Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Orkuveita Reykjavíkur
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
16.02.2006 at 17:28 #197334
AnonymousÉg var aðeins að velta fyrir mér könnuninni, þ.a.s hvað fær menn til þess að taka afstöðu með eða á móti. Virkjun í eða við Kerlingafjöllum. T.d þessa tæpu 80% sem segja nei, hvað fær þá til þess að segja nei. Er þar ótti þeirra við það að það komi uppbyggður vegur inn Kjalveg eða Hrunamannaafrétt og nánast inn í hlaðið á Setrinu. Eða eru það byggingarnar og náttúruskemmdir. Eða eru það háspennulínurnar sem koma til með að liggja norður eða suður eftir því hvar væntanlegt álver verður staðsett.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2006 at 17:36 #542960
Allt sem þú Ofsi minn taldir upp og meira til.!!!
Kv:Kalli neimaður
16.02.2006 at 17:36 #542962Er þetta ekki bara almenn og lítt úthugsuð andstaða geng öllum framkvæmdum á hálendinu – hvaða nöfnum sem þær nefnast…
Ég sjálfur get ekki tekið málefnalega afstöðu til virkjunar í Kerlingafjöllum né annarstaðar þar sem ekki liggur fyrir nein hugmynd um hvort, hvernig eða hvað gæti verið gert.
Hins vegar átti ég samtal við mann sem þekkir vel til málefna Kjalvegs og veit kannski lítilega meira en margir aðrir um þau áform sem þar eru uppi – hann er þess algerlega fullviss að Kjalvegur verði orðin uppbyggður heilsársvegur innan tíu ára.
Þannig að þá verða Kerlingafjöll orðin að Þjóðvegahóteli með Setrið í túnfætinum.
Benni
16.02.2006 at 17:52 #542964Það hljóta að vera aðrir kostir en að virkja í Kerlingafjöllum. Þessi hugmynd er alveg fáránleg að mínu mati.
Hvað uppbyggðan Kjalveg varðar, er alltaf verið að smá byggja hann upp, en ég sé hann ekki verða heilsársveg eins og sumir þessara snillinga hafa verið að láta sig dreyma um. Þeir sem hafa talað mest um heilsársveg um Kjalveg eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki nokkurt vit á því sem þeir eru að tala um. Fundurinn sem var á Selfossi staðfesti það algjörlega, og það sjá það allir nema nokkrir hagsmunapotarar að þessi vegur er algjörlega óraunhæfur. Meðan hringvegurinn er eins og hann er, er allt svona tala algjört bull, svo ekki sé minst á þessi Héðinsfjarðargöng. Maður verður brjálður að hugsa svoleiðis fávitaheimsku.
Aðeins kominn út fyrir efnið.
Hlynur
16.02.2006 at 18:31 #542966
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er væntanlega verið að tala um að virkja háhitasvæðið, eða hvað?
Ef það er málið, þá hugsa ég til þess með hryllingi að eyðileggja þessa stórkostlegu fegurð, sem þessi staður hefur upp á að bjóða.
Er ekki að verða nóg af virkjunum og álverum hér?
16.02.2006 at 19:13 #542968Þegar Kellingarfjöllin verða fullnumin, verður farið í Reykjadalina og á Torfajökulsvæðið. Við það kemur uppbyggður vegur langleiðina inn í Laugar, og Friðlandið að fjallbaki verður að sögulegum minjum sem elstu menn koma til með að gleyma í dagana rás.
Sennilega er bara best að reyna að njóta hálendisins meðan það er enn til.
gaman gaman.
kv
Rúnar.
16.02.2006 at 20:28 #542970Mér finnst þetta dæmigert um þessa lítt rökstuddu tilfinningablendnu umræðu sem að mínu vitu hefur meira skaðað náttúruvernd en hjálpað henni.
