FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Orð eru til alls fyrst

by Þorvarður Ingi Þorbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Orð eru til alls fyrst

This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 15 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 20.08.2009 at 23:10 #205927
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant

    Góðir félagar,
    enn vil ég vekja máls á nokkru sem ég tel geta orðið klúbbnum til sóma, -mögulegt samstarf okkar og þá væntanlega Umhverfisstofnunar um að lagfæra skemmdir eftir utanvegaakstur.
    Alltaf ber nokkuð á ljótum ummerkjum um utanvegaakstur bíla á litlum/mjóum dekkjum á hálendinu, og tel þau að mestu tengjast óbreyttum bílaleigubílum þar sem ökumenn gera sér vísast ekki grein fyrir alvarleika málsins. Hef ég leyft mér nokkrum sinnum á fullvöxnum jeppa, utan þjóðgarða sem innan, að aka inn á þessi hjólför til að pressa niður barmana og þar með að loka sárinu. Þetta getur hreinlega svínvirkað, sérstaklega á viðkvæmustu svæðunum.
    Vil ég hvetja Umhverfisnefnd 4×4 til að vekja máls á þessu og blása til skipulagðra framkvæmda áður en hausta tekur fyrir alvöru.
    Baráttukveðjur,
    Ingi

  • Creator
    Topic
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)
  • Author
    Replies
  • 20.08.2009 at 23:42 #654778
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Í raun gætum við gert stórátak í ímyndarmálum okkar (jeppafeðamanna) og hjálpað stjórnvöldum með því að gera þrennt.
    1. Skrá slóða og fá viðurkennda sem slíka samanber það góða starf sem Slóðríkur hefur innt af hendi
    2. Laga sár eftir utanvega akstur með þeim aðferðum sem duga. (ofangreind aðferð kynninst ekki sem best.)
    3. Setja merkingar og lokanir á staði þar sem ekki á að aka.
    mbk.
    l.





    21.08.2009 at 02:42 #654780
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    [b:3kigqwvg][u:3kigqwvg]Ykkur til upplýsingar;[/u:3kigqwvg]
    [/b:3kigqwvg]
    1. Við förum árlega í stikuferðir, þar sem við merkjum , lokum og lagfærum allavega slóða út um allt land, því landsbyggðadeildirnar hafa líka gert gangskör í þessu á sínum svæðum.
    2. Síðastliðin 3-4 ár hefur F4x4, með Jón "Ofsa" í broddi fylkingar ásamt mörgum félagsmanninum, verið í samstarfi við Landmælingar Íslands um ferlun og mikla aðra vinnu sem lítur að þessum málum.
    3. Við ( Logi í stjórn) sóttum um styrk til fjallvegasjóðs og fengum til lagfæringar Kerlingarfjallaleiðinni og líklega leiðinni út að Sóleyjarhöfðavaði.
    3. Við erum í samstarfi við fjölmarga opinbera aðila sem láta sér þessi mál varða, og hefur verið sett saman nefnd, sem Jón og Dagur hafa sinnt eftir bestu getu, sem heitir "Samráðsnefnd um aðgerðir gegn utanvegaaksri" en í henni sitja flest ef ekki öll hagsmunasamtök um íslenska ferðaþjónustu s.s. Umhverfisstofnun, Umferðarstofa, Landvernd, Vegagerðin, SAF (samtök aðila í ferðaþjónustu) og svo mætti lengi telja.
    4. Við í Umhverfisnefnd buðum fram okkar aðstoð við lagfæringu á ljótum sárum á Reykjanesinu, þó að ekkert hafi orðið af því ennþá, ekki við okkur að sakast.
    5. Landsbjörg fékk styrk hjá okkur til að sinna hálendiseftirliti og stikur til að koma að stikuverkefninu á næsta ári.
    6. Stendur til að Útivist fái stikur hjá okkur til þeirra verkefna.

