.
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Eggertsson 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.02.2010 at 08:44 #210566
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/08/hyggjast_gera_atak_i_oryggismalum_i_kjolfar_banasly/
Sammála Sveinbirni þarna.
Við félagar hér á Akranesi höfum verið að útfæra þetta í bíla frá Björgunarfélagi Akraness sem við störfum í og svo einnig í okkar eigin bíla.
Við sáum þetta svo greinilega, í aðgerðunum þegar þetta hörmulega slys átti sér stað á langjökli fyrir skömmu síðan, að þetta væri nauðsynlegt í þá bíla sem á jöklana fara.Það sem við höfum velt fyrir okkur í þessu er að sjóða augu á armana sem koma út frá grindinni þar sem stigbrettin festast á. (Armarnir/vinklarnir verða að vera vel fastir og styrktir í drasl) Soðin eru augu á alla arma þannig að ef einn hellist úr lestinni þá eru alltaf til auga augu. Eitt sem menn verða að átta sig á að þegar menn falla í línuna þá margfaldast þyngdin þegar maðurinn skellur í línuna þannig að þar sem augun festast í bílinn verður að vera vel massíft og þolað töluvert högg.
Næst höfum við ákveðið að í hverjum bíl verða 2 til 4 sigbelti klár undir bílstjórasætunum með hvert um sig 10-15 metra langri línu.
Með þessu verða svo læstar karabínur til þess að festa sig við bílinn.Svona er þetta sem við hugsuðum okkur og ætla ég að taka myndir af þessu leið og þetta verður klárt hjá okkur.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.02.2010 at 09:00 #682174
Ég hef nú ekki mikla reynslu af jöklaferðum en samt þegar ég les svona fæ ég alltaf hroll.. Er engin hætta á að það brotni undan bílnum þó að hann sé stopp og hann húrri niður með fólkið bundið við sig??
Hins vegar er ég hjartanlega sammála að það sé mikilvægt að tryggja fólk eins vel og kostur er á jafn hættulegum svæðum..kv. Hjalti
08.02.2010 at 09:53 #682176Þó svo vissulega séu til sprungur sem geta gleypt bíla þá er algengara að þær séu mjórri en svo og yfirleitt er það eitt dekk sem mátar sprunguna. Ég held að svona búnaður eins og Kristján Hagalín lýsir auki öryggið frekar en hitt, allavega í 99% tilvika. Ég hef haft það að venju að vera með belti og línu í bílnum en ekki svona vel útfært að það sé klárt undir sætum. Það að hafa þetta tiltækt og góðar festingar klárar nærri hurðum eykur líkur á að nota græjuna. Hafa svo klára stöng eða álkarl til að pikka og kanna umhverfið. Ég hugsa að margir séu núna með þær hugsanir í kollinum að hafa of lítið spáð í öryggið menn lenda inni á sprungusvæðum. Hárrétt hjá Sveinbirni að það er full ástæða til að endurhugsa þessa hluti aðeins.
Kv – Skúli
08.02.2010 at 10:54 #682178Er hægt að fá einhverstaðar upplýsingar um svæði sem eru alltaf sprungin eða hættuleg, td kort með þessum svæðum merkt inná.
kv Smári.
08.02.2010 at 12:19 #682180Án þess að hafa dottið það í hug áður, þá ætti maður auðvitað að vera með sigbelti og línu sem staðalbúnað í jöklaferðum. Tekur litið pláss og örugglega ekki dýrasta dótið sem keypt er í bílinn.
08.02.2010 at 12:56 #682182Ég hef einmitt reynt að hafa alltaf með línu og það dót sem ég á þegar ég hef farið á jökla, en það vill of oft gleymast – sem betur fer hef ég ekki haft not af því ennþá.
En ég held einmitt að menn þurfi að fara að temja sér nýjar umgengnisreglur um jöklana – þetta er því miður allt of algengt að fara að vappa í kringum bílana eftir að bíll lendir í sprungi – ég og mínir félagar erum jafnsekir í því og aðrir, þó það hafi sem betur fer ekki oft komið upp.
Það er auðvelt að dæma menn ranglega og þess vegna er kannski varasamt og viðkvæmt á þessum tímapunkti að gera það sem ég ætla gera núna, þ.e. að benda á vídeó sem var tekið á Langjökli í upphafi janúar á þessu ári.