Hvað á að virkja hvernig og hversu milkil umhverfisáhrif, kemur aldrei fram. Umræðan snýst um tilfinningar, ímyndir, fasteingagjöld (í hvaða sveitarfélgi stöðvarhúsið lendir) og fl. sem í raun koma umhverfismálum mest lítið við.
Vita menn að "náttúrperlurnar" Námafjall, Krísuvík, Elliðavatn og að sjálfsögðu Bláa Lónið eru að hluta eða algjörlega manngert?
Í umræðunni um Kárahnjúka (sem óneitanlega hafa mjög mikil umhverfisáhrif) var umræðan mest lítil um þau utan tilfinninga og flokksdráttar bríma. Fæstir vita að ráðherra gerði umtalsverðar breyingar til bóta í sínum úrskurði. Hef stundum velt því hvort að veik íslensk dagblöð og enn veikari tímarit sem fæst hafa getu til að greina svona mál og fjalla um þau af nokkru innsæi, og þar með hjálpa almenningi við skoðanamyndun sé ástæðan fyrir svart/hvítri umfjöllun.
Það er hægt að virkja jarðvarma í dag með minni áhrifum á umhverfi en er af núverandi ferðamanna aðstöðu í Landmannalaugum svo dæmi séu tekin. Það er hinsvegar ekki víst að það borgi síg.
Ég held ég geti mælt fyrir munn allra jarðvarma (orku) karla og kvenna að við óskum einskins frekar en að fólk fari í þroskaða umræðu um hvaða skilyrði og takmarkanir er rétt að setja sem annaðhvort er þá hægt að uppfylla, eða ekki, með ásættanlegum kostnaði.
Tilfinningaumræðan, oft fólks sem aldrei fer út fyrir 101 R, hjálpar öllu minna.
l.
16.02.2006 at 20:40 #542972Sælir
Þetta er sniðug spurning en ekki hægt að svara henni.
Mótmæli við Kárahnjúkavirkjun gekk út á það mestmegnis að útskýra hversu miklu sniðugra er að virkja jarðvarma heldur en vatnsföll.
Ef við hugsum um jarðvarmavirkjanir þá kæmu til greina staðir eins og Kerlingafjöll, Hrafntinnusker, er ekki háhitasvæði inn af Kverkfjöllum, Haukadal o.s.frv.
Þetta hljóta að vera miklu sniðugri virkjannakostir heldur en Þjórsá eða Jökulsá á Dal er það ekki. Það að bora nokkrar holur og banna umferð um svæðin bæði akandi sem gangandi spillir umhverfinu ekki nærri því eins mikið og uppistöðulón.
Y-Til að sannfærast um náttúruspjöll sem verða af virkjunum ættu höfuðborgarbúar að fara í sunnudagsbíltúr á Þingvelli. Þingvallavatn er uppistöðulón og er hæðinni á yfirborði vatnsins stjórnað á Bústaðarveginum.
Kv Izan
16.02.2006 at 21:45 #542974Snöfli segir að hægt sé að virkja jarðvarmann með minni náttúruspjöllum en aðstaða ferðafélagsins í Landmannalaugum veldur.
Mér sýnist nú ekki veita af því að fólk skelli sér í bíltúr á Hellisheiðina á t.d. laugardag eða sunnudag og skoði framkvæmdirnar sem þar eru í gangi, alla borpallana, vegina og annað sem er gjörsamlega búið að jarða þetta svæði
Þar er í gangi mjög svipuð aðgerð og orkuveitunni langar svo að ráðast í í Kerlingafjöllum.Kv: Kátur
16.02.2006 at 22:20 #542976Landsnet hefur verið með skemmtilegar heilsíðu auglýsingar þar sem kemur framm að þeir leggi 10millur í gróður-uppgræðslu af 6600 milljóna verki.
eða 0,0015% af verkkostnaði.
Örlátir!