    Eins og sjá má af þessum lista, sem þó er örugglega ekki tæmandi, erum við að vinna á mjög breiðum grunni og erum leiðandi í nokkrum málum. Því miður lendir þetta starf að miklu leyti á sama fólkinu og mætti bæta þar mikið úr, í svona stórum félagsskap. [b:3kigqwvg]Ef við sinnum ekki þessum málum er næsta víst að ferðafrelsið verður af okkur tekið af einhverskonar blíants-nögurum. [/b:3kigqwvg]
    En betur má ef duga skal og sem betur fer hefur orðið hugarfarsbreyting hjá hinum almenna félagsmanni hvað varðar náttúruumgengni og því höfum við uppskorið mikið jákvæðara álit.
    [b:3kigqwvg]Megi svo verða áfram.[/b:3kigqwvg]

    Kv. Magnús G.





    21.08.2009 at 08:22 #654782
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Magnum, það má kannski bæta landgræðsluverkefnunum á þennan lista. Því þar hefur klúbburinn, undir stjórn Umhverfisnefndar, komið mjög sterkur inn.

    Kv. Óli





    21.08.2009 at 13:52 #654784
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0 … egaakstur/





    22.08.2009 at 08:14 #654786
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Frábært, -orð í tíma töluð!
    Skilti mætti líka setja sem fyrst við Merkurafleggjarann, -þangað er jú talsverð traffík bílaleigubíla. Ég hef einmitt gert dálítið af því í sumar ef mikið er í vötnum að stoppa bílaleigubílana og spyrja fólkið hvert það ætli; "Pórsmörk" svarar það og brosir út í bæði. Ráðlegg þeim að snúa við, og þeir svara bara "Si, si" eða eitthvað í þeim dúr. Þarna eru ansi klénar upplýsingar um vafasöm vöð. Bílaleigubílarnir eru reyndar á ferðinni upp um allar trissur á öllum tímum árs, -kannski aðallega fyrir vanþekkingar sakir.
    Getum við 4×4 félagarnir verið meira "á vaktinni" -við erum jú alltaf á ferðinni, talað við þetta fólk á förnum vegum og kannski rétt þeim einhvern gagnlegan bækling. Beinn áróður!!! Ekki þannig að við séum komin með löggukaskeiti, en oft stoppar þetta bílaleigufólk mann og er að spyrja ráða varðandi vegi og vöð.
    Ingi





    22.08.2009 at 11:08 #654788
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Ég starfaði í umhverfisnefnd ferðaklúbbsins 4×4 á síðasta starfsári og þá var lagður grundvöllur að fræðslumyndbandi sem átti að vera leiðbeinandi fyrir ferðamenn, innlenda sem útlenda. Innihald þess átti að vera fræðsla um viðkæma náttúru, utanvegaakstur, akstur í ám og vötnum og taka á því sem ferðamaðurinn þarf að vita og varast. Það stóð til að ná samstarfi um sýningar á þessu í myndbandakerfum flugvéla, ferjunni Norrænu og á þeim stöðum þar sem helst er að ná til ferðamanna. Við í umhverfisnefndinni ætluðum síðan að leggja til tíma okkar, ökutæki og leikræna tilburði og sjá um að ferja kvikmyndatökuliðið og sjá um það að flestu leyti að koma þessu á koppinn. Það voru komnir vel á veg samningar við kvikmyndabraut Borgaholtsskóla um að sjá um kvikmyndum og það sem snýr að gerð myndbandsins og sáum við það sem gott skóla og kennsluverkefni fyrir þennan hóp að vinna að sem útskriftarverkefni. Allt okkar erfiði skilaði því miður á endanum engu því þrátt fyrir allt sem við í umhverfisnefndinni vorum tilbúnir að leggja í púkkið þá strandaði málið á því að stjórnendur Borgaholtsskóla héldu að við gætum sett helling af peningum í verkið líka en þegar í ljós kom að svo var ekki og að við litum á þetta eingöngu sem gott kennsluverkefni fyrir skólann þá varð ekkert af málinu. Þetta er svolítið furðuleg sýn á málið að hálfu skólans að því að mér finnst því það gefur auga leið að ef við hefðum haft einhvern haug af peningum til að setja í málið þá hefðum við einfaldlega beðið kvikmyndagerðafyrirtæki um að ganga í málið með okkur. Það er því ekki hægt að segja, eins og pistilhefjandi lætur í veðri vaka að ekki sé néitt verið að gera í málum af hálfu ferðaklúbbsins heldur stranda mörg góð verkefni á því sem flest verkefni strand á, peningum. Hitt er svo annaðhvort menn eru nægilega upplýstir um það sem verið er að gera, á það geta menn haft mismunandi sýn en á hinum mánaðarlegu félagsfundum ferðaklúbbsins eru þó alltaf veittar upplýsingar um gang mála og stjórn og nefndir sitja fyrir svörum. Kveðjur, Logi Már R-3641





