FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Öryggi á ferðum um landið.

by Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060

Forsíða › Forums › Spjallið › Ferðir › Öryggi á ferðum um landið.

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.02.2010 at 19:35 #210763
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster

    Sælir félagar.

    Eitt finnst mér vanta hér á heimasíðuna og það eru góð ráð og reglur um ferðamáta við ýmsar aðstæður.
    Þá hvort menn eiga að fara í fyrirhugaða ferð eða ekki eða betur undirbúnir.
    Það hafa allir gott að viðhalda varúð og öryggi í ferðum bæði reyndir og óreyndir.
    Þetta gæti verið linkur ofarlega á síðunni á milli myndir og hjálp.
    Síðan gætu komið flipar niður sem flokka aðstæður í áætluðum ferðum.

    Þessir flipar gætu heitað.

    Jöklaferðir og hvað ber að varast.
    Ekið á snjó og hættur sem því fylgir.
    Ekið í krapa.
    Ekið yfir ísilögð vötn.
    Hvað er utanvegaakstur?
    Hvernig skal umgangast friðland og hvar eru friðflönd.
    Hvernig ráða skal í veðurfar.
    Og fl.

    Það sem er ritað þarna gæti samræmt þær hugmyndir sem menn hafa á ofangreindu.
    Það er mikið af reynsluboltum í klúbbnum sem gætu sett inn erindi
    með góðum ráðum og reglum til að fara eftir.
    Stjórn klúbbsins eða nefnd síðunnar myndu síðan yfirfara innsend heilræði og sett við viðeigandi flipa.
    Þetta þykir mér mikilvæt að þróa áfram og ætti að vera búið að gera fyrir löngu.
    Með þessu væri klúbburinn til fyrirmyndar og efturbreitni á ferðum um landið
    sem flesti félagar hans eru nú.

    Kveðja SBS

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 16.02.2010 at 23:56 #683354
    Profile photo of Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Tómas Þröstur Rögnvaldsson
    Member
    • Umræður: 35
    • Svör: 308

    Góð hugmynd. Það þarf oft ekki nema rétt að minnast á atriði sem skapa hættu í ferðum til að vekja til umhugsunar ferðalanga unga sem gamla. Atriði sem annars gætu lærst the hard way. Það sem einum þykir sjálfsagt að varast og óþarfi að minnast á er kannski nýtt fyrir öðrum. Hver veit. Það sem kemur upp í hugann hvað helst er að varast í jeppaferð á fjöllum um vetur er náttúrulega heill hellingur en helst eftirfarandi og ekki endilega í þessari röð. Snjóblinda í björtu veðri en skýjuðu og þar af leiðandi mjög erfitt að greina misfellur í landslaginu, hengjur, gil, skurði og svo framvegis. Brattar háar hengjur geta myndast á ótrúlegustu stöðum. Blinda vegna snjókomu eða minniháttar byls sem er eiginlega stundum skárra en snjóblinda í björtu því þá er oftast farið gætilega. Aldrei að treysta leið sem maður telur sig þekkja í blindni. Leiðin getur gjörbreyts við það eitt að fara ekki nema 50m. frá trakki. Bíll getur pompað niður um ís og snjó og stoppað skyndilega eða sokkið í vatn í framhaldi af því. Spotta og víradráttur er fjandi varasamur, ekki vera í skotlínunni. Renna stjórnlaust niður brekku í harðfenni, varasamara að baka til baka úr brekku en að keyra í hana. Sprungur og svelgir á jöklum, vera frekar seinni hlutar vertrar á ferð en fyrri hlutar, sérstaklega í snjóléttum vetrum. Þokkaleg veðurspá í byggð þýðir oft skítaveður þegar ofar dregur. Vond veðurspá í byggð þýðir kolvitlaust veður þegar ofar dregur. Ekki aka hratt í blindu á jöklum þó leiðin sé kannski greið, kannski er bíll stopp á leiðinni.





    17.02.2010 at 00:11 #683356
    Profile photo of Friðfinnur Guðmundsson
    Friðfinnur Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 10
    • Svör: 218

    Mundi vilja benda á þessa síðu björgunarskóla SL. Þar er nokkuð gott samsafn af fræðsluefni sem allavega hefur nýst mér í gegnum tíðina þó að það sé ekki neitt efni um akstur.

    [url:1ry79m3b]http://www.landsbjorg.is/category.aspx?catID=101[/url:1ry79m3b]





    17.02.2010 at 09:33 #683358
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég held að það sé ekkert því til fyrirstöðu að segja frá því hér að það er búið að mynda aðgerðahóp til að vinna að auknu öryggi í jöklaferðum. Hópurinn er búinn að hittast einu sinni en á þeim fundi voru aðilar frá 4×4, Landsbjörg, Jöklarannsóknafélaginu og Útivist. Markmiðin eru annars vegar að vinna að fræðslu um öruggari ferðamennsku á jöklum, semsagt hvernig sé best að bera sig að, hvað þarf að varast, hvenær jöklar séu hættulegastir o.s.frv. Hins vegar á að skoða hvort hægt sé að merkja út svæði sem sérstaklega er varasamt að fara um. Þetta síðarnefnda er talsverð vinna því þetta er talsvert vandasamt og þarf að byggja á góðum gögnum og kostar peninga.
    Ég hef fulla trú á að eitthvað gott komi úr þessu. Við þurfum klárlega áminningu um það að ferðalög um jökla fela í sér hættu og kalla á góðan undirbúning, góða þekkingu og kjark til að snúa við eða hætta við ef einhver vafi er í gangi.
    Kv – Skúli





    17.02.2010 at 16:56 #683360
    Profile photo of Ágúst Birgisson
    Ágúst Birgisson
    Participant
    • Umræður: 5
    • Svör: 47

    Það má bæta við það sem Skúli telur upp hér að stefnt er að útgáfu bæklings um hvað skuli huga að á ferðum á jöklum hvort sem er gangandi, á sleðum eða akandi. Verðið er að safna saman upplýsingum sem þurfa að koma fram í svona bæklingi.
    Það væri vel þegið ef þið sem hafið áhuga á að koma einhverju áframfæri varðandi bæklinginn eða kynningaefnið að skrifa það hér inn.
    Kv Ágúst B





    17.02.2010 at 20:24 #683362
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar.

    Ég þakka fyrir góðar og málefnalegar undirtektir á þessum þræði, hélt reyndar í fyrstu að hann hyrfi hér niður án viðbragða.
    Ég vil hvetja meðlimi grúbbna og gengja í F4x4 til að funda um þessi öryggisatriði og koma á framfæri tillögum um
    tryggari ferðamáta. Sjálfur er ég ekki í ferðagrúbbu en vil ekki láta mitt eftir liggja.
    Það eru fleirri atriði sem mætti bæta við sem ég gat hér um í inngangnum og þau eru hvernig við förum yfir ár og vöð.
    Einnig mættu koma frásagnir frá aðilum sem hafa lent í honum kröppum og hvernig þeir brugðust við vandanum.
    Og þá hvað þeir gerðu rangt og hvað rétt.
    Bæklingar eru góðir þar sem þeir eiga við einkum fyrir erlenda ferðamenn en ekkert kemur í staðin fyrir safn upplýsinga
    á vefnum á aðgengilegum stað.
    Þar er endalaust hægt að endurnýja og betrumbæta án mikils kostnaðar.
    Ef þessi hugmynd fær hljómgrunn þarf stjórnin að koma boltanum af stað.
    Nú finnst mörgum líklega að ég sé orðin nokkuð stjórnsamur en þessar hugmyndir eru hagkvæmar og geta verið lifandi.

    Bestu kveðjur SBS.





    18.02.2010 at 12:49 #683364
    Profile photo of Freyr Þórsson
    Freyr Þórsson
    Participant
    • Umræður: 117
    • Svör: 1683

    Það er til Bók sem heitir "Jeppa á fjöllum". Hún er þykk og mikil (um 400 bls. ef ég man rétt) og fjalla um allt milli himins og jarðar sem tengist jeppaferðum. Í henni eru kaflar um aksturstækni, hvernig á að losa bíla úr hinum ýmsu festum, hvernig á að aka yfir ár, veðurfræði, snjóflóð, tæknimál sem snerta jeppana, rötun og svona mætti lengi telja. Sú sem ég á er gefin út 1994 ef ég man rétt, hef samt aldrei séð hana í bókabúðum.

    Þessa bók las ég fram og til baka sem krakki og unglingur og það hefur nýst mér vel í mínum ferðum. Það er gaman að fletta henni fyrir þá sem hafa reynslu og hún er algjör "biblía" fyrir byrjendur í þessu sporti.

    Freyr Þórsson





    20.02.2010 at 23:40 #683366
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir félagar.

    Sprungur í jöklum.
    Við nágranarnir Kristján og ég fórum í fyrra upp á Eyjafjallajökul. Fyrst rendum við upp að Goðasteini og síðan upp á bungu sunnan megin við steininn þar sem mátti sjá yfir suðurlandið. Ástæðan fyrir innsetningu á þessu myndbandi er það virðingar og skeytingaleysi sem ég viðhafði fyrir hættum jökulssins.
    Ég gerði þá vitleysu að leggja bílnum yfir miðja sakleysislega jökulsprunguna. Sem betur fór ákvað ég að fara ekki út úr bílnum vegna þess að hann stóð í töluverðum halla og handbermsan var ótraust. Síðar þegar við bökkuðum yfir hana til baka kom i ljós að hún var ekki sakleysið uppmálað.
    Þessir 10 sm. sem hún virtist vera við fyrstu sýn voru um 70 til 80 sm. á milli ísstálsins. Þannig að ef ég hefði sýnt en frekara skeytingaleysi farið úr bílnum
    og stigið rétt til hliðar við strikið í snjónum má hugsa sér að ég hefði horfið í jökulinn. Kristján kom rétt á eftir mér og sá ekki sprunguna fyrr en í bakaleiðinni vegna þess að bíllinn minn skyggði á.
    Þetta myndband á erindi hingað á síðuna sjálfum mér og öðrum til viðvörunar. Eitthvað á ég meira sem kemur síðar. Ég vil kvetja menn sem eiga myndbönd eða ljósmyndir af svipuðu að koma því hingað með frásögn.

    Kveðja SBS. http://sbsis.is/?PageID=1879&videoid=5819





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.