16.02.2006 at 22:49 #542978Ofsi spyr hvað ráði afstöðu manna til virkjana á Kerlingafjallasvæðinu. Í mínu tilfelli er það einfaldlega það að slík virkjun þýðir óhjákvæmilega að sú landnýting sem núna er á svæðinu og snýst um að njóta óspilltrar náttúru verður að víkja fyrir annars konar landnýtingu. Það finnst mér óæskilegt vegna þess að ég hef mikinn áhuga á þeirri landnýtingu sem núna er stunduð þarna og sú landnýting hefur þurft að víkja aftur og aftur og aftur. Við sem viljum njóta hálendisins sem óspillts víðernis erum svolítið eins og hagamýsnar sem eru fyrir á svæðum sem tekin eru undir byggingaframkvæmdir, okkar þarfir þurfa einfaldlega að víkja.
Það má kalla þetta tilfinningarök, enda snýst málið um þá einstöku tilfinningu sem það er að upplifa óspillta náttúru. Miðað við það eru tilfinningarök ekkert óæðri en önnur rök og ættu eiginlega að fá miklu meira vægi en þau fá í dag.
Kv – Skúli
16.02.2006 at 23:36 #542980Ég vil líka vera umhverfisvænn í ósnortnum víðernum inná milli hagamúsanna á 2ja tonna Pattanum mínum með kolareykinn afturúr sem eyðir 20 l/100km af dísilolíu sem veldur svo og svo miklum gróðurhúsaáhrifum, svo ekki sé minnst á áhrifin af smíði hans, horfa að túristana sem komu fljúgandi frá Langt-burtistan og hafa þar með brennt x hundurð lítrum af steinolíu á haus til að kjaga líka í ósnortinni íslenskri náttúru. Á meðan hopa allir jöklar þarna í kring og við sjáum varla vetur lengur.
Afsakið en í minni orðabók kallast þetta að vera HRÆSNARI ekki umhverfissinni.
l.
16.02.2006 at 23:50 #542982Og aftur nei,það er bara óhugsandi að virkja í Kerlingafjöllum. Enda eru svæði sem þegar er búið’ að spilla líkt og Krísuvík og Kröflusvæði engan vegin fullnýtt og ætti frekar að huga að þeim og Hellisheiði sem þegar hefur verið sagt af virkjunarforkólfum að sé hægt að ná miklu meira afli með djúpborunum gott ef ekki allt að 10 falt meira en þegar er verið að nota.
Það er ekki bara lýti og skemmd á landinu, sjálf virkjunin sem þarf hvort sem hún er vatns eða jarðvarma knúinn ákveðnar byggingar og lagnir sem eru lýtir á umhverfi og eins þarf að leggja línur frá þeim og allir sem eru að ferðast um landið sjá þessar línur langt að og eru þær hrein sjónmengun.En ef afl sem er óvirkjað þar sem þegar er verið að byggja virkjun krefst ekki nema viðbótar við þegar lagðar línur.
Það er rétt öll þessi rök eru meira og minna tilfinnigarleg en náttúruvernd er að mestu byggð á tilfinningasemi og eitthverstaðar þarf að draga línurnar varðandi hvar á að stoppa, og á meðan ónýtt orka er til staðar á stöðum sem þegar eru í vinnslu ætti ekki að vera gera ráð fyrir nýjum.
Kárahnjúkar voru að mörgu leiti sérstæð virkjun þar varðaði það að gera heilan landshluta byggilegan og koma í veg fyrir fólksflótta þá eru þessi rök ekki jafn þung annarstaðar á landinu,og ég er ekki að sjá nauðsin á að virkja Kerlingarfjöll eða Hrafntinnusker með sömu rökum.Og segi því þvert nei við þessum virkjunarstöðum.
Kv Klakinn
Ps Kannske ættum við Íslendingar að fara að huga að því sem Færeyingar lærðu all harkalega í kreppuni sem þar skall á á síðasta áratug, að landið ber ekki nema ákveðið mikinn fólksfjölda til að viðhalda núverandi lífsgæðum.
16.02.2006 at 23:53 #542984Þú hittir naglann á höfuðið.