    22.08.2009 at 13:51 #654790
    Profile photo of Magnús Guðmundsson
    Magnús Guðmundsson
    Participant
    • Umræður: 141
    • Svör: 1565

    Þetta er góð, þörf og uppbyggileg umræða.
    Nú um næstu helgi erum við að fara í stikuferð eins og þið lesendur góðir hafið eflaust orðið varir við. Og það er greinilegt að menn eru með opin huga og mikil umræða er og var um síðustu helgi um það.

    Lella hringdi í mig áðan og kom með frábæra tillögu, sem að ég er hissa á að ekki hafi verið notuð áður mér vitandi, en hún er að [b:6kn558vl]bjóða fréttamönnum með í ferðina[/b:6kn558vl]. Þetta er náttúrulega alveg snilld og gott PR starf. Morgunblaðið er til dæmis með tvær greinar í dag um utanvegaakstur. Bæði blöðin eru fljót að skrifa um skemmdir og utanvegaakstur ef hann á sér stað og nú er hægt að snúa umfjölluninni í okkar garð.
    Þekkir einhver hér fréttamenn sem gætu þegið svona boð?

    Kv. Magnús G.





    22.08.2009 at 17:41 #654792
    Profile photo of Baldvin
    Baldvin
    Participant
    • Umræður: 45
    • Svör: 524

    Magnús, þaðð er langeinfaldast bara að hringja á ritstjórnir og bjóða þeim þetta.
    Spyrja einfaldlega hvort að ekki séu einhverjir blaðamenn sem að langar með í fjallaferð.

    Kv. Baddi





    23.08.2009 at 01:15 #654794
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Alveg upplagt að nýta sér gúrkutíðina í PR starf með fjölmiðlum. Þeir skrifa/birta nánast hvað sem er þegar ekkert er að frétta.

    Ég er líka hálf kjaftstopp yfir þessari afstöðu Borgarholtsskóla….sennilega hefur tengiliður skólans haldið að jeppamenn séu almennt með troðfulla vasa af peningum sem bíða eftir að vera eytt í hvað sem er. Reyndar veit ég ekki hvernig skólinn á að geta tekið við greiðslum eftir "óhefðbundnum" leiðum, kennarar fá sín laun hvort sem er, og nemendum er óheimilt að fá greitt fyrir verkefni að því sem ég best veit. Allavega var því þannig hagað hjá Tækniháskólanum þegar ég var þar. Annað gildir svo um mastersverkefni, þar sem nemendur eru í raun ráðnir til starfa í ákveðinn tíma sem einstaklingar.

    Kannski er færi á að líta á þetta dæmi aftur….svo er ekki útilokað að Listaháskólinn væri til í að hoppa á svona verkefni.

    kkv
    Grímur





  • Author
    Replies
Viewing 9 replies - 1 through 9 (of 9 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.