This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 14 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Eitt finnst mér vanta hér á heimasíðuna og það eru góð ráð og reglur um ferðamáta við ýmsar aðstæður.
Þá hvort menn eiga að fara í fyrirhugaða ferð eða ekki eða betur undirbúnir.
Það hafa allir gott að viðhalda varúð og öryggi í ferðum bæði reyndir og óreyndir.
Þetta gæti verið linkur ofarlega á síðunni á milli myndir og hjálp.
Síðan gætu komið flipar niður sem flokka aðstæður í áætluðum ferðum.Þessir flipar gætu heitað.
Jöklaferðir og hvað ber að varast.
Ekið á snjó og hættur sem því fylgir.
Ekið í krapa.
Ekið yfir ísilögð vötn.
Hvað er utanvegaakstur?
Hvernig skal umgangast friðland og hvar eru friðflönd.
Hvernig ráða skal í veðurfar.
Og fl.Það sem er ritað þarna gæti samræmt þær hugmyndir sem menn hafa á ofangreindu.
Það er mikið af reynsluboltum í klúbbnum sem gætu sett inn erindi
með góðum ráðum og reglum til að fara eftir.
Stjórn klúbbsins eða nefnd síðunnar myndu síðan yfirfara innsend heilræði og sett við viðeigandi flipa.
Þetta þykir mér mikilvæt að þróa áfram og ætti að vera búið að gera fyrir löngu.
Með þessu væri klúbburinn til fyrirmyndar og efturbreitni á ferðum um landið
sem flesti félagar hans eru nú.Kveðja SBS
You must be logged in to reply to this topic.