1. Áhrif á bygginartíma geta verið meiri og sjáanlegri en síðar.
2. Á Hellisheiði er verið að uppfylla þau skilyrði sem sett voru þar um útlit, umfang og hvaða land mætti snerta og hvað ekki.
3. Það er ekki gefið að kröfur um Kerlingafjöll yrðu þau sömu og reyndar mjög ólíklegt. Berðu Hellisheiði eða Reykjanesvirkjun t.d. saman við Svartsengi og Nesjavelli til að sjá þróun og mismunandi kröfur.
4. Ef ekki reynist unnt að uppfylla þær kröfur sem geraðr eru með arðbærum hætti þá verður virjkun ekki reyst.
l.
17.02.2006 at 00:36 #542986Þegar spurt er; viltu virkja eða ekki í Kerlingafjöllum, þá kemur ekkert fram um hversskonar virkjun er um að ræða. Er spurt um gufuaflsvirkjun, vatnsaflsvirkjun eða eitthvað annað?
Á að flytja rafmagnið með línum ofanjarðar eða neðanjarðar?
Hver er hugmyndin að stærð þessarar virkjunar?
Allavega hef ég ekki heyrt í fréttum áform um Kerlingafjallavirkjun.
Margar af þessum skoðanakönnunum hér á vefnum okkar eru að mínu mati ómarkvissar þar sem að engin kynning á efninu hefur farið fram áður.
Kveðja.
Elli
17.02.2006 at 07:36 #542988Virkjanaumræða á Íslandi er því miður alltof oft á tilfinninganótum einungis, sem óprúttnir pólitíkusar á sitt hvorum væng stjórnmálanna nota svo sér og sínum skoðunum til framdráttar. Eitt er þó dagljóst; við búum ekki í landinu nema með því að nota auðlindir þess. Á hverjum tíma bera íbúar þess þá ábyrgð, að gera það með þeirri fyrirhyggju og skynsemi, að sem allra minnst séu skertir afkomumöguleikar afkomenda þeirra í framtíðinni, sem og að langtímatjón á umhverfi og náttúru verði sem allra minnst. Það er án efa skynsamleg afstaða einmitt núna, að gera yfirlit um alla þekkta virkjunarmöguleika í landinu og leggja mat á þá með tilliti til hagkvæmni, hugsanlegra náttúruspjalla og umhverfisáhrifa. Samhliða þarf að gera langtímaáætlun um það hvernig menn sjá fyrir sér að atvinnu- og efnahagslíf þróist með sem hagkvæmustum hætti á nýbyrjaðri öld. Þar með talið hvernig orkunotkun komi til með að þróast og þarf þá líka að taka tillit til þeirra breytinga á endurnýtanlegum orkugjöfum, sem hækkandi hitastig og bráðnun jökla hefur í för með sér. Það þarf líka að gæta þess að eitt fyrirtæki, sem innan skamms verður einkavætt, verði ekki komið með alltof stóran hluta af hagkvæmustu virkjunarkostunum undir sínum hatti. Evrópusambandið mun ekki gefa langan frest til þess að Landsvirkjun verði einkavædd, sbr. "samkeppnina" í orkusölu, sem tók gildi um s.l. áramót og hefur leitt til stórfelldrar hækkunar á endanlega orkureikningnum hjá íslenskum fyrirtækjum og heimilum á nýbyrjuðu ári. Hvort og þá hvenær virkjað verður í Kerlingarfjöllum er svo hluti af langtímaplani því, sem hér var nefnt. Ég treysti mér því ekki til að taka fortakslausa afstöðu til slíkrar virkjunar nema í stærra samhengi.
kv.
17.02.2006 at 07:57 #542990Þegar kemur að nýtingu orkulinda, eins og oftar í tilverunni, þá þarf að finna málamiðlun sem tekur tillit til ólíkra hagsmuna og sjónarmiða. Enda hafa fáir mótmælt virkjunum í Tungná og neðri hluta Þjórsár. Þessar virkjanir einar duga fyrir allri almennri raforkunotkun íslendinga næstu áratugi og þeim álverum sem nú eru í rekstri.
Í mínum hug kemur hins vegar alls ekki til greina að virkja jarðhita í Kerlingarfjöllum til raforkuframleiðslu, einfaldlega vegna þess að þar er eitt flottasta, fjölbreyttasta og jafnframt aðgengilegasta jarðhitasvæði á Íslandi, og þó víðar væri leitað.
Það vantar mikið upp á að Íslendingar geri sér grein fyrir því hversu sérstök og þar með verðmæt, íslensk náttúra er. Okkur finnast jökulsár t.d. frekar hversdagsleg og frekar ókræsileg fyrirbæri. En ég efast um að Jökulsá á Brú eigi sér neina hliðstæðu í veröldinni, og eftir næsta sumar þá verður hún endanlega horfin, frá upptökum til ósa.-Einar
17.02.2006 at 08:16 #542992Ég er eiginlega orðin jafnleið á því að mín "almenna lítt úthugsaða andstaða" skuli vera afgreidd sem einhver tilfinningaórói og vitsmunaskortur bara af því að ég hef ekki sest yfir öll hugsanleg og óhugsanleg gögn um hverja virkjanaframkvæmd fyrir sig. Og við fyrstu sýn líst mér illa á allar virkjanaframkvæmdir í Kerlingarfjöllum – þó að ég hafi ekki kynnt mér þetta til hlítar. Því ég geri mér alveg fulla grein fyrir þeim hagsmunum sem þarna takast á og ég hef kosið að taka afstöðu gegn virkjun þarna. Ég er almennt ekki fylgjandi því að það sé rokið út í hverja framkvæmd á fætur annarri án þess að það sé aðeins staldrað við og spáð í hvernig hugsað sé að nýta viðkomandi svæði til framtíðar. Og ég er eiginlega jafnhissa á því hversu það þykir eftirsóknarvert að byggja álver og annan þungaiðnað á landinu en síður að hlúa að skynsamri ferðaþjónustu og landvernd. Manni finnst eiginlega nóg komið.
Þótt að jeppamenn séu kannsi á móti því að Kerlingarfjallasvæðið og Kjalvegur sé lagt undir mannvirki af ýmsum toga – þ.m.t. vegaframkvæmdir, er heldur ekki þar með sagt að þeir vilji eingöngu fá svæðið undir sitt "sport" – að þeysa þarna yfir á díseljeppunum spúandi reykmekki yfir hjarnir og fannir. Ég verð eiginlega að segja þeim sem slá þessu fram að þarna gerast þeir jafn"sekir" um tilfinningar af verri toganum – þ.e. fordómafullar skoðanir þar sem allir jeppamenn – og konur eru sett undir einn hatt.
Kveðja
Soffía
17.02.2006 at 09:47 #542994Ég held að afleiðingar nýrra laga HÆSTVIRTS iðnaðarráðherra séu að koma í ljós með þessari umsókn Orkuveitunnar um rannsóknarleyfi í Kerlingarfjöllum. Það kemur til með að verða bullandi samkeppni um virkjunarkosti á landinu með tilheyrandi RANNSÓKNAFRAMKVÆMDUM um allt hálendið.
Og ef við horfum í kringum okkur þá vitum við að rannskóknarframkvæmdir leiða nánast alltaf til framkvæmda vegna þessa að raskið er þegar orðið. Ég vitna bara í framkvæmdir við Urriðavatn máli mínu til staðfestingar.
Ekki fleiri álver fyrir mig takk
Kv.
Jón Kristinn
17.02.2006 at 19:44 #542996ef allar tilfinningar eru teknar út, þvi þær eru lífið, án tilfinninga væri engin virkjun á Íslandi….. við erum tifinningaverur og þið þessir "rökhugsuðir" eigið að koma með rök en ekki spila á tilfinningar tilfinningasamra.Nú ætla ég þessi tilfinningasami náungi að spyrja þurfum við Íslendingar meiri "pening"? Eða eru það kannski stórfyrirtækin sem eru "svöng" ? Til þess að setja þessar framkvæmdir í gang þarf ódýra útlendinga til starfa og til að vinna við alla þessa STÓRYÐJU þarf aftur útlendinga til starfa því við Íslendingar erum bara ekki nógu margir til að "fylla" allar þessar verksmiðjur svo ég spyr eru þessar framkvæmdir fyrir "Íslendinga" eða STÓRU kallana? ég held að við ættum að passa okkur á að láta ekki ótta okkar við örbyrgð vera til þess að við "eyðum" um efni fram og ganga á þann höfuðstól sem við eigum. Með öllum þessum OFURframkvæmdum þá erum við að eyða um efni-fram.!!! Nú er komið nóg af bulli, reynum að vera hógvær en ekki gráðug því "græðgi er rót alls ills". Okkur lýður vel en við erum smeyk um að tapa þeim gæðum sem við höfum og erfiðað fyrir og sá ótti er að rugla dómgreind okkar, við verðum að "taka okkur taki " rökhugsa þennan ótta í burt og krefjast þess að hálendið verði ekki snert fyrr en "alvöru" nauðsyn krefur.
Kv:Kalli undarlegi
17.02.2006 at 21:12 #542998Sælir
Bara að gamni langar mig að minna jeppamenn á að það er virkjun í Kerlingafjöllum svo að ég gæti ekki svarað öðruvísi en játandi þó að ég hafi reyndar engu svarað.
Ásgarðsáin er virkjuð rétt fyrir neðan tjaldsvæðið en virkjunin er svo lítil að ekki hefur þótt ástæða til að byggja línu til byggða.
Reyndar þætti mér fróðlegt að vita hvort menn séu í alvöru að tala um að byggja virkjannir uppi á hálendi þar sem framleiðslan færi fram uppi á hálendi því að línur til að flytja framleiðsluna eru feiknalega dýrar bæði í smíðum og rekstri. Fljótsdalsvirkjun er sniðug að mörgu leyti, sérstaklega því að rafmagnsframleiðslan fer fram eins nálægt notendanum seins og frekast er unnt. Uppistöðulónið er uppi á hálendi en önnur mennvirki eru sprengd í iður jarðar og eru gersamlega ósýnileg mönnum sem um svæðið fara.
Núna hefur klúbburinn verið að spyrja fáránlegra spurninga á vefnum og höfða til náttúruunnenda og hvetja menn til að taka afstöðu gegn vikjunum á hálendi Íslands. Ég, sem ferðamaður, vil geta gengið að náttúru Ísland ósnortinni en ég lifi ekki eingöngu lífi sem ferðamaður. Ég er þáttakandi í samfélagi sem þarf á vinnu að halda, útflutningi á framleiðslu, eigin notkun á rafmagni og til að samfélagið þrífist þarf nýta möguleika sem landið býður uppá.
Ég vinn í einu af þessu afleidda starfi vegna umsvifanna á Austurlandi og er ferðamaður í frítíma. Ég styð mótmæli gegn náttúruspjöllum sem fara friðsamlega fram skemmdar og ofbeldislaust en mótmæli sem hafa farið fram í kringum þessar framkvæmdir eru ekki nokkru lagi líkt. Mig langar til að vita hversu margir sunnlendingar hafa mótmælt framkvæmdum á Hellisheiði sem eru í raun spjöll á mikið notaðri náttúruperlu. Á góðviðris helgidögum er vart hægt að finna bílastæði á Hellisheiðinni fyrir útivistarfólki. Hvar er það fólk í dag, voru þau kannski of upptekin við að mótmæla Kárahnúkavirkjun eða var Hellisheiðin kannski að veita þeim sjálfum atvinnu.
Ég mótmæli Hellisheiðarvirkjun.
Kv Izan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.