This topic contains 9 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Góðir félagar,
enn vil ég vekja máls á nokkru sem ég tel geta orðið klúbbnum til sóma, -mögulegt samstarf okkar og þá væntanlega Umhverfisstofnunar um að lagfæra skemmdir eftir utanvegaakstur.
Alltaf ber nokkuð á ljótum ummerkjum um utanvegaakstur bíla á litlum/mjóum dekkjum á hálendinu, og tel þau að mestu tengjast óbreyttum bílaleigubílum þar sem ökumenn gera sér vísast ekki grein fyrir alvarleika málsins. Hef ég leyft mér nokkrum sinnum á fullvöxnum jeppa, utan þjóðgarða sem innan, að aka inn á þessi hjólför til að pressa niður barmana og þar með að loka sárinu. Þetta getur hreinlega svínvirkað, sérstaklega á viðkvæmustu svæðunum.
Vil ég hvetja Umhverfisnefnd 4×4 til að vekja máls á þessu og blása til skipulagðra framkvæmda áður en hausta tekur fyrir alvöru.
Baráttukveðjur,
Ingi
You must be logged in to reply to this topic.