En ég ætla samt að gera það, þarna eru menn á vappi í kringum tvo bíla sem hafa farið með eitt hjólið niður, og af myndum af dæma fara þessar sprungur létt með að gleypa fólk, þó að bílar fari ekki niður í heilu.
Ég sé náttúrulega ekki af myndunum hvort menn séu búnir að kanna vel svæðið sem gengið er um.
En þó má sjá í einu skoti þar sem maður leiðir barn og kannar fyrir framan sig með álkalli eða priki – sem er til fyrirmyndar.[url=http://www.youtube.com/watch?v=LS_52OnhpRU:1kd93li1]Myndbandið er hér[/url:1kd93li1]
En þarna sést líka vel hvað snjóalögin eru þunn yfir jöklinum sjálfum núna – það hefur ekki snjóað mikið frá þessum tíma. Þetta er efst á Þrístapajöklinum í nánd við Þursaborgina, þannig að þetta er inná miðjum jökli.
Ég var sjálfur á jöklinum þennan dag og braut öxul í ca. 200-300 metra fjarlægð frá þessum stað, þar gróf ég undan bílnum til að koma dekkinu undir aftur þegar ég var kominn með nýjan öxul, en ég þurfti ekki að grafa nema ca. 40 sm áður en ég var kominn niður á ís.Ég vil taka fram að það er ekki ætlunin að dæma þessa menn á myndunum, og ég vona að þeir taki þessu ekki persónulega – frekar að sýna þetta sem dæmi um hvernig þetta getur litið út.
Arnór
08.02.2010 at 15:52 #682184Svona gerum við þegar við ferðumst um jöklana okkar….
[img:164a0s0l]http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/Myndir/april2005-mai2005/slides/30april2005%20090.jpg[/img:164a0s0l]
[img:164a0s0l]http://www.uppsveitir.is/knarrarholt/Myndir/juli2003-mars2004/slides/EM%20009.jpg[/img:164a0s0l]
[img:164a0s0l]http://i.pbase.com/u36/skjoldur/upload/40358301.DSCN5624.JPG[/img:164a0s0l]Sé ekki betur enn að myndatökumaðurinn standi í öllum tilfellum sjálfur ofan á sprungunni.
(2 fyrri eru teknar af mér)
08.02.2010 at 16:57 #682186Ég held að án þess að vera að dæma hvorki einn eða neinn þá hafi verið farið að gæta ákveðins kæruleysis í samskiptum okkar við jökulinn og menn allmennt ekki leitt hugann að því í hversu mikilli hættu men eru þegar ekið er um jökul. Það er miður að það skuli þurfa slys til þessa að kippa mönnum niður á jörðina í þessum málum en því miður er það nú oft svo að eitthvað slíkt þarf til að vekja menn til umhugsunar um eigið öryggi og annarra. Heiðrum minningu þeirrar ágætu konu sem lést í slysinu á Langjökli með því að taka öryggismál þeirra sem um jökla fara föstum tökum. Lýst mér vel á þær hugmyndir sem hafa komið hér fram og tek undir þær.
08.02.2010 at 17:18 #682188[img]C:Documents%20and%20SettingsNotandiMy%20DocumentsMy%20Picturesagust%2031%202008%20sleðaferð[/img]
Sleðaflokkur HSSR á Péturshorni 31 águst 2008. Hlussusprungur sem hefðu tekið stæstu jeppa léttilega.
08.02.2010 at 17:33 #682190Eitthvað í klessu þessi linkur hjá þér Hlynur
08.02.2010 at 18:26 #682192Víst að klúbburinn ætlar sér að gera eitthvað í málunum, hvernig væri þá að klúbburinn tæki sig saman og útbyggi pakka fyrir menn með réttum búnaði.
Þ.e.a.s belti + sigkaðall + einhverjar græjur sem heita voða fínum nöfnum. Þetta er ekkert voðalega ódýrt svona búnaður.
Finna áhugann hja mönnum að eignast slíkan pakka og fá síðan gott tilboð í pakka fyrir , tja vonandi mörg hundruð manns, gæti sparað okkur allverulega í staðinn fyrir að kaupa þetta með ofurálagningu út í búð ?? og síðan geta menn sjálfir útbúið festingar á bílana sína eða látið gera þær. Er þetta verk fyrir kaupfélagsstjórann eða klúbbinn ?
Persónulega myndi ég einfaldlega vera í þessu belti með bandið bundið í mig og hinn endinn yrði í veltibúrinu mínu.. sirka 10-15 metra langt.
