Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Örnefni – leit
This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 15 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
24.07.2009 at 10:24 #205395
Sælir félagar, Mér leikur forvitni á að vita hvenar og hvernig nafnið Rúdolf kom á Nafnlausafossinn í Markarfljóti.
Faðir minn sem var fararstjóri hjá Úlfari Jacobsen í gamladaga, kannast ekkert við þetta nafn, og því líklegt að það sé seinni tíma tilbúningur.Kv. Magnús G.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.07.2009 at 12:51 #652364
Sá þetta einhverstaðar:
"Opinberlega hefur þessi foss ekkert nafn en hefur oft verið nefndur Rudolf eftir Rudolf nokkrum Stoltzenwald sem var frumkvöðull í fjallamennsku á Íslandi. Hann byggði m.a. Dalakofann sem er þarna skammt fyrir ofan."
Kv. Óli
24.07.2009 at 21:22 #652366Svona til að hafa hlutina á hreinu þá fékk ég þessar upplýsingar úr Hálendishandbókinni eftir Pál Ásgeir Ásgeirsson.
Kv. Óli
25.07.2009 at 23:23 #652368Ekki nema von að gamli maðurinn hafi ekki kannast við nafnið á fossinum, enda nokkuð óformleg nafngift á honum og örugglega ekki svo mjög gamalt. Þetta e hins vegar alltof fallegur foss til að vit sé í því að tala alltaf um hann sem nafnlausa fossinn og heldur þykir mér langt gengið þegar það er skrifað með stórum staf, s.s. Nafnlausi fossinn, rétt eins og hann heiti þessu ónefni. Rúdolf er kannski ekki heldur dæmigert nafn á náttúrufyrirbæri, ætti kannski frekar að vera Rúdolfsfoss. Það á allavega vel við að minning Rúdolfs Stolzenwalds sé heiðruð með því að kenna við hann foss á þessum stað.
Kv – Skúli
26.07.2009 at 00:55 #652370Hér er svo mynd af þessum fossi í vetrarklæðum :)[url:2kob4rtn]http://www.steinifr.com/gallery/7943721_nDVMN#515597928_C4oj7[/url:2kob4rtn]
Kveðja
Steini
31.08.2009 at 21:03 #652372https://old.f4x4.is/index.php?option=com … mId=254848
nafnlausifoss er jú bara ágætisnafn , hér er nýleg mynd af honum
31.08.2009 at 22:21 #652374Bið ykkur félagar góðir að vera ekki að rugla með nafngiftir á fossi þessum eða öðrum örnefnum. Hann hefur verið nefndur/kallaður Nafnlausi fossinn með stórum eða litlum staf svo lengi sem ég man, ég kom trúlega þarna fyrst fyrir einhverjum 40 árum, og síðast núna í dag. Ein af skemmtilegri nafngiftum eða ónefnum á fossi, -má hann ekki bara vera það sem hann er!!!
En svona í framhjáhlaupi, hvað líður/tefur uppbyggingu Dalakofa, verður hitaveita, hver mun fara með lyklavöld, er búið að vinna í því að koma honum austur yfir Markarfljót þannig að hann sé rétt staðsettur skv. of mörgum kortum?
Ingi
31.08.2009 at 22:41 #652376Einmitt Ingi. Fossinn heitir einfaldlega N-nafnlausifossinn.
Á 1:250.000 kortum LMÍ í Nobeltec hafa menn fundið lausn á Dalakofa vandræðunum. Og skellt skálanum ofaní Markarfljót. Þannig að Útivist getur montað sig af skála með rennandi vatni. Annars fannst mér nú lélegt af Skúla, Nóna og þeim félögum að fara ekki með annan skála yfir fljótið, svo öll kort væru rétt á eftir. Það er sennilega eina leiðin til lausnar.
31.08.2009 at 23:15 #652378Ég sé að ég hef misskilið eitthvað, hélt að kortin ættu að vera gerð eftir landinu en ekki öfugt. Datt þess vegna ekki í hug að færa skálann, en bölvaði þess í stað óvandaðri kortagerð. Jón er kannski þarna komin skýring á þessum skoðanaskiptum á slóðum upp á síðkastið, fólk sé ekki að fatta það að landið þurfi að aðlaga að kortunum?
En vinna við Dalakofann er loksins að komast á skrið og gerðist slatti í síðustu vinnuferð. Þó svo verkið sé unnið þannig að gömlu húsin séu gerð upp þá er svo komið að það er varla spýta í þeim sem ekki hefur verið endurnýjuð, þannig að húsin eru endurbyggð nánast algjörlega. Í síðustu vinnuferð voru gaflarnir rifnir niður og smíðaðir aftur. Milli þeirra er svo komin þessa fína tengibygging þar sem verður góð eldhúsaðstaða, borðsalur og klósett, ásamt rúmgóðri forstofu. Já Ingi, hugmyndin er að nota hverinn til að kynda og í tengibyggingunni var sett lögn fyrir gólfhita. Ekki slæmt á köldum vetrarmorgni að stíga framúr á upphitað gólf. Þetta er líklega fyrsta húsið í Rangárvallasýslu sem var kynt með hitaveitu og sjálfsagt að halda því ef einhver möguleiki er til þess. Við eigum þó eftir að sjá hvort dampurinn á hvernum sé nægjanlegur. Næsta vinnuferð er helgina 11.-13. sept. og eru allar vinnufúsar hendur velkomnar, bara senda póst á annað hvort skuli@utivist.is eða gylfi@asi.is. Eina sem eftir er utan húss er að setja klæðingu, en annars er þetta bara innivinna og næs. Alveg möguleiki að hægt verði að hafa einhver afnot af skálanum í vetur ef góður mannskapur fæst núna í haust, þó hugsanlega verði ekki allt frágengið. Lyklavöldin verða svo hjá undirrituðum eða á skrifstofu Útivistar.
Varðandi nafnlausa fossinn þá kannist þið kannski við það strákar að börn sem ekki er búið að skíra eru stundum skrifuð óskírð, t.d. óskírður Jónsson. Það þýðir ekki að þau þurfi að bera slíkt ónefni um aldur og ævi og enginn er skráður með slíkt nafn í þjóðskrá. Sama er með fossinn, þó hann hafi til bráðabirgða verið kallaður nafnlausi fossinn af því engum datt neitt sniðugt í hug, er ekki þar með sagt að hann þurfi að bera þessa nafnleysu um alla eilífð.
Kv – Skúli
31.08.2009 at 23:47 #652380Nafnlausifossinn Rúdolf er það millilending, eða á að setja málið í nefnd
01.09.2009 at 07:34 #652382Nafnlausi foss, einhver skemmtilegasta og leyndardómsfyllsta nafngift á nokkru örnefni á Íslandi. Einhvern tímann hef ég heyrt Dalakofa nefndan Rudolfsskála, eða var það einhver annar skáli, -alveg tilvalið til að koma á nafnarugli. Foss á Síðu, þurfum við ekki líka að ónefna hann?
Ingi
01.09.2009 at 10:53 #652384Ef við göngum að því að kalla þennan foss nafnlausa foss þá er hann þar kominn í hóp fjölda annarra nafnlausra fossa sem flestir eru mun ómerkilegri, því þeir eru margir fossarnir sem eru nafnlausir. Væri ég spurður til vega að nafnlausa fossinum myndi ég geta bent í hvaða átt sem er, menn kæmu fyrr eða síðar að nafnlausum fossi. Leyndardómur þessarar nafngiftar (ef nafngift skyldi kalla) er ekki meiri en svo. Með flesta þessara nafnlausu fossa skiptir þetta ekki máli því þeir eru lítið meira en rétt rúmlega stór flúð. Að fossinn Rúdolf sé að lenda í kategoríu með þeim er ótækt með öllu, bæði vegna þess að hann er afspyrnu flottur foss, tignalegur í fallegu umhverfi og svo er þetta einn af örfáum fossum í Markarfljóti. Í fljótu bragði man ég bara eftir einum öðrum í Markarfljóti og sá er mun lægri en Rúdolf, þó ég lasti þann foss hreint ekki. Að svona merkilegur foss sé bara einn af öllum þessum nafnlausu er náttúrulega ótækt með öllu.
Kv – Skúli
01.09.2009 at 11:11 #652386Sælir félagar. Á Veiðivatnasvæðinu er vatn sem engin veiði var í áður fyr og nafnlaust. Svo voru sett seiði í vatnið og það hlaut nafnið Ónefndavatn og er gott veiðivatn austan við Nýjavatn. Svo eru til fyrirtæki sem varla hafa staðið undir sínum fínu nöfnum svo sem Stoðir ,Burðarás og fl. Síðan er óvissa um rithátt á sumum náttúrufyrirbærum svo sem Hattfell-Hattafell. Lifrafjöll-Lifrarfjöll. Rauðfoss-Rauðifoss .Á kortum stendur yfirleitt Lambafitjahraun,en það rann bara yfir eina Lambafit 1913 og við köllum það alltaf Lambafitarhraun. Meira af svona pælingum.Kv. Olgeir
01.09.2009 at 17:21 #652388Olgeir af því þú nefnir Hattfell, hvaða kenningu aðhyllist þú þar? Minn skilningur hefur verið að í Fljótshlíð, Hvolhreppi og Rangárvöllum noti menn Hattfell en Eyfellingar tali um Hattafell. Úrskurður um hvort sé rétt hljóti svo að fara eftir því hverjir eigi afrétt þar sem fellið er.
Auðvitað ekki sami hiti í þessu eins og í örnefnaumræðum Mývetninga, en samt gaman að spá í þetta.
Kv – Skúli
P.s. verð að játa að ég hef örlítið gaman að nafninu Ónefndavatn, sem er kannski andstætt rökum mínum varðandi fossinn Rúdolf.
01.09.2009 at 21:54 #652390Já, -nei Skúli, þarna ferð þú villur vega að mínu mati. Vissulega er til fjöldi nafnlausra fossa, en það er aðeins til einn og bara einn "Nafnlausi foss"!
Ingi
02.09.2009 at 00:16 #652392Nei nei, þetta með að hann heiti nafnlausi foss með stórum staf er bara upprunið sem ritvilla í einhverri skáldsög… nei ég meina leiðarbókinni hans Ofsa. Örugglega allt honum að kenna eins og svo margt.
Kv – Skúli
02.09.2009 at 10:05 #652394Má ég þá leggja til að skálinn verðu nefndur Rúdolf og fossinn verði nefndur Nafni. Þá er komið stutt og laggott nafn á hann með vísan í nefndan Rúdolf og geta þeir sem vilja kalla hann nafnlausan þá sætt sig við að nafnið hafi bara verið stytt.
02.09.2009 at 10:27 #652396Skúli ekki ætla ég að kveða upp dóm um Hattafellsnafnið. Ég bendi á að í bókinni Göngur og réttir sem kom út 1952 er þáttur um Emstrurnar. Höfundur er Bergsteinn Kristjánsson borinn og barnfæddur í Hvolhreppi og fór margar fjallferðir á Emstrur. Hann margendurtekur í greininni nafnið Hattafell og Hattafellsgil sem mun hafa verið náttstaður Emstrumanna í leitum. Ég spurði Ingvar Þorsteinsson frá Markarskarði um hans skoðun á nafninu. Faðir hans var fjallkóngur á Emstrum í 10 ár og í hans huga heitir fjallið Hattafell. Á kortablaðinu Þórsmörk-Landmannalaugar 1:100000 frá Landmælingum Ísl. frá 1989 er nafnið Hattafell en nú um stundir tala flestir um Hattfell. Kannski er með þetta eins og stundum er sagt að með því að endurtaka sömu vitleysuna nógu oft fari menn að trúa á hana. Nú væri gaman að sjá hér álit Hvolsvellinga og annarra heimamanna . Ég er nú bara Holtamaður fæddur á Rangárvöllum.Kv. Olgeir
02.09.2009 at 11:34 #652398Já það er kannski erfitt að greina hvað er rétt. Árni Böðvarsson notar Hattfell í Árbók FÍ 1976 um Fjallabaksleið syðri, ég hef haft tilhneigingu til að taka mark á honum. En þessir vitnisburðir sem þú nefnir benda óneitanlega til þess að Hatta-útgáfan sé það sem fjallmenn hafi notað. Á gömlu Atlaskortunum (eintakið sem ég er með er með endurskoðun 1987) er skrifað Hattafell, en ég tek alltaf varhug á því sem stendur á kortum.
Kv – Skúli
03.09.2009 at 11:17 #652400Fossinn fagri í Markarfljóti norðan undir Laufafelli er all ekki nafnlaus. Hann heitir Lýsingur og hefur heitið það lengi. Ef hann hefði ekki þegar fengið nafn, væri vissulega viðeigandi að kenna hann við þann mikla fjallamann, Rudolf Stolzenwald, sem byggði Dalakofann árið 1971.
Þegar horft er á Hattfell, er greinilegt hvernig nafnið er til komið. Græni hatturinn sem prýðir koll fellsins og hallast aðeins út í annan vangann er aðeins einn og því órökrétt að tala um Hattafell.
Kv.
Sverrir Kr.
03.09.2009 at 21:37 #652402Takk fyrir þetta Sverrir, þessa kenningu er ég tilbúinn að samþykkja. Allt frekar en þessa óvirðingu við fallegan foss að kalla hann nafnleysingja. Lýsingur, þetta er meira að segja nokkuð fallegt nafn og vel viðeigandi. Gaman væri að grafa upp meiri upplýsingar um þetta ágæta nafn. Svolítið pirrandi samt að hafa sýnt þónkkuð af fólki þennan ágæta foss án þess að nefna hann réttu nafni af tómri fávísi.
Eins er ég sammála Sverri um Hattfell, ég hef aldrei séð úr því hatta í fleirtölu og þess vegna hefur þessi fleirtölumynd á kortum og sumum bókum vafist fyrir mér.
Kv – Skúli
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.