This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Baldur Pálsson 14 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Þarf að kaupa mér vetrar dekk undir Suzuki Vitara. Þar sem ég hef ekkert vit á dekkjum (nema traktorsdekkjum) þætti mér vænt um leiðsögn mér fróðari manna. Nú eru undir honum 225/75R16. (Hann kom hann nýr út úr umboðinu á eitthvað belgmeiri dekkjum enda hækkaður um 2-3 tommur á boddýi að mig minnir). Dekkin mega því hugsanlega vera eitthvað örlítið stærri.
Keyri mjög mikið í hálku og ís oft í miklum vindi. Góðir (stórir) naglar sem tolla vel og lengi í eru eitt það mikilvægasta.Ég vil getað hleypt úr þessum dekkjum þegar svo ber undir. Ég er þá ekki bara að tala um að mýkja þetta fyrir malarvegi heldur til að fljóta í snjó. Það er nefnilega ekkert síður mikilvægt að geta hleypt vel úr litlum dekkjum og eins og einhverjum tunnudekkjum eins og afi minn kallaði stór dekk.
Eru einhverjar tegundir dekkja í þessari stærðarflokki heppilegri til úrhleypinga en önnur? Hvað þarf að varast? Eru þetta eitthvað missterk dekk? Þau sem eru undir núna eru minnir mig 2ja laga á hliðum en 4ra laga í bana. Hvert er helst að leita með kaup á dekkjum? Hvar gerir maður hagkvæmustu kaupin?
Kv. Árni Alf.
P.S. 99% af keyrslunni verður samt sem áður á malbiki oft mjög ísuðu.
You must be logged in to reply to this topic.