Hvað finnst ykkur um þetta ?
k kv
Gunnar ingi
08.02.2010 at 20:22 #682194Ef menn vilja panta þetta að utan og fá góðan díl þá er þetta einn aðili sem er með alll flest [url:1x35o4y3]http://www.rei.com/[/url:1x35o4y3]
08.02.2010 at 20:48 #682196Við vorum einmitt að ræða þetta í okkar deild s.l. miðvikudag, og þá sérstaklega hvort hægt væri að koma á hagstæðum innkaupum á einhverjum grunnpakka í þessum efnum. Við þekkjum það vel sem höfum starfað í björgunarsveitunum, að viðurkenndur búnaður, sem hefur fengið álagsprófun e.t.c. er dýr, mjög dýr. Þessvegna er kostur ef hægt er að ná einhverjum kjörum á magninnkaupum.
Mig langar líka til að minnast á að ég var á sínum tíma alltaf með tvo planka á mínum bíl, meðan ég var að ferðast á fjöllum. Þeir komu sér stundum vel, m.a. ef bílar lentu í sprungum.
08.02.2010 at 21:07 #682198Ég hugsa að það mætti kanna þetta hjá Isfell, þeir eru mikið i hífingar og öryggisbúnaði og örugglega hægt að fá verð í pakka.
08.02.2010 at 21:25 #682200Ekki ætla ég mér að gera lítið úr þessum hugmyndum með kaðalinn og allt þetta, en við skulum líka minnast þess að til að forðast sprungur er jú best, að vera á svæðum sem eru þekkt fyrir að vera minna sprungin en önnur.
Ég skil vel að svona búnaður sé æskilegur í björgunarsveitarbíla og þá bíla sem ferðast mikið á sprungusvæðum og á sprungnum jöklum, en væri þá ekki sprungugrind framan á bílinn og sónar eitthvað sem ætti að vera til staðar einnig? 😉
Persónulega, þá held ég að það sé nægilegt flestum, að vera einfaldlega vakandi fyrir því hvernig umhverfi þeirra liggur, og ana ekki útúr bílunum og þvælast um allar trissur ef bílar fara í sprungu.
Vil samt benda á að sigbelti og löng lína er mjög hentugt ef t.d. maður þarf að ganga á undan bíl uppá jökli eða í ámóta aðstæðum þar sem fallhætta er f. hendi…
Sjálfsagt er þó að ef fólk er viljugt að eyða smá pening í að hafa öruggan búnað um borð taki sig saman og reyni að finna hagstæðustu tilboðin að slíkum búnað. Enda er öryggið fyrir öllu því ferðalög eru hálf óskemmtileg ef þau enda með slysi…
En að sama skapi langar mig að spyrja, hve margir hérna kanna ástand fyrstu hjálpar töskunnar í jeppanum reglulega?
kkv, Úlfr
08.02.2010 at 21:35 #682202Það er skömm frá því að segja að það sést í mig á þessu myndbandi frá 2. jan bruna frammúr fordinum. Við vorum þarna nokkrir félagarnir, mis sjóaðir í fjallaferðum og vorum þarna að fylgja förum eftir marga aðra jeppa og ég vissi ekki betur en að þetta væri öruggt svæði. Við fundum örlítið fyrir því að þarna voru sprungur, og þá færðum við okkur á það sem menn fróðari en ég vissu að væri ‘öruggt svæði’. Þegar við brunum frammúr, þá er enginn bíll ofaní en maður sá bára á myndbandinu hversu sprungið þetta svæði var. Við lentum ekki í neinu veseni sem betur fer í þessari ferð en við sáum þetta myndband örfáum dögum eftir að við komum heim, og hugsuðum með okkur, sjitt. Og svo síðar heyrum við þessar fréttir með konuna og drenginn og hugsuðum ennþá meira sjitt!
Mér finnst ekki spennandi að keyra á jöklum þegar grunnt er niður á sprungur, og ég ætla ekki aftur upp á jökul í leikferð fyrr en hefur snjóað umtalsvert, hvenær svosem það verður. Og ef ég þarf að fara með minni björgunarsveit, en ég er meðlimur í björgunarsveitinni Oki í Reykholti, þá verður farið að öllu með mikilli gát.
08.02.2010 at 23:07 #682204Hér er smá upprifjun af klettaklifurnámskeiðum, ísklifurnámskeiðum og fjallbjörgunarnámskeiðum sem maður fór á í gamla daga vegna starfa í björgunarsveit.
Línan sem ætti að nota í þetta væri CE merkt klifurlína, fyrir þá sem ekki vita er klifurlína teigjanleg og því fer átakið á líkaman við fallið ekki upp fyrir það sem talið er að líkaminn þolir. Einnig væri rétt að vera með einhverskonar tryggingatól eða prússikband bundið með prússik hnút milli línunar og beltisins til að geta stillt slakann sem er á línunni. Þetta væri gert til að ef langur óþarfa slaki væri á línunni yrði fallið mikið. Menn verða að vera meðvitaðir um það að þó lítill slaki sé á línunni gæti fallið samt verið meira en slakinn þar sem spungan gæti legið í átt að því sem tryggt er í. Beltið ætti líka vera klifurbelti eða allavega belti ætlað er fyrir föll, ég hef séð mittisólar sem seldar eru sem öryggisbúnaður en slíkt er ekki til að taka föll heldur til stuðnings. Það er mjaðmagrindin sem mestur burður er í og því koma klifurbeltin utan um hana. Svo þurfa félarnir að vera menn til að koma manni upp. Þeir þurfa að vera með sambærilegar græjur svo þeir gætu með fullu öryggi nálgast sprunguna og komið manni uppúr henni.
Ef aðrir hafa aðra skoðanir, hafa einhverju við að bæta eða nálgast þetta frá öðrun vinkli má alveg leiðrétta migGóðar stundir
Stjóni
08.02.2010 at 23:52 #682206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tek undir með Birni Inga og Atla. Þetta er ekkert grín þegar betur er að gáð.
Flest höfum við komist upp með þetta, sem betur fer.
Höfum fyrirhyggjuna í heiðri og göngum ekki vísvitandi þvert yfir sprungur á snjó.
Þegar framhjól fer niður ætti í sjálfu sér enginn að athafna sig við bílinn nema í línu, að því undanskildu að sprungan sé vel sýnileg og þá hægt að átta sig vel. Eins og Atli bendir réttilega á er glapræði að ganga um líklega sprungustefnu.
Eins og við flest, þá er ég jafn sekur og við mörg, bara heppinn.
kkvGrímur
08.02.2010 at 23:54 #682208Það er líka lítið gagn í því að vera í belti og öryggislínu ef góður hjálmur er ekki á kollinum.
Eins er lítið gagn í góðum búnað ef menn hafa ekki þekkingu á því hvernig skal nota hann.
09.02.2010 at 01:11 #682210sá enhvernstar snjóþrúgur til sölu held að það hafi verið í bykó mundi ekki svona búnaður auka öriggi talsvert og að vera í línu að sjálfsögðu
09.02.2010 at 01:54 #682212Sæl öll
Ég er feginn að sjá þessa umræðu hérna. Mér hefur oft þótt óþægilegt að sjá hvernig fólk hegðar sér á jöklum með því að skoppa kringum sprungur án alls búnaðar og heilbrigðrar skynsemi. Ég er félagi í björgunarsveit og flokkast þar sem undanfari (hef samt verið lítið sem ekkert virkur í því starfi í tvö ár) og það eru mörg ár síðan ég hef farið á jökul án þess að vera með "sprungubúnað". Það er sá búnaður sem þarf til að koma sér ofaní sprungu og upp úr henni aftur hjálparlaust og með honum getur maður einnig bjargað upp einstaklingi að því gefnu að hann sé lítið eða ekkert slasaður og ekki skorðaður fastur.
Ef fólk fer að vera í beltum og bundið við bílana á hættusvæðum er það til mikilla bóta því það kæmi í veg fyrir flest alvarleg slys. Hinsvegar er rétt að minna á að í mörgum tilfellum þyrfti engu að síður sérþjálfað fólk með meiri búnað til þess að ná fólki upp með öruggum hætti. Eitt að lokum sem vert er að minnast á. Undir engum kringumstæðum er í lagi að nota jeppana okkar eða spil á þeim til að hífa fólk upp (þó svo það hafi verið gert örsjaldan en þá eftir mjög vandlega umhugsun og undirbúning af hálfu fólks sem kann til verka í spungubjörgun og línuvinnu). Kraftarnir sem eru í gangi með svoleiðis vinnubrögðum eru svo miklir að það tekur enga stund að slíta fólk í sundur ef eitthvað fer úrskeiðis……..
Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.