This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 21 years ago.
-
Topic
-
Tók þetta af mbl.is
Jökuldalur eða Nýidalur ?
Örnefnanefnd hefur fengið til úrskurðar þrjú ágreiningsmál um hvaða örnefni skuli setja á landakort. Er í fyrsta lagi um að ræða ágreining um hvort örnefnið er réttara, Jökuldalur eða Nýidalur, á dalnum sem gengur suðaustur með Tungnafellsjökli. Í öðru lagi ber nefndinni að úrskurða um örnefnin Locksfell eða Lokatindur norðnorðvestur af Öskju og í þriðja lagi örnefnið Wattsfell eða Vatnsfell sunnan við Öskju.
Ruglingur fer í taugar ÞingeyingaFjallað er um fyrsta álitaefnið á vefsíðu Þingeyjarsveitar. Þar er birt greinargerð Konráðs Erlendssonar, framhaldsskólakennara á Laugum, en hann hefur kannað ítarlega heimildir frá fornri tíð um heiti þessa dals. Er Konráð ekki í vafa um að upprunalegt heiti dalsins er Jökuldalur og segir þann rugling sem skapast hefur vegna heitis dalsins hafa farið í taugarnar á mörgum Þingeyingum.
Vitnar Konráð í fjölda heimilda, máli sínu til stuðnings, m.a. í skýrslu sem Erlendur Sturluson á Rauðá og Hálfdán Jóakimsson í Brenniási rituðu árið 1847 um könnunarleiðangur þeirra í dalinn inn með Tungnafellsjökli. Er staðfest afrit af skýrslu þeirra, gert af þáverandi sýslumanni Þingeyinga, varðveitt á Landsbókasafni.
Konráð segir engan minnsta vafa á að finnendur dalsins hafi kallað hann Jökuldal ?og taka fram að þetta sé nýr Jökuldalur, þar eð aðrir Jökuldalir voru þekktir fyrir. Jökuldals-nafnið hefur síðan fest við dalinn og breiðst út um Þingeyjarsýslu og verið notað þar allt til þessa dags. Bárðdælingar fóru í Jökuldalsgöngur árlega í hartnær hundrað ár.?
Núna ættu fróðir menn að koma með sína skoðun á þessu skemmtilegu málum. Ég hef allavega hugsað mér að kynna mér einhver þessara mála aðeins betur, enda er þetta alveg stórskemmtilegt grúsk.
Hlynur.
You must be logged in to reply to